Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 t ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1999 25 Sport ^ Landsleikir í EM gegn Andorra og Úkraínu: Utlendingahersveit - aðeins einn heimamaður í 22 manna landsliðshópi Sport oka Manchestcr United gæti verið í nokkrum markmanns- vandræðum þar sem Mark Bosnich, til vinstri, er meiddur á vöðva og varamark- vörðurinn Raimond Van Der Gouw meidd- ist í leik á sunnudag gegn Arsenal. Gouw fékk högg á kjálkann er hné Martins Keowns hafnaði í andliti hans. Hinn 21 árs gamli Nick Culkin kom inn á gegn Arsenal en United-menn vona að þeir þurfi ekki aö nota hann í næsta leik gegn Coventry á morgun. Þjálfari United, Steve McClaren, sagði: „Þetta er ekkert mjög slæmt, Gouw er bólginn undir auga, hann ætti að vera í lagi á miðvikudaginn - vona ég.“ Opna Toyota-mótiö i golfí var haldið í Grafarholti á sunnudaginn. Spilaður var höggleikur, tveir flokkar. Var ann- ar flokkurinn án forgjafar (hámarks- forgjöf 7,4) og hinn meö forgjöf. Þar var gefin hæst 24 í vallarforgjöf. Voru veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki og nándarverðiaun á 2., 6. og 17. var bíll fyrir holu í höggi á 11. braut en hann gekk ekki út. Úrslit án forgjafar: 1. Björgvin Sigurbergsson, GK .. 73 2. Haraldur H. Heimisson, GR ... 76 3. Siguijón Amarsson GR.........77 Með forgjöf: 1. Vignir B. Hauksson, GR ......67 2. Matthías Einarsson, GR.......68 3. Amar Gauti Reynisson, GR . . . 68 Tryggvi Traustason úr GSE sigraði án forgjafar á Merrild-mótinu í golfi sem fram fór á Hvaleyrarvelli um helg- ina. Tryggvi lék á 75 höggum. Ólafur Þór Ágústsson, GK, kom næstur á 77 höggum og Gunnar Marel þriðji á 78 höggum. Með forgjöf sigraði Jón Tryggvi Helgason, GSE, á 71 höggi, Gunnar Marel var á 72 og Stefán Haróarson, GSE, á 73 höggum. Arnar Gunnlaugsson er enn meiddur og spilar ekki með Leicester þegar það mætir Middlesbrough í ensku A-deild- inni í kvöld. Amar, sem gekkst undir aðgerð í nára í sumar, hefur enn ekki fengið sig góðan af meiðslunum og Martin O’Neill, stjóri liðsins, segist ekki vita hvenær hann geti teflt Am- ari fram. Frá því Amar gekk í raðir Leicester frá Bolton hefur hann aöeins spilað 5 leiki með liðinu. Guöni Bergsson er hins vegar að braggast en meiðsli í kálfa hafa komiö í veg fyrir að hann hafi getað spilað með Bolton í B-deildinni. Ráðgert er að Guðni spili með varaliði Bolton gegn Blackbum í næstu viku og sleppi hann frá þeim leik án meiðsla er líklegt að hann spili fljótlega með aðalliðinu. Anja Anderson, besta handknattleiks- kona heims, hefur lagt skóna á hill- una. Ástæðan er hjartatruflanir sem hafa verið að plaga hana á undanföm- um misserum. Anderson hefur verið lykilleikmaður í hinu sigursæla danska landsliði sem er bæði heims- og ólympíumeistari og einnig hefur hún verið skærasta stjaman hjá norska liðinu Bækkelaget. 11 af 18 þjálfurum í þýsku A-deild- inni i handknattleik segja að Kiel verði þýsk- ur meistari eins og á siðasta tímabili, 5 tippa á Flensburg og tveir veðja á Lemgo og Mag- deburg, liðið sem Al- freö Gislason, til haégri, þjálfar og Ólaf- ur Stefánsson leikur með. Keppnistímabilið í Þýskalandi hefst um næstu helgi en þá verður flautað til leiks í A-deildinni. Leifur Sigfinnur Garðarsson köriúknattleiksdómari hefur verið út- nefndur af Alþjóða körfuknattleiks- sambandinu til að dæma 2 leiki í Hollandi. Þann 21. september dæmir hann leik Ricoh Astonauts frá Hollandi og Lietuvos Rytas frá Litháen í Evrópukeppni bikarhafa og daginn eftir dæmir hann leik Donar frá Hollandi, liðs Herberts Arnarsonar, og Lugano frá Sviss í Evrópukeppni fé- lagsliða. Þá hefur Pétur Hrafn Sig- urösson verið útnefndur eftirlitsmað- ur í EM unglingalandsliöa kvenna sem fram fer á Cork á írlandi, 25.