Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 1
MANUDAGUR 23. AGUST 1999 23 Sigur í fýrsta maraþoninu - Ryan Board kom fyrstur í mark i karlaflokki - Ida Midtem fyrst hjá konunum „Síðustu sex kílómetrarnir voru mjög erfiö- ir, ég hef verið meiddur á fæti og fékk krampa í fðtinn þegar sex kílómetrar voru eftir og er því mjög ánægður með sigurinn í dag," sagði Ryan Board, 23 ára Bandaríkjamaður, sem kom fyrstur karla í mark i maraþonhlaupinu. „Ég hef ekki getað æft sem skyldi síðustu vik- ur vegna meiðslanna, auk þess sem þetta er í fyrsta sinn sem ég hleyp heilt maraþon svo sigurinn kom mér nokkuð á óvart. Ég fann það þó fljótlega að ég ætti góða möguleika en ég þurfti að hægja verulega á mér þegar ég fékk krampann í fótinn og þegar það gerist er erfitt að ná hraðanum upp aftur," sagði Ryan Board en hann ákvað að koma hingað fyrir til- stuðlan Toby Tansers. Ætlar þú að koma aftur? „Já, það ætla ég að gera, ég kem kannski i desember eða janúar og þarf þá ekki að hafa áhyggjur af þvi að hlaupa. Ég vil fá tækifæri til að skoða borgina og líta á næturlífið, mér líkar næturlífið," sagði Ryan Board, sigurveg- ari maraþonhlaupsins. Kanadíska konan Ida Midtem varð fyrst kvenna til að ljúka maraþonhlaupinu. Er hún ánægð með hlaupið? „Hlaupið var gott, skipulagningin var góð en það var nokkuð kalt og aðstæður buðu ekki upp á það að hlaupa hratt. En þetta var ágætt. Ég hef hlaupið maraþon níu sinnum og sigrað einu sinni áður. Tími minn í þessu hlaupi var ekkert sérstakur en það er ekki alltaf hægt að hlaúpa hratt, sérstaklega ekki þegar aðstæð- urnar eru svona. Mig langaði til að koma hingað og skoða mig um, ég er uppalin í bæ í Kanada sem er á svipaðri breiddargráðu og Reykjavik og vildi sjá hvemig væri umhorfs hér." Um hvað hugsar maraþonhlaupari á leiðinni? „Að þessu sinni þá var hugur minn ekki við timann, eins og oft vill verða, svo ég reyndi að njóta þess að vera hér á íslandi og þess að hlaupa hér. Svo hugsaði ég mikið um það að komast í heitu pottana að hlaupinu loknu," sagði Ida Midtem, sigurvegari kvenna í mara- þonhlaupinu. -ih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.