Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 56
Sölukössum er lokað * kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.45 Hjúkrunarfræðingar: Lúsakambur með skólabókunum „Við erum að búa okkur undir hina árlegu baráttu við lúsina sem ^ftiefst á haustin. Ég hvet alla foreldra til að kaupa lúsakamb með skólabók- unum og kemba börnum sínum ræki- lega fyrir fyrsta skóladag," sagði Ás- dís Sæmundsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur á heilsugæslustöðinni í Mos- fellsbæ og fyrrum skólahjúkrunar- kona. „Við erum farin að fá símtöl frá foreldrum og það er enginn vafl á því að lúsin er farin að grassera aftur,“ sagði Ásdís og benti á að allar upplýs- ingar um meðferð væru aðgengilegar á heilsugæslustöðvum. -EIR Pastaveisla Um 2 þúsund manns höfðu skráð sig í Reykjavíkur maraþon í gær- kvöld. Skráning og afhending gagna vegna hlaupsins er í Laugardalshöll í dag. Þar verður einnig pastaveisla ,^fyrir hlauparana og mun hún standa írá kl. 12-17. Ámyndinni hampar Ágúst Þorsteinsson bol Reykjavíkur maraþons. -hlh Grindavíkurhöfn: Tók niðri og festist Albatros, 160 tonna stálbátur, tók niðri og festist í höfninni i Grindavík um kvöldmatarleytið í gær. Hafði hann siglt of utarlega. Eftir tilraunir til að losa bátinn með hjálp eigin vél- arafls toguðu tveir bátar í hann og tókst að losa hann. Þegar blaðið fór í prentun voru kafarar að athuga mögulegar skemmdir. -hlh Múrboltar Múrfestingar Smlðjuvegur S 200 Kóp. Siml: 535 1200 ÞAÐ VERÐUR UMFERÐARMENNING í MIPBÆNUM! FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 21. AGUST 1999 Árnl Glóbó í Papillu: Krabbameinssjúklingar eiga ekki lengur fyrir tveimur hárkollum. DV-mynd Hilmar Þór Sparnaöur í heilbrigöiskerfinu: Hárkollustyrkur til krabbameinssjúkra rýrður „Við vorum að samræma reglur þannig að fólki með hárlos væri ekki mismunað,“ sagði Björk Páls- dóttir, forstöðumaður hjálpartækja- miðstöðvar Tryggingastofnunar, um nýjar reglur varðandi endur- greiðslu vegna hárkollukaupa. „Nú fá allir 36 þúsund krónur til hár- kollukaupa á ári, sama hvað þeir kaupa margar kollur en áður var það þannig að krabbameinssjúkir fengu 50 þúsund krónur en aðrir með hárlos af annars konar völdum 20 þúsund krónur," sagði Björk. Óánægju hefur gætt meðal krabbameinssjúkra vegna þessara aðgerða yflrvalda en miðað hefur verið við að styrkur Trygginga- stofnunar nægði fyrir tveimur hár- kollum á ári: „Meðalverð á hárkollu er um 25 þúsund krónur þannig að þessar 36 þúsund krónur duga ekki fyrir tveimur kollum lengur," sagði Ámi Glóbó, einn eigenda hárgreiðslu- stofunnar Papiilu, sem selt hefur sjúklingum hárkollur. Helstu við- skiptavinir hans hafa verið krabba- meinssjúklingar og svo fólk með varanlegan blettaskalla. „Við lítum svo á að verið sé að fullnægja réttlæti með því að sam- ræma reglur um hárkollukaup þannig að einn sjúklingahópur sé ekki tekinn fram yfir annan,“ sagði Björk Pálsdóttir hjá Trygginga- stofhun. -EIR Umferðarongþveiti í miðbænum Vegna steypuframkvæmda við Al- þingishúsið verður ýmsum götum í miðborginni lokað um helgina auk þess sem umferð steypubíla mun þyngja umferð á götum sem verða opnar um helgina. Framkvæmdir hófúst í gærkvöld og vinna átti fram á nótt og langt fram á dag. Óvissa er um hversu lengi framkvæmdir standa í dag. Ljóst þykir þó að Pramkvæmdlr vlð alþingishúsið. framkvæmdimar geta tafið fyrir umferð þeirra sem ætla á menningamótt í Reykjavik. Hefur fólki verið bent á að sneiða hjá mið- bænum á einkabílum og nýta sér strætisvagnakerfið í miðbæinn. í dag áttu einnig að heflast miklar framkvæmdir við brúna á Skeiðar- vogi við Miklubraut og þyngir það umferð í austurhluta borgarinnar. Rigning með köflum Súld vestra en léttskýjað eystra A morgun, sunnudag, verður suðvestanátt, 8-14 m/s, og rigning með A mánudag er búist við suðvestanátt, 5-8 m/s, og súld öðru hverju köflum vestan- og norðanlands en þurrt að mestu suðaustan til. Hiti verð- vestanlands en léttskýjuðu austantil. Hiti verður 10-17 stig, hlýjast á ur á bilinu 10-15 stig. Austurlandi. Veöriö í dag er á bls. 57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.