Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 14
ovam MAGENTA 14 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 Áhugamál eða Flestir eiga sér einhver áhugamál eða átrúnaðargoð. Tilveran og Gothic-tónlist er í þeirra lífi. augum sumra jafnvel ógnvekjandi. Hefur Alda fundið fyrir for- dómum þegar hún er uppáklædd? „Já, ef maður fer út málaður lendir maður alltaf í einhveiju. Maður fær alltaf spurn- inguna, ert þú í Manson-fjölskyld- unni? Það er rosalega þreytt og ég hlusta ekki á Marilyn Manson og fíla hann ekki. Gothic kom langt á undan honum en fólk tengir þetta við hann því hann dró þetta meira fram í dagsljósið, gerði þetta að ein- hverju auglýsingafyrirbæri...“ -þor Ég var gothari áður en ég vissi hvað það var. Þegar ég var 14 ára klæddi ég mig alltaf i svört föt og litaði hárið svart.“ Ert þú í Manson- fjölskyldunni? náði tali afþremur mönnum sem eru heitari aðdáendur en gengur og gerist og forvitnaðist um það hversu stór þáttur Manchester, Star Wars Gothic er eiginlega tvískipt fyrirbæri, annars vegar tón- listin og hins vegar þeir sem ganga alla leið í þessu þannig að þetta hefur áhrif á allt þeirra líf,“ sagði Alda Ingibergsdóttir „got- hari“, þegar hún var beöin um að útskýra fyrir lesendum DV hvað gothic eiginlega er. Fyrir þá sem ekki þekkja til þekkjast gotharar á götum borgar- innar á þvi að þeir ganga um svart- klæddir og málaðir í dökkum litum. Margir kalla þá Manson-fólkið, samanber Marilyn Manson. Hvenær kviknaði áhugi Öldu fyr- ir gothic? „Ég fór með vinkonu minni í Interrail-ferðalag 1996 og þá kynntumst viö þessu fyrirbæri, fór- um á svona klúbba og þannig byrj- aði þetta eiginlega." Hafðir þú þá ekkert kynnst þessu áður? „Maður var eitthvað búinn að vera hlusta á þessa tónlist en ekkert meira en það. Svo gengum við með það í mag- anum í 3 ár að koma einhverju af stað hér.“ Það hafa Alda og vinir hennar gert því nú eru haldin sér- stök gothic-kvöld mánaðarlega á skemmtistaðnum Spotlight og eru þau að sögn Öldu mjög vel sótt. Hvað finnst fjölskyldunni um þetta áhugamál? „Ég var gothari áður en ég vissi hvað það var. Þeg- ar ég var 14 ára klæddi ég mig alltaf i svört föt og litaði hárið svart. Samt er þetta bara áhugamál hjá mér. Tónlistin er hluti af mínu lífi en ég lifi ekki fyrir þetta.“ Útlit þeirra sem aðhyllast gothic-tónlist er mjög sér- stakt og í „Konunni finnst stundum nóg um en ég hef náð að ala börnin öll rétt upp og meira að segja tengdasoninn líka.“ DV-mynd Teitur Guðbjörn Ævarsson, formaður Manchester United-klúbbsins: Er passlega ruglaður Ahuginn kviknaði fyrst fyrir 15-20 árum en ég byrjaði að fylgjast með enska boltanum í gegnum BBC á laugardögum þegar ég var bara unglingur," sagði Guð- björn Ævarsson, formaður Manchester United-klúbbsins, sem eðli málsins samkvæmt er mikill aðdáandi liðsins. En í hveiju felst formennskan? „Formennskan geng- ur út á það að kalla stjóm saman og halda fundi og skipuleggja utan- landsferðimar en í þær fara 50-100 manns svona þrisvar til fjórum sinnum á ári.