Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 Nýtt æfingaform: N.I.A. komið til íslands - sambland ólíkra tjáningar- forma Nýtt æfingaform, N.I.A., er að hefja innreið sína á ís- landi. Það er með innblæstri af jóga, Tai Chi, bardagalist og frjálsum dansi og er lýst sem samruna hugar og lík- ama. N.I.A. er skammstöfun fyrir Neuromuscular In- tegrative Action og var stofnað í USA af Carlosi og Debbi Rosas. Þau unnu með þolfimi á níunda áratugnum en fannst eitthvað vanta í þjálfunina, eins og pláss fyrir sálina og innri einbeitingu með æfingunum. Þau hófu leit sína og æfðu Tai Chi, jóga, bardagalistir og ólíkar danstegundir. Inn í þetta fléttuðu þau þolfimi og smátt og smátt varð N.I.A. til. í dag er N.I.A. 15 ára gamalt en samt í stöðugri þróun og þroskast rétt eins og unglingur. Miðstöð N.I.A. er í Bandaríkjunum þar sem um 400 kennarar nota þetta æfinga- form. í Svíþjóð hafa 30 kennarar lært N.I.A. og þar á meðal Anna Sig- urðardóttir. Hún hefur nú flutt N.I.A. með sér til íslands eftir þriggja ára nám. Anna segir N.I.A. vera mjög fjöl- breytt form þar sem kennslutímarn- ir eru síbreytilegir. Hún segir að all- ir geti stundað N.I.A., engar kröfur séu settar á fólk. „Því minni kröfur sem settar eru þeim mun meiri verður upplifunin þegar hreyfingar og tónlist fá þig til að tjá þær tilfinn- ingar sem bærast með þér,“ segir Anna Sigurðardóttir. „Stíll á náminu" Nám á Netinu Stöðugt fiölgar þeim aðilum sem bjóða upp á þjónustu sína á veraldarvefnum. Námsflokkar Reykjavíkur eru þar á meðal. Hjá þeim er búið að koma upp heimasíðu með upplýsingum um námskeið og fleyra en slóð- in er: http://www.rvk.is/nfr/. Þá er hægt að senda netpóst til Námsflokkanna á nfr@rvk.is og mun þetta vera fyrsti vísir að auknum umsvifum Námsflokkanna á Netinu. Þjónustusfmi 550 5000 N Ý R HEIMUR Á NETINU BÓKIN SEM ALLIR ÞARFNAST Bókin Verðbréf og áhætta er í senn ætluð til fróðleiks og ánægju, hvort heldur er sem uppflettirit eða kennslubók. Þar er að finna upplýsingar um íslenskan og erlendan verð- bréfamarkað, auk skilgreininga og skýringa. __________Yfir 240 blaðsíður með meira en:________ 200 skýringarmyndum 140 útskýringum í orðalista - 40 töflum 40 formúlum Auk þess eru svör við spumingum eins og... hvernig má fá hærri ávöxtun án þess að taka meiri áhættu? hvernig á að lesa og túlka upplýsingar í fjölmiðlum? hvernig er best að ávaxta peninga? í hverju felst ávöxtun hlutabréfa? hvernig er hægt að lækka skattana? VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi, 155 Rcykjavík. Sími 560 8900. Myndsendir: 560-8910.VefFang: www.vib.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.