Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 Skemmtileg fræðsla í fullri alvöru Fræ&sludeild l&ntælcnistofnunar býfeur uppá f jölbreytt úrval námskei&a Hvad getum við gert fyvir þig? 'FræSsla á sviSi stofnunar og reksturs fyrirtækja, starfs- mannastjórnunar, umhverfisst|órnunar og gæSastjórnunar. Starfsnám af ýmsu tagi, bæSi stutt námskeiS og lengra nám. Þróum og setjum saman fræSslu fyrir starfsmenn fyrir- tækja. Reynsla af notkun ByggSabrúarinnar. Samstarf viS atvinnuþróunarfélög og fræSslumiSstöSvar. Líttu á heimasíðuna http//www. iti.is eóa hafðu samband í síma 570 7100 ■ I Iðntæknistofnun FræSsludeild Vít og strít Öflugt samstarf atvinnurekenda og rafiðnaðar- manna - hefur skapað fjölþættan skóla í tölvugreinum Mikiö framboð er um þessar mundir af ýmiss konar tölvu- námskeiðum. Þar er bæði um almennt nám að ræða sem og sérhæfðara nám í ýmsum greinum. Einn þeirra skóla sem bjóða upp á tölvunám á fjölþættum brautum er Rafiðnaðar- skólinn. Hann er rekinn í samstarfi Samtaka atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði og Rafiðnaðarsambands íslands. Skólastjóri Raflðnaðarskólans er Jón Árni Rúnarsson. Hann segir að uppgangur skólans hafi verið með ólíkindum. Starfsemin hófst í 70 fer- metra húsnæði árið 1985, en er nú kominn í 1500 fermetra húsnæði sem þó varla dugir til. Segir Jón Árni að aukningin í umsvifum starfseminnar sé að meðaltali um 25-30% milli ára frá 1992. „Það sem er ánægjulegast," segir Jón Árni, „er að eftir því sem fólk- inu fjölgar í skólanum verður meira áberandi umtalið úti á vinnumark- aðnum um hvað Rafiðnaðarskólinn bjóði upp á fjölbreytt nám fyrir al- menning og sérfræðinga." Jón Árni segir að námskeiðsum- hverfi skólans sé skipt í þrennt. í fyrsta lagi fag- og fagtengd nám- skeið, þá námskeið um viðskipti, rekstur og stjórnun og loks almenn og sértæk tölvunámskeið. „Atvinnulífið í landinu lítur svo á að tölvuiðnaðurinn sé hluti af raf- iðnaðarumhverfinu. Það er ástæðan fyrir því hversu sterkur skólinn er bæði í námskeiðum fyrir sérfræð- inga og einstaklinga." Skólinn er i samstarfi við fjöl- marga aðila varðandi námskeiða- hald,“ segir Jón Ámi. Hann segir jafnframt að nú dugi ekki lengur að bjóða upp á námskeið nema alþjóð- leg viðurkenning og vottun sé á um- hverfinu, aðbúnaði, kennurum og gögnum, þó þau séu þýdd fyrir al- mennu námskeiðin. Alþjóðlegar vott- anir Rafiðnaðarskólinn hefur valið þá leið að fá alþjóðlegar vottanir fyrir skólann til að tryggja gæði starfsins og til að gæta hagsmuna þeirra sem skólann sækja. Sem dæmi er Raf- iðnaðarskólinn svokallaður Microsoft Certified Solution Provider, hann er með kennara sem er viðurkenndur af Microsoft og skólinn býður upp á alþjóðleg próf, svokallað M.O.U.S. og er Authorised Prometric Testing Center. Nýjasta alþjóðavottunin sem skólinn fékk var Autodesk Authorized Training Center. Menntun sam- hliða starfi Jón Árni segir skólann vera með mjög fjölbreytta flóm námskeiða og náms fyrir einstaklinga og sérfræð- inga á tölvusviði. Boðið upp á sér- fræðinám á háskólastigi i tölvu- og kerfisfræðum. Að sögn Jóns Árna varð Rafiðnaðarskólinn fyrstur skóla til að bjóða upp á nám í marg- miðlun fyrir tveim árum. Þannig segir hann að verið sé að þróa eftir- menntun rafiðnaðarmanna yfir í menntun fyrir almenning og sér- fræðinga. Hann segist telja að í framtiðinni vanti frekar mannskap með „praktíska" þekkingu en fræði- lega. Þá er verið að undirbúa fleiri sérfræðinámsbrautir við skólann. Jón Ámi segir að þannig sé verið að flytja framhaldsnámið heim að ein- hverjum hluta. Til að byrja með verður þetta kallað „Nám samhliða starfi“. Þar er hugsunin að nemend- ur í sérfræðinámi geti unnið sam- hliða náminu. „Það er lykillinn að því að menn færi þekkinguna inn í fyrirtækin og þurfi ekki að segja upp til að fara í framhaldsnám," segir Jón Árni. Tæknibreytingar í rafiðnaði „Við njótum góðs af því hversu