Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 6
22 Vítogjtnt MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 Stjórnunarfélag (slands: í samstarfi við erlend- ar stofnanir ur áherslu á nám- skeiða- og námsstefnuhald Stjómunarfélag íslands hefur m.a. það hlutverk að benda á mikilvægi góðra stjómunarhátta og skapa fyrirtækjum aðstöðu til að nýta það besta í fræðslu og þjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk til þess að ná mark- miðum sínum. Eins og undanfarin ár býður Stjórnunarfélagið upp á fjölda námskeiða til að þjóna markmiði sínu. Námskeiðin eiga það sam- merkt að vera stutt og hnitmiðuð og er ætlað að nýtast stjómend- um sem og starfsfólki vel í hraða nútímaþjóðfélagsins. Má þar nefna námskeið í tímastjórnun, fundarstjómun, símsvörun, sölu- námskeið og námskeið í bættum starfsanda. Félagið leggur auk þess mikla áherslu á að halda námsstefnur fyrir stjórnendur og hefur á und- anfornum árum fengið til sin marga þekkta og viðurkennda fyrirlesara. Er félagið í samstarfi við þekktar erlendar stofnanir á borð við Berkeley University í Kaliforníu og Management Centre Europe. Á komandi hausti verða margar áhugaverð- ar námstefnur í boði sem m.a. tengjast stjórnun, tölvum, BVA- greiningu og fleiru. Tónlistar- skóli í íþróttahöll Það er trúlega ekki á hverjum degi sem tónlistarskólar opna nýja aðstöðu, hvað þá að slík starfsemi sé sett upp í íþrótta- höll. Þetta er þó raunin með Nýja músíkskólann í Árbæjarhverfinu í Reykjavík. í fyrra kviknaði sú hugmynd að setja skólann upp í ónotuðu plássi í Fylkishöllinni sem er i hverfmu. Var síðan drif- ið í að gera hugmyndina að veru- leika. Nú er búið að gera klárt sérhannað 150 fermetra pláss í íþróttahöllinni. Ráðgert er að kennsla geti hafist 13. september og þar munu íþrótta- og tónlistar- gyðjur stiUa saman strengi sína í framtíðinni. • • • • Gamlingj- ar í keilu Keiluspil er eitthvað sem flest- ir tengja kannski yngra fólki og því ekki víst að þeir sem komnir eru á efri ár átti sig á þessari grein sem ágætum möguleika til dægrarstyttingar og skemmtun- ar, ekki síður en golf. KeiluhöU- in býður t.d. upp á slíka afþrey- ingu og skemmtun fyrir alla ald- urshópa, þó ekki sé þar um eigin- leg námskeiö að ræða. Opið er 12-01 sunnudaga-fimmtudaga og 12-93 fostudaga og laugardaga. Algengt er að hópar eldra og yngra fólks taki sig saman til að keppa í keUu. Hver leikur á daginn með skóm kostar 290 kr., en 360 á kvöldin, en afsláttur veittur ef fleiri leikir eru teknir. X X Ásta Jónsdóttir og Páll Guðmundsson hófu dansnám fyrir 30 árum og sjá ekki eftir því. Óendanlega gaman að dansa - segja hjónin Páll Guðmundsson og Ásta Jónsdóttir sem hófu dansnám fyrir þrjátíu árum Hjónin Páll Guðmundsson og Ásta Jónsdóttir hófu dansnám hjá Heiðari Ástvaldssyni haustið 1970 og hafa iðkað dans sér til ánægju allar götur síðan. „Við fórum í þetta nám í upphafi af því að við höfðum bæði gaman af að dansa. Við fundum flótt að þetta var eitthvað fyrir okkur og svo var barna góður félags- skapur og ofsalega skemmtilegt," segir Ásta. „Þegar við byrjuðum var svaka- lega margt fólk á námskeiðinu, það var fullur salur og fjórir kennarar í hverjum tíma,“ sagði Páll. „Maður var alveg undrandi yfir þessari þátt- töku en nú er þetta öðruvísi, það eru mjög breyttir tímar. Á þessum árum, þegar maður fór út að skemmta sér, þá fór maður til að dansa. Nú eru eiginlega engir dansstaðir til lengur, bara pöbbar, dansgólfin hafa alveg horflð. Ég kann ekki við það, þar situr maður bara og situr og þar er ekkert hægt að dansa. Eini staðurinn sem hægt er að dansa á er Næturgalinn í Kópavogi en hann er samt allt of lít- m.“ „Nú er varla hægt að dansa þá dansa sem við lærum í dansskólan- um nema þá helst á dansæfingum sem haldnar eru í klúbbnum sem starfræktur er innan dansskólans," segir Ásta. „Þessi klúbbur var mjög fjölmennur í upphafi en síðan hefur fækkað smátt og smátt í honum. Þegar við vorum að byrja var aðal- málið að komast í þennan dans- klúbb en maður var ekki gjaldgeng- ur í honum fyrr en maður var bú- inn að vera tvo vetur í dansskólan- um.