Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 28
28 ilgarviðtalið LAUGARDAGUR 21. AGUST 1999 Islenskur togaraskipstjóri lifir frumstæðu lífi með Grænlendingum í afskekktu þorf DV. Kuumiit_________________________ Það er rólegt fyrir utan einu verslun- ina í 400 manna þorpi á Austur- Græn- landi. Klukkan er 10 að morgni og jull- ur með einum karli hver hafa verið að tínast út úr höfninni. Á kaupfélags- tröppunum eru 10 manns sem sumir eru að lepja bjór að styrkleikanum 3,7 prómill en aðrir bara að spjalla í fuli- komnu tímaleysi. Eini tímapunkturinn sem einhverju máli skiptir er hádegið því þá má kaupfélagið byija að selja sterkan bjór. Nokkrir karlar sitja á planka skammt frá og bíða þess að ein- hver kaupi af þeim aflann frá deginum áður. Það eru ekki mörg kílóin; kannski fugl eða nokkrir þorskar. Hreyfing kemst á hópinn þegar tröllslegur hlátur raskar ró hinna yfir- veguðu Grænlendinga sem aðeins bíða þess eins i tímaleysinu að kaupfélagið og eina verslunin í þorpinu auki alkó- hólstyrkinn í bjómum. „Siggi, Siggi," kallar einn hinna innfæddu, og það má greina lotningu i röddinni þegar hann hálfhleypur á móti hinum hláturmilda aðkomumanni sem sker sig úr hópi hinna dökku Grænlendinga þar sem hann blandar sér í hópinn, hvítur og úfinn. Minnir raunar á víking innan um inúítana. Einn hinna innfæddu býður Sigga bjór en hann bandar frá sér hendinni og segist vera að fara á sjó til að ná í meiri grálúðu. „Þetta er mað- urinn sem kom út úr haflsnum," segir einn Grænlendinganna í hálfum hljóð- um við tíðindamenn DV. „Mikill fiski- maður sem konumar djTka,“ bætir hann við, brosir og fær sér drjúgan sopa af 3,7 prósenta bjórsulli. Siggi, sem um árabil stjómaði nýtísku ís- lenskum togumm, gefur sér skamman tíma fyrir utan dönsku einokunarversl- unina og heldur niður á bryggju þar sem hann snarar sér um borð í fiski- bátinn Leif Eiríksson og leggur frá landi. Það er mikill munur á þessum sex tonna plastbáti og 500 til 800 tonna togurunum sem hann stjórnaði á ís- landsmiðum. Ekkert stress Aðspurður um það atriði hlær hann rosalega og segist ekki sjá eftir neinu heima. „Þetta líf er ffábrugðið öllu því vest- ræna stressi og vitleysu sem á sér stað á íslandi. Hér era rólegheitin ailsráð- andi og ekki bílar að skrattast fram og til baka. Hér er maður laus við farsíma- draslið og allt annað sem hjálpast að við að gera fólk útúrstressað. Mér er shmdum hugsað til þess hvort ég sé ekki uppi á vitlausum tíma og hefði átt að vera svo sem hálffi öld fyrr á ferð,“ segir Sigurður Pétursson, 52 ára skip- stjóri frá Ólafsvík, sem fyrir tveimur árum sneri baki við allsnægtalífinu á íslandi og settist að á Grænlandi. í fyrra flutti hann frá Suður-Grænlandi og bjó um sig í þorpinu Kuumiit við Ammassalik-fjörð. í þorpinu er fátt um nútímaþægindi. Eitt vatnssalemi er í frystihúsinu skammt utan við þorpið en annars verða íbúamir að láta nægja fótur þegar þeir gera þarflr sínar. Ekki er rennandi vatn nema í örfáum hús- um og simi er aðeins á pósthúsinu og á örfáum öðrum stöðum. Farartæki era engin nema jullur Grænlendinganna og einn traktor auk eins fjórhjóls. Að vetrinum er eina vélknúna farartækið vélsleði sem lamaður frystihússtjóri Nuka A/S hefur undanþágu til aö nota. Að sumrinu notar hann flórhjólið sem er einnig á undanþágu á sömu forsend- um. Á allri austurströndinni er bann við notkun vélknúinna farartækja á landi og verður fólk að notast við hundasleða eða þyrlur á því tímabili sem vetrarveður geysa og hafls lokar öllum sjóleiðum. Það era veiðimenn- imir sem standa fastir á því að ekki megi leyfa vélknúin farartæki vegna þess að það styggi bráö þeirra. Sótti buxur Sigurður eða Siggi frændi eins og hann kallaðist í þröngum hópi á Is- landi er spurður að því hvað hafi vald- ið þessum umskiptum á lífi hans. „Upphafið má rekja til þess að ég kom sem túristi til Suður-Grænlands vorið 1997. Ég fór í vikuferð þar sem DV-myndir Róbert R siglt var um Suður-Grænland með Fransmanni. Þegar við sigldum um þessa flrði gaf ég þá yfirlýsingu að hér ætlaði ég að vera en færi bara heim að sækja buxur. Það stóð því skömmu eft- ir heimkomuna pakkaði ég saman og kom til Grænlands alkominn," segir Siggi. Það leið ekki nema hálfur mánuður frá túristaferðinni sumarið 1998 þar til Siggi keypti plastbátinn Leif Eiríksson heima á íslandi og sneri aftur til Grænlands þar sem hann i fyrstu hélt til á hreindýrabúi íslend- ingsins Stefáns Hrafns Magnússonar í Isortoq. „Ég byrjaði á hreindýra- búinu hjá Stefáni en mein- ingin hjá mér var alltaf að fara á fiskveiðar. Stefán ætl- aði að láti mig hafa sinn bát og það var á honum að skilja að þarna væra allir firðir fullir af fiski. Þetta átti allt að vera svo blómlegt og fint en það reyndist nú ekki vera svo. Ég kom út með línuspil, veiðarfæri og alls kyns útbúnað til veið- anna. Þama var enga beitu að hafa svo ég stóð úti á klöppum og beitti bleikju. Maður hefði nú ekki trúað því að óreyndu að eiga eftir að standa í því að beita sil- ungi en svona var þetta,“ segir hann. „Það heillaði mig strax að vera í allri þessarri víðáttu án þess að nokkur væri að skipta sér af því hvar maður væri í veröldinni. Það er ekki þarna þessi helvítis yf- irstjóm á öllum hlutum eins og gerist heima og þama er maður ftjáls. Heima má ekki leysa bát frá bryggju án þess að tilkynna það form- lega og ekki má veiða gramm af fiski án þess að það sé tíundað i þririti. Hér skiptir sér enginn af manni og það er afar notalegt," segir hann. Hitti mann á flugvelli Um sumarið var Leifur Eiríksson við veiðar á Suður-Grænlandi en ekki bólaði á öllum fiskinum sem munn- mæli hermdu að væri inni á fjörðun- um. Skipstjórinn fór þvi að ókyrrast og líta í kringum sig eftir værdegri veiðislóðum. í því skyni hélt hann norður til Kulusuk þar sem enn urðu kaflaskil. „Á flugvellinum þar hitti ég þann ágæta mann Gunnar Braga Guðmunds- son, forstjóra stórfyrirtækisins Nuka. Við tókum tal saman og hann sagði mér að mikið væri af grálúðu inni á. fjörðum í grennd við Kulusuk. Það var á honum að skilja að einhver óhemja af fiski væri í boði á örfáa króka," segir Siggi og hlær hrossahlátri. Það varð að ráði milli Sigurðar og Gunnars Braga að hann færi norður eftir til að veiða grálúðu fyrir Nuka A/S og legði upp í frystihúsið í Kuumiit skammt norðan við Kulusuk. Ekki var um annað að ræða en sigla Leifi Eiríkssyni fyrir hvarf og norður með Grænlandi. Það reyndist hin mesta háskafór. „Þetta er aðalkallinn hjá Nuka og eftir samtal okkar vorum við í sam- bandi og síðar var tekin ákvörðun um að ég héldi yfir á austurströndina, 700 sjómílna leið frá Julianeháb. Ég gerði nokkrar tilraunir fyrripart sumars 1998 til að fara af stað fyrir Hvarf en varð að snúa til baka vegna íssins. Það var reyndar búið að segja mér að þetta væri vonlaust og allt lokað vegna haf- íss. Það gekk svo langt að menn buðu mér í ískönnunarflug til að sýna mér alvöra málsins en ég þáði það ekki og var reyndar ákveðinn 1 að fara hvað sem tautaði og raulaði," segbr hann. Um miðjan júlí í fyrrasumar lagði Sigurður af stað á sómabátnum Leifi ásamt Friðrik Pétri, 17 ára syni sínum. „Þetta gekk brösótt framan af ferð- inni og var raunar á köflum helvíti skrautlegt. Þetta var viö Hvarf þar sem sterkur straumur skapar hættu og þar sem er auður sjór getur á örskotsstundu allt fyllst af ís. Við vorum að reyna að kom- ast til Prins Christianssunds og ég sigldi að grjóteyju þar sem ég klifraði Leifur heppni í hafís Grænland Sermiligaaq Kuummiit AmmassaliK Kulusukk Veiöisvæöiö Nuuk Qaqortoq Saarloq Julianehab: Nanortalik > Fastur mllli jaka Rrins Christiansund / FSCT Kokkurinn hans Sigga er grænlenskur og heitir Marta og sinnir ýmsu tilfallandi um borð. Sigurður Pétursson skipstjóri er hér á goggnum á Leifi Eiríkssyni með væna lúðu. Siggi býr í þorpinu Kuumiit þar sem lífið upp á fjall til að kanna aðstæður. Þar sá ég að siglingaleiðin var lokuð og ég ákvað að fara út fyrir allan is að eyjum sem ég vissi af og reyna þannig að komast leiðar okkar. Við vorum úr sambandi við allt og alla og urðum að treysta alfarið á sjálfa okkur og bátinn. Við vorum með talstöð sem náði engu sambandi og svo gervihnattasíma. Ég vissi alltaf að símahelvitið myndi aldrei virka enda kveikti ég ekki á hon- um fyrr en við komum í höfh í Ammassalik," segir Siggi. Hræddur um strákinn Feðgamir urðu að sigla í snarhasti frá útsýniseyjunni þar sem hafis var að loka víkinni og að auki var þoka að leggjast yfir. Þá dró heldur betur til tíðinda á ferðalaginu sem þegar hafði kostað nokkrar bátsskrúfur sem skemmst höfðu í ísnum. Borgarísjak- amir sem fram að þessu höfðu verið í hæfilegri frarlægð gerðu nú atlögu. „Það var allt að fyllast af ís við eyj- una og á sundinu. Þetta vora stórir andskotans ísjakar og einn var botn- fastur þar sem við vorum að reyna að fara frá eyjunni. Þar sem við vorum að fara meðfram honum skall spöngin á okkur frá hinni hliðinni og sá botn- fasti stóð.fastur fyrir,“ segir hann. Þegar þarna kom sögu vora græn- lenskir fjölmiðlar uppfúllir af fréttum um að 2000 tonna fragtskip væri fast í ís norðar við Austurströndina. Búið var að lýsa yfir neyðarástandi og björgunarþyrla sveimaði yfir skipinu tU að vera tilbúin að koma áhöfti- inni til hjálpar. Á meðan skipið rak um 60 sjómílur fast í haf- ís skoppaði plastbáturinn Leifúr innan um jakana og miðaði ágætlega að undanskildum einstöku atburðum sem heftu fór. „Þegar spöngin skall á okkur sá ég að báturinn gekk saman um 10 sentí- metra hvorum meg- in. Ég beið milli von- ar og ótta. Ég hélt að báturinn myndi brotna i spón en þá skyndilega kastað- ist hann á aðra hlið- ina og skaust upp eins ! og korktappi undan þrýstingnum og kastaðist upp á jakann. Þá vissi ég að okkur var borgið og að- eins þyrfti að ggi P. gerir allt ílfur um borð í t sínum. Hann iðir beituna, itir og dregur una. Hér er nn að beita inni Immassalik-firði í baksýn er físinn sem heill- hann þrátt fyrir jkstra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.