“ Hversu heitur aðdáandi myndir þú segja að þú værir? „Ætli ég sé ekki svona passlega ruglaður." Hvað finnst fjölskyldunni um áhugamálið? „Konunni finnst stundum nóg um en ég hef náð að ala bömin öll rétt upp og meira að segja tengdasoninn líka. Mér finnst allt í lagi að fólk fái að hafa sín áhugamál, það verður allt að fá að vera til, hvort sem það era hestar eða fótbolti." Blaðamaður skýrði Manchester- aðdáandanum frá því hvemig hann hefði verið alinn upp en á heimili hans var ætíð sagt að menn skyldu halda með Tottenham, Liverpool myndi fyrirgefast en Manchester væri augljóslega dæmi um mistök í uppeldi. Þessu svaraði formaðurinn þannig: „Þetta er ósköp einfalt mál, Manchester er einfaldlega best. Bik- aramir og annað sem komið hefur undanfarin ár sýna það svart á hvítu.“ Hvemig tekur jafhheitur aðdá- andi tapi? „Tap, sigur eða jafntefli, þetta era einfaldlega þrír möguleik- ar sem alltaf koma upp og það verð- ur að vera hægt að taka þeim öllum. Auðvitað verður maður sár þegar maður tapar fyrir helstu erkióvin- unum en maður verður aö halda haus. Áður missti maður stjóm á sér þegar liðið vann en þannig er það ekki lengur. Við eram orðnir svo vanir sigrunum," sagði Guð- bjöm og hló innilega. -þor Kári Gunnarsson Star Wars-aðdáandi: Horfir á myndimar aftur og aftur Uppáhaldskarakter Kára er Han Solo, töffaratýpan sem tekur sjálfan sig ekkert alltof alvarlega. Já, ég man nú eftir því. Það var heima í gamla daga og það var rosalegt. AUt í sambandi við hver Svarthöfði var, var mjög spennandi og þaö kom mér rosalega á óvart að hann skyldi vera pabbi Luc. Þetta var legend á sínum tíma,“ sagði Kári Gunnarsson, Star Wars-aðdáandi, þegar hann var beð- inn um að rifja upp hvemig fyrsta Star Wars-myndin kom honum fyr- ir sjónir. Aðdáendur Star Wars-myndanna hafa beðið óþreyjufullir eftir þess- ari nýjustu mynd en margir þeirra hafa horft á þær eldri aftur og aftur á meðan beðið var eftir þeirri nýj- ustu. Er Kári einn þeirra sem hefur séð hveija mynd oft og mörgum sinnum? „Já, já, ég hef séð þær all- ar mörgum sinnum en ég horfi ekki lengur reglulega á þær eins og ég gerði. Ég horfi kannski á þær svona einu sinni á ári.“ Hvemig finnst alvöra aðdáanda nýja myndin standast samanburð? „Hún er jafnskemmtileg en manni finnst hún kannski meira fyrir yngri kynslóðina. Þegar maöur var lítill þá var þetta ótrúlega spenn- andi og væri ég að sjá þessa aðeins yngri fyndist mér hún ábyggilega jafngóð. Ég held samt að það hafi verið ómögulegt að standast þær væntingar sem gerðar vora því það var búið að byggja upp svo mikla spennu fyrir myndina. Myndimar era í guðatölu og það er bara ómögulegt að koma á eftir þeim.“ Hver er þinn uppáhaldskarakter? „Það verður að vera Han Solo, töffarinn. Hann er í gömlu mynd- unum og hann tekur sig ekkert alltof alvarlega. Luc, aðalsöguhetj- una, vantar sjarmann sem hann hefur. Svo er Obi Van Kanobi finn og ég er viss um að hann muni gera góða hluti í myndunum sem á eftir koma. Ég hef heyrt að hann fái stærra hlutverk í mynd númer tvö en sú mynd á víst að vera svona í rómantískari kantinum en sú þriðja aftur á móti dekkri." Hafa hinir tryggu aðdáendur ekki áhyggjur af því að þær myndir sem koma í framhaldi komi til með að dala? „Ég held að þær muni dala aðeins en þessi er náttúrulega samt bara upphafið á því sem koma skal.“ -þor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.