Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 Ráðist gegn _ Frankenstei n-fæðu nn i “ Umræöan um erföabreytt matvæli mikil erlendis: - en hefur mannkynið efni á aö nýta sér ekki þessa tækni? Margvíslegir möguleikar Eölilegt er að byrja á að átta sjg á hvað erfðabreytt matvæli eru. í stórum dráttum má segja að mat- væli af þessu tagi eigi það sameigin- legt að vísindamenn hafa bætt gen- um úr einni tegund lífvera við aðra tegund. Markmiðið er að gera plönt- ur eða dýr á einhvern hátt heppi- legri til matvælaframleiðslu. Þannig gekk t.d. ein tilraun með erfðabreyt- ingu út á að geni sem vemdar ákveðna fisktegund fyrir kulda var bætt i genasafn tómataplöntu svo hún geti betur þolað kulda og erfitt veðurfar. Plöntum er erfðabreytt m.a. á þann hátt að þær veiti meiri upp- skera, t.d. með því að auka mót- stöðuafl þeirra gegn sjúkdómsvöld- um eða illgresiseyðum. Einnig er framleiðendum mjög mikið á ýmsan hátt. En margir eru hins vegar and- snúnir þessum aðferðum og hafa mótmælt þeim harðlega. Hverjar eru röksemdafærslur þeirra? Þeir telja að of mikil áhætta sé samfara breytingum af þessu tagi á náttúrunni. Þeir telja t.d. að hætta sé á aö erfðabreytingin geti „smit- ast“ til venjulegra lífvera. Til dæm- is geti plöntur sem hefur verið erfðabreytt íjölgað sér ásamt villt- um plöntum og þannig berist erfða- breytingin út í umhverfið og hafi varanleg áhrif á vistkerfið. Þannig gætu t.d. plöntur sem þola ásókn skordýra betur leitt til hruns í stofni skordýranna sem aftur þýðir að dýr sem lifa á þessum skordýrum lenda einnig í hremmingum. Það er að auki er hætta á að erfðabreyttar plöntur verði illgresi í náttúrunni og jafnframt hræðast efasemdarmenn að mengun á nátt- úrlegu erfðamengi plantna dragi úr erfðabreytileika þeirra. Hvað varðar erfðabreytt dýr þá eru rök þeirra sem andsnúnir eru erfðabreytingunum svipuð, þeir segja mikla áhættu á að erfðabreyt- ingin flytjist í villta stofna og hafi þannig áhrif á vistkerfið og að hætta sé á að dragi úr erfðabreyti- leika dýranna í kjölfarið. Einnig segja dýravinir þetta auka líkurnar á að dýr verði látin þjást í þágu vís- indanna. Meðal röksemda andstæðinga erfðabreyttra matvæla er að þau geti verið skaðleg neysluvara. Framleiðendur benda hins vegar á að enn hafi ekkert bent til þess að svo þurfi að vera. Matvælin hættuleg? En svo setja margir einnig stórt spumingarmerki við það hvort Framkvæmda Fólki er - myndi skc Tómatar eru meðal þeirra matvara sem hafa verið gerðar tilraunir til að erfðabreyta. „Ég veit náttúr- lega ekki hvað öllum finnst um þessi mál hér á landi en almennt held ég að fólki sé ekki vel við það þegar verið er að taka erfðaþátt úr einni lífvera og færa hann yfir í aðra, óskylda lífveru," sagði Unn- stein Eggertsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, þegar þeim breytt þannig að þær þoli bet- ur umhverfisáhrif og geti vaxið á stöðum sem þær annars myndu ekki þrífast á. Jafnframt er hægt að auka geymslu- og flutningsþol græn- metis og ávaxta, breyta efnasam- setningu þeirra og þróa plöntur sem framleiða lyfjaefni og mótefni. Erfðabreytingar á dýrum eru svo m.a. framkvæmdar til að ná fram aukinni mótstöðu gegn smitsjúk- dómum, auknu þoli gegn kulda, hita og þurrki, auknum vaxtarhraða eða auknum afurðum dýranna. Jafn- framt er mögulegt að erfðabreyta dýrum í þágu læknavísinda, t.d. þannig að þau framleiði og skili frá sér verðmætum lyfium. Skaðleg áhrif á vistkerfið? Það er því ljóst að erfðabreyting á matvælum getur hjálpað matvæla- Hörðustu andstæðing- amir hafa kallað erfða- breytt matvæli „Frankenstein-fæðuu og telja að með því að nota erfðatækni til að breyta verulega eigin- leikum Hfvera sé mað- urinn að misþyrma náttúrunni. Þeirálíta að þetta geti varía endað með öðru en skeffingu ef ekki er tekið i taumana. Fyrir skömmu réðust umhverfisverndarsinnar að rannsóknarreitum þar sem verið var að gera tilraunir með framleiðslu á erfðabreyttum matvælum. Búast má við að aukning verði á aðgerðum af þessu tagi á næstunni. sé lítil hætta á að það skemmi fæðuna þannig að hún verði óholl. Jafhframt segja þeir að öll erfðabreytt matvæli séu prófuð vel og vandlega áður en þau séu sett á markað. Aukin framleiðni En hvers vegna eru menn að standa i þessu öllu saman fyrst and- staðan er svo sterk sem raun ber vitni? Ástæðan er í rauninni fyrst og fremst sú að í kjölfar mikillar fólksfiölgunar og sífellt stækkandi borga og bæja er hætta orðin á að matvælaframleiðsla heimsins hrein- lega anni ekki eftirspurn. í ofanálag bætast svo spár um versnandi veð- 3« mgar fari að íhuga þessi mál og taka afstöðu til þeirra. Þeim sem vilja kynna sér málið nánar er hægt að benda á ítarlega umfjöllun á heima- síðu Hollustuverndar ríkisins á slóðinni http://www.holl- Mótmæli hafa verið talsverð að undanförnu þar sem andstæðingar erfðabreyttra matvæla hafa látið í Ijós andúð sína á matvælaframleiðslu af þessu tagi. erfðabreytt matvæli geti hreinlega verið óholl fyrir fólk. Enn sem kom- ið er hefur ekkert komið fram sem sýnt hefur fram á að erfðabreytt matvæli geti verið skaðleg heilsu neytenda, en andstæðingar þeirra segja þó að langtímaáhrif af neyslu erfðabreyttra matvæla séu langt í frá kunn í dag. Vísindamenn svara þessu þannig að þó svo menn bæti einu eða tveimur genum við þær þúsundir gena sem finna má í hverri lífveru urfar vegna gróðurhúsaáhrifa og þá er ljóst að útlitið er ekki gæfulegt. Þeir sem styðja erfðabreytingar á matvælum segja að með erfðatækn- inni megi auka verulega fram- leiðslu matvæla og þannig mæta aukinni eftirspurn og erfiðari um- hverfisskilyrðum. í dag segja þeir að allt að 40% landbúnaðarafurða tapist vegna illgresis, ágangs skor- dýra eða sjúkdóma. Ef hægt er að framleiða plöntur sem eru ónæmar fyrir.þessu verður hægt að auka framleiðni verulega. Jafnframt verður hægt að framleiða geymslu- þolnari matvæli sem þýðir að minna hlutfall þeirra fer til spillis. Það er því ljóst að hér er á ferð- inni talsvert mikilvægt mál sem mun koma til með að hafa gríðar- lega mikil áhrif á mannkynið og reyndar allar lífverar á jörðinni í framtíðinni. Mikil umræða er farin af stað erlendis um hvort réttlætan- legt sé að breyta öðram lífver- um svo þær þjóni betur hags- > munum mannanna og ekki seinna vænna Á síðustu vikum og mánuðum hefur umræðan um erfðabreytt matvæli orðið sifellt hærri og sýnist sitt hverjum um ágæti slíkra matvæla. Gagnrýni á erfðatækni af þessu tagi hefur verið mjög hörð, sérstaklega frá umhverfisverndar- sinnum. Þeirtelja að erfðabreyting matvæla geti endað með skelfingu, því menn hafi almennt ekki hug- mynd um afleiðingarnar af því að breyta lifveram með það að mark- miði að bæta afurðir þeirra eða gera þær líklegri til að hafa betur í lífs- baráttunni. Hörðustu andstæðingarnir hafa kallað erfðabreytt matvæli „Frankenstein-fæðu“ og telja að með því að nota erfðatækni til að breyta verulega eiginleikum lífvera sé maðurinn að misþyrma náttúr- unni. Þeir álíta að þetta geti varla endað með öðra en skelfingu ef ekki er tekið í taumana. íslendingar hafa ekki tekið miklinn þátt í þessari umræðu að undanförnu en DV- Heimur ákvað að skoða þetta mál og rannsaka nánar hver séu helstu rökin með og á móti erfðabreyttum matvælum. t'. u

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.