Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 1
rtPWSK{W!W!9(!(im!IWSWBH Leítaö að geim- verum Erfðabreytt matvæli 14 umræðun Bls. 20 og 21 tölvui tækni og vísinda C-vítamín gegn sjúkdómum Vísindamenn hafa komist að því að mjög stórir skammtar af C- vítamíni geta kom- ið í veg fyrir sjúk- dóma af ýmsu tagi, allt frá kvefftil krabbameins. Þeir fundu út með tilraunum á rottum að C-vítamín hjálpar likamanum að halda niðri streituhormónum. Vegna þess að stressaðir ein- staklingar eru viðkvæmari fyrir V sjúkdómum gæti þessi virkni vitamínsins kom- ið sér vel. Þó er einn hængur á, menn þurfa að neyta þúsunda millígramma af C-vítamíni á dag til að þetta hafi áhrif en ráðlagður dagskammtur er 60 millígrömm á dag. Því er spurning hvort mat- vælafræðingar hvetji okkur til að snæða tugi C-vítamínríkra appel- sína á dag i framtíðinni. Tölvupóstur án tölvu Þeir sem hafa áhuga á að senda tölvupóst en eru ekki til i að kaupa sér heimilistölvu fyrir tugi þúsunda bara til þess geta farið að hlakka til því von er á tæki sem er sérhannað til að skrifa, senda og taka á móti tölvu- pósti. Það mun kosta umtalsvert minni fjármuni en heimilistölva, aðeins 180 dollara í Bandaríkjun- um, eða um 13.000 krónur. Það er risasímafyrirtækið SBC Comm- unications sem hannar tækið sem mun tengjast venjulegum síma á svipaðan hátt og símsvari. For- svarsmenn fyrirtækisins segja að þessi nýja tækni henti bæði þeim sem ekki eiga tölvur og einnig hinum sem finnst of tímafrekt aö þurfa alltaf að kveikja á heimilis- tölvunni til að skoða póstinn. Fyrir nokkrum dögum flaug geimfarið Cass- ini hjá jörðu og nýtti sér að- dráttarafl plánetunnar til að þeyta sér af stað í átt til Sat- úrnusar. Áætlað er að geimfarið verði komið til plánetunnar i júlí árið 2004 en það mun fara á spor- baug um Satúrnus og rannsaka andrúmsloftið, hina frægu hringi Satúrnusar, hin fjölmörgu tungl plánetunnar og ýmislegt annað. Jafhframt mun Cassini senda könnunarfarið Huygens til Títans, eins tungla Satúrnusar, en það tungl er athyglisvert sökum þess að aðstæður þar minna um margt á aðstæður hér á jörðinni. Lending Huygens mun marka tímamót því aldrei mun geimfar hafa lent jafn langt frá jörðu og þegar Huygens lendir á Títan. Verkefhi þetta er samvinnuverkefni Geimferðastofn- unar Bandaríkjanna, Geimferða- stofnunar Evrópu og Geimferða- stofnunar ítalíu, en áætlað er að það standi til ársins 2008. A stóru myndinni hér að ofan má sjá túlkun listamanns á þvi hvernig það mun líta út þegar Cassini nær lokst til Satúrnusar og kveikir á vélum sínum til að stilla sig inn á réttan sporbaug. Nánari umfjöllun um þetta verkefni er að finna á bls. 19 í DV-Heimi í dag. HAUSTRAÐSTEFNA TEYMIS 1999 f SAMSTARFI VID OPIN KERFI HF Hótel Loftleiðum 9. -10. september Skráning er hafín í síma 550 2500 og á heimasíðu Teymis. OPINKERFIHF TEYMI m HEWLETT* PACKARD ORACLE Borgartúni 3 0 1 05 Reykjavlk Sími 550 2500 Fax 550 250 1 ww w. tey m i. i s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.