Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 1999 Vít og strít 39 Hóf tölvunám á áttræðisaldri: Ákaflega skemmtilegt - segir Sigríður Sörensen og telur aldurinn ekki skipta neinu máli Sigríður Sörensen er 75 ára Kópavogsbúi sem tók upp á því í fyrra að skelia sér í tölvuskóla. Sigríður er mjög virk í félagsstarfi í dag, en hvað skyldi hafa fengið hana til að iæra á tölvu? „Þetta kom þannig til að þeir hjá Viðskipta- og tölvuskólanum tóku sig saman á síðasta ári ásamt menntamálaráðuneytinu og þrem bönkum að bjóða öldruðum upp á tölvunámskeið í tilefni af ári aldr- aðra. Ég komst inn í þetta, en það var svo mikill áhugi að þetta fylltist strax.“ Námskeiðið sem hún talar um var tilraunaverkefni sem sett var saman af Hróbjarti Árnasyni og er nú að þróast upp í föst námskeið. „Þetta var ekki mikið átak fyrir mig að fara á þetta námskeið. Þegar ég hætti sjötug að vinna starfaði ég sem gjaldkeri og þá var búið að tölvuvæða fyrirtækið. Ég var því búin að vera með puttana á lykla- borðinu þótt það væri allt staðlað og öðruvísi. - Hvernig var svo námið? „Það var ákaflega skemmtilegt og alveg frábært að standa í þessu. Að maður tali nú ekki um hvað var skemmtilega staðið að þessu. Það voru yfir tuttugu manns í tveim bekkjum sem byrjuðu í þessari til- raun. Það var kennt þrisvar í viku og ég haföi mikið gagn af þessu. Ég ætla mér að nýta þetta meira, en ég á bara svo óskaplega annríkt. Nú þegar haustar er ég samt ákveðin í þvi að rifja þetta allt upp og bæta við mig,“ sagði Sigriður sem m.a. er búin að fara í þrjár langar hesta- ferðir í sumar. - Getur eldra fólk nýtt sér tölvur til gagns? „Já, ég er í kór og þarf að skrifa ýmislegt í sambandi við það, útbúa lista og annað. Þá er þetta stórsnið- ugt. Þó á ég eftir að komast betur inn í Excel-forritið, því ég er með útreikninga á ýmsu, sérstaklega í sambandi við hestaferðir. Þar stend ég fyrir einni ferð á hverju sumri. Aldurinn hefur því ekkert að segja hjá mér. Ég fékk gamla tölvu, sem þó er vel nothæf, og hún er með prentara." - Myndir þú ráðleggja öðru full- orðnu fólki að prófa þetta? „Alveg hiklaust. Það er ekkert að óttast, maður eyðileggur ekki neitt þó hlutirnir komi ekki réft út úr tölvunni. Ég held einmitt að hræðsl- an við tölvurnar sé það sem heldur helst aftur af fólki við að prófa þetta. Mér fannst þetta bara vera svipað og að sitja við reiknivél og ritvél eins og ég var vön í mínu starfi. Þama er bara um að ræða takkaborð og svo sér maður það sem maður gerir á skjá fyrir framan sig.“ - Hefur þú kynnt þér Internetið eitthvað? „Já, ég kynntist því á námskeið- inu hjá Hróbjarti, en ég hef ekki beint áhuga á því. Ég held að ég myndi sitja of mikið yfir því og það taka of mikinn tíma og trufla áhuga- starf mitt í sambandi við hrossin." - Þú mælir þá með því að aldrað- ir sæki slík námskeið? „Já, þetta er hið besta mál. Sér- staklega fyrir fólk sem hefur mikla innisetu. Það þarf ekki annað en fá leiðbeiningar í ensku orðunum á meðan ekki er búið að íslenska þetta og þá kemur þetta alveg eins og skot. Ég tala nú ekki um gagnið fyrir þá sem eru að semja eitthvað. Fólk gleymir sér gjaman viö tölv- una þegar það byrjar á þessu og þá leiðist því ekki á meðan. Svo kemur þetta sér líka vel fyrir þá sem hafa áhuga á ættfræðinni, en það er auð- velt að sökkva sér niður í slíkt með 'tölvunni," segir Sigríður Sörensen. -HKr. [AutoCAO 2 [AutoCAD 2< [AuíoCAD 2 [AutoCAI Grunni fNI\f f i O SnCRTILL Sigriður Sörensen mælir hiklaust með því að eldra fólk kynni sér tölvur. Hliðasmiln 14 ] J^ 2f)C) Kópavotiui Siw 554 0570 ] fll: 554 0571 ] J] www.snertill.isj J^ yim1ill@sm«1)l).(s ] Bókhald 1 Grunnnámskeið Námskeiðið hefst 14. sept. og stendur til 17. nóv. Kennt er mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17:00-20:00. Námskeiðið kostar kr. 84.000,- Hvað er kennt? Dagbókarfærslur Laun Launaútreikningar, skilagreinar, og launafærslur. Virðisaukaskattur Útreikningur á virðisaukaskatti og meðferð hans í bókhaldi. Afskriftir Afskriftir samkvæmt íslenskum skattalögum. Lokafærslur Útreikningur kostnaðarverðs seldra vara o.fl. Bókhald 2 Framhaldsnámskeið Námskeiðið hefst 14. sept. og stendur til 18. nóv. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 17:00-20:00 Námsskeiðið kostar kr. 84.000,- Hvað er kennt? Tölvubókhald Tölvunotkun í bókhaldi. Dagbókarfærslur í bókhaldsforriti. Laun Meðferð launaútreikninga í tölvubókhaldi. Bókhaldslög / Tekju- og eignaskattur Útreikningar og færslur þeirra í bókhaldi. Uppgjörsvinna Milliuppgjör og ársuppgjör. Afskriftir og afstemmingar. Gerð ársreikninga VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Faxafeni 10 ■ Framtíðin • 108 Reykjavík Sími 588 5810 • Bréfasími 588 5822 framtid@vt.is • www.wt.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.