Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 18
34 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 ■■■■ Náttúran gefur ákveðin skilaboð með útliti. Hvað með þig? Litgreining, fatastíll, fatasamsetning, förðun. Æ\ ÍUí Anna og útlitið, í sími 587 2270 Þ og 892 8778 * Tónmenntaskóli Reykjavíkur Skólinn er nánast fullskipaður skólaárið 1999-2000. Þó er hægt að skrá niður nemendur á biðlista sem hér segir. 1. Nemendur fæddir 1993 í Forskóla I. 2. Nemendur fæddir 1992 í Forskóla II. 3. Nemendur fæddir 1989-1991 (8-10 ára) sem eru teknir beint í hljóðfæranám án undangengins forskólanáms. 4. Nemendur fæddir 1993 og 1994 í Fiðluforskóla. Hægt er að innrita nokkra 8-10 ára nemendur á málmblásturshljóðfæri (trompet, básúnu, horn, baríton og túbu). Innritun þeirra nemenda sem þegar hafa sótt um skólavist er eingöngu dagana 2. og 3. september milli kl. 10 og 18 að Lindargötu 51. Sbr. heimsent bréf. Eldri nemendur sem hafa gleymt að sækja um skólavist fyrir skólaárið 1999-2000 geri svo sem allra fyrst og ekki síðar en föstudaginn 27. ágúst. Skrifstofa skólans að Lindargötu 51 er opin frá kl. 12.30-17. Sími 562 8477. Skólastjóri. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands. Námskeið 1999-2000: Almenn skyndihjálp Tvö námskeið í mánuði fyrir 15 ára og eldri. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Kennd er endurlífgun með blástursaðferð, hjartahnoð, meðferð sára, beinbrota o.fl. Lengd námskeiða: 16 kennslustundir, þrjú kvöld frá 19-23. Sálræn skyndihjálp Námskeiðið er ætlað almenningi, 15 ára og eldri. Á námskeiðinu er farið yfir undirstöðuatriði varðandi áföll, kreppur, sálræna skyndihjálp, sorg, streitu og hvernig við getum best veitt mannlegan stuðning. Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrum, umræðum og hópvinnu. Lengd námskeiða: 8 kennslustundir, tvö kvöld frá 19-23. Barnaslys-, forvarnir og skyndihjálp Námskeiðið er öllum opið. Vakin er athygli á þeim slysum sem algengast er að börn lendi í og hvaða fyrstu hjálp skuli veita. Einnig er fjallað um hvernig hugsanlega megi koma í veg fyrir slík slys. Lengd námskeiða: 8 kennslustundir, tvö kvöld frá 20-23. Barnfóstrunámskeið Námskeiðið er fyrir nemendur fædda 1986-1988. Markmiðið er að þátttakendur fái aukna þekkingu um þörn og umhverfi þeirra og öðlist þannig aukið öryggi við barnagæslu. Lengd námskeiða: 16 kennslustundir, 4 kvöld, frá 18-21. Mars - júní 2000. Móttaka þyrlu á slysstað: Námskeið fyrir fólk er stundar óbyggðaferðir eða dvelur á stöðum þar sem ekki er hægt að koma sjúkrabílum við ef slys verða. Lengd námskeiðs: 6 kennslustundir, eitt kvöld frá kl. 18.30-23. Námskeiðin verða haldin í Fákafeni 11. Upplýsingar og skráning í síma 568 8188 á skrifstofutíma kl. 8-16, mánud. -föstud. 13$^ Vít og strít Hvað viltu læra?... Bandarísk matar- menning Mímir- Tómstundaskólinn mun bjóða námskeið í bandarískri menn- ingu og matargerð. Tekin verður fyrir matargerð vegna þakkargjörðardags- ins og hvað þar liggur að baki. Það er Bandaríkjamaður og íslensk eiginkona hans sem kynna fyrir nemendum þessa hefð og hvemig Bandaríkjamenn matreiða kalkúninn á þakkargjörðar- daginn. Hvernig hefur þú það sjálf - kona? Mímir-Tómstundaskólinn hefur í boði athyglisvert námskeið að sænskri fyrirmynd sem ætlað er konum og heitir Hvernig hefur þú þaó sjálf - kona? Þar er m.a. reynt að kenna kon- um að þekkja sig sjálfar. Þetta er langt og ítarlegt námskeið sem er 38 tímar og tekur 20 vikur. Með bókum og öll- um gögnum kostar slikt námskeið um 24.000 krónur. Rannsóknanám Iðntæknistofnun býður námskeið fyrir fólk sem vill hasla sér völl á nýj- um vettvangi við rannsóknir. Það er jafnt hugsað yrir konur og karla sem þarf á þekkingu að halda vegna vinnu á rannsóknastofnunum, menntastofn- unum og í fyrirtækjum í matvæla- og efnaiðnaði. Ekki er krafist sérstakrar menntunar, en námskeiðin fialla um efnafræði, örverufræði og matvæla- fræði og eru bæði bókleg og verkleg. Þau eru 130 kennslustundir og kennt er tvisvar í viku frá 16.15-19.20 og ann- an hvem laugardag kl. 9-13. Útlitshönnun prent- gripa Iðntæknistofnun býður námskeið í útlitshönnun prentgripa. Námskeiðið er 20 kennslustundir, fimm kennslu- stundir í senn, virka daga kl. 16-20. Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem eru ekki fagmenn í prentiðnaði, en annast minni háttar útgáfu sjálfir og/eða þurfa að hafa samskipti við fag- fólk í prentiðnaði af þeim sökum. Námskeiðið kostar kr. 19.500, en inni- falið í verði eru öll námsgögn ásamt kaffi og meðlæti. Stofnun og rekstur smáfyrirtækja Iðntæknistofnun býður almenn- ingi námskeið í stofnun og rekstri smáfyrirtækja. Þessi námskeið eru mjög vinsæl og snúast um grundvall- aratriði sem varða stofnun fyrirtækis. Þar er m.a. fjallað um sölu- og mark- aðsmál, Qárhagsáætlanir, form fyrir- tækja og skattamál. Þá er áhersla lögð á gerð viðskiptaáætlana. Þetta er kvöld- og helgamámskeið og kosta kr. 25.000. Almennt skrifstofu- nám Viðskipta- og tölvuskólinn býður fólki almennt skrifstofunám. Þátttak- endur þurfa að vera 18 ára eða eldri og hafa lokið grunnskólaprófi. Markaðs- og sölunám Viðskipta- og tölvuskólinn býður markaðs- og tölvumálanámskeið. Skil- yrði er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, verslunarprófi eða sam- bærilegu námi, eða hafi lokið almennu skrifstofunámi skólans. Góð ensku- og tölvukunnátta er nauðsynleg. Skólinn býður lfka svokallað fjár- mála- og rekstamám, þar sem auk áð- umefndra skilyrða er krafist góðrar undirstöðu í stærðfræði. Eins er boðið upp á stjómunar- og viðskiptanám þar sem svipaðs undirbúnings er krafist. Ritaranám Viðskipta- og tölvuskólinn býður sem kallað er Ritari yfirstjórnar. Skil- yrði er að umsækjendur séu orðnir 25 ára eða eldri og hafi a.m.k. tveggja ára starfsreynslu úr viðskiptalífinu og hafi lokið almennu skrifstofunámi. Persónuþjálfun Stjómunarskólinn hefur einka- leyfi á að halda svokölluð Dale Cameg- ie-námskeið hér á landi. Námskeið þessi varða persónulega þjálfun og ieggja áherslu á að hjálpa fólki að skerpa leiðtogahæfileika sína og sam- skiptahæfhi. Það leggur líka áherslu á hagkvæm grundvallaratriði og betri frammistöðu. Sálfræðistöðin hefur haldið nám- skeið um sjálfsþekkingu í 15 ár. Nám- skeiðinu er ætlað að byggja upp sjáifs- traust þátttakenda og auka fæmi þeirra í samskiptum. Námskeiðið er ætlað einstaklingum, en einnig hefur verið boðið að mæta þörfum hópa og vinnustaða. í boði em þrenns konar námskeið í vinnusálfræði. Þar er um að ræða sam- starfsnámskeió - þjónustunámskeiö og stjómunarnámskeió. Sálfræðistöðin býður einstakling- um sálfræðimeðferð og handleiðslu. Auk þess veita sérfræðingar stöðvar- innar ráögjöf. Áhersla er lögð á að trúnaðar sé gætt við alla sem til stöðv- arinnar leita. Þjálfunarsamtökin ITC bjóða nám- skeið í fúndarstjóm, tillöguflutningi, glærugerð og halda nýliðanámskeið, ræðunámskeið, dómaranámskeið og námskeið í gagnlegri gagnrýni. Leið- beinendur em reyndir ITC-félagar sem fá þar þjálfun í að kenna og leiðbeina og þiggja þvi ekki laun fyrir. Þannig er kostnaði við námskeiðin haldið í lág- marki. Gunnjóna Una Guðmundsdótt- ir, forseti landssamtaka ITC, veitir nánari upplýsingar í síma 566 7169 og einnig Guðrún Viggósdóttir, út- breiðslustjóri ITC, í síma 554 0073. Þá er bent á heimasíðu samtakanna http://www.simnet.is/itc Vegsauki þekkingaklúbbur býður fyrirtækjum, stofnunum og einstak- lingum fjölþætta þekkingarþjónustu, með að markmiði að auka árangur og velgengni viðskiptavina sinna. Klúbb- urinn ábyrgist ánægju viðskiptavina sinna fúllkomlega. Ef þeir em ekki formlega ánægðir með þá vöm eða þjónustu sem þeir fá þá greiða þeir ekki fyrir hana. Starfssvið klúbbsins er útgáfa bóka, skýrslna, myndbandanámskeiða og námstefnuhald. Námstefnur í september eru: Grand Hótel Reykjavík 22. septem- ber kl. 9-12. Bestu aðferðir í þjónustu. Þar mun dr. Paul R. Timm, prófessor við Marriot School of Management, flytja fyrirlestur. Þátttökugjald er 12.000 kr. og innifalin er bókin „50 áhrifarík ráð sem bæta þjónustugæði og auka viðskiptatryggð“, aúk vand- aðra námsgagna og kaffiveitinga. Grand Hótel Reykjavík 22. septem- ber kl. 13-16. Hámarksárangur (Success Skills). Dr. Paul R. Timm pró- fessor flytur fyrirlestur um tímastjóm- un, markmiðasetningu, sjálfshvatn- ingu, áukinn árangur og afköst. Þátt- tökugjald er 12.900 kr. og innifalin í því er bókin Vaxandi velgengni, auk námsgagna og kaffiveitinga. Grand Hótel Reykjavík 23. septem- ber kl. 9-12. Árangursrík framkoma og kynningar (Strategic Presenstations). Dr. Sherron Bienveu, prófessor við Emory-háskóla, heldur fyrirlestur. Þátttökugjald er 12.900 kr. og innifaliin era vöndum námstefnugögn og kaffi- veitingar. Grand Hótel Reykjavík 23. septem- ber kl. 13-16. Velgengni og áhrif kvenna í atvinnulífinu. Námstefnan er aðeins opin konum. Fyrirlesari er dr. Sherron Bienveu prófessor. Þátttöku- gjald er 12.900 kr. og innifalin eru vönduð námstefnugögn og kaffiveiting- ar. Námstefnur í október eru: Grand Hótel Reykjavík 14. október (Networking). Rick Endres, frkvstj. The Washington Network, heldur fyr- irlestur um árangursrík samskipti, sköpun viðskiptasambanda og hvemig á að viðhalda þeim og stjóma til aö há- marka árangur og arðsemi. Þátttöku- gjald er 15.900 kr. og innifalið í því em vönduð námstefnugögn og kaffiveiting- ar. Námstefnur í nóvember eru: Hótel Loftleiðir 10. nóvember, salir 1-4, fyrri hluti kl. 8.30-12.30, seinni hluti kl. 13.30-16.30, Intemetið á nýrri öld - markaðssetning, sala og þjónusta á Netinu! Jim Stem, frkvstj. Target Marketing, heldur fyrirlestur. Þátt- tökugjald er 18.900 kr. fyrir fyrri hlut- ann, en báðir saman 29.900 kr.. Inni- falið eru bækurnar World Wide Web Marketing og Customer Service on the Intemet ásamt vönduðum námsgögn- um og kaffiveitingum. Grand Hótel Reykjavík 24. nóvem- ber kl. 9-12. Bestu aðferðir í þjónustu. Dr. Paul R. Timm prófessor heldur fyr- irlestur um áhrifarík ráð og aðferðir til að bæta þjónustuna og auka við- skiptatryggð. Þátttökugjald er 12.900 kr. og innifalið í verði er bókin 50 áhrifarík ráð sem bæta þjónustugæði og auka viðskiptatryggð eftir dr. Timm, vönduð námstefnugögn og kaffiveitingar. Grand Hótel Reykjavík 24. nóvem- ber kl. 13-16. Hámarksárangur (Success Skills). Dr. Paul R. Timm pró- fessor heldur fyrirlestur um tíma- stjómun, markmiðasetningu, sjálfs- hvatningu, aukinn árangur og afköst. Þátttökugjald er 12.900 kr. og innifalin er bókin Vaxandi velgengni, nám- skeiðsgögn og kafflveitingar. Grand Hótel Reykjavík 24. nóvem- ber kl. 9-12. Árangursrík framkoma og kynningar (Strategic Presenstations). Dr. Sherron Bienveu, prófessor við Emory-háskóla, heldur fyrirlestur. Þátttökugjald er 12.900 kr. og innifalin era vönduð námstefnugögn og kaffi- veitingar. Grand Hótel Reykjavík 24. nóvem- ber kl. 13-16. Velgengni og áhrif kvenna í atvinnulífinu. Námstefnan er aðeins opin konum. Fyrirlesari er dr. Sherron Bienveu prófessor. Þátttöku- gjald er 12.900 kr. og innifalin eru vönduð námstefnugögn og kaffiveiting- ar. Nudd Nuddskóli Guðmundar R. Geirdal býður nám í nuddi sem tekur eitt og hálft ár. Hægt er þó að taka styttra námskeið sem tekur eina önn sem stendur frá september til desember. Kennt er fjögur kvöld í viku, aðra hverja helgi og kostar námið í heild 270.000 krónur. Skólinn hefúr verið starffæktur f tíu ár og hefur útskrifað 86 nuddara sem starfa bæði á íslandi, Norðurlöndunum og Bandaríkjunum. kl. 13-17. Virkjun viðskiptasambanda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.