Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 3
Sumarið ekki hliðhollt fjárfestum: Verðhrun á netfyrirtækjum - hlutabréfaverð sumra lækkað um 75% Virði internet- fyrirtækja á verðbréfamörk- uðum hefur ver- ið síbreytilegt síðustu mánuði og virðist lítið lát vera á óstöðug- leikanum á þeim vígstöðvunum. Eftir gríðarlega hækkim síðustu misseri á undan virðist sem netfyr- irtækin hafi náð tindinum í apríl siðastliðnum en leiðin hefur legið niður á við síðan. Dæmi eru um að virði hluta- bréfa í netfyrirtækjum hafi lækkað um þrjá fjórðu frá hámarksvirði þeirra á þessu ári og munar svo sannarlega um minna. Hægt er að nefna fyrirtæki eins og MarketWatch en verð hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði úr 75 dollur- um í janúar niður i 25 dollara í ágúst. Annað netfyrirtæki, eBay, lækkaði úr um 200 dollurum í vor niður í tæplega 100 dollara í ágúst. Risastór fyrirtæki á borð við America Online og Amazon.com hafa einnig lækkað verulega í verði, í byrjun þessa mánaðar Fæst netfyrirtækjanna skila hagnaði nú og ekki er útlit fyrir að þau fari að gera það í bráð. Því segja menn að það skipti engu hvort hlutabréfin séu keypt á 200 dollara eða 100 dollara, þetta sé tapað fé hvort sem er. hafði verð fyrrnefnda fyrirtækis- ins lækkað um 52% frá því sem það var hæst í vor en verð þess síð- amefnda hafði lækkað um 59%. Offramboð og óvissa En hver var ástæðan fyrir því að verð netfyrirtækja hrundi með svo afgerandi hætti? Aðalástæðan virð- FERÐIN Flug hjá Venusi 21. apríl 1998 :lug hjá jöröinni 16. ágúst 1999 | Eftir lendingu á yfirboröi Títans sendir Huygens upplýsingar til Cassini i þrjár mínútur. Leiðangur til Satúrnusar Cassini-Huygens-leiðangurinn á vegum NASA og ESA er farinn í þeim tilgangi að lenda á fjarlægasta stað sem lent hefur verið á. Cassini mun verða á sporbaug um Satúrnus í fjögur ár og rannsaka hina frægu hringi plánetunnar og 18 tungl hennar. Huygens-farið flytur með sér mælingatæki til að greina andrúmsloft, veðurfar og yfirborð Títans, stærsta tungls plánetunnar. Cassini-flaugin mun flytja Huygens til Satúrnusar. Áætluð koma þangaö er 2004. Þá skilar flaugin Huygens til Títans. — Hitahlíf Huygens-tarið 155-175 km Aðaltallhlít opnast og hitahlif losnar trá. 1270 km ytir yfirborði kemur tariö inn i andrúmslotliö á 62 kmjvaða á sekúndu. 170-190km Stýrifallhlíf i Flua hiá Venusi iúní 1999T: 1 Stefnubreyting 1 Satúrnus [ 2. desember 19981 | 25. júní 2004 | Geimskot 13. október 1997 | Heimild: NASA ist hafa verið að verð hlutabréf- anna hafi einfaldlega verið orðið of hátt enda hafði það hækkað með ógnarhraða mánuðina á undan. Annað sem hefur einnig vafalítið spilað inn i er einfaldlega offram- boð á hlutabréfum í netfyrirtækj- um. Fjöldi netfyrirtækja sem hafa farið á opna hlutabréfamarkaði að undanförnu hefur verið gríðarlega mikill og þvi er ekki hægt að ætlast til að hlutabréfakaupendur haldi uppi ógnarháu verði allra þessara fyrirtækja til langs tíma. Sérstaklega ekki í ljósi þess hve mjög framtíð netfyrirtækjanna er óljós og erfitt að átta sig á því hve mikill rekstrargrundvöllur þeirra er. Um þessar mundir eru þau flest í kapphlaupi hvert við annað um að tileinka sér sem flestar nýjung- ar án þess að ljóst sé hversu mikið eða í rauninni hvort þau mimi á endanum hagnast á þeim. Leitin að gullæðinni Hrun hlutabréfaverðs netfyrir- tækja hefur þó stöðvast og leiðin legið hægt upp á við síðan í byrjun ágúst en þá fóru fjármálaspekúlant- ar að líta þannig á málið að hægt væri að gera kostakaup í netfyrir- tækjum vegna verðhrunsins. Margir líta þó þannig á að það séu litlar líkur á að gera kostakaup á þessum markaði. Fæst þessara fyrirtækja skila hagnaði nú og ekki er útlit fyrir að þau fari að gera það í bráð. Því segja menn að það skipti engu hvort hlutabréfin séu keypt á 200 dollara eða 100 dollara, þetta sé tapað fé hvort sem er. En vissulega er hægt að græða á netfyrirtækjum eins og sjá má á þeim sem voru svo heppnir að kaupa hlutabréf snemma í fyrir- tækjum eins og Yahoo og Amazon.com. Fyrir hvert fyrirtæki sem gengur vel á markaðnum eru mörg önnur sem ekki geta staðið undir væntingum og þvi er net- markaðurinn gríðarlega áhættu- samur þó möguleikinn á að lenda á gullæð sé alltaf fyrir hendi. -KJA Vísitala Dow Jones fýrir netfyrirtæki Steve Case hjá America Online hefur ekki farið varhluta af verðlækkun á hlutabréfum fyrirtækisins. Eignarhluti hans í fyrirtækinu var 676 milljóna dollara virði (um 50 milljarðar króna) þegar verðið var hæst á þessu ári en þann 6. ágúst voru einungis 326 milljónir (um 24 milljarðar) í buddu hans. Gleðifrétt fyrir netfyrirtæki: Lycos skilar hagnaði í síðustu viku tilkynntu forráða- menn netmiðstöðvarinnar Lycos (http://www.lycos.com/) að fyrir- tækið hefði verið rekið með hagnaði á fjórða fjórðungi fjárhagsárs fyrir- tækisins. Þetta er talin gleðifrétt, bæði fyrir fyrirtækið og svo netfyr- irtæki i heild sinni því langstærstur hluti þeirra hefur verið rekinn með tapi undanfarin ár og hafa efa- semdamenn haldiö því fram að svo muni verða um ókomna tíð. „Þetta sýnir fram á að hægt sé að reka netfyrirtæki með hagnaöi," sagði Robert Davis, framkvæmda- stjóri Lycos, og bætti við að nú væri komið að þeim tímapunkti að kjarn- inn yrði skilinn frá hisminu hvað netfyrirtæki varðar. „Það er ljóst að öll fyrirtæki verða að skila hagnaði fyrr eða síðar og þetta sýnir að Lycos á framtíðina fyrir sér.“ Lycos er í fjórða sæti meöal net- miðstöðva hvað varðar fjölda ein- stakra gesta. Þar fylgir fyrirtækið fast á hæla netmiðstöðva America Online, Yahoo og Microsoft. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmg/mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm FineReader fyrir Islendinga Tæknivídd ehf. hefur skrifað undir einkasölu- samning um dreifingu á nýj- um OCR hug- búnaði hér á landi. Ber hann nafnið FineReader 4.0 og gefur notendum nýja mögu- leika í skönnun á texta til vinnslu á tölvutæku formi, þ.e. færslu á texta af blaði yfir í Word, Excel, PDF, HTML eða gagnagrunn. Munurinn á FineReader og öðr- um OCR hugbúnaði er í fyrsta lagi að hann les íslenskan texta. í öðru lagi er FineReader framúrskarandi hvað varðar nákvæmni (fjölda mis- taka sem OCR-hugbúnaður gerir við skönnun) en FineReader 4.0 gerir yfir helmingi færri villur við lestur texta en annar OCR hugbúnaður. FineReader hefur verið sigurveg- ari í öllum samanburðarkönnunum á OCR hugbúnaði í Evrópu á síð- ustu 4 árum og að auki vann hann 12 verðlaun sem Editors choice í heiminum á síðasta ári. Það eina sem þarf til notkunar á FineReader er tölva og skanni. Nánari upplýs- ingar er hægt að fá á heimasíðu Tæknivíddar, http://www.abbyy.vortex.is/ Við minnum enn lesendur DV-Heims á að vilji þeir koma einhverju á framfæri við umsjónarmenn blaðsins eru allar hugmyndir, athugasemdir, ábendingar og annað vel þegið. Hægt er að senda okkur línu á netfangið dvheimur@ff.is rSéÍiiííir ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.