Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 Á opnum Porsche Carrera 4 í umferðinni í Reykjavík: Skemmtileg upplifun Það er ekki oft sem tækifæri gefst til þess að aka opnum „al- vöra“-sportbílum hér á landi. Slíkt tækifæri kom þó upp í hendurnar á okkur á sólríkum sumardegi fyr- ir nokkru þegar við fengum Porsche Carrera 4, sportbílinn sem Bílabúð Benna fékk gagngert til landsins til að kynna nýtt Porsche-umboð hér á landi í síð- asta mánuði. Sjálf kynningin fór fram á Egils- staðaflugvelli undir vökulum aug- um flugvallarstarfsmanna og lög- reglunnar á staðnum. Veðurguð- irnir höfðu sent frá sér allgóða vætu þannig að rennislétt malbik- ið á flugbrautinni, sennilega þeirri bestu á landinu, var vel blautt og því reyndi vel á veggrip, hemla og stýri. Það var því búið að reyna bílinn til hins ýtrasta þarna fyrir austan þannig að í góðviðrinu í Reykjavík mátti reyna allt aðra hluti þá dag- stund sem við fengum að hafa bil- inn. Mikil upplifun Það er mikil og skemmtileg upp- lifun að aka bíl eins og Porsche Car- rera 4. Þetta er bíll sem leit fyrst dagsins ljós fyrir rúmum þremur áratugum og þrátt fyrir að útlitið hafi fengið stöðuga endumýjun er stutt til uppranans. í tæknilegu til- liti hefur hins vegar mikið breyst og allt til hins betra. Þessi bíll er þannig útbúinn að hann er með blæju sem með einni fingursnertingu er hægt að renna af og geyma í til þess gerðu rými yfir vélinni sem er að aftan. Sól skein í heiði og í hægum and- vara var ekkert þvi til fyrirstöðu að kippa í handbremsuna, ýta á hnapp- inn og sjá blæjuna renna niður. Því næst var ekið af stað. Það er allt önnur tilfinning sem kemur fram þegar bíl á borð við Porsche Carrera 4 er ekið með op- inn toppinn. Allt umhverfið er í meiri nálægð, umferðin færist nær, meira að segja lyktin í umhverfinu hefur áhrif á aksturslagið, hvort Sportlegur og klassískur bfll: Porsche Carrera 4, með toppinn niðri á sólríkum sumardegi. sem um var að ræða lykt af brunnu eldsneyti í þéttri innanbæjarum- ferðinni eða gróðurangan þegar komið var út fyrir þéttbýlið. í heild verður aksturinn dálítið órarmvera- legur, allt þýtur hjá, fólk, hús og aðrir bílar, en eftir situr þægileg til- fmning. Djúpt murrið frá vélinni leikur undir eins og hljóðfæri. Vekur athygli Það var heldur ekki ofsögum sagt að þessi blái og knái sportari vekti ekki athygli í umferðinni og þeir vora margir sem renndu öfundar- augum til bílsins hvar sem hann fór, enda liggur álíka verðmæti í svona bíl og dágóðri meðalstórri íbúð. Vegna þess að búið var að reyna bílinn í raunverulegum hraðakstri á flugvellinum eystra var auðvelt að sitja á sér og halda sig vel innan þeirra hraðatakmarkana sem lög og reglur kveða á um, njóta þess að líða áfram og vita af öllu aflinu og snerpunni sem var til staðar. Gengur vel hár Þegar undirritaður reyndi fyrst Porsche við bestu aðstæður á þýsk- um hraðbrautum fyrir fjöldamörg- um árum kom það upp í hugann að þetta væra bílar sem seint myndu ganga hér á landi. Eftir þennan stutta kynningarakstur hér heima er þó komið annað hljóð í strokk- inn. Þetta er bíll sem sómir sér vel í íslenskri umferð, bíll sem hlaðinn er tæknibúnaði, er með dágóða fjöðrun og vel búinn hvað varðar ör- yggi- Þegar hið dæmigerða íslenska veður heilsar þarf ekki annað en að nema staðar, taka í handbremsuna (því ekki er hægt að setja toppinn upp eða niður nema hún sé á) og loka bílnum. Þá er kominn bíll sem hentar ágætlega í íslenskri rign- ingu. Við það að setja toppinn upp breytir þessi bíll líka um karakter. Hljóðið breytist og tilfinningin fyrir umhverfmu líka. Bilar og fólk hætta að þjóta hjá eins og i kvikmynd og allt verður nánast eðlilegt. Porsche Carrera 4 verður lipur, sportlegur bíll, þar sem aldrifið gefur aukna aksturseiginleika. Hann verður þó aldrei eins og hver annar bíll, til þess eru sérstæðir eiginleikamir of miklir. Þar við bætist klassískt út- litið sem hefur haldist lítið breytt í áranna rás. -JR Kapphlaupið um nothæfa efnarafala í algleymingi Ford og Daimler Chrysler sýndu ný- lega í Kalifomíu bfla sem sagt er að boði nýja tækni í orkugjöfum fyrir bíla - bíla með efharafal. Daimler Chrysler sýndu sérstaka útfærslu af A-bensinum (Necar 4) en Ford sýndi Mondeo P2000. Ford og Daimier Chrysler hafa unnið saman að þróun efnarafals (fuel cells) í samvinnu við olíufélögin Arco, Shell og Texaco, ásamt bandarísku stjóminni. Markmiðið er að ná tökum á öðrum orkugjafa en bensíni og olíu sem menn gera sér grein fyrir að endist ekki um aldur og ævi. Áætlað er að árið 2003 verði 30 fólks- bflar og 20 strætisvagnar komnir með efharafal í staðinn fyrir bensin- eða dísflvélar og ári síðar ættu fyrstu vinnu- bflamir með þessari tækni að verða til sölu i Bandaríkjunum. Vitað er að ffam- an af verða þessir bílar talsvert dýrari en bflar sem nota hefðbundna orkugjafa en með aukinni framleiðslu verður var- an ódýrari. Daimler Benz hefur alla tið verið framarlega í þessum tilraunum og smið- aði fyrsta Necar-bílinn árið 1992. En eft- ir að Benz og kanadíski framleiðandinn Ballard tóku höndum saman um verk- efhið árið 1997 slóst Ford einnig í hóp- inn. Sameining Daimler Benz og Chrysler breytti engu þar um. Það gífurlega fjármagn sem með þess- ari fjölþættu samvinnu hefur verið hægt að leggja i verkefhið skilar sér i því að efnarafaflinn, sem í upphafi var BORÐINN hf. °9 VSA Smiðjuvegi 24 sími 557 2540 ' Vélastillingar • Hjóiastillingar pjjg ^ • Rafmagnsviðgerðir • Ljósastillingar • Almennar viðgerðir *Varahlutaverslun á staðnum NIPPARTS *S Japanskir varahlutir fyrir japanska bíla NP VARAHltiriR EHF SMIOJUVEGUR 24 C — 200 KÓPAVOGUR SÍMI 587 0240 — FAX 587 0250 alltof stór, tekur nú ekki meira rúm en venjuleg bflvél. Vatnsgeymamir sem tæknin byggist á eru þó enn of fyrirferð- armiklir. Unnið er að endurbótum á því. Hvers konar orkugjafa á að nota er enn á tilraunastigi. Hreint vetni er of eldfimt og það er erfitt að geyma það og dæla því á milli geyma. Gas og ýmiss konar olíuefni eru enn sem komið er álitlegri kostur. En í prófunum á nýj- ustu efnarafólum hefur komið í ljós að orkunotkun efnarafalanna slær jafnvel spameytnustu dísflvélar út. Necar 4 og Mondeobfllinn, sem sýnd- ir voru í Kalifomíu, era með 75 og 100 ha. efnarafala. Bent er á að bflar með efnarafala hafi kosti umfram rafbfla að því leyti að aðeins taki fáeinar mínútur að endurhlaða þá og þeir komist miklu lengra á fyllingunni. En ofannefndir era ekki þeir einu sem sperra sig hvað þeir geta í þessu kapphlaupi. General Motors vinnur að sams konar þróun i samvinnu við Toyota og era ásamt Daimler Chrysler, Ford og Bállard í fararbroddi í þessari samkeppni. Áhöld munu um hvorir era lengra á veg komnir. Heimild: Der Spiegel Ingvar Helgason og Bílheimar með stórátak í kjölfar mikillar sölu: Landsútsala á notuðum bílum - samtímis á ellefu stöðum um allt land Það hefur ekki farið fram hjá neinum að sala á nýjum bílum hefur stóraukist á þessu ári. Nýir bílar hafa streymt til lands- ins og sala hjá flestum bilaumboðum hefur blómstrað. Góðærið í bílaviðskiptum hefur haft í för með sér að framboð á notuðum bilum hefur jafnframt aukist mikið og fylla þeir nú plön og næsta nágrenni flestra um- boða sem hafa gripið til ýmissa ráða til að vekja athygli á þessum bilum og koma þeim aftin- út til kaupenda. Meðal þeirra bíla- umboða sem hafa selt vel á þessu ári eru Ingvar Helgason og Bílheimar, sem eru í sambýli við Sævarhöfðann, en þessi umboð aug- lýstu landsútsölu í vikunni. „Vegna mikillar sölu nýrra bíla voram við hreinlega að drukkna í notuðum bílum og urðum að grípa til einhverra ráða,“ segir Helgi Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni hf. „í flestum til- fellum kemur notaður bill á móti sölu á nýjum bíl og það gefur auga- leið að i mikilli sölu koma notaðir bflar í auknum mæli inn til okkar. Við vfldum láta afla landsmenn njóta þess með okkur að salan hefur verið góð og sendum því hluta af þessum stóra flota uppítökubíla tO umboðsmanna okkar úti á landi og geram því fólki þar kleift að eignast góðan, notaðan bO á góðu verði því jafnframt því að efna til þessarar landsútsölu höfum við lækkað verð- ið á notuðu bOunum verulega," seg- ir Helgi og bætir við: „Þegar við erum að tala um afslátt þá eram við að tala um alvöraafslátt." Á ellefu stöðum „Við fengum Samskip í lið með okkur og sendum fjölda af bílum, bæði vestur, norður og austur á land. Auk BOahússins, sem selur notaða bíla fyrir fyrirtæki okkar hér í Reykjavík, Ingvar Helgason og Bílheima, era umboðsmenn okkar á Akranesi og Borgamesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, EgOsstöð- um, Reyðarfirði, Höfn, Selfossi og Keflavík með okkur í þessari útsölu og á öUum stöðunum bjóðum við upp á breitt úrval bOa, bæði hvað varðar aldur, stærð og verð. Við erum því með útsölu á notuð- um bOum á ellefu stöðum á landinu samtímis. Við vonumst til að með þessari landsútsölu séum við að slá tvær flugur í einu höggi: fækka þeim not- uðu bflum sem við höfum tekið upp í sölu á nýjum bflum og samtímis að gefa fólki um aflt land kost á því að kaupa góða bOa á góðu verði,“ segi Helgi Ingvarsson. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.