Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 20
36 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 Námskeið Vinnueftirlitsins um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. • Fyrir öryggistrúnaðarmenn, öryggisverði, trúnaðarmenn o.fl. • Um flutning á hættulegum farmi -réttindanámskeið fyrir bílstjóra. • Fyrir verkstjóra og aðrastjórnendur. • Um stjórn og meðferð lyftara og minni vinnuvéla - réttindanámskeið. —► Leitið nánari upplýsinga um námskeiðin hjá Vinnueftirliti ríkisins í síma 567 2500. / VINNUEFTIRLITS RÍKISINS ■rP'xf Bíldshöfða 16-112 Reykjavík, sími 567 2500 - Fax 567 4086. Netfang: vinnueftirlit@ver.is - Heimasíða: www.ver.is VILTU BREYTA TIL ? VILTU BREYTA TIL ? VILTU BREYTA TIL ? VILTU BREYTA TIL ? sc Ua s >ec u. z Ib sc «t œ «t Rafidnadarskólinn býður upp á námskeið í AutoCAD AutoCAD LT UAutodesk Authorlzed Training Center RAFIÐNAÐARSKÓLINN Skeifan 11 b • Sími 568 5010 2 i íii viAiua nniA i iii viAiua nniA i 111 viatua nniA i 111 vuaua nniA Iðntæknistofnun: Vettvangur uppfinn- ingamanna - og öflugur rannsóknar- og hönn- unaraðili fræðsluefnis og námskeiða Iðntæknistofnun á Keldnaholti í Reykjavík er hlutur sem almenn- ingur veltir ef til vill ekki svo mikið fyrir sér. í hugum margra er þetta bara eins og hver önnur stofnun með sérfræðingum sem eru að bauka við einhverja óskilj- anlega hluti á bak við þykka veggi og gardínur, Þegar betur er að gáð er samt ansí margt í starf-. semi Iðntæknistofnunar sem snertir líf okkar á einn eða annan hátt. Eitt af þeim málum sem Iðntæknistofnun sinnir er að hanna námskeið fyrir ýmsar greinar og þar er líka boðið upp á námskeið fyrir almenning. Dæmi eru um að námskeið sem hannað var upphaflega fyrir starfsmenn stofnunarinnar hafi síðan verið boðið almenningi og má þar nefna námskeið í mynd- bandagerð. Jón Jóel Einarsson hjá Iðntækni- stofhun og Þuríður Magnúsdóttir, for- stöðumaður fræðslusviðs, sögðu í samtali við blaðið að stofnunin gerði mikið að því að setja saman nám- skeið fyrir fyrirtæki. Þar er um að ræða námskeið i starfsmannastjórn- un og síðan i gæðastjómun og um- hverfísstjórnun fyrir ýmsar iðngrein- ar. Mörg námskeiða stofnunarinnar eru líka opin hveijum sem er. Hönn- un námskeiða og námskeiðahald er þannig talsverður þáttur í tekju- myndun stofnunarinnar en þein framlög ríkisins til rekstursins hafa farið stöðugt minnkandi og voru á síðasta ári um 23% af rekstrartekjum. Eitt af nýjungum í námskeiðahönn- un stofnunarinnar er t.d. gerð gagna vegna starfs- og fagnáms í stóriðju sem hönnuð er í samvinnu við ísal og Járnblendifélagið á Grundartanga. Gert er ráð fyrir að starfsmenn þurfi að vera með fjögurra ára starfsþjálf- un að þaki til að geta sótt slíkt nám- skeið. Fyrirmyndin að þessu nám- skeiði er sótt til Noregs. Iðntæknistofnun er samt í eðli sínu rannsóknaraðili fyrir hinar ýmsu at- vinnugreinar, þó tekið sé á ýmsum öðrum málum eins og námskeiða- haldinu. í stefnumótun stofnunarinn- ar er t.d. lögð áhersla á þríþætt hlut- verk hennar. Það er að vinna að öfl- ugu rannsókna- og þróunarstarfi, stuðla að nýsköpun með áherslu á þjónustu við frumkvöðla og smáfyrir- tæki og í þriðja lagi að stuðla að auk- inni framleiðni í íslensku atvinnulífi með verkefnum í samstarfi við sam- tök, stofnanir, stjómvöld og fyrir- tæki. Innan stofnunarinnar er m.a. að fmna svokallaða Efnistæknideild. Þar er unnið að rannsóknum og prófun- um. Þar er m.a. um að ræða prófanir á málmum, málmsuðum, plastefnum og öðrum efnum. Það kemur t.d. til kasta starfsmanna þessarar deildar þegar slys verða sem talið er að rekja megi til véla eða þúnaðar. Þar er skorið úr um hvort málmþreyta, suðugalli eða eitthvað annað hafi ver- ið orsök í viðkomandi slysi. Þá er Iðn- tæknistofnun með mjög öfluga mat- vælatæknideild í samvinnu við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og hafa rannsóknir þessara aðila verið sam- einaðar undir einn hatt undir heitinu Matvælarannsóknir á Keldnaholti. Sömu sögu er aö segja af efnagrein- ingum sem nú eru reknar undir heit- inu Efnagreiningar á Keldnaholti. Vettvangur uppfinn- ingamanna Iðntæknistofnun hefur lengi haft meö höndum þjónustu við uppfinn- ingamenn. Á þessu ári var síðan sett í gang ný eining á þessu sviði innan stofnunarinnar sem þer heitið IMPRA. Þar eru frumkvöðlar með áhugaverðar og góðar hugmyndir teknir í fóstur. í fyrsta lagi er þar um að ræða aðstoð í formi húsnæðis og aðstöðu auk faglegrar þjónustu. Þjón- usta við uppfmningamenn er því stöðugt að aukast innan Iðntækni- stofnunar. Þar er þeim hjálpað við að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera þær markaðshæfar. Eitt þeirra atriða sem Iðntækni- stofnun hefur gert til að hvetja upp- finningamenn til dáða er það sem kallað hefur verið „Snjallræði". Þar hafa áhugaverðar hugmyndir verið verðlaunaðar og veittur styrkur til áframhaldandi- þróunar. Út úr því hefur ýmislegt merkilegt komið. Hugmyndir hafa komið fram eftir ýmsum leiðum. Þannig kom t.d. á námskeiði um stofnun og rekstur smáfyrirtækja, sem haldið var á Suð- urnesjum, fram sjómaður og tók upp afurð sem þróuð var á stofnuninni. Þar var um að ræða sápu sem unnin var úr kindamör. Þetta hefur hann nú þróað áfram og framleiðir í dag penslasápu, bílasápu og það sem hef- ur vakið hvað mesta athygli, sápu til að þvo fiskilínu. Hefur sú sápa þótt taka flestu öðru fram við línuþvott og j fullyrða sjómenn aö sápan laði fisk líka að línunni. Sápa þessu er lífræn og mjög umhverfisvæn. Hún er án leysiefna og hefur hönnuðurinn sýnt fram á skaðleysi hennar með þvi að drekka sápuna á kynningum. Fræðsluefni um um- hverfisstjórnun Iðntæknistofnun hefur tekið saman fræðsluefni um umhverfisstjómunar- I kerfi. Gefm hefur verið út sérstök handbók um þessi mál sem heitir Ábyrgð og árangur. Henni er ætlað að auka þekkingu starfsmanna á sviði umhverfismála og ekki síst til að bæta aðgengi smárra fyrirtækja á landsbyggðinni að þekkingu í um- hverfismálum. Bakgrunnur þessa framtaks Iðntæknistofnunar er að menn gera sér æ meiri grein fyrir því að núverandi farmleiðslu- og neyslu- hættir em ekki sjálfbærir. Samtímis hafa menn komist að því að til þess að geta haldflð áfram að stunda við- skipti þurfa fyrirtæki í auknu mæli að fella þætti sem snerta umhverfis- mál inn í meginstefnu sína og áætl- anagerð til lengri tíma. Ekki er síður þörf á slíku efni þar sem íslendingar eru nú með samningum við t.d. Evr- ópulönd beinir aðilar að ýmsum reglugerðum þar sem varða umhverf- ismál. I Konur og upplýsinga- tæknin Iðntæknistofnun hefur líka öflug tengsl við skóla og aðrar stofnanir í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.