Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 21
Jón Jóel Einarsson og Þuríður Magnúsdóttir eru ekki í vafa um gildi Iðntæknistofnunar í íslensku þjóðfélagi, þá ekki síst innlegg stofnunarinnar í fræðslumálum. . DV mynd Hörður gegnum sitt fræðsluefni og nám- skeiðahald. í samstarfi við Kennara- háskólann er Iðntæknistofnun t.d. með tveggja ára verkefni sem lýtur að því hvernig auðvelda megi konum að nýta sér tölvu- og upplýsingatækni. Að þessu verkefni koma einnig Norð- menn og írar. Er þetta gert á grunni rannsókna sem sýnt hafa að konur hagnýti sér tölvutækni minna en karlar. Þá eru konur í dreifbýli enn óvirkari en konur í þéttbýli á þessu sviði. Kennslu- og félagsfræðOegar rannsóknir hafa lika bent tO þess að þetta umhverfi sé ekki sérlega aðlað- andi fyrir konur. Konur séu ekki sér- lega spenntar fyrir tölvum sem tæknOegu fyrirbæri. í þessu verkefni er meiningin að sannreyna þessar kenningar. Mun Landsíminn hafa ákveðið að styrkja verkefnið með öfl- ugum hætti. Fjölþjóðaverkefni í ýmsum greinum Fleiri fjölþjóðleg verkefni má nefna, m.a. Evrópuverkefni sem er fræðsluverkefni á umhverfissviði. Það snýst um að búa tO umhverfis- fuOtrúa fyrir smáfyrirtæki og það sem kaOa má örfyrirtæki. Auk Iðn- tæknistofnunar koma að þessu verk- efni Þjóðverjar, Austurrikismenn og Spánverjar. Iðntæknistofnun vinnur 10<a að því að búa til fræðsluefni um fiskeldi fyr- ir alþjóðlegan markað. Þar er stofn- unin í samstarfi við íra og Hollend- inga. Snýst verkefnið um að búa tO fræðsluefni er varðar álaeldi og bleikjueldi og verður það gefið út á ensku. Þessu verkefni lýkur nú um mánaðamótin. Eins og áður segir eru slík fjölþjóð- leg verkefni fjármögnuð með erlend- um styrkjum að hluta. Gert er ráð fyrir að samsvarandi framlög komi frá þátttökuríkjunum. Þuríður Magn- úsdóttir segir að þar sé oft pottur brotinn hér heima. Afskaplega erfitt geti verið að afla innlendu mótfram- laganna og finnst henni að oft gæti mikOs skilningsleysis á íslandi á gildi slikra rannsókna. Þuríður telur gildi rannsóknarsamstarfs íslendinga og útlendinga þó vera ótvírætt. Slíkt samstarf knúi oft tO aukinnar sam- vinnu stofnana og fyrirtækja hér heima í tengslum við viðkomandi verkefni. Þannig vinni ólíkir sérfræð- ingahópar saman sem að öðru jöfnu myndu annars hafa lítO tengsl sín á miOi. Þá er stofnunin líka í tengslum viö erlenda aðila og má þar nefna for- verkefni varðandi ferðaþjónustu á norðurslóðum. Það er unnið i tengsl- um við Færeyinga, Grænlendinga og íbúa í norðanverðum Noregi. Sótti stofnunin um styrk tO þessa verkefn- is og munu starfsmenn Iðntækni- stofnunar því stýra verkefninu. Áður hefur stofnunin sett í gang verkefni hér innanlands sem tengist vistvænni ferðaþjónustu. Þannig kemur Iön- tæknistofnun inn á hin ýmsu mál sem tengjast á einn eða annan hátt daglegu lífi okkar. í leit að aukinni þekkingu er Iðntæknistofnun því áhugaverð stofnun, ekki síður fyrir almenning en sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum. Að koma skoðun- um á framfæri - alþjóðleg samtök um þjálfun í framkomu og ræðumennsku Öryggi í samskiptum fólks og geta tO að koma skoðunum sínum á framfæri er lykiUinn að