Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 15
I>V LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 15 Efnahagslegt frelsi skert íslendingar eru á stundum upp- teknir við að setja reglur að því er virðist til þess eins að setja reglur. Oft virðist mér sem ílestir telji að allt sé bannað sem er ekki sérstaklega leyft en sjáifur hef ég staðið í þeirri trú að allt sé leyft sem er ekki sér- staklega bannað. Það þarf þvi ekki að koma á óvart þegar lagt er til að lög- um verði breytt til að tryggja dreifða eignaraðOd að fjármálastofnunum. Ég hef haldið því fram hér í blað- inu að hugmyndir um að breyta lög- um til að tryggja dreifða eignaraðild séu byggðar á rangri hugsun. í stað þess að hafa áhyggjur og eyða thna í að sefja lög af því tagi ættu ráðherrar ríkisstjómarinnar fremur að beina at- hygli sinni að því hvemig best sé hægt að tryggja samkeppni á íslensk- um fjármálamarkaði. Samkeppni mun sjálfkrafa koma í veg fyrir að of mikil samþjöppun eigi sér stað. Sam- keppni á jafnréttisgrunni tryggir einnig betur en nokkuð annað að völd og áhrif séu ekki misnotuð. Heilbrígðir viðskiptahættir ÞorkeO Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri hjá Eimskip, skrifar merkilega grein í Viðskiptablaðið síðastliðinn miðvikudag þar sem hann tekur undir ofangreint sjónar- mið og bætir því við að tryggja þuríi „heilbrigða viðskiptahætti og við- skiptasiðferði þannig að einstakir hluthafar eða stjómendur misbeiti ekki valdi sínu í eigin þágu. Það þarf að tryggja það að stórir aðilar mis- noti ekki aðstöðu sína, mismuni ekki hluthöfum, ausi ekki fé út úr fyrir- tækjum í eigin þágu eða hagi sér með þeim hætti að stangist á við al- mennt viðurkennt viðskiptasiðferði. Þar eiga hlutafélagalög, skattalög, samkeppnislög og ýmis önnur löggjöf að veita þá tryggingu sem nauðsyn- leg er. Stjómvöld mættu huga meira að þeim þætti. Hlutverk hölmiðla í þessu eftirlits- hlutverki er mikið. Þeir þurfa að veita aðhald, stunda rannsóknir á til- teknum þáttum í okkar atvinnulífi og upplýsa almenning meira um það sem er að gerast. Það er ótrúlegt hvað stórum málum hér á landi sem telja verður á mörkum þess siðlega er lítiil gaumur gefmn í fjölmiðlum. Erlendis taka hölmiðlar mun fastar á slíkum málum og hafa til þess bæði meira fjármagn og mannafla. Ötlug fjölmiðlun gegnir mikilvægu hiut- verki í fijálsu markaðshagkerfi." Sértækar reglur Abending Þorkels um hlutverk fiölmiðla er réttmæt en íslenskir fiöl- miðlar eiga langt í land með að standast erlendan samanburð þegar kemur að umhöllun um viðskipti og efnahagsmál þó þar séu ánægjulegar undantekningar. Aukin þátttaka almennings í is- lenskum fyrirtækjarekstri kailar á skýrar reglur - ekki síst reglur um samskipti stærri hluthafa við félagið sjáift og félög í eigu sömu aðila. Slík- ar reglur væru meira þarfaþing en lög þar sem efnahagslegt frelsi manna er takmarkað, en það er einmitt það sem felst í hugmyndum um dreifða eignaraðild. Viðskipta- blaðið tekur undir þetta sjónarmið í leiðara nú í vikunni og bendir á að bankar séu ekki „þær valdastofnanir sem þær voru á tímum pólitískrar fjármagnsskömmtunar, heldur rétt og slétt þjónustufyrirtæki. Heildsala og smásala á fjármálaþjónustu lýtrn- engum sértækum viðskiptalögmál- um og æ fleiri veita slíka þjónustu. Fyrirsjánlegur er enn frekari sam- nmi fiármálaþjónustu og annarrar starfsemi og nútíma bankaviðskipti geta allt eins farið fram við búðar- kassann í kjörbúðinni eins og annars staðar.