Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 29
37 I>'V ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason leika í ísafjarðarkirkju annað kvöld. Ómur liðinna alda Annað kvöld kl. 20.30 verða síð- ustu sumartónleikarnir í ísafjarö- arkirkju. Þar munu hjónin Camilla Söderberg og Snorri Öm Snorrason koma fram. Camilia leikur á blokkflautur af ýmsum gerðum og Snorri Öm mun leika ýmist á lútu eða gítar. Efnisskrá tónleikanna sýnir mikla breidd í tónlistarsögunni og verður leikin tónlist allt frá miðöldum fram til okkar tíma. Yfirleitt era verkin stutt og sýna þau þá möguleika sem þessi hljóöfæri bjóða upp á. Camilla Söderberg er fædd í Stokkhólmi en ólst upp í Vínar- borg. Hún nam blokkflautuleik í Austurríki og Sviss. Eftir að hún settist að á íslandi hefur hún hald- ið tónleika hér á landi og einnig í mörgum Evrópulöndum. Hún hef- ur geflð út geislaplötu með blokk- flautukonsertum eftir Teleman og Vivaldi og geislaplötuna Amor með tónlist endurreisnartímans. Snorri Örn Snorrason stundaði nám í klassískum gítarleik við Tónlistarháskólann í Vin og var síðan við framhaldsnám í Sviss. Snorri hefur haldið einleikstón- leika og tekið þátt í flutningi kammerverka heima og erlendis, hljóðritað fyrir útvarp og sjón- varp og starfað í Þjóðleikhúsinu, íslensku óperanni og Sinfóníu- hljómsveit íslands. Hann er einn af stofnendur Musica Antiqua og skipuleggur ásamt Camillu Söder- berg tónlistarhátíðina Norðurljós. Söngleikjatónlist í kvöld mun Sigríður Eyrún Friðriksdóttir söngkona ásamt Agnari Má Magnússyni píanóleik- ara halda söngtónleika í Selja- kirkju (við Hagasel í Breiðholti). Á þessum tónleikum flytm- Sigríður Eyrún lög úr söngleikjum úr ýms- um áttum og má þar nefna: Annie, Elegies, Jekyll & Hyde, Jesus Christ Superstar, Little Shop of Horror, Oklahoma, Phantom of the Opera, Song ” “ and Dance og TÓlllClkflr Sound of______________________ Music, Vesalingarnir og Miss Saigon. Gestasöngvari verður Matthias Matthiasson. Tilefni þessara tónleika er að Sigríður er á leið í nám í söng- leikjadeild Guildford School of Acting i Englandi. Þar sem þetta eru styrktartónleikar er aðgangs- eyrir 700 íslenskar krónur. Tón- leikamir hefjast kl. 20. Tónverk eftir konur Á þriðjudagstónleikum í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30 koma fram Angela Spohr sópran og Þóra Fríða Sæmunds- dóttir, píanó. Efnisskráin er mjög sérstök þar sem flutt verða eingöngu tónverk sem konur hafa samið i gegnum aldimar, eða Angela Spohr frá 1098 til 1998 syngur lög eftir Meðal tón. korur J Lísta- skáldana era safm Sigurjons Maria stuart Olafssonar í skotadrottning, kvo'ct- Ann Boyleyn, Barbara Strozzi og Lili Boulanger. Angela Spohr, söngvari og kennari í Alexander-tækni, hefur haldið fjölda einsöngstónleika í Þýskalandi og Sviss og kom fram hér á landi 1993 í Listasafni Sigur- jóns. Þóra Fríða Sæmundsdóttir starfar sem píanóleikari og kenn- ari í Reykjavík. Egilsstaðakirkj a: Einsöngsperlur Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir og Edda Erlends- dóttir eru að hefja tón- leikaröð um landið og eru fyrstu tónleikamir í Egilsstaðakirkju í kvöld, kl. 20.30. Tilefnið er út- koma geislaplötu þar sem þær flytja íslensk einsöngslög. Á plötunni, sem heitir Ljós úr norðri, eru tuttugu og sex lög og eru höfundar Árni Thorsteinsson, Karl O. Runólfsson, Páll Tónleikar ísólfsson, Eyþór Stefáns- son, Sigfús Einarsson, Sigvaldi Kaldalóns, Þór- arinn Guðmundsson og Þórarinn Jónsson. Að sögn Ólafar Kolbrúnar eru þetta aflt lög sem era í miklu uppáhaldi ó|ðt Kolbrún Harðardóttir og Edda Erlendsdóttir eru með tónleika á Egilsstöðum í kvöld. hja henm. a 3 Á tónleikunum verður hluti ís- Rachmaninov, en textamir við lög- Kolbrúnar og Eddu verða í Skjól- lensku sönglaganna fluttur, auk in eru í íslenskri þýðingu Þorsteins brekku í Mývatnssveit á flmmtu- ljóða eftir Hugo Wolf og Sergei Gylfasonar. Aðrir tónleikar Ólafar daginn. Hlýjast um landið austanvert Suðvestlæg átt. Súld suðvestantil en léttskýjað norðan og austantil fram að hádegi. Síðan heldur suð- Veðrið í dag lægari vindur um viða súld vestan- til og með suðausturströndiimi en annars léttskýjað víðast hvar. Hiti 10-21 stig, hlýjast tnn landið aust- anvert síðdegis. Á höfuðborgar- svæðinu verður suðvestan 5-8 m/s í dag en S 5-8 í nótt. Súld og hiti 10-13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.14 Sólarupprás á morgun: 05.44 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.15 Árdegisflóð á morgun: 05.30 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri hálfskýjað 14 Bergsstaðir hálfskýjaö 12 Bolungarvík heiðskírt 10 Egilsstaðir 13 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö 8 Keflavíkurflv. súld á síð. kls. 10 Raufarhöfn léttskýjað 6 Reykjavík súld 10 Stórhöfði súld 10 Bergen skýjaó 11 Helsinki hálfskýjað 13 Kaupmhöfn skýjaó 14 Ósló léttskýjað 11 Stokkhólmur 12 Þórshöfn skýjaö 11 Þrándheimur úrkoma í grennd 11 Algarve 21 Amsterdam skýjaö 14 Barcelona hálfskýjað 22 Berlín skýjaö 13 Chicago þokumóöa 20 Dublin rign. á síö. kls. 14 Halifax þoka 16 Frankfurt skýjaö 12 Hamborg skýjaó 10 Jan Mayen súld 4 London skýjaö 15 Lwcemborg skýjaö 16 Mallorca heiösklrt 19 Montreal heiöskírt 20 Narssarssuaq rigning 9 New York hálfskýjaö 24 Orlando skýjaö 23 París skýjaö 17 Róm heiöskírt 22 Vín léttskýjaö 12 Washington þokumóöa 21 Winnipeg heiöskírt 15 Helstu vegir um hálendið færir Helstu vegir um hálendið era nú færir en vegur- inn í Kverkfjöll er lokaður vegna vatnaskemmda. Það skal áréttað að þótt vegir um hálendið séu sagð- ir færir er yfirleitt átt við að þeir séu færir jeppum og öðram vel útbúnum fjaflabílum. Færð á vegum Vegimir um Kjöl, Kaldadal og yfir í Landmanna- laugar frá Sigöldu era þó færir öllum bílum. Astand vega i#1 x, © © y i- © /^pyi ufe? m ^ cg) xX/ tV Skafrenningur <Vi f ^ 0 Steinkast 0 Hálka 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir 03 ðfært [D Þungfært © Fært