Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 Víto 33 verulegar kjarabætur. Þó er ég einnig svolítið svartsýnn á það að við fáum einvörðungu úr röðum há- skólaborgara fólk sem nýst getur i skólastarfi. Ég vil mjög gjarnan sjá fólk fá uppeldismenntun á fram- haldsskólastigi, ekki bara á háskóla- stigi, sem það geti komið með inn í skólastarfiö sem aðstoðarmenn kennara. Þetta á við í grunnskólum og reyndar eins í leikskólum. Aukna áherslu á uppeldismennt- un Það er verið að gera of einhæfar kröfur um skólamenntun kennara. Ég vil einnig meta það fólk sem ekki hefur áhuga á slfku námi og slíkum undirbúningi að störfum. Fólk sem vill kannski frekar sækja sína þjálf- un í gegnum starfið sjálft. Ég sé fyr- ir mér í skólanum ábatasamt sam- starf milli háskólamenntaðra kenn- ara og fólks sem þjálfað er í gegnum starf og gegnum nám á framhalds- skólastigi í uppeldisstörfum. Fólk sem kæmi af uppeldisfræðibrautum úr framhaldsskólum, fjölbrautaskól- um eða öðrum slíkum skólum. Þetta Sr. Jakob vill kenna börnum lifsleikni. fólk fengi verkefni í leiðsögn og að- gæslu undir umsjá kennara. Ég held að það væri hægt að bæta eitthvað í skólastarfi einmitt með þessum hætti og mér fmnst nauðsynlegt að gefa gaum að því. Það felst alls ekki í þessu neitt vanmat á menntun kennara og eng- in lítUsviðing á verkefnum þeirra. Heldur er hér bara verið að hugsa út frá tveim kostum. Annars vegar hugmyndinni að teymisvinnu fólks með ólíkan bakgrunn eða aðkomu að verkefninu og hins vegar að opna stærra upptökusvæði á mann- lífsakrinum fyrir kennslu og upp- eldisstörf. Skki bara úr röðum há- skólaborgara." Nýtum reynslu móðurinnar - Telur þú þá hugsanlegt að fólk sem upplifað hefur skólann sem martröð á æskuárum sé hæfara tU að benda á vandamálin en þeir sem runnið hafa lipurlega í gegnum kerfið aUa leið upp í háskóla? „Kannski væri einmitt það fólk sem leiddist í skóla gagnlegt sem leiðbeinendur í skóla. Vegna þess að það hefur fundið á sjálfum sér van- kanta skólans. Þetta er líklega fólk- ið sem ekki fer í háskóla. Það má t.d. vel bera saman ungan ógiftan karlamann sem kemur út úr Kenn- araháskóla og fertuga konu ^em búin er að ala upp þrjú böm. Það má skoða það hvort það er ekki eitt- hvað í reynslu þessarar fertugu konu sem stendur kannski ekki síð- ur með henni í kennslustarfi en nám hins unga. Hann á eftir að læra á samskiptin, hún á eftir að læra á bókina. Leggja verður áherslu á lífs- leikni Áherslan í skólastarfmu þarf æv- inlega að vera mikU á öUu sem teng- ist lífsleikni. Það er veruleg ástæða tU þess að gefa gaum að því varð- andi kennaramenntun að þjálfa kennara í slíku. Ég held að þar geti skólinn notið aðstoðar, bæði íþróttafélaga, tómstundastarfsemi og kirkjulegs starfs. Vegna þess að í slíkum samskiptum, sem em öðru- vísi en gerist í skólastofunni og við- fangsefnin önnur, þjálfast krakkar í nýjum tökum i sambandi við lífs- leikni. Það er síðan verið að fylgja því eftir í gegnum aUt skólastarfið. Af hverju er þetta ekki kennt í skólum? Þetta er spuming um grundvaUar- viðhorf tU lifsins, tU náungans og tU ábyrgðar og réttlætis. Það leiðir hug- ann að því að það er alveg að gufa upp sú tilraun, sem gerð var í efri bekkjum grunnskólans, að kenna sið- fræði. AUt sem varðar það hvernig við komumst af frá degi tU dags í þjóðfélaginu. Það á við stofnanir þjóð- félagsins sem við eigum að sækja tU þess að við fáum þjónustu. Það á við heUbrigðiskerfið, fjármálakerfið, skattayfirvöld, lögreglu og aUa þá sem mæta okkur á einhvem hátt í því sem við köUum daglegt líf. Þetta þarf auðvitað að kenna. Það er engin ástæða tU þess að fólk læri það bara á götunni eða í samskiptum fólks hvemig það á t.d. að tryggja húsið sitt, sjálft sig og hagsmuni sína. Af hverju er þetta ekki kennt í skólum? Af hveiju er ekki kennt eitthvað um tryggingafræði í skólum? Af hverju er ekki kennt eitthvað um það í skóla hvernig maður stendur að því að búa sig undir bameign eða meðgöngu. Hvernig á að taka á því að skíra bam, ganga í hjónaband og jarða mann- eskju? Þetta er utan skólans en hver em rökin fyrir því að setja þetta utan námskrár? í stað þess leggja menn einhverja ofuráherslu á algebru, eða einhverjar sérstakar aðferðir í sam- bandi við stærðfræði eða annað. Það lenda aUir í því að þurfa að jarðsyngja ástvini sína, svo fremi að þeir hafi ekki farið á undan yfir móð- una miklu. Þegar fólk mætir slíkum áföUum, þá skUur það hvorki i sjálfu sér né tUverunni. Það er alveg óþarfi að láta fólk mæta svona löguðu án þess að það sé með einhverjum hætti almennt undirbúið undir það, svo eitthvað