Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 41 4 Vít og strít Helgi Jóhannesson hefur stundað karate í átján ár. Vinsæl sjáIfsvarnaríþrótt: Þúsund manns í karate - slagsmálahundar gefast fljótt upp á æfingunum Karate er sjálfsvarnaríþrótt sem stunduð hefur verið víða um heim við miklar vinsældir undanfarna áratugi. ísland er þar engin undantekning og nýtur karate stöðugt vaxandi vin- sæla að sögn Helga Jóhannessonar, formanns Karatefélags- ins Þórshamars í Reykjavík. Hann segir að opinberar tölur segi að um eitt þúsund manns leggi stund á karate að stað- aldri hér á landi. „í okkar félagi erum við með átta kennara og starfað er í byrjenda- hópum og framhaldshópum. Það eru allt frá fimm ára börnum sem koma til okkar að æfa og upp í sex- tuga menn,“ segir Helgi. „Það er boðið upp á stutt byrjendanámskeið sem taka þrjá mánuði og ef fólk vill síðan halda áfram fer það í fram- haldshópa. Ég er búinn að stunda þetta frá fjórtán ára aldri, eða í átján ár, en samt er ég rétt að byrja. Sumir nota karate sem hreina lík- amsrækt en aðrir kannski sem keppnisíþrótt. Það er misjafnt eftir hverju fólk er að sækjast en við reynum að verða við óskum þess. Karateþjálfunin er byggð á þrepum sem einkennd eru með níu lituðum beltum, einn litur fyrir hvert þrep, sem líka er kallað Dan, og svart fyr- ir tiunda þrepið. Fyrsti Dan ber þannig gult belti, en meistaragráð- an, sem er 10. Dan, er með svart belti. Hér á landi er enginn með svart belti en einn er með 4. Dan og þrír einstaklingar eru með 3. Dan.“ Fyrst og fremst sjálfsvarnaríþrótt Það liggja því mörg ár og mikil þjálfun að baki svörtu belti. Helgi segir að æft sé allt árið um kring og í sumar voru t.d. 50 manns við æf- ingar hjá Þórshamri. Hann segir að karate sé sjálfsvarnaríþrótt sem byggist á mikilli ögun. Lögð sé mik- il áhersla á þaö að besta vömin sé alltaf að labba í burtu frá slagsmál- um. Það sé engin skömm að slíku, en karate beiti menn aðeins í neyð. : - Fá karatefélögin þá ekki til sín slagsmálahunda sem vilja læra að berja mann og annan? „Auðvitað fáum við til okkar slíka einstaklinga. Þeir sem era með þannig hugarfar hætta þó fljótt, því þeim er ekki kennd nein flókin bardagatækni til að byrja með. í fyrstu er aðeins byggður upp grann- ur sem síðan er byggt ofan á. Þá felst þetta líka í að breyta hugsunar- hætti fólks auk þess sem menn fá góða útrás fyrir tilfinningar og fara heim afslappaðir og góðir. Þeir sem ef til vill hafa komið inn í upphafi með rangt hugarfar breytast þegar haldið er lengra og era í framhald- inu bara ánægðir meö lífið og tilver- una.“ Helgi segir karate oft geta komið í stað annarra íþrótta. Margir hafi komið í þessa grein úr öðrum íþróttum og líkamsræktarstöðvum. Þá era sumir sem æfa karate sem keppnisíþrótt af mikilli alvöra. Námsflokkar Hafnarfjarðar: Náið samstarf við skólana í bænum Nú í haust verður tekið upp náið samstarf á milli Náms- flokka Hafnarfjarðar og Flens- borgarskóla og Iðnskólans í Hafnarfirði. Þar er gert ráð fyrir að boðið verði upp á sameigin- lega hluti sem hafi í för með sér aukið framboð fyrir nem- endur og hinn almenna borg- ara. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem slíkt er reynt og verður þetta samstarf kynnt úánar í sérstökum bæklingi. Námsflokkar Hafnarfjarð- ar bjóða upp á mikinn fjölda nám- skeiða í ólíklegustu greinum. Þar má nefna stuðningskennslu í hefð- bundnum greinum, eins og stærð- fræði, ensku, dönsku og íslensku, og námskeið í kinverskri hreyfilist. Saumaskapur, fluguköst, smíðar og matargerð era þar líka á lista og má t.d. nefna að i vor var góð aðsókn að námskeiði í ítalskri matargerð og matarmenningu. Þar var lögð áhersla einfalda, ódýra og holla ítalska matargerð með pasta, græn- meti og saltfiski. Vegna mikillcir eft- irspumar verður aftur boðið upp á slíkt námskeið nú í haust. Þá er ver- ið að skoða möguleika á fleiri nýj- ungum á þessu sviði og áhugi er fyr- ir að reyna að koma á fót námskeiði í grískri matargerð. www.visir.is NÝR HEIMUR Á NETINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.