Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 »jgyt '|u»» H iSekiTiiir 3- Mikil þátttaka í geimveruleit: Rúm milljón leggur til tölvur sínar - enn finnast þó engin merki um geimverur Verkefnið SETI@home hefur vakið mikla athygli og gríðarlega þátttöku meðal almennings. Það gengur út á að fólk getur látið tölvur sínar vinna úr gögnum frá SETI- geimrannsóknarstöðinni og þannig hjálpað til við leitina að lífi á öðrum hnöttum. Síðan verkefnið hófst í mai hefur rúmlega milljón manns sótt sér SETI@home-skjáhvíluna sem sér um að tölvurnar rannsaki gögnin á meðan eigendur þeirra eru ekki sjálfir að nota tölvurnar. Vinnan sem fengist hefur út úr verkefninu er nú orðin að mestu tölvuútreikningum sem framkvæmdir hafa verið. En þrátt fyrir að samanlagt hafi tölvumar eytt rúmum 50.000 ámm í rannsókn gagnanna hafa enn ekki fundist nein merki um geimvemr. Þrátt fyrir það em aðstandendur verkefnisins ánægðir og eru nú að íslendingar, sem skráðir eru í verkefnið, eru alls 448 talsins og hefur framlag þeirra skilað íslendingum í 45. sæti á listanum yfir „duglegustu“ geim- veruleitarþjóðirnar. Leitin að geimverum hefur sjaldan verið öflugri en einmitt nú, þegar almenningur „lánar" tölvur sínar til að leita að merkjasendingum frá öðrum hnöttum. Ef þær finnast á endanum verðum við að vona að þær verði vingjarnlegri en geimverurnar sem heimsóttu okkur í kvikmyndinni Mars Attacks. endurvinna SETI@home hugbúnaðinn svo hægt sé að rannsaka gögnin upp á nýtt og leita að flóknari merkjum sem gætu verið frá vemm á öðmm hnöttum. „Þetta er orðin ótrúlega umfangsmikil rannsókn," segir verkefnisstjóri SETI@home, David Anderson. „Gríðarlega margir taka þátt i leitinni og við höfum frétt af samstarfsfólki á heilu skrifstofunum sem tekur sig saman og býður sig ffam í verkefnið." Anderson telur alveg augljóst að þetta verkefni opni mönnum leiðir til að framkvæma fleiri svipuð verkefni og hann segist vera byrjaður að líta í kringum sig eftir slíkum verkefnum. Islendingar í 45. sæti Hinir rúmlega milljón þátttak- endur í SETI@home koma hvaðanæva úr heiminum og alls frá 224 löndum. Á heimasíðu verkefnisins, http://setiat- home.ssl.berkeley.edu/, er að finna upplýsingar af ýmsu tagi um þátttakendur. Þar sést m.a. að ís- lendingar, sem skráðir eru í verk- efnið, eru alls 448 talsins og hefur framlag þeirra skilað íslendingum í 45. sæti á listanum yfir „dugleg- ustu“ þjóðirnar. Þar tróna Banda- ríkjamenn á toppnum og á hæla þeim koma Bretar og Þjóðverjar. Norðurlandaþjóðimar virðast vera talsvert duglegar við geimveruleit- ina því Svíar eru í 6. sæti, Finnar í 11. og Danir og Norðmenn koma síð- an í 13. og 14. sæti. Við eigum því nokkuð langt í land með að ná grannþjóðunum og því er um að gera fyrir íslendinga að skrá sig í verkefnið til að reyna að koma land- inu hærra á geimveruleitarlistan- um. -KJA Ný könnun um netfíkn: Um 6% eru háð Netinu 7D y.u- SSSS3SSS3SSSS Rannsóknir sýna að um 6% netverja séu háðir Netinu. Margir höfðu þó búist við að þessi tala væri nokkuð hærri. Í Motorola í leikjaiðnaðinn Fyrirtækið Motorola, sem aðallega er þekkt fyrir far- síma, er að Ikoma sér í önnur viðskipti þessa dagana. Motorola hef- ur fest kaup á fyrir- Itæki sem er þekkt fyrir þróunarvinnu á hjálparforritum fyrir leikjatölvur. I Fyrirtækið ! Metrowerks, sem t Motorola keypti, er | á fullu þessa dagana ! að ffamleiða forrit sem hjálpar forrit- urum að nota forrit- ! unarmál eins og C++ og Java við gerð leikja fyr- ir leikjatölvur. Metrowerks ! mun verða sjálfstæð deild innan i Motorola-fyrirtækisins. Samkvæmt nýrri könnun sem er ein af þeim stærri sem gerð hefur verið eru 6% þeirra sem nota Netið háð því. David Greenfield, bandarískur sálffæðing- ur sem gerði könnunina í samvinnu við ABC-fréttastofuna, segir að net- fíknin geti