Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 Jóel Pálsson leikur ásamt tríói sínu á Jómfrúnni í dag. Jóel á sumardjassi Sumartónleikaröð veitinga- hússins Jómfrúarinnar við Lækj- argötu heldur áfram í dag kl. 16-18. Á tólftu tónleikum sumars- ins leikur tríó saxófónleikarans Jóels Pálssonar. Auk Jóels skipa tríóið Birgir Bragason kontra- bassi og Birgir Baldursson á trommur. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Sænskur organisti í Hallgrímskirkju Næstsíðustu helgi Kirkjulistahá- tíðar að þessu sinni heimsækir okkur sænski organistinn Lars Andersson frá Stokkhólmi. Hann leikur annað kvöld kl. 20.30. Á efn- isskrá Anderssons eru fimm verk. Lars Andersson fæddist árið 1967 í Járfálla, rétt hjá Stokkhólmi —————----------í Svíþjóð. Hann Tonleikar Stundaði nám ---------------við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi, fyrst við kirkjutónlistardeildina, m.a. hjá Hans Fagius og Anders Bondeman og síðan í einleikara- deildinni hjá Erik Boström og Mats Áberg. Þá hefur hann einnig stundað nám hjá Naji Hakim í Par- ís. Lars Andersson hefur haldið Qölda tónleika og leikið með kór- um víða um Evrópu og í Banda- ríkjunum. Hann hefur leikið inn á margar geislaplötur og gert upp- tökur fyrir Sænska ríkisútvarpið. Lars Andersson er organisti og kórstjóri við kirkjuna í Jarfálla og kennari í orgeleinleik við Ersta- Stora Sköndal-háskólann. Inga Björk Stefáns- dóttir syngur í Seltjam- arnes- kirkju annað kvöld. Einsöngstónleikar Ung söngkona, Inga Björk Stef- ánsdóttir, sem er við nám í Royal Academy of Music í Englandi, heldur einsöngstónleika í Seltjarn- arneskirkju á morgun kl. 20.30. Inga Björk, sem er í stuttri heim- sókn heima, heldur aftur af landi brott í september. Á tónleikunum, sem eru haldnir henni til styrktar, syngur hún sönglög og arím- eftir Schubert, Brahms, Donizetti og fleiri. Sérstakur gestur á tónleik- unum verður óperusöngvarinn Loftur Erlingsson sem syngur dúett með Ingu Björk. Undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Tónleikar á Berjadögum Berjadagar eru í Ólafsfirði í dag og á morgun. Meðal annars er efnt til þrennra tónleika. Þeir fyrstu verða í dag kl. 16 í Ólafsfjarðarkirkju og þá verður fluttur konsert fyrir gítar og strengi í D-dúr eftir Antonio Vivaldi, sönglög eftir Schumann, Schubert og Rakhmanínov og kvintett fyrir píanó og strenga- kvartett eftir Dvorak. Tónleik- amir verða í kirkjunni á Kvía- bekk kl. 14 á morgun. Verða flutt einleiksverk og verk frá ýmsum tímum fyrir gítar og söngrödd. Síðustu tónleikarnir verða í Tjarnarborg kl. 20.30 á sunnu- dagskvöld og verða þeir á léttum nótum með þátttöku allra tónlist- armannanna. Það er Öm Magn- ússon píanóleikari sem hefur veg og vanda af tónleikunum og fær til liðs við sig úrval tónlistar- manna. Súld á Vestfjörðum Á morgun, laugardag, er búist við suðvestanátt, 8-13 m/s norðvestan Veðrið í dag til en 5-8 m/s í öðrum landshlutum. Súld verður öðm hverju vestan- lands en skýjað með köflum austan til. Hiti verður á bilinu 10-15 stig, hlýjast á Austm-landi. Sólarlag i Reykjavík: 21.28 Sólarupprás á morgun: 05.35 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.12 Árdegisflóð á morgun: 01.36 Veðrið kl.12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaö 11 Bergsstaöir úrkoma í grennd 12 Bolungarvík rigning 10 Egilsstaöir 8 Kirkjubœjarkl. skýjaó 11 Keflavíkurflv. alskýjaó 8 Raufarhöfn skýjað 4 Reykjavík úrkoma í grennd 9 Stórhöfói skýjaö 8 Bergen léttskýjaó 10 Helsinki súld 11 Kaupmhöfn skúr á síö.kls. 13 Ósló skýjað 12 Stokkhólmur skúr 14 Þórshöfn skýjaö '7 Þrándheimur úrkoma í grennd 9 Algarve heióskírt '20 Amsterdam skúr á síö.kls. 14 Barcelona léttskýjaö 28 Berlín skýjaö 16 Chicago hálfskýjaö 111 Dublin léttskýjaó 9 Halifax heiöskírt 14 Frankfurt léttskýjaó 14 Hamborg skýjaö 17 Jan Mayen skýjaö 5 London léttskýjaö 10 Lúxemborg skýjaö 12 Mallorca þokumóöa 27 Montreal léttskýjaö 14 Narssarssuaq rigning 7 New York hálfskýjaö 22 Camilla