fjallabílum María Dagbjört Myndarlega stúlkan á myndinni, sem fengið hef- ur nafhið Maria Dagbjört, fæddist á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Bara dagsins Akureyri 5. maí síðastlið- inn. Við fæðingu vó hún 3415 grömm og var 48 sentímetra löng. Foreldr- ar Mariu Dagbjartar era Ása Sverrisdóttir og Stef- án Már Stefánsson og er hún þeirra fyrsta bam. Jake Lloyd leikur Anakin Skywal- ker á barnsaldri. Stjörnustríð - fyrsti hluti Hér, eins og annars staðar, er nýja stjörnustríðskvikmyndin sýnd við miklar vinsældir. Þær þrjár stjörnustríösmyndir sem þegar höfðu verið geröar hafa all- ar unnið sér sess í kvikmyndasög- unni sem klassískar myndir. í nýju myndinni er farið aftur í tímann til upphafsins og við fylgj- umst með tveimur Jedi-vígamönn- um á ferð um alheiminn tfl bjargar lýðveldi ////////, Kvikmyndir frá því að lenda í hringiðu þeirri sem stjómað er af samveldinu. Á einni plánetu, þar sem þeir leita við- gerða á geimskipi sínu, rekast þeir á ungan dreng sem virðist búa yfir einstökum hæfileikum og í honum sjá þeir framtíðina. Sá heitir Anakin Skywalker, sem á svo eftir að koma mikið við sögu í næstu tveimur kvikmyndum í Stjömustríðsflokknum. Nýjar myndir f kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Resurrection Saga-Bíó: Tarzan and the Lost City Bíóborgin: The Other Sister Háskólabíó: Braskarinn Háskólabfó: Allt um móður mína Kringlubíó: Wild Wild West Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Star Wars: Episode I Stjörnubíó: Latar hendur Krossgátan ' 2 3 4 5 6 7 6 9 10 11 12 13 U 15 16 17 10 19 20 21 Lárétt: 1 ferming, 5 ber, 8 gjafmild- in, 9 ófríðum, 11 handfestur, 12 spyija, 14 ákafúr, 15 voð, 17 fjárupp- hæð, 19 fersk, 20 traust, 21 púkar. Lóðrétt: 1 gangur, 2 þegar, 3 slungnum, 4 rífur, 5 iðkar, 6 trjá- greinar, 7 hræðsla, 10 konungur, 13 strax, 14 óróleg, 16 kvendýr, 18 eyða. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 brák, 5 sök, 8 líkan, 9 rú, 10 ósa, 11 fang, 12 töfluna, 15 erta, 16 tal, 18 sverar, 20 sakir, 21 tá. Lóð- rétt: 1 blót, 2 rís, 3 ákaft, 4 kaflar, 5 snautar, 6 öm, 7 kúga, 13 örva, 14 nart, 15 ess, 17 ljá, 19 ek. < Gengið Almennt gengi LÍ 24. 08. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenqi Dollar 73,040 73,420 73,540 Pund 116,470 117,060 116,720 Kan. dollar 48,720 49,020 48,610 Dönsk kr. 10,2810 10,3370 10,4790 Norsk kr 9,2770 9,3280 9,3480 Sænsk kr. 8,7640 8,8120 8,8590 Fi. mark 12,8481 12,9253 13,1223 Fra. franki 11,6458 11,7158 11,8943 Belg. franki 1,8937 1,9051 1,9341 Sviss. franki 47,7100 47,9800 48,8000 Holl. gyllini 34,6649 34,8732 35,4046 Þýskt mark 39,0583 39,2930 39,8917 ít lira 0,039450 0,03969 0,040300 Aust sch. 5,5516 5,5849 5,6700 Port escudo 0,3810 0,3833 0,3892 Spá. peseti 0,4591 0,4619 0,4690 Jap. yen 0,651700 0,65570 0,635009 írskt pund 96,997 97,579 99,066 SDR 99,330000 99,93000 99,800000 ECU 76,3900 76,8500 78,0200 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.