Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 16
Vít og strít MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 Siglingar Siglingaskólinn býður nám- skeið sem gefur réttindi tU að stjórna 30 rúmlesta bátum, svokall- að pungapróf. Síðan er í boði fram- haldsnámskeið sem kaUað er „Haf- siglingar". Þá er einnig boðið upp á þriðja námskeiðið í beinu fram- haldi af hafsiglinganámskeiðinu og er það hugsað fyrir úthafssiglingar þar sem fólk þarf að geta bjargað sér án nútíma siglingatækja þegar hvergi sést tU lands. Eitt til viðbót- ar býður Siglingaskólinn, en það er verklegt siglinganámskeið á sumr- in. Siglingaskólinn er meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla. Þrjátíu rúmlesta námskeiðið stendur í 9 vikur. Kennt er tvö kvöld í viku, fjórar klst í senn, samtals 72 klst. Þetta námskeið kostar 32.000 krónur og innifalið er m.a. smábátanámskeið hjá Slysa- vamaskóla sjómanna. Hafsiglinganámskeiðið er meira stUað inn á skútusiglingar, aukna siglingafræði, meiri veður- fræði, hafstrauma og kennd eru viðbrögð við aðstæðum á hafinu. Námskeiðið tekur 8 vikur og kennt er tvö kvöld í viku, fjóra tíma í senn. Verð á námskeiðinu er kr. 25.000. Úthafssiglinganámskeiðið tek- ur 8 vikur og kostar 25.000 krónur. í lok námskeiðs fá menn fullgilt skírteini, en þá er reiknað með að fólk hafi þá líka hlotið verklega þjálfun. Við framhaldsnámskeiðin er farið eftir alþjóðareglum og gilda þau skírteini því líka erlend- is. Stýrimannaskólinn í Reykja- vík býður líka 30 rúmlesta rétt- indanám á sjávarútvegsbraut. Námskeiðið er mjög ítarlegt og tek- ur 168 klukkustundir. Markmiðið er að nemandinn verði fær um að stjórna með öryggi báti aUt að 30 rúmlestri að stærð sem stýrimaður og eftir að tUskUdum stýrimanns- tíma er náð þá sem skipstjóri, en til þess þarf vikomandi að fara í gegnum eftirfarandi flmm þætti námsefnis: 1. Siglingafræði og sam- líkingar. 2. Siglingareglur og vél- fræði. 3. Siglinga- og fiskleitartæki. 4. Sjóhæfni og veðurfræði. 5. Ör- yggismál og skyndihjálp. Hægt er að taka þetta nám í gegnum bréfa- skóla að því tUskildu að nemendur fái verklega kennslu í siglinga- og fjarskiptatækjum og taki námskeið í Slysavarnaskóla sjómanna. Stýrimannaskólinn í Reykja- vík hefur tekið upp áfangakerfí á tveim námsbrautum, sjávarútvegs- braut og skipstjómarbraut 1., 2., 3. og 4. stig. Sjávarútvegsbrautin gef- ur 30 rúmlesta skipstjórnarréttindi en skipstjórnarbrautin, sem er fjögur stig, veitir rétt til skipstjórn- ar á stærri skip. Fyrsta stig allt að 200 rúmlestum, annað stig á öU fiskiskip, þriðja stig á öU farskip og fjórða stig veitir skipherrarétt- indi á varðskipi. Þjóðbúninga- gerð Heimilisiðnaðarskólinn býður námskeið í þjóöbúningagerö en þegar eru yfir hundrað manns á biðlista. Slíkt námskeið tekur 10 vikur og kostar 20.000 krónur. Heimilisiðnaðarskólinn býður líka upp á balderingarnámskeiö. Baldering er saumuð með gull- þræði og er mjög gömul aðferö sem víða er notuð við kirkjulist. Þessi aðferð er notuð við saum á skrauti á bæði 19. og 20. aldar búningana íslensku. Námskeiðið tekur 10 vik- ur og kostar 16.000 krónur. HeimUisiðnaðarskólinn er með kniplnámskeiö, en knipl er gömul aðferð í blúndugerð sem mikið er notuð í Mið-Evrópu, Bretlandi og Skandinavíu. Knipl er líka notað á íslensku þjóðbúningana. Þetta em 8 vikna námskeið og kostaði í vor 12.800 krónur. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson vill vita hvað orðið hafi um opna skólann. Börn eiga að hafa gaman af skólanum - það vantar kennslu í lífsleikni, segir sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson - vill ekki eingöngu háskólaborgara í uppeldisstörf íslendingar hafa á síðustu árum farið að efast nokkuð um ágæti skólakerfisins hér á landi. Frægar eru niðurstöður könnunar sem sýndu að (slendingar stóðu sumum Asíuþjóð- um að baki í stærðfræði. Þá voru stór orð uppi um að bylta þyrfti skólakerfinu og send var nefnd í austurveg til að kynna sér kennsiuhætti þar um slóðir. Þrátt fyrir alla umræð- una og endurskipulagningu, þá virðist af viðtölum við fjöl- marga námskeiðshaldara að enn sé pottur brotinn. Mönnum ber ekki saman um hvað sé að, en einhverrar óskilgreindrar lagfæringar sé þörf. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm- kirkjuprestur hefur ákveðnar skoðanir á þessum málum og vill umbætur á félagslegum þætti kennslunnar. Þætti sem til þessa hefur mjög verið vanræktur en kennir nemendum á líf- ið og tilveruna. Það vantar kennslu í lífs- leikni „Það hefur verið talsverð um- ræða undanfarin misseri um stöðu skólans á íslandi - sér í lagi stærð- fræðikennslu og menn hafa fyllst einhverjum ásetningi um að bæta úr því. Það hefur einnig verið vakin athygli á kennslu í öllu þvi sem tengist lífsleikni. Bent hefur verið á að þennan þátt vanti talsvert mikið inn í skólakerfið hjá okkur. Inn í þessa umræðu um stærðfræði- kennslu í skólum finnst mér ástæða til að kasta upp þessum þætti, um- ræðunni um lífsleikni. Þá má kannski spyrja sig að þvi hvað skóli þurfi að kenna? Einu sinni heyrði ég fróðan og mikilsmetinn mann tala um það að skóli þyrfti fyrst og fremst að kenna að lesa, skrifa, reikna en ekki síður hvemig við ættum að koma fram hvert við ann- að. Fórnum ekki sumarfríunum Það er alveg sjálfsagt að líta til annarra landa með fyrirmyndir í sambandi við skólastarf, en okkar þjóðfélag er þó á margan hátt sér- stakt. Við höfum öðruvísi skóla með löngum fríum. Ég er ekki viss um að ég sé einn af þeim sem myndu vilja breyta miklu í þeim efnuih. Allavega myndi ég ekki vilja breyta „karakter" skólans á íslandi hvað það varðar að börnin hafi tækifæri til þess að fara í annað en hið venju- bundna skólastarf yfir sumarið. Sumarið er svo dýrmætur tími hjá okkur að við megum til með að nota þaö. Ég hef tekið eftir því bæði í Reykjavík og þar sem ég hef verið úti um land að iþróttahreyfingar og félagasamtök nota vel júnímánuð og ágústmánuð fyrir námskeiðahald barna. Kirkjan í borginni hefur sér- staklega lagt áherslu á þennan mán- uð. Ég held að þetta sé af hinu góða. Það mætti að mínu mati gjarnan skipta árinu upp á þennan hátt og skapa meira frjálsræði fyrir fólk til að hreyfa sig um með bömin á þess- um tíma. Hvað varð um opna skólann? Ég spyr líka eftir því, þegar ég er að ræða og hugsa um skóla, hvað hafi orðiö af þeirri tilraun sem gerð var með opinn skóla? Þá líka hvaða ályktanir menn hafi dregið af því sem gert var, sérstaklega í Foss- vogsskóla og að einhverju leyti í Vesturbæjarskóla og víðar. í þeirri skólaaðferð birtist meiri virðing fyrir einstaklingnum og þroska hans. Það var spilað svolítið meira með langanir, eðlislæga forvitni og athafnaþrá barna. Ég myndi gjarn- an vilja sjá meira af sliku. Sum börn upplifa skólann sem martröð Mér finnst börnum almennt ekki líða of vel í skólum og það er alveg ástæða til að hafa áhyggjur af því. Nú er verið að tala um að lengja skóladaginn. Það gæti hæglega orð- ið erfitt fyrir þá nemendur sem upp- lifa skólann sem martröð. Þó gæti það vissulega lika verið tækifæri til þess að brjóta dagskrána svolítið upp. Við komum samt væntanlega að því að skólastjómendur myndu segja, að til þess vantaði fólk. Ég geri ráð fyrir að skólinn myndi svara öllum slíkum vangaveltum með spumingu um mannskap og peninga sem setja eigi í þetta." - Fáið þið til ykkar þörn og ung- linga sem hafa hreinlega gefist upp og eru komin i vanda út af skóla- stsirfinu? „Já, við fáum það í gegnum fjöl- skylduviðtöl í okkar starfl, en þó fyrst og fremst hvað unglingana varðar. Þá eru bömin ekki lengur auðsveip böm, heldur uppreisnar- gjamir unglingar og búnir sumir hverjir að fá upp í háls af þessu. Við emm líka að fá upplýsingar um böm sem hreinlega sitja af sér skól- ann. Þau hafa búið sér til aðferð til að hverfa inn í sinn eigin hugar- heim i tímum og það sem kennar- inn segir fer því inn um annað eyrað og út um hitt. Þannig sigla þau í gegnum skólann og það er auðvitað jafn óásættanlegt. Börn eiga að hafa gaman af skólanum. Ekki bara há- skólaborgara í uppeldisstörf Ég er samt viss um það að við get- um varla varið peningum okkar bet- ur sem þjóð heldur en að leggja þá í menntun og skóla. Ég er líka viss um það að kennarar þyrftu að fá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.