-30. ágúst. Robert Kelly Gresham, sem leikið hefur með KVA i 1. deildinni S knattspymu í sumar, er hættur ef marka má orð hans í leiknum gegn KA um síðustu helgi þar sem KVA tapaöi stórt. Á 19. mínútu leiksins rölti Gresham af leikvelli og sagðist ekki standa í þessu lengur. Hann fékk gult spjald en það breytti því ekki að hann lék ekki meira með í umræddum leik. -ÍBE/GH Úrslit á HI'E í Sevilla Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari í knatt- spymu, valdi í gær 22 manna landsliðshóp fyr- ir leikina gegn Andorra og Úkraínu í und- ankeppni Evrópumóts landsliða sem fram fara á Laugardalsvelli 4. og 8. september. Það er sannkölluð „útlendingahersveit" sem Guðjón velur en af 22 leikmönnum í liðinu er aðeins einn, Birkir Kristinsson, sem leikur með is- lensku félagsliði. Hópurinn sem kemur saman til æfinga 1. september lítur annars þannig út: Birkir Kristinsson, ÍBV .. v...............62 Ámi Gautur Arason, Rosenborg ...............4 Ólafúr Gottskálksson, Hibemian..............9 Rúnar Kristinsson, Lilleström .............77 Sigurður Jónsson, Dundee Utd...............63 Eyjólfúr Sverrisson, Hertha ...............51 Þórður Guðjónsson, Genk ...................32 Helgi Sigurðsson, Panathinaikos ...........28 Lárus Orri Sigurðsson, Stoke...............28 Ríkharður Daðason, Viking..................25 Hermann Hreiðarsson, Brentford.............24 Brynjar B. Gunnarsson, Örgryte ............18 Helgi Kolviðsson, Mainz....................16 Steinar D. Adolfsson, Kongsvinger..........14 Auðun Helgason, Viking ....................11 Pétur Marteinsson, Stabæk .................11 Tryggvi Guðmundsson, Tromsö................11 Bjami Guöjónsson, Genk......................6 Heiðar Helguson, Lilleström ................4 Jóhann B. Guðmundsson, Watford..............3 Eiður S. Guðjohnsen, Bolton ................1 Amar Þór Viðarsson, Lokeren.................1 „Megnið af þessum hóp er búið að fara í gegnum þennan riðil og ég treysti honum full- komlega. Ég vildi velja svona stóran hóp þar sem nokkrir leikmenn eru á gráu svæði vegna meiðsla og þá gætu orðið forfóll eftir næstu helgi en þá eiga allir þessir strákar að spila með liðum sínum,“ sagði Guðjón á blaðamannafundi þegar hann tilkynnti liðið. Allir verða tilbúnir í slaginn Leikmennimir sem eru meiddir og hafa átt í meiðslum eru Eyjólfur Sverrisson, Auðun Helgason, Pétur Marteinsson, Rúnar Kristins- 'W3L ; I son og Þórður 1 Guðjónsson en Guðjón segir að eftir að hafa rætt viðþá segistþeir vera tilbúnir í slaginn. Ólafur skálksson, hann B. mundsson Amar Þór fyrir okkur upp á framhaldið. Hann verður að vinnast og það verður ekki auðvelt. Þetta er mjög hættulegur leikur og Andorra-liðið er sýnd veiði en ekki gefm. Frakkamir vora í mesta basli með að leggja Andorra-menn á sín- um heimavelli og unnu 1-0 með marki úr víta- spymu á síðustu mínútum leiksins. Leiknum gegn Úkraínumönnum má iíkja við rúss- neska rúllettu. Þar getur allt gerst en fyrst verðum við að einbeita okkur að And- orra-leiknum. Það skiptir mjög miklu máli að fólk mæti á völlinn og styðji viö bakið á liðinu og það gæti ráðið úrslitum,“ sagði Guðjón. Gott- Jó- Guð- og Viö- arsson hafa ekki Guðjón Þórðarson velur aðeins einn heimamann í 22 manna hóp sinn. veriö í landsliðshópnum í þessari undankeppni fyrr en nú en þeir Bjami Guðjónsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið valdir en ekki verið með þegar á reyndi vegna meiðsla. Það þarf vart að tíunda um mikilvægi þessara leikja hjá íslenska landsliðinu sem eygir möguleika á að komast í úrslit á stór- móti í fyrsta skipti. Þremur umferðum er ólokið í 4. riðlinum sem er mjög spennandi. Staðan er þessi: Úkraína Frakkland Rússland ísland Armenía Andorra Leikimir sem eftir eru: 4. september: Ísland-Andorra, Úkraína-Frakkland, Rúss- land-Armenía 8. september: Island-Úkralna, Andorra-Rússland, Armen- ía-Frakkland 9. október: Frakkland-ísland, . Andorra-Armenía, Rúss- land-Úkraína Langstökk kvenna: 1. Niurka Montalvo, Spáni .... 7,06 2. Fiona May, ítallu...........6,94 3. Marion Jones, Bandaríkjunum 6,83 4. Lydmila Galkina, Rússlandi . 6,82 5. Joanne Wise, Bretlandi......6,75 Hástökk karla: 1. Vyacheslav Voronin, Rússlandi.. 2,37 2. Mark Boswell, Kanada........2,35 3. Martin Buss, Þýskalandi .... 2,32 4. Dragutin Topic, Júgóslavíu .. 2,32 5. Staífan Strand, Svíþjóð ....2,29 Kringlukast kvenna: 1. Franka Dietzsch, Þýskalandi 68,14 2. Anastasia Keleidou, Grikkl. 66,05 3. Nicoleta Grasu, Rúmenía 65,35 4. Natalya Sadova, Rússlandi 64,98 5. Beatrice Faumuina, Nýja-SjáL 64,62 3000 m hindrunarhlaup karla: 1. Christopher Koskei, Kenýa 8,11:76 • 2. Wilson Kipketer, Kenýa .. 8,12:09 3. Ali Ezzine, Marokkó......8,12;73 4. Damian Kallabis, Þýskalandi 8,13;11 5. Bemard Barmasai, Kenýa .. 8,13;51 í dag fara fram úrslit um heims- meistaratitilinn i sleggjukasti kvenna, þrístökki kvenna, kringlukasti karla, 800 metra hlaupi kvenna, 1500 metra hlaupi karla og 10 þúsund metra hlaupi karla. Þá fara fram undanúrslit 1110 metra grindahlaupi karla og 400 metra hlaupi kvenna. Jón Arnar Magnússon hóf keppni í morgun í tugþrautinni. Hann hljóp 100 metrana (klukkan 8.00), stökk lang- stökkið (9.00) og kastaði kúlunni (10.45) fyrir hádegi en mun stökkva há- stökkið (16.30) og hlaupa 400 metra hlaupið (20.10) seinna í dag. -ÓÓJ Niurka Montalvo frá Spáni flýgur hér fyrir neðan í lokastökki sínu sem tryggði henni heimsmeistaratitilinn í langstökki kvenna. Hún stökk 7,06 metra sem er spænskt met. Langþráður Liverpool-sigur Liverpool vann Leeds, 1-2, á útiveOi í ensku A-deildinni í gær. Leeds tók forustuna í leiknum en Liverpool, sem hafði tapaö tveimur leikjum í röð án þess að skora, komst aftur inn í leikinn og tryggði sér sigur með tveimur mörkum. Titi Camara skoraði glæsilegt mark er hann jafnaði en hin tvö vom bæði sjálfsmörk, fyrst hjá Rigobert Song hjá Liverpool og svo Lucas Radebe hjá Leeds í seinni hálfleik. Með sigrinum komst Liverpool upp í níunda sætið úr því 17. og um leið léttist aðeins á pressunni á Gerard Houllier, framkvæmdastjóra liösins. Hann lét tvo enska landsliðsmenn fara frá liðinu fyrir tímabilið, þá Paul Ince og Steve McMannaman, en keypti í staðinn aðeins erlenda leikmenn. -ÓÓJ íslandsmót í hjólreiðum: Gunnlaugur meistari Gunnlaugur Jónasson varð Is- landsmeistari í timakeppni á götu- hjólum um helgina eftir mjög spennandi keppni sem háð var á 20 km langri leið um Ölfusið. í tímakeppni era keppendur ræstir einn og einn í einu með einn- ar mínútu millibili þannig að ekki má nýta sogið eða skjólið frá öðrum keppendum eins og gjarnan er gert þegar um hópstart er að ræða. Gunnlaugur hjólaði tuttugu kíló- metrana á rétt tæplega 40 kílómetra hraða á klukkustund og bar að iessu