Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 \ 44 Dönskuskólinn Skeifunni 7 í Dönskuskólanum, Skeifunni 7, hefst kennsla á ný 15. september og verður þar áfram kennd danska fyrir alla aldurshópa, bæði byrjendur og þá sem vilja læra meira. Fyrir fullorðna fer kennslan fram í litlum samtalshópum, þar sem aukinn orðaforði og hagnýt málnotkun er þjálfuð markvisst, ýmist einu sinni eða tvisvar í viku. Þessi námskeið henta vel þeim sem eru þátttakendur í hvers konar norrænum samskiptum og þurfa að geta tjáð sig á dönsku og skilið aðra Norðurlandabúa. Bókmenntanámskeið verður einu sinni í viku og einnig er boðið upp á hádegistíma fyrir þá sem vilja nýta sér matartímann í „snarl og dönsku“.Sérstök barnanámskeið verða haldin fyrir börn sem tala dönsku og einnig þau sem ekki eru byrjuð að læra tungumálið. Fyrir þá unglinga sem vilja bæta sig í málfræði og orðaforða eru sérsniðin námskeið. Innritun er þegar hafin í síma 510 0902 og einnig eru veittar upplýsingar í sfma 567 6794. ^ Auður Leifsdóttir er cand. mag. og hefur > að baki margra ára reynslu í dönskukennslu við m.a. Námsflokka Reykjavíkur, Háskóla íslands, Kennaraháskóla íslands og hefur síðastliðin 5 ár rekið Dönskuskólann. . > ) Leirmótun í Leirkrúsinni V Hér finnur þú sköpunarþörfinni brúsm farveg og lasrir að móta nytsama og persónulega muni í skemmtilegum og örvandi félagsskap. ! Nú eru að hefjast ný námskeið í leirmótun. Þið getið valið um morgun-, síðdegis-, kvöldtíma og helgartíma. • Handmótun -fyrir byrjendur og framhald • Mótun á rennibekk • Sérsniðin námskeið fyrir myndmenntakennara og starfsfólk leikskóla • Opin verkstasði (Opið verkstasði er vettvangur til að vinna áfram að námskeiði loknu.) Kennararnir: Asdís Guðjónsdóttir Harpa Sigurðardóttir Hulda Sóllilja Aradóttir Steinunn Helgadóttir munu taka afar vel á móti ykkur og leiðbeina ykkur inn í heim sköpunarinnar. Leirkrúsin kynnir starfsemi sína ÍVerslunarskóla Islands á Degi símenntunar, 2b. ágúst. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 561 4494 milli kl. 12 og 17 Leirkrúsin, Brautarholti 16, Reykjavík Sími 561 4494 • Bréfsími 561 4496 • Netfang:leirkrus<ð>centrum.is \ \ \ Námskeið í haust Janet Bauer, leiðbeinandi jrá Duncan í Bandaríkjunum heldur byrjenda- og jramhaldsnámskeið í byrjun september. Keramikmálun ogglerjun Trémálun Dúkkugerð Utsaums - og quilttakni á Husqvarna tölvusaumavélar. Silkimálun Grœnlenskur perlusaumur Haustkrans með fuglahúsi Lítið við ogfáið námskeiðsdagskrá Mörkinni 1 / Sími 588 95 05 Vít og strít íþrótt sem heltekur fólk: Skvass vekurí manni villidýrið - það er eitthvað mjög frumstætt sem kviknar innra með manni, segir Davíð Davíðsson Skvass er ekki ýkja gömul íþróttagrein hér á landi. Hún er ættuð frá Harrow í London en deilt er um hvort skvass hafi orðið til í drengjaskóla eða skulda- fangelsi. Reynt var á sínum tíma að íslenska heitið á þessu fyrirbæri og virtist mönnum þá liggja beinast við að kalla það veggjatenn- is. Ekki náði skvassið þó að öðlast það nafn, því banda- rískt afbrygði af þessari grein, „racket Ball", var eignað það heiti. Reyndar eiga þessar tvær greinar sér sameiginlega forföður, kings Rackets, sem mun vera breskt fyrirbæri. Bandaríkja- menn breyttu leiknum samt í þá veru að hafa boitann stærri og styttri spaða, en það afbrygði mun vera mjög á undanhaldi, einnig vestan- hafs. Skvass er samt ekki ólíkt því aö veggur væri settur niður á miðjan tennisvöll þar sem spilað er í tví- menning. í stað andstæðinganna á hinum vaUarhelmingnum, kemur veggurinn og tvímenningarnir leika þannig hvor gegn öðrum. Flutti í skvasssal- inn Davíð Davíðsson er einn þeirra sem af tilviljun datt inn í þessa grein 27 ára að aldri í Veggsporti i Reykjavík. Hann er nú 41 árs og hef- ur aðeins dregið úr ákafanum í Skvassinu. „Ég var dreginn inn í sal tU að prófa þetta. Það var síðan ekk- ert með það að ég flutti bara inn til þeirra og bjó eiginlega hjá þeim í nokkur ár. Ég átti heima nánast í næsta húsi svo það var stutt að fara. Þetta er bara svona, þetta bókstaf- lega heltekