Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 Fréttir_________________________________________________________________ Hupnyndir Davíðs Oddssonar um sölufyrirkomulag á FBA: I andstöðu við stefnu ríkisstjórnar - engin stefnubreyting, segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra „Forsætisráðherra má að sjálf- sögðu setja fram sínar skoðanir í hin- um ýmsu málum. En sú stefna sem var sett fram af ríkisstjórninni var að selja Fjárfestingarbankann í dreifðri eignaraðild og þeirri stefnu hefur ekki verið breytt," sagði Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, inntur eftir viðbrögðum sínum við hugmyndum Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra um að selja 51% hlut ríkisins í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins í einu lagi. En eru þessi orð Davíðs þá ekki í algjörri andstöðu við stefnu ríkis- stjórnarinnar og hafa þau þá ekki slæm áhrif á stjórnarsamstarfið? „Ég hef ekkert meira um málið að segja,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Að sögn Einars Odds Kristjáns- sonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks- ins, hafa þessar hugmyndir Davíðs ekki verið ræddar innan þingflokks- ins. „Ég hef bara heyrt ávinning af þessu máli en ég geri ráð fyrir að þetta verði rætt innan þingflokks- ins í dag. Ég hef hins vegar hingað til verið mjög fylgjandi því að við gerðum allt til að dreifa eignar- aðild að fjármálastofnunum. Ég hef ekki velt þessum möguleika, sem Davíð nefnir, fyrir mér því við höf- um alltaf gengið út frá dreifðri eign- araðild þessi ár sem við höfum ver- ið að undirbúa þessi mál. Dreifð eignaraðild var það markmið sem við fórum af stað með í efnahags- og viðskiptanefnd á síðasta kjörtíma- Halldór Ásgrímsson. Einar Oddur Jóhanna Kristjánsson. Sigurðardóttir. bili. Við vildum og ætluðum okkur að stefna að því að eignaraðild væri sem allra dreifðust því það væru æskileg og þjóðhagslega hagkvæm markmið." Einkavinavæðing forsætis- ráðherra Ummæli forsætisráðherra hafi einnig vakið athygli meðal stjórnar- andstöðuþingmanna sem hafa ýmis- legt við málið að athuga: „Þetta er náttúrlega ótrúlegur hringlanda- háttur í forsætisráðherra sem hann á auðvitað ekki að leyfa sér. Davíð virðist hafa sterkar skoðanir á því hverjir megi eignast Fjárfestingar- bankann og hverjir ekki. Mér virð- ist sem einkavinavæðingin sé Davíð ofar í huga i þessu máli heldur en dreifða eignaraðildin. Enda studdi forsætisráðherra ekki tillögu okkar jafnaðarmanna um dreifða eignar- aðild á sínum tíma. Það er líka spuming hversu lengi Finnur Ing- ólfsson viðskiptaráðherra ætlar að líða forsætisráðherra það að taka völdin og hlaupa fram á vöO í þessu máli,“ sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar. -GLM Þó að mannfjöldinn væri gríðarlegur - Reykvíkingar, aðrir landsmenn, erlendir ferðamenn og ekki síst börn, sást vart vín á nokkrum manni framan af kvöldi. Tugir þúsunda skemmtu sér hið besta á menningarnótt: Einstök stemning Gríðarlegur mannfjöldi og ein- stök stemning var í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöldið og aðfaranótt sunnudagsins þegar hver viðburðurinn rak annan á hinni árlegu menningamótt sem nú er greinilega komin til að vera. Viðburður þessi virðist hafa slegið í gegn þar sem börn og fuUorðnir fara i bæinn og skemmta sér hið besta. Rign- ingarúði kom langt í frá í veg fyr- ir að tugir þúsunda Reykvikinga, annarra landsmanna og ekki síst erlendra ferðamanna legðu leið sina í bæinn. Hápunktur hátíðarinnar var tilkomumikil flugeldasýning við Reykjavíkurhöfn sem hófst klukkan 22.24. Hvert sem litið var sást fólk, flestir við Miðbakkann og Austurbakka (við Faxaskála), margir við Ægisgarð og sumir úti viö Grandagarð. Hjálparsveit skáta sá um sýninguna og var skotið upp frá Faxagarði. En menningamóttin hélt áfram með ýmsum uppákomum til klukk- an eitt um nóttina. Fólk hélt síðan áfram að skemmta sér, margir hverjir cillt til klukkan átta eða níu um morguninn. Að sögn lögreglu fór hátíðin mjög vel fram og var framkoma borgarbúa til fyrirmynd- ar. Vín sást á mjög fáum framan af kvöldi. Miðað við allan