sé nefnt. Það er hægt að læra að mæta sorginni Það era margir sem fara Ula út úr sorginni. Lenda í einhverjum fesfinn í sínu tilfinningalífi sem fólk kemst ekki frá og em grafnir í pytti hyldjúprar sorgar eða reiði. Það er vel hægt að segja fólki hvaða viðbrögð það upplifir í svona kringumstæðum. Það er hægt að vekja skUning fólks á því að það þurfi að vinna sig í gegnum svona lagað. Það þarf að kannast við tUfinningar sínar og ræða þær en ekki loka þær inni í skáp eins og eitthvað voðalega hættulegt. Sársaukinn verður aldrei tekinn öðruvísi en að ganga í gegnum hann og upplifa hann. Þá fyrst verður hann bærUegur. Öll kennsla og þjálfun í lífsleikni þarf að sytra niður í gegnum aUt skólakerfið, aUa leið niður í grunn- skólana. Við erum t.d. með böm á sumarnámskeiðum og fömm gjaman með þau upp í kirkjugarð. Þar setjumst við í kringum ein- hvert leiðið og tölum um það að aUir deyi og hvers við megum vona, hvernig okkur geti liðið og hvað við getum gert. Það er hægt að tala um þetta við lítU börn ef það er bara gert á einfaldan hátt. Svo má halda áfram að þróa þetta. Þannig var þetta í gamla daga. Bömin heyrðu marga hluti og tóku eftir ýmsu sem gerðist í kringum þau. Ég held sérstaklega að fram- haldsskólinn í heUd þurfi að taka á öUu því er varðar lífsleikni, heim- Uisrekstur og líf og starf í samfé- laginu. Það þarf að taka á því með formlegum hætti og gera þetta að veigamikiUi námsgrein sem prófað er í rétt eins og öðru. Námskeið af hinu góða Ég minntist hér áður á fólk sem kemur að uppeldisstörfum eftir öðmm leiðum en í gegnum há- skóla. Við sjáum það alls staðar í samfélaginu að fólk er að störfum án þess að hafa hlotið tU þess ein- hverja sérmenntun. Margt af þessu fólki hefur byggst upp í gegnum starf sitt. Sumt af þessu fólki hefur nýtt sér ýmis námskeið sem í boði era, eins og t.d. tungumálum og farið á námskeið í notkun tölva. Það er ástæða tU að gleðjast yfir þvi að boðið skuli upp á slíkt og fólk fái tækifæri tU þess að vera sí- feht að bæta við sig í menntun og þekkingu. Það er líka gaman að sjá fólk, sem kannski er búið að koma upp barnahópnum sínum, taka sig tU við að byggja sig upp. Fólk sem lendir í því að hafa farið i eitthvert starf af einhverri tUvUjun og ekki kunnað við sig þar en vinnur sig út úr því með því að sækja nám- skeið og færir sig yfir á önnur svið. Þá er það ekki bara kunnátta eða aðferðir við hluti, heldur er það mikUsvert líka að fá þjálfun í því að taka almennt afstöðu tU hluta, mæta viðfangsefninu, finna í sjálfum sér og i aðferðafræðinni leiðir tU að komast í gegnum úr- lausnarverkefnin. Ég sé það fyrir mér að fólk muni í vaxandi mæli nota sér svona lagað. Ég legg því áherslu á það að tómstundaskóla- starf verði eflt og gert fjölbreytt- ara.“ - Býður kirkjan upp á nám- skeiðshald? „Kirkjan býður upp á marghátt- uð tækifæri til þess að læra. Bara í kirkjunni sjálfri er reglulegur fyr- irlesfiu: í predikuninni. í flestum söfnuðum er annaðhvort tíma- bundið eða reglulegt fræðslustarf í gangi. Svo er kirkjan með Leik- mannaskólann sem býður upp á fjöldann aUan af námskeiðum á hverjum vetri og hann hefur verið vel sóttur. Það er nám í biblíufræð- um, í andlegri rækt, trúarbragða- fræði, menningu og trú og listum og trú. Þá eru líka í boði námskeið fyrir þá sem vUja vera virkir í safnaðarstarfi. Það er jafnan boðið upp á nám í kirkjusögu svo námstilboðin era mjög mörg,“ sagði Jakob Ágúst Hjálmarsson sem hefur í mörg horn að líta þessa dagana, meðal annars í sam- bandi við endurbyggingu Dóm- kirkjunnar. -HKr. Söngskólann íReykjavík Hverfisgötu 45 pðsthól 121 Reykjavik sími 552 7366 fax 552-5966 Mnntökupróf í Söngskólann í Reykjavík fara fram l.sept. Innritun stendur yfir. Upplýsingar á skrifstofu skólans að Hverfisgötu 45, sími 552 7366, frá kl. 10.00-16.00 daglega. Skólastjóri. Námskeið haustannar hefjast 20. september. Innritun stendur yfir. Námskeið fyrir börn og unglinga 6-16 ára. Byrjenda- og framhaldsnámskeið fyrir, áhugafólk, fagfólk og nemendur á framhaldsskólastigi, undirbúningur fyrir nám á háskólastigi. Teikning, módelteikning, málun, skúlptúr, keramik, grafík og fl. Skrifstofa skólans er opin frá mán. - fim. kl. 14.-17. Hvaða möguleikar gefur námið þér á vinnumarkaði: Sölustjórnun. Innkaupastjórn. Anna og útlitið Sími 587 2270 og 892 8778 MYNDUSTASKOLINN THE REYKJAVÍK SCHOOL OF ART I R E HRINGBRAUT121 Y K J A V I K • 107 REYKJAVÍK • SÍMI 551 1990 Kennsla hefst 15. september Allir aldurshópar frá 4 ára Innritun og upplýsingar í síma 553 8360 frá kl. 15-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.