starfsumhverfi rafiðnaðarmanna er víðfemt," segir Jón Árni. „Stór hluti þeirra fyrirtækja sem era með rafiðn- aðarmenn í vinnu láta okkur um að mennta aðra starfsmenn, t.d. á tölvu- sviði. Nálægðin við tölvufyrirtækin er líka til góðs, en þar starfa margir rafiðnaðarmenn. Mörg þeirra fyrir- tækja sem áður voru með tölvuskóla hafa hætt því og tekið upp samstarf við Rafiðnaðarskólann." Jón Árni Rúnarsson segir að enn megi þó bæta um betur og uppgangi skólans sé síður en svo lokið. Árang- urinn af þvi að taka tölvuiðnaðinn inn í skólann sé aðeins fyrsta skrefið. Markmið skólans sé að skapa sí- menntun fyrir alla, jafnt almenning sem sérfræðinga sem hafa áhuga á að nýta tölvur í leik, fræðslu og starfi. Sálarrannsóknarskólinn: Allt um dulræn málefni Sálarrannsóknarskólinn er skóli fyrir almenning en ekki miðilsefní. Fólk sem vill vita allt um dulræn mál og líkurnar á lífi eftir dauðann," segir Magnús Skarphéðinsson skólastjóri. „Þetta er skóli fyrir þá sem vilja vita hvar framliðnir eru og hvernig hægt er að ná sambandi við þá. Námskeiðin fjalla um hvaða rann- sóknir era gerðar á þessu sviði, hvaða miðilstegundir era til og hvað mikið er almennt að marka þessa hluti. Þá er skoðað hvað mest og best er vitað á hnettinum um þessi mál fordómalaust. Það er farið á miðilsfundi af ólíkum toga. Það er sagt frá hættum í andleg- um málum og hvemig fólk getur hag- nýtt sér þetta. Síðast en ekki síst er sagt frá því hvemig andaheimamir era, hvemig það er aö hrökkva upp af og hvað hinir framliðnu myndu sega um þessi mál sem er reyndar afar margt og merkilegt." - Á hveiju byggja menn slíkar upp- lýsingar? „Á rannsóknum sem gerðar vora á fyrri hluta aldarinnar í Bandaríkjun- um, Bretlandi, Þýskalandi, hér á landi, í Danmörku og víðar. Það era til feiki- lega margar ítarlegar þungavigtar- rannsóknir í þessum málum. Þá er líka byggt á reynslu almennings hér heima og erlendis. í gagnasafni skól- ans eru þegar til yfir 1.200 dulrænar reynslufrásagnir og yfir 400 frásagnir af áifum og huldufólki í álfasögusafn- inu. Reynslan hérlendis og erlendis er lögð til grandvallar því hvaða ályktan- ir megi draga af þessu og nemendum er sýnt inn í þessa ólíku heima.“ - Er mikil aðsókn að skólanum? „Það era 962 nemendur búnir að vera hjá okkur síðustu fimm árin.“ Magnús segir það koma mörgum nemendum á óvart hversu gagnrýnin hugsunin er á námskeiðum skólans. Þar sé alls ekki verið að útskrifa miðla eins og margir halda og námskeiðin séu fyrst og fremst fyrir almenning. Það sé reynt að fræða fólk um þessa hluti fordómalaust og þar eigi fólk saman nokkur skemmtileg kvöld. Vekur forvitni er- lendis Skólinn er einstakur í heiminum, alla vega er ekki vitað um annan slík- an skóla fyrir almenning um dulræn mál og spíritisma. Mikið er hins veg- ar til af nýaldarskólum og heilunar- skólum, sérstaklega i Bandarikjun- um, ásamt miðlaskólum í Bretlandi. Einhvern tímann kemur þó að því að þetta verður eðlilegur hluti af menntakerfinu og peningum veitt til rannsókna á þessu. Þó ég segi nú sjálfur frá þá treysti ég mér alveg að fullyrða að skemmti- legri skóli finnst ekki á landinu, það er mikið hlegið og mikið gaman. Skól- inn er að hálfu leyti rekinn í sjálf- boðavinnu sumra kennara og eldri nemenda. Þá er það okkur kappsmál að hafa skólagjöldin eins lág og hægt er. Við njótum engra opinberra styrkja í þessu galdrafári sem ríkir á Vesturlöndum um dulræn mál. Hing- að hafa komið 28 sjónvarpsstöövar er- lendis frá til að skoða skólann." - Hvað með UFO eða fljúgandi diska? „Það er komið inn á það hvað fljúg- andi diskar og geimverur eru. Það kemur flestum á óvart í skólanum hvað geimverufræðin er stór og merkilegur málaflokkur. Unga fólkið hefur mikinn áhuga á geimverufræð- um,en eldra fólkið lítinn sem engan. Það hefur því glatt smáborgaralegt hjarta mitt að heilaþvottavélar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.