Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 Ákvöröun hreppsnefndar Búðahrepps um úthlutum byggðakvótans: Pólitík og klíku- skapur ræður - segir Eiríkur Stefánsson, formaður verkalýðsfélagsins Afgreiðsla hreppsnefndar Búða- hrepps á tillögu til Byggðastofnunar á úthlutun 113 tonna byggðakvóta til Fáskrúðsfjaröar er mjög umdeild og logar allt i deilum á staðnum vegna þeirrar ákvörðunar meirihluta nefnd- arinnar að taka gilt tilboð í 65 tonn af kvótanum sem barst eftir að auglýst- œ skilafrestur tilboða var löngu út- nínninn. Eiríkur Stefánsson, formað- ur verkalýðsfélagsins á staðnum, seg- ir að ákvörðun meirihluta hrepps- nefndar sé skólabókardæmi um póli- tik, vinskap og klíkuskap. Hrepps- nefndin klofnaði við afgreiðslu máls- ins og gekk þriggja manna minnihluti nefndarinnar af fundi þegar málið var afgreitt. Sjö manns eiga sæti í nefndinni. Eftir að auglýst hafði verið eftir til- boðum í byggðalcvótann bárust fjórar umsóknir um hann innan tiltekins •flfests, m.a. frá útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki Þóru Kristjánsdótt- ur sem starfað hefur í um þrjá ára- tugi á staðnum, á stórt flskvinnslu- hús, hefur fiskvinnsluleyfi og rekur fiskmarkað. Fyrirtækið á hins vegar Bylgjan: King Kong sleginn af „Skoðanir okkar og dagskrár- stjóra Bylgjunnar fóru ekki alveg saman og því vorum við slegnir af,“ sagði Jakob Bjarnar Grétars- ‘’íön, annar um- sjónarmanna út- varpsþáttarins King Kong sem verið hefúr á dagskrá Bylgj- unnar árdegis undanfarin ár. „Það virðist vera Jakob Bjarnar sem svo að sér- Grétarsson. stakir dagskrár- liðir eins og okkar verði ekki eins langliflr í útvarpi og aðrir sléttari og felldari. Menn vilja ekki vandræði til langframa,“ sagði Jakob Bjamar Grétarsson sem nú kveður útvarps- hlustendur um sinn ásamt félaga sínum, Steini Ármanni Magnússyni, King Kong. -EIR engan kvóta og hefur vinnsla á þess vegum verið lítil undanfarna mánuði og ár. Þetta fyrirtæki ákvað meirihluti hreppsnefndar- innar að snið- ganga algerlega. Aðrir umsækj- endur voru m.a. Kaupfélag Fá- skrúðsflrðinga, trillusjómaður á staðnum og iðnaðarmaður. Eftir að fimm dagar voru liðnir frá útboðsaug- lýsingunni voru tilboðin opnuð á fundi byggðarráðs, gerð opinber þar og dreift um byggðarlagið. Þegar enn voru liðnir fimm dagar birtist skyndi- lega nýtt tilboð á borði sveitarstjóra á laugardegi sem síðan var tekið fyrir á átakafundi hreppsnefndarinnar á þriðjudaginn. Meirihluti nefndarinn- ar taldi tilboðið gilt á þeirri forsendu að enginn lokafrestur hefði verið til- greindur í auglýsingunni um byggða- kvótann. Minnihlutinn taldi hins veg- ar augljóst að skilafrestur tilboða hefði verið sjálfkrafa á enda þegar hin tilboðin voru opnuð. Minnihlut- inn óskaði eftir því að málinu yrði í það minnsta frestað meðan kannað væri lögmæti þess að taka síðasta til- boðið gilt og lagði fram tillögu þess efnis. Sú tiliaga var felld og gekk þá þriggja manna minnihluti nefndar- innar af fundi. -SÁ Eiríkur Stefánsson. Tyrklandsj aröskj álftinn: Svíar segjast hefðu átt aö koma fyrr Per Anders Berthlin, talsmað- ur sænsku björg- unarsveitarinnar sem fór til Tyrk- lands, segir í við- tali við Expressen í dag að mikil mistök hafi verið að senda ekki sveitina fyrr á jarðskjálftasvæðin. Sveitin kom þangað rúmum tveimur sólarhring- um eftir jarðskjálftann. „Fyrstu tvo sólarhringana eru mestir möguleik- ar á að finna lifandi fólk. Ef Eng- lendingamir gátu komið sér þangað á 24 tímum þá eigum við að geta það líka. Vandamálið í þessu var skortur á skipulagi,“ segir Per Anders. íslensku björgun- armennirnir sem fóru til Tyrklands koma heim í dag eftir strangt ferða- lag sem er talið skila mikilli reynslu við leit og bjarganir í fram- tíðinni. Þeim tókst ekki að finna neinn á lífi en gátu hins vegar kom- ið mjög að gagni við að útiloka að einhverjir væru á lífi við rústir fjöl- margra hmninna bygginga. -Ótt Grafið í rústunum. Reuter í jökulsprungu Þýskttr maður lést á Skálafellsjökli síðdegis í gær þegar hann féll ofan í jökulsprungu. Maðurinn var með hópi af ferðamönnum sem voru staddir á jöklinum við kvikmyndatöku. Sleðar Jöklaferða. og lést Hópurinn var staddur utan við alfaraleið og skildi maðurinn sig frá hópnum með fyrr- greindum afleiðingum. Talið er að hann hafi látist samstundis. „Eg skaut þessar gæsir á Auðkúluheiðinni og við erum að fara aftur á gæs í kvöld,“ sagði Jóhann Örn Arnarsson á Blönduósi í gærkvöld. Gæsaveiðin er komin á fullt og skotveiðimenn úti um alla skurði þessa dagana. DV-mynd G.Bender Veðrið á morgun: Víða súld suðvestan- vert Suðvestlæg átt, yfirleitt 5-8 m/s. Víða verður súld um landið suðvestanvert en lengst af létt- skýjað austan til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum austan- lands síðdegis. Veðrið í dag á bls. 37. Mi d rboltar Múrfestingar JJJJJJJIi \£=> <=í ! | UUUM! H 1— • 1 <5 Z = s=L '.-==■ Smiðjuvegur 5 200 Kóp. Sími: 535 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.