“ Undir þetta tekur Páll og segir að það komi kannski á milli 30 og 40 manns á þessi dansklúbbsböll í dag, þó talsvert fieira hjónafólk sé í skól- anum. Hann segir að það gangi líka svolítið illa að fá yngra fólkið inn í dansskólana. Dans gegn vímuefnum „Dansinn gefur okkur mikið,“ segir Ásta. „Þetta er bæði andlegt og líkamlegt og dansinn losar um margar tilfinningar. Það veitir manni gleði í sálina og þetta er mik- il líkamleg áreynsla, þetta er íþrótt og frábær líkamsrækt. Ef maður kemur svo inn á aðra þætti þá tel ég dansinn eitt besta ráðið gegn vímu- efnum. Með öðru væri það ódýrasta lausnin í þeim málum sem hægt væri að fmna ef dansinn yrði inn- leiddur í grunnskólana. Börnum er yfirleitt eðlilegt að hreyfa sig og þau fara ung að hreyfa sig í takt við tón- list. Dansinn eykur félagsleg sam- skipti og losar um hömlur. Þetta Mímir-Tómstundaskólinn er orð- inn mjög umsvifamikill i hvers kon- ar námskeiðahaldi fyrir almenning. Boðið er upp á um 500 námskeið af margvíslegum toga á hverju ári. Skólinn rekur öflugt tungumála- nám og ýmiss konar heimilisiðnað- myndi gera mikið fyrir feimna stráka og stelpur ef þetta væri eðli- legur hluti af skólanáminu." Páll segir að á sínum yngri árum hafi það ekki þótt neitt sjálfsagt að strákar væru að dansa. Það hefði þó verið svolitið skritið að sjá alltaf stelpur dansa hver við aðra í skól- anum. Ef dans væri innleiddur í grunnskólana yrði það strax eðlilegt að strákar dönsuðu við stelpur og þá ælust krakkamir upp við það en ekki eins og það er í dag. „Oft getur feimnin orsakað það að strákar og stelpur fmnist þau þurfa að skutla í sig einhverjum viðbjóði tO að öðlast kjark, danskennslan breytir þessu. Það að fara í betri fotin einu sinni í viku og halda utan um konuna sína á dansgólfl það gefur manni mikið.“ Karlmaðurinn ræður „Við erum ekki í dansi til að keppa eða vera eitthvert sýningar- fólk,“ segir Ásta. „Við erum bara að þessu fyrir okkur. í dansinum þjálfast maður líka í því að hlusta á tónlistina og tengja hana dansin- um.“ „Ég hélt nú bara alls ekki lagi,“ segir Páll. „Samt get ég þó náð ar- og fóndumám er mjög viðamik- ið. Um 2000 nemendur stunda nám í skólanum ár hvert og stefna skól- ans er að þar verði hægt að fmna flest þau námskeið sem fólk hefur hug á að sækja. Er það hugsað þannig að ef skólinn býður ekki upp nokkuð góðum takti í dansinum. Þetta er búið að kenna manni. Heið- ar heldur yfir manni alveg þrum- andi skemmtilegar ræður um músík og kennir manni taktinn hvemig á að byrja. Þetta er margt annað en bara að standa úti á gólfi og setja hægri löppina fram fyrir þá vinstri. Svo verð ég að koma því inn að á dansgólfinu ræður karlmaðurinn alltaf," segir Páll og hlær. „Já, þó við vissum að hann væri að gera vitleysu þá máttum við ekki neitt,“ greip Ásta inn í brosandi, en sagði að stundum heföi þó mátt fara samningaleiðina. Dansinn styrkir hjónabandið Ásta sagðist óska þess að ung pör bæm gæfu til að fara saman í dans. Hún segir að þar verði að vera svo náin samskipti og fólk þurfi að vera samstíga. „Ég held að það styrki hvert einasta samband. Mér finnst það sorg- legt að ungt fók skuli ekki fara meira í þetta sér til ánægju og til að njóta lífs- ins. Það væri frábært ef það kæmi aft- ur svona bylgja eins og var fyrir þrjá- tíu árum. Það var hreint ævintýri að fá að taka þátt í þessu. Það er svo óend- anlega gaman að dansa.“ á námskeiðið sjálfur þá verði hægt að selja fólki aðgang að þeim nám- skeiðum frá öðrum aðilum. Hug- myndin er því að skólinn verði með þessu eins konar miðstöð fyrir nám- skeiðahald. Miðstöð fyrir námskeiðahald

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.