Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 5 Egill Vilhjálmsson ehf Smiðjuvegi • Kópavogi. Fréttir Veiöar íslendinga í Barentshafi: Rússar sitja enn á veiðileyfunum DV, Akureyri: „Ég hef ekki vitneskju um að leyfin séu komin hingað,“ sagði Amór Halldórsson, lögfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu, í gær, en bæði þar og annars staðar em menn orðnir langeygðir eftir því að rússnesk yfirvöld gefi grænt ljós á veiðar íslenskra skipa innan rússnesku lögsögunnar í Barents- hafi. Rússneski sjávarútvegsráðherr- ann sagði þó, þegar hann var staddur hér á landi fyrir helgina, að íslendingum væri ekkert að vanbúnaði að hefja veiðarnar en annað hefur sem sagt komið á dag- inn. Vitað er að urgur er meðal sjó- manna íslensku skipanna sem em í norsku lögsögunni í Barentshafi vegna þess að mörg skipanna þar eru búin með þann kvóta sem þau mega veiða þar og bíða menn þess eins að komast inn i rússnesku lög- söguna og hefja þar veiðar. Samkvæmt samningi þjóðanna frá í maí mega íslendingar veiða 4.500 tonn af þorski í lögsögu Rúss- lands, eða jafnmikið og Noregs- megin. Engin vandamál hafa kom- ið upp vegna veiðanna í norsku lögsögunni en af þeim 4.500 tonn- um sem veiða má í rússnesku lög- sögunni þurfa 1.669 tonn að fara á markað og verða seld þaðan. Ekki liggur enn fyrir hvemig sá „mark- aður“ á að virka, og virðist reynd- ar sem seinagangur í kerfinu við- gangist hér á landi, líkt og í Rúss- landi. í gær voru 13 íslenskir togarar í norsku lögsögunni í Barentshafi. Mörg skipanna em búin eða að verða búin með kvóta sinn þar, þrátt fyrir að veiði hafi verið dræm. Heyrst hefur um mun betri veiði Rússlandsmegin á hafsvæð- inu og það eykur á eftirvæntingu manna með að komast þangað fyrr en síðar. -gk Val Kilmer kemur ekki. Engin Marsmynd á íslandi: Of grænt fyrir Val Kilmer Hætt hefur verið við kvikmynda- tökur hér á landi vegna bandarískr- ar stórmyndar sem átti að gerast á reikistjörnunni Mars. Starfsmenn kvikmyndafyrirtækisins Pegasus, sem hafði milligöngu um fram- kvæmdir, líta svo á að málið sé úr sögunni. Skýringin er sú að banda- rísku kvikmyndaframleiðendunum þótti ísland of grænt til að reynast trúverðugt sem landslag á Mars. Er nú leitað að tökustöðum fyrir kvik- myndina víða um heim en niður- staða ófenginn. Bandaríski leikarinn Val Kilmer mun leika aðalhlutverkið í Mars- myndinni og var því væntanlegur til íslands þeirra erinda. Ekkert verður af komu hans né heldur starfi 120 manna sem hefðu tengst gerð kvikmyndarinnar hér á landi. -EIR Mercedes Benz 500 SE '91, grár, ek. 125 þús. km. Vel útbúinn bíll. Verð 1.980 þús. Cherokee Limited '95, silver smoke, ek. 53 þús. km. Verð 2.300 þús. Cherokee Laredo '95, vínrauður, ek. 75 þús. km. Verð 2.100 þús. Toyota Corolla sedan Terra ‘99, vél 1,3, 5 g„ blár, ek. 17 þús. km. Verð 1.170 þús. Borggrtúni 28, sími 562 2901 og 562 2900, □odge Ram 1500 4x4 '97, 8 cyl., ssk., 5-6 manna, rauður, ek. 58 þús. km. Verð 2.200 þús. Dodge Caravan '96, 7 manna, hvítur, ek. 50 þús. km. Verð 1.780 þús. Dodge Stratus '98, ssk., ek. 39 þús. km, rauður, m/öllu. Verð 1.750 þús. Toyota Touring GLi 4x4 '92, ek. 119 þús. km. Verð 780 þús. Suzuki Sidekick JXi '96, silver smoke, ek. 41 þús. km, 5 g„ Verð 1.320 þús. Chevrolet Silverado 1500,4x4 '96, grænn, ssk„ 6,5 dísilvél, ek. 56 þús. km. Verö 2.600 þús. Varmaskiptar fyrir heimili og iðnoð Einstök varmanýting Hagstætt verd Tæknileg róðgjöf um val Útleiga á alls konar leiktækjum f bamaafmæli - götupartí — ættarmát o.fl. Herkúles Sími 568-2644 GSM 891-9344 Kona á níræðisaldri við Miklubraut: Kemst ekki yfir nautagirðingu - og missir af strætó Ford 150 4x4 '97, 3 d„ 8 cyl„ ssk„ 5-6 manna, rauður, ek. 49 þús. km. Verð 2.100 þús. Jeep Wrangler '92, rauður, m/high out-put vél, 4,0, ek. 96 þús. km, 5 g. Verð 1.150 þús. „Þessi nautagirðing sem umferð- aröryggisnefnd Reykjavíkur er búin að setja upp á Mikubrautinni er ekki gerð fyrir okkur íbúana. Girð- ingin er sett upp fyrir ökuníðingana sem £ika hér um í spreng eins og þeir séu að gera í buxumar, enda nýbúnir að stoppa við Lönguhlíð og verða að stoppa aftur á Kringlumýr- arbraut," sagði Sigríður Guðmunds- dóttir, 82 ára gamall íbúi í Stigahlíð 10 sem kemst ekki lengur yfir Miklubrautina gegnt heimili sínu til að taka strætisvagn handan göt- unnar. „Þarna var gangstígur áður og borgaryfirvöld hefðu auðveldlega getað sett hlið á nautagirðinguna þarna en gerðu það ekki. Það hefur aldrei verið nokkur vandi að kom- ast yfir Miklubrautina á þessum stað fyrir fólk með fulla sjón og heyrn. Núna verð ég að ganga alla leið niður að gatnamótum Löngu- hlíðar til að ná strætisvagni og það getur reynst mér erfitt. Ég geng við staf og var reyndar að hugsa um að fá mér göngugrind," sagði Sigríður sem hefúr hringt um alit borgarkef- ið að undanfómu til að fá skýringu á þessari nýju nautagirðingu eins og hún kýs að kalla öryggisgrind- verkið á umferðareyjunni á Miklu- brautinni: „Maður fær engin svör, bara kjaftæði. Þessi girðing er sett upp fyrir ökumenn sem ekki má teQa í ofsaakstri út og suður,“ sagði Sigriður. -EIR DV-mynd Sigríður Guðmundsdóttir við nautagirðinguna á Miklubraut.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.