sinni sigurorð af hjólakemp- unni Einari Jóhannssyni sem varð * annar að þessu sinni. Gunnlaugur kom i mark á 30,14 mínútum, Einar varð annar á 30,38 mínútum og Guðmundur Guð- mundsson þriðji á 31,59 mínútum Einar varð hins vegar íslands- meistari í hópstarti götuhjólreiða fyrr í sumar en þá varð Gunnlaugur þriðji á eftir Styrmi G. Ólafssyni. í unglingaflokki sígraði Emil Guðmundsson en hann er einnig ís- landsmeistari unglinga í hópstarti. Emil hjólaði 20 kílómetrana á 35,32 mínútum. -GH Úrslitin ráöast á Elland Road í gær. Lucas Radebe hjá Leeds verður fyrír því óhappi að skora sjálfsmark er hann reynir að hindra Robbie Fowler hjá Liverpool í að komast í boltann. Kyrrahafsmeistaramótið í sundi fer fram um þessar mundir í Sidn- ey i Ástralíu. Þetta er síðasta stór- mótið sem haldið er í sundi fyrir ólympíuleikana sem haldnir veröa í sömu laug á næsta ári. Sund- menn virðast í feiknaformi og heimsmetin hríðfalla á mótinu. Ameríska sundkonan Jenny Thompson sló í dag næstelsta sundmet sögunnar er hún synti 100 metra flugsund á 57,88 sekúndum í undanúrslitum meistaramótsins. Hin 26 ára gamla Thompson sló loks út 18 ára gamalt met Mary T. Meagher sem hún setti er hún synti á tímanum 57,93 sekúndum árið 1981. Heimamaðurinn Ian Thorpe setti sitt annað heimsmet á einum , ___________________ Sjöþrautin spennandi íslandsmótið í fjölþraut fijáisra íþrótta fór fram á Laugarvatni um síðustu helgi á góðum velli HSK- manna. Keppni í sjöþraut kvenna var spennadi og skemmtileg en veðrið skemmdi þó nokkuð fyrir árangri á laugardeginum. Til að mynda missti Gunnhildur Hinriksdóttir úr heila grein, eða spjótkast þar sem hún náði ekki að kasta spjótinu vegna mikils vinds. í fyrsta sæti var Vilborg Jóhannsdóttir úr Tindastóli með 4228 stig, önnur varð Ágústa Tryggvadóttir, HSK, en hun var aðeins 9 stigum á eftir Vilborgu. í þriðja sæti hafnaði síðan Gunnhildur. í tugþraut karla sigraði Ólafur Guðmundsson, HSK en hann hlaut 6225 stig. í öðra sæti var Sverri Guðmundsson, ÍR með 5471 stig og þriðji varð Örvar Ólafsson, HSK með 5371 stig. Árangur þessi telst ekki góður í tugþraut en þess má rekja til aðstæðna sem voru mjög erfiðar til þess að stökkva stangarstökk og einnig jjy kastgreinum. íþróttafólkið tók veðrinu hins vegar með opnum huga og lagði sig fram og úr ^varð hin skemmtilegasta keppni. ' -ÍBE á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Sevilla í gær: • • Fyrsta umferð í 110 metra grindahlaupi var f gær. Bandaríkjamaðurinn Mark Crear virðir fyrír sér hlaupaleiðina áður en hann tryggir sér sæti í næstu umferð. jones varo ao sætta sig við bronsið í langstökkinu og þar með að gefa eftir drauminn um fjögur gujl á HM. 41 Heimsmetin falla og sama sólarhringnum er hann synti 200 metra skriðsund á 46,34 sekúndum í undanúrslit- um mótsins. Thorpe hafði rétt lokið við að bæta heimsmetiö í 400 metra skriðsundi þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gamall Hin suður-afríska Penny Heyns hélt áfram að standa sig vel en hún hóf aftur keppni á leikunum eftir árs hlé. Heyns setti fimmta heimsmet sitt á jafnmörgum vikum i 100 metra bringusundi er hún synti á 1:06,52 mínútum. -ÍBE Bandaríska sundkonan Jenny Thompson sló næstelsta heimsmet sögunnar og trúði því vart sjálf í lok sundsins. Heima- stúlka komst í sviðs- ljósið í gær þriðja degi heimsmeist- aramótsins í frjálsum íþróttum. Hin spænska Ni- urka Montalvo kom nefnilega skemmtilega á óvart og tryggði sér sigurinn í langstökki kvenna með frábæra