Söderberg er fædd í Stokkhólmi en ólst upp í Vínar- borg. Hún nam blokkflautuleik i Austurríki og Sviss. Eftir að hún Isettist að á íslandi hefur hún hald- ið tónleika hér á landi og einnig í mörgum Evrópulöndum. Hún hef- ur gefið út geislaplötu með blokk- flautukonsertum eftir Teleman og Vivaldi og geislaplötuna Amor með tónlist endurreisnartímans. Snorri Örn Snorrason stundaði nám í klassískum gítarleik við Tónlistarháskólann í Vín og var síðan við framhaldsnám í Sviss. Snorri hefur haldið einleikstón- leika og tekið þátt í flutningi Camilla Söderberg og Snorri Orn Snorrason eru á tónleikum í Stykkis- hólmi. kammerverka heima og erlendis, hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og starfað í Þjóðleikhúsinu, Is- lensku ópenmni og Sinfóníu- hljómsveit íslands. Hann er einn af stofnendur Musica Antiqua og skipuleggur ásamt Camillu Söder- berg tónlistarhátíðina Norðurljós. Tónleikamir í Stykkishólms- kirkju hefjast kl. 17. Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju: ! Blokkflauta, lúta og gítar IÁ morgun verða haldnir lokatón- leikamir í sumartónleikaröð Stykkishómskirkju 1999. Þá munu Camilla Söderberg og Snorri Örh Snorrason koma fram. Camilla leikur á blokkflautur af ýmsum (gerðum og Snorri Örn mun leika ýmist á lútu eða gítar. Efnisskrá tónleikanna sýnir mikla breidd í tónlistarsögunni og verður leikin tónlist allt frá miðöldum fram til okka tíma. Yfirleitt era verkin E stutt og sýna þau þá möguleika | sem þessi hljóðfæri bjóða upp á. Tónleikar Myndgátan Viðbót Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. dagsönn * , Eitt verka Péturs Gauts. Pétur Gautur sýnir í sjoppu í kvöld, þegar Reykvíkingar gera sér glaðan dag og halda menningarnótt, mun Pétur Gaut- ur taka í notkun nýja vinnustofu að Njálsgötu 86, þar sem áður var söluturninn Ömólfur. Að þvi til- efni mun hann vera með opið hús fyrir gesti og gangandi, bjóða upp á léttar veitingar og að sjálfsögðu vinnustofusýningu á nýum og eldri verkum. Sýningin hefst kl. 19 og stendur fram á nótt. More Tales of Grim I kvöld kl. 21 mun listamaður- inn Hallgrímur Helgason opna sýningu sína More Tales of Grim í Ontoone galleríi. Sýningar Sýningin mun standa til 14 september. íslenski gjörninga- klúbburinn verður með gjörning í portinu fyrir utan galleríið og hefst hann kl. 22. Galleríið er stað- sett að Laugavegi 48b. Opnunar- tími sýningarinnar er kl. 11-19, mánudag til föstudags, laugar- daga kl. 11-16 og sunnudag kl.14-17. Radíusbræður ‘ og Jo Jo á Grand Rokk Það verður nóg um að vera á menningarnótt borgarinnar um helgina. Á Grand Rokk halda menn uppteknum hætti og skemmta sér og sínum en óvenjufjölbreytt dag- skrá verðm- á staðnum. Skemmtanir ! kvöld leikur hljómsveitin Klamidía X fyrir dansi öþyrstra og sjálfur Jo Jo, alias Jón Magn- ússon, skemmtir ásamt Radíus- bræðranum Davíð Þór Jónssyni og Steini Ármanni Magnússyni, sem skemmta gestum eins og þeim einum er lagið. Um daginn verður svo haldið bakkamonmót sem hefst stundvíslega með öli og snafs kl. 15. Sóldögg á Höfn Hljómsveitin Sóldögg, sem í gærkvöldi skemmti á dansleik í Hólmavík, færir sig um set og skemmtir í Víkinni á Höfn í ^ Hornafirði í kvöld. Gengið Almennt gengi LÍ 20. 08. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 72,110 72,470 73,540 Pund 116,910 117,500 116,720 Kan. dollar 48,160 48,460 48,610 Dönsk kr. 10,3480 10,4050 10,4790 Norsk kr 9,3270 9,3780 9,3480 Sænsk kr. 8,7740 8,8220 8,8590 Fi. mark 12,9420 13,0198 13,1223 Fra. franki 11,7309 11,8014 11,8943 Belg. franki 1,9075 1,9190 1,9341 Sviss. franki 48,1600 48,4300 48,8000 Holl. gyllini 34,9182 35,1280 35,4046 Pýskt mark 39,3437 39,5801 39,8917 [t. lira 0,039740 0,03998 0,040300 Aust. sch. 5,5921 5,6257 5,6700 Port. escudo 0,3838 0,3861 0,3892 Spá. peseti 0,4625 0,4653 0,4690 Jap. yen 0,645600 0,64950 0,635000 írskt pund 97,705 98,292 99,066 SDR 98,860000 99,46000 99,800000 ECU 76,9500 77,4100 78,0200 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.