“ Fjölmiðlar Fjölmiðlum hættir stundum til þess að gleyma sér í misskilinni góð- semi eða varðstöðu fyrir því sem þeir telja hagsmuni almennings eða Laugardagspistill Óli Bjöm Kárason rítstjórí neytenda. Málstaðurinn ber þá blaða- mennskuna ofurliði. Gamlir vinir mínir á Morgunblað- inu hafa farið mikinn í allri umfiöll- un um dreifða eignaraðild í fjármála- stofnunum eftir að fjárfestingarfélag- ið Orca S.A. keypti hlut Kaupþings og sparisjóðanna í Fjárfestingar- bankanum. Og eins og venjulega þeg- ar mikið liggur við eru öll vopn dreg- in upp. Pálma Jónssyni, fyrrverandi alþingismanni og ráðherra og núver- andi formanni bankaráðs Búnaðar- bankans, er sérstaklega hampað og fjögurra ára gömul skýrsla sem unn- in var innan bankans um heppilegt fyrirkomulag á eignarhaldi bankans er dregin fram í dagljósið. Skýrslan þjónar málstaðnum en er þó lítið annað en innanhússplagg í Búnaðar- bankanum sem engu skiptir enda samin með hagsmuni stjómar bank- ans að leiðarljósi. Ekki ætla ég að standa í sérstök- um ritdeilum við leiðarahöfunda Morgunblaðsins enda þeir greinilega meiri kjarkmenn en ég eins og best sést á forystugrein blaðsins síðastlið- inn miðvikudag þar sem segir: „Hér skal fullyrt, að það verður krafa al- mennings í þessu landi að tryggð verði dreifð eignaraðild að öllum rík- isviðskiptabönkunum, sem stendur til að einkavæða. Hlutskipti þeirra stjórnmálamanna, sem reyna að draga úr því að það verði gert eða bregða fæti fyrir það, verður ekki öf- undsvert." Skilaboðin era því skýr til þeirra stjómmálamanna sem taka ekki und- ir skoðun Morgunblaðsins en í þess- um efnum eins og sumum öðrum eiga ekki allir samleið með blaðinu. Hlutskipti þeirra verður ekki öfúnds- vert. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað átt er við með þessum skilaboðum. Einhverjir kunna að líta á þau sem hótun en því trúi ég ekki - hér er fremur um að ræða óheppi- legt orðalag þar sem menn hafa látið málstaðinn villa um og komið í veg fyrir hófsemd. Þessi yfirlýsing Morgunblaðsins kemur í kjölfar spumingar blaðsins til Guðmundar Haukssonar, spari- sjóðsstjóra SPRON, í viðtali siðastlið- inn laugardag: „Hefur þú sem einn af forsvarsmönnum sparisjóðanna eng- ar áhyggjur af því að þessi sala og það pólitíska uppnám sem hún virð- ist hafa vakið hafi einhver áhrif á framtíð sparisjóðanna, t.d. að lögun- um um sparisjóði verði breytt og eignarhaldi á þeim verði breytt?" Virðist blaðið ganga út frá því að sú framganga sparisjóðsstjórans að sinna þeirri skyldu sinni að græða peninga fyrir umbjóðendur sina geti kallað yfir hann einhvers konar refsiaðgerðir ráðandi afla! Gegn hlutabráfamarkaði í síðustu viku hélt ég því fram að útilokað væri að setja ákveðnar regl- ur um æskilega stærð fyrirtækja þar sem hún ræðst af tækni og efnahags- legum aðstæðum sem em sífelldum breytingum rmdirorpnar. Með sama hætti er óframkvæmanlegt að tryggja ákveðna dreifingu á eignar- haldi hlutafélaga á opnum hluta- bréfamarkaði. Allar slíkar tilraunir mrmu leiða til þess að spamaður al- mennings, sem bundinn er í hluta- bréfum, er að hluta gerður upptækur - þjóðnýttur - og hlutabréfamarkað- urinn sjálfur verður ekki nema nafn- ið eitt. Ég er ekki viss um að þeir sem að- hyllast hugmyndir um að skerða efnahagslegt frelsi manna með því að setja lög um dreifða eignaraðild geri sér grein fyrir afleiðingum þeirra. Morgunblaðið barðist fyrir auknu frelsi í viðskiptum um áratugaskeið, auk þess sem blaðið reyndi með öll- um tiltækum ráðum að ýta undir að virkur hlutabréfamarkaður myndað- ist hér á landi og um leið að aimenn- ingur tæki beinan þátt í fyrirtækja- rekstri. Þetta gamla áhugamál heám vikið til hliðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.