þann mann- Þjóðhátíðarstemning í raun á eina degi ársins þegar börn fara með for- eldrunum í bæinn seint að kvöldi. fjölda sem var í bænúm þykir með ólíkindum hve lítið var um óhöpp eða pústra. -Ótt Gæsaveiðin byrjuð Gæsin mikið til Þessi gæs endaði aldur sinn á þjóð- veginum í Langadal í Húnavatns- sýslu, á öðrum degi gæsaveiðitíma- bilsins. Vandinn er sá að fuglinn er enn mikið til fjalla. DV-mynd G.Bender Það var mikil hreyfing á skot- veiðimönnum á gæs um helgina, enda veiðitímabilið hafið. Fuglinn er reyndar mikið til fjalla enn, enda tíð góð og nóg af berjum víða um land sem gæsin hakkar í sig. „Jú, skotveiðimenn eru by.rjaðir héma í kringum Höfn og ég frétti af tveimur sem fengu flna veiði. Það gekk allt upp hjá þeim,“ sagði Sverrir Sch. Thorsteinsson á Höfn í Homaflrði í gærdag, er við spurð- um frétta af gæsaveiði. „Þessir tveir veiddu vel en það er mikið af fugli víða hérna og ég var uppi á Vatnajökli fyrir skömmu og þar voru hópar á flugi. En það er mikið láglendi héma fyr- ir fugl enda veiðilendur góðar. Við sem erum orðnir eldri og reyndari fórum ekki fyrr en um mánaða- mótin, það er okkar tími,“ sagði Sverri. „Það voru skotveiðimenn úr fjalla Reykjavík hérna og þeir fengu eitt- hvað, að minnsta kosti voru þeir hreseir. Fuglinn er þónokkuð héma í túnum,“ sagði Sæmundur Kristjánsson í Fóðuriðjunni í Ólafsdal í Dölunum í gærdag. I kringum og í Vatnsdalnum í Húnavatnssýslu voru menn að skjóta og veiðimenn sem DV hafði tal af höfðu fengið 10 fugla. -G.Bender Stuttar fréttir i>v Vígði kirkju Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands, vígði I gær nýja kirkju á Þórs- höfn á Langa- nesi. Ingimar Ingimarsson, sóknarprestur og prófastur Þingeyinga, er nú sjötugur og lætur af störfum um mánaðarmótin. Textavarpið greindi frá. Launahækkanir Laun karla hækkuðu á síðasta ári um 6,7 prósentustig á móti 5,5 hjá konum. Laun íbúa á höfuð- borgarsvæðinu hækkuðu einu prósentustigi meira en íbúa landsbyggðarinnar. Yfir Hvalfjörð Finnskur karlmaður synti yflr Hvalfjörðinn í gær, skammt frá þar sem Hvalljarðargöngin eru, til styrktar bömum sem hafa ver- ið þeitt kynferðislegu ofbeldi. Tekið er við frjálsum framlögum á reikning númer 250025 í útibúi Landsbankans við Háaleitisbraut. . í nefnd Sigurður Kári Kristjánsson, ný- kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sagði í samtali við fréttastofu Rikisút- varpsins að hugsanlegt væri að skipa nefnd til að endurskoða kosningakerfl SUS. Opnaði sýningu í Höfn Um þessar mundir sýna fjórir íslenskir myndlistarmenn í Sí- vala turninum I Kaupmanna- höfn. Lista- mennirnir eru Guðrún Krist- jánsdóttir, Bjarni Sigur- björnsson, Helga Egilsdótt- ir og Guðjón Bjarnason. Frú Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti íslands, opnaði sýninguna. Sjónvarpið tapar Rekstrartekjur Sjónvarpsins vom 1.559 milljónir króna í fyrra. Útgjöld Sjónvarpsins voru 1.735 milljónir króna og var rekstrar- tap þess 176 milljónir í stað 14 milljöna árið áður. Þá var 122 milljóna tap af reglulegri starf- semi og niðurstaða rekstrarreikn- ings er 156 milljóna króna tap, samanborið við 55 milljóna króna hagnað árið 1997. Bjarni Guð- mundsson er framkvæmdastjóri Sjónvarpsins. Viðskiptavefur Vís- is.is greindi frá. Drap á hreyfli Á sjötta tímanum í gærdag óskaði flugvél íslandsflugs, sem var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur, eftir forgangi iil Reykjavíkur þar sem vélin hafði diæpið á hægri hreyfli. Ráðstafan- ir vora gerðar af hálfu Flugmála- stjómar og lögreglu en vélin lenti heilu og höldnu í Reykjavík. Bilun hjá Tali Tæknimenn Tals vinna nú hörðum höndum við að flnna lausn á bilinu sem komið hef- ur upp í sím- kerfi fyrirtæk- isins. Notendur Tals á einstök- um svæðum í Reykjavík hafa fengið símtöl beint í talhólf sín í stað þess að fá þau í farsímann. Truflanimar koma einkum fram á álagstímum. Unnu upp tafir Engar tafir sem teljandi geta verið vora hjá Flugleiðum í gær en á miðvikudag bOuðu tvær vél- ar fyrirtækisins með þeim afleið- ingum að seinkanir urðu á mörg- um flugvélum. -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.