vel- gengni fólks í nútíma þjóðfélagi. Þjálfunarsamtökin ITC eru alþjóð- leg og er félag fólks sem vinnur sameiginlega að því að bæta sjálft sig tO árangursríkari samskipta við annað fólk. Þjálfunin fer fram í nokkrum þrepum. Grunnþjálfunin fer fram í 12 deOdum ITC sem starfa á sjö stöðum á landinu; í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Mývatnssveit, á Þórshöfn, EgOs- stöðum, HeUu, Hvolsvelli og Sel- fossi. Halda deUdirnar að jafnaði tveggja klukkustunda fundi tvisvar í mánuði. Lögð er áhersla á að rækta móðurmálið og um leið fer fram þjálfun í framkomu, ræðuflutningi, upplestri, fundar- sköpum, ritun fundargerða, dag- skrárgerð, íjármálum félaga, fund- arstjórn og ráðstefnuhaldi. Eftir grunnþjálfun fer þjálfunin fram í svoköUuðu ráði og er deUd- um skipt upp í tvö ráð. Þar er lögð áhersla á þjálfun í stærri hópum og stjóm stærri funda. Verða slík- ir ráðsfundir haldnir í október og mars. í nóvember verður hins veg- ar haldin námsstefna ITC á Sel- fossi. Þriðja þrep þjálfunarinnar fer síðan fram í starfi með Landstjórn ITC. Þar taka reyndari félagar að sér margþætt stjórnunarstörf. Landsþing er síðan uppskeruhátíð ITC og verður það næst haldið í Hlégarði í Mosfellsbæ í maí á næsta ári. I fjórða þrepi er starfað innan al- þjóðasviðs ITC en alþjóðastjóm er stefnumótandi fyrir starfsemi ITC um aUan heim. í júlí var t.d. hald- ið heimsþing ITC I Kobe í Japan þar sem íslenskir ITC-félagar hittu um 1600 ITC-félaga frá rúmlega 20 löndum. Á vegum fræðslustjóra ITC eru haldin ýmis námskeið, svo sem í fundarstjórn, tiUöguflutningi og glæmgerð. Þá em haldin nýliða- námskeið, ræðunámskeið, dómara- námskeið og námskeið í gagnlegri gagnrýni. 37 Þjálfara og C-reiðkennaranám Holaskola og FT IMámið hefst í janúar árið 2000J Námstími: 6 mánuðir. Inntökuskilyrði: Tamningapróf FT. Nægjanleg reiðfærni. Auk eins eftirtalinna þátta; Búfræðingur. Lágmark 25 ára með mjög mikla reynslu af tamningum, þjálfun, keppni og atvinnurekstri á sviðinu. 6 vikna bóklegt undirbúningsnám og inntökupróf. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Hólaskóla iTr^. HÓLASKÓLI, HÓLUM í HJALTADAL, 551. Sauðárkrókur Sími 453 6300; Fax 453 6301; Veffang: http://www.holar.is. Leiklisi °l talsetíiiíig Sh.V'&hihg á tyrjeíi'ía.jiálnsIiei'S fer frafti é.-lO. SepteMter h.k. kl 10:00-lj:00 I I aí La.uga.rve£i 163, efstu h&t e"8a í sílna. 55O ‘tffOO. a- og fulloríiíishópar. HljóðSETNÍNG Ehf. Laugavegi lé3 / 105 Reylcjavík / Sími 550 4500 Bariia-, uhglihg SIGLINGASKÓLINN Námskeið til 30 tonna réttinda 1. sept.-3.nóv. ★ Kennt er á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 19 - 23, samkvæmt námskrá Menntamálaráðuneytisins. ★ Námskeið til meiraskipshaf- siglinga á skútum (Yachtmaster Offshore) 2. sept.-28 okt.þriðjudaga og miðvikudaga kl. 19-23. ★ Inntökuskilyrði, 30 tonna skipstjórnarpróf ★ Kennt er tvö kvöld í viku eða eitt kvöld og laugardag. Innritun í síma 588 3092 og 898 0599. Netfang: bha@centrum.is Vefsíða: www.centrum.is/siglingaskolinn SIGLINGASKOLINN Meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla. Vatnsholti 8.Kennsla í Austurbugt 3.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.