lokastökki sem færði hana úr sjöunda sæti upp í það fyrsta. Þar með sló hún við ítalanum Fionu May og þeirri bandarísku Marion Jones en sú síðastnefnda missti af mögu- leikanum á verða sú fyrsta til að vinna fjögur gull á einu heimsmeistaramóti er hún endaöi í þriðja sæti í langstökkinu. May hafði forustu allan tímann en með lokastökki sínu komst Montalvo upp fyrir hana. May átti þá eitt stökk eftir en það var of stutt og hún varð að sætta sig við silfrið. Hún gagn- rýndi dómarana sem að margra mati, aðallega ítala, sást yfir þegar Montalvo gert örfint ógOt í sigurstökkinu. En það þýðir ekki að deila við dómarann og hin árs gamla Niurka sem er upprunalega frá Kúbu en gerðist spænskur ríkis- borgari í maí siðastliðnum, tryggði ^ heimamönnum, Spánverjum, sitt fyrsta gull á HM í ár. Þess má geta að með því að stökkva 7,06 metra í gær setti hún spænskt met og á hún nú bæði spænska og kúbverska metið (6,89 m). Tvöfalt hjá Kenýamönnum Kenýa vann tvöfaldan sigur í 3000 metra hindranarhlaupi en fjórir þaðan yora i sjö efstu sætunum. Sigurstranglegasti Kenýamaðurinn, Bernard Barmasai, sem á heimsmetið í greininni, var þó ekki einn af þessum tveimur fremstu enda er framboðið mikið af frábærum hlaupurum frá Kenýa. Sigurveg- arinn var Christopher Koskei eftir harða keppni við landa sinn Wilson Kipketer. Rússneskur sigur í hástökkinu Rússinn Vyacheslav Voronin náði sinum besta árangri og jafnframt þeim besta i heiminum á árinu er hann tryggði sér sigur i hástökki með stökki upp á 2,37 metra. Voronin hafði lent ítrekað í öðru sæti á síðustu stórmótum en náði loks að tryggja sér gullið. Silfrið fékk Kanadamaðurinn Mark Boswell sem setti landsmet er hann stökk yfir 2,35 metra i þriðju tilraun. Annað gull Þjóðverja Þjóðverjar eru sterkir í kastgreinunum á heimsmeistara- mótinu og hin þýska Franka Dietzcsch, sem einnig er Evrópu- meistari, tryggði sér sigur í kringlukasti kvenna. Hinn 31 árs gamli kastari tryggði sér sigurinn strax í fyrsta kasti og fékk uppreisn æru frá því á síöasta heimsmeistar- móti árið 1997 er hún komst ekki í úrslit þar sem hún gerði þrjú ógild köst í undankeppninni. Þjóðverjar eiga mikla möguleika á að fagna þriðja heimsmeistaratitlinum í kastgreinum er Lars Riedel tekur þátt í kringulkasti karla í dag en hann hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla í röð í greininni. Bandaríkjamenn hafa unnið flest gull eða fjögur eftir þrjá fyrstu dagana en Rússar og Þjóðverar hafa unnið tvö gull hvor þjóð. Eitt gull hafa unnið Kenýa, Frakkland og Spánn. -ÓÓJ 100 ára afmæli Góðar líkur era á að Sigursteinn Gíslason og Bjami Þorsteinsson verði klárir í slaginn þegar KR-ingar mæta skoska liðinu Kilmarnock í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í knattspyrnu í Skotlandi á fimmtudaginn. Þeir meiddust báðir í leiknum gegn Breiðabliki á laugardaginn og í fyrstu var óttast að þeir heföi brotnað, Sigursteinn á tá og Bjarni viðbeinsbrotnað. Við nánari skoðun hefur komið i ljós að svo var ekki og eru þeir báðir í meðferð hjá læknum KR-liðsins. Skotinn David Winnie er hins vegar fmgurbrotinn en það kemur ekki í veg fyrir að hann geti spilað. Mikil hátíðarhöld verða í kringum Evrópuleikinn á fimmtudaginn en þá eru upp á dag 100 ár síðan Kilmarnock lék fyrst á Rugby Park vellinum í Kilmarnock. Af því tilefni hefur miðaverð á leikinn verið lækkað og er reiknað með að verði uppselt á hann en völlurinn tekur um 18.000 manns. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.