Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 29
ID' LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 f helgarviðtalið 37 m pslif . ur isnum er frumstætt. Aðeins eitt vatnssalerni en fólk notast að öðru leyti við fötur. bíða fallaskipta og straumurinn ræki spöngina frá. Ég viðurkenni að ég var orðinn háiíhræddur á tímabili. Það snerist nú aðallega um að ég var hræddur um að drepa strákinn en það gerði minna tO hvað varðar sjálfan mig,“ segir Siggi. Þegar feðgamir könnuðu skemmd- imar kom í ljós að skrúfúmar vom ónýtar og brotnir flapsamir á síðum hans. Plastogís Hann segir ótrúlegt hvað plastbátar sleppi vel í ísnum ef miðað sé við stál- skipin. „Á því er þó sú eðlilega skýring að plastið gefúr eftir en stálið rifnar þegar skip lenda í samstuði, við ís. Eftir klemmuna við borgarísjakann komust við til baka inn til Nanortalik þar sem skipt var um skrúfúr og dyttað að bátn- um. Ég hafði eina borvél til þeirra hluta og það dugði mér,“ segir Sigurður. Þremur dögum síðar var enn haldið af stað fyrir Hvarf og þaðan áfram norður úr. Tankar vom fyllt- ir af olíu og síðan siglt næstu dag- ana norður eftir. Ekkert var af sjókort- um um borð en eitt GPS staðsetningar- tæki. Engin byggð er á suðausturströnd- inni frá Prins Cristianssundi að Amma- salik og stóð á endum að báturinn yrði olíulaus. „Ég hefði getað tekið olíu í Prins Christianssundi en vildi ekki tefja mig á því þar sem vertíðin var í hámarki samkvæmt mínum upplýsingum. Við sluppum á síðustu olíudropunum til hafnar en þá hafði ég búist við því síð- ustu 40 sjómílumar að verða olíulaus. Það var ákveðinn léttir að vera kominn þessa leið,“ segir hann en heimamenn á Ammasaliksvæðinu er enn gapandi yfirferðalaginu. Meðan Sigurður var skipstjóri á ís- lenskum toguram var hann þekktur fyrir að brambolta við veiðar innan um hafis. Gárungar sögðu að skipta hefði þurft tvisvar um allt jám neðan við sjólínu á þeim toguram sem hann stjómaði. Hann viðurkennir að „lands- ins fomi fjandi“ hafi alltaf heillað sig og líklega orðið til að hann flutti til Græn- lands. Hann segist aldrei hafa óttast glímuna við ísinn enda hafi Leifúr Ei- ríksson fengið á sig fleiri göt af Grænlandsísnum en hann geti munað. „Maður getur alls staðar drep- ist eins og menn vita. Ég hef alltaf verið hrifinn af hafisnum ailar Innfæddir bera mikla viröingu fyrir ísmanninum ógurlega. Hér er góðglaður veiðimaður að spjalla við Sigga að morgni dags. götur síðan ég var að berjast í is á Vest- fjarðamiðum. Það er nánast daglegur viðburður hjá mér að skipta um skrúf- ur. Ég held að það sé sérstakt fyrirtæki um þessa skrúfuframleiðslu fyrir mig,“ segir Siggi og hlær eins og hann eigi líf- ið að leysa. Einn með kokk Síðan hann kom til þorpsins Kuumi- it fyrir rúmu ári hefur gengið á ýmsu í útgerðinni. Grálúðan var ekki í þeim þykku lögum sem sögur hermdu en eigi að síður hefur hann fiskað vel og er aflahæstur á austurströndinni. Sérlega hefur aflinn síðustu vikur verið góður. Ekki er óal- gengt að hann fái lúðu á annan hvem krók en jíÆHMÆ?-* veiðam- ar era tafsamar þar sem hann þarf að veiða beituna fyrst og síðan beita lín- una um borð í bátnum áður en hægt er að hefjast handa við veiðamar. Siggi á Leifi Eiríkssyni er einn um borð en með grænlenskan kokk sem ekkert kemur að veiðunum. Til samanburðar era fjórir Grænlendingar á sambæri- legum bát sem er lengur í hvemi veiði- ferð og skilar mun minni afla á land. „Vandinn hjá Grænlendingunum er að halda sig við veiðamar. Sjái þeir sel eða frétti af ná- hval era þeir horfnir með það sama og grá- lúðan gleymist. Það virðist ekki skipta þá máli þó vel fiskist og það hleypur ekkert kapp í þá. Þeir era fýrst og fremst með eðli veiðimannsins eða fangarans, enda var það áður talið kvennaverk að dorga eftir fiski. Hetj- urnar vora þeir sem veiddu seli, hvali, ísbimi eða fugla,“ segir hann. Kokkurinn á Leifi er reyndar kven- kyns og heitir Marta Qupiseiniat. Að- spurður um hlutverk hennar hlær ís- maðurinn ógurlegi eins og hann kall- ast eftir að hafa dúkkað upp í Ang- magsalikfirði síðasta sumar. „Hún kokkar ofan í mig og sinnir einu og öðra tilfallandi,“ segir hann með and- köfúm. Miklum sögum fer af kvennamálum ísmannsins. Ófáar grænlenskar konur era sagðar hafa haft náin kynni af hon- um og era þá tilgreindar fleiri en ein kynslóð. Sá orðrómur er í þorpunum að fæmi hafi komist að en vildu og það sé oftar en ekki von á fjöri þegar Leif- ur Eiríksson birtist í þorpunum við Ammassalikfjörð. Siggi þvertekur fyr- ir að ræða þau mál og segir menn gjaman ýkja. „Ég þræti þó ekki fyrir að græn- lenskar konur hafi tekið mér vel. Sú saga var eitt sinn sögð fyrir vestan að svo mikið væri af fiski að menn yrðu að beita bak við stóran stein svo fisk- urinn biti ekki á í höndunum á þeim. Það er ekki fráleitt að það sé svipað með konumar hér,“ segir hann. Siggi frændi er ekkert á fórum frá Grænlandi. í vetm- mun hann veiða grálúðu í gegnum ís ásamt innfæddum og þegar hafisinn gliðnar mun hann taka til við veiðamar á nýjum Leifi Ei- ríkssyni með fjöldann allan af vara- skrúfum. Hann er einn örfárra íbúa Kuumiit sem hafa sima og rennandi vatn. ísmaðurinn gefur skit í farsíma og vatnssalemi og segist vel geta notað fótuna eins og aðrir á staðnum. Hann segist geta hugsað sér að færa sig um set og fara yfir á vesturströndina. Það komi bara í ljós. „Ég á heima á Grænlandi en ekki á neinum sérstökum stað. Ég á einfald- lega heima þar sem ég er staddur hveiju sinni,“ segir Sigurður Péturs- son. -rt .: : :~:i'iifr i <j!,,.;£SsSÁ'f- * r' I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.