haft svæsnar afleiðingar svipaðar afleiðingum áfengisfíknar. Greenfield þessi segir að netfikn megi skipta upp í nokkra flokka eft- ir því hvað fólk gerir á Netinu. Sumir nota Netið til að svala öðr- um fiknum og eru málin þá farin að flækjast dálítið. Fólk sem er haldið þessari netfikn virðist aðallega gera ákveðna hluti á Netinu eins og að spila fjárhættuspil, versla með hlutabréf og skoða klámsíður. Fólk sem er haldið þessari netfíkn virðist aðallega gera ákveðna hluti á Netinu eins og að spila fjárhættuspil, versla með hlutabréf og skoða klámsíður. Niðurstöðumar úr þessari könn- un komu fólki á óvart en þá aðallega hve lítill hluti þeirra sem nota Netið er háður því. Svipaðar kannanir, þó ekki eins viða- miklar, höfðu bent í þá átt að netfíkn væri algengari. Könnunin var gerð á Netinu og úrtakið var 17.251 einstaklingur. Tú\ 'JU Makkavinir hafa löngum horft öf- undaraugum á PC-notendur vegna mikils úrvals tölvuleikja. Macintosh Macintosh-tölv- an var lengi vel á eftir þegar kom aö útgáfu- dögum á nýjum leikjum. Að auki komu sumir leikir ekki bara seint heldur aldrei. Nokkur fyrirtæki gerðu þó Makkavinum lífið léttara á þessum mögru dögum fyrir daga iMakkans. Fyrirtækið Bungie gerði lengi vel aðeins leiki fyrir Makkann en nú nýlega var gerður samningur á milli þess og annars fyrirtækis sem ætlar að breyta leikjum þess fyrir PC og leikjatölvumar. Best þekktu leikir Bungie er Marathon-serían sem var flottasti fyrstu persónu skotleikurinn á þeim tíma. Tölvuleikjafyrirtækið Ambrosia gerir líka leiki fyrir Makkann og hefur gert lengi. Afúrðir þeirra eru svonefndir deilileikir fyrir PC Fyrirtækið Bungie gerði lengi vel aðeins leiki fyrir Makkann en nú nýlega var gerður samningur á milli þess og annars fyrirtækis sem ætlar að breyta leikjum þess fyrir PC og leikjatölvurnar. (shareware) og eru þeir flestir mjög vel gerðar útgáfur á klassísk- um tölvuleikjum. Hægt er að hlaða niður tölvuleikjum frá Ambrosia af vefsíðu þeirra www.ambrosi- asw.com. Veröið er mjög hógvært og hægt er að prófa leikina áður en maður kaupir þá. -sno ■J-jJyu Sega meira en minniskubbur Sega-fyrirtæk- ið, sem stend- ur í ströngu þessa dagana við að koma út Dreamcast-tölvunni sinni, hefur varpað ljósi á mögu- leika minniskubbsins sem fylgir leikjatölvunni. Hægt verður að vista leiki á honum eins og lög gera ráð fyrir en einnig verður hægt að nota hann eins og mini-gameboy tölvu og hlaða niður af Netinu aukapersónum í tölvuleiki. Enn þá er verið að þróa fleiri aðferðir til að nota þennan sniðuga fylgihlut Dreamcast- leikjatölvunnar. Myndrænir möguleikar Alltaf eru að koma nýjar upplýsingar um væntanleg- ar framhalds- leikjatölvur eins og Dolphin og PlayStation 2. Nú hafa þær fréttir borist að hægt verði að tengja stafræna myndavél við PlayStation 2. Hugmyndin að baki þessum möguleika er sú að hægt verði að nota mynda- vélina til að senda myndir yfir netið. Einnig verður hægt að breyta myndunum í hreyfi- myndir og bæta við raddskila- boðum og er þá hægt að nota þetta tvennt sem eins konar þrívíddar-tölvupóst. Nintendo er að sögn kunnugra með svipaðar hugmyndir í gangi í sambandi við Dolphin-leikja- tölvuna. Tul'Jíi JujJÚ/ Lara Croft í fatahönnun Eidos-fyrirtækið hefur grætt vel á tölvuleiknum Tomb Raider sem það hefur gefið út í þremur útgáfum. Nú er á leiðinni fjórða útgáfan sem á að koma út um jólin. Ekki er nóg að gefa bara út leik og ætlar Eidos að fylgja aðferð Georges Lucas og græða í þetta skiptið á ýmsum aukahlutum. Meðal þess sem á að framleiða fyrir kaup- þyrstan lýðinn er heil fatalína sem nefnd verður í höfuðið á aðalpersónunni. Ef allt fer eft- ir áætlun geta menn farið á Tomb Raider-kvikmyndina í Tomb Raider-fötum og spilað Tomb Raider 4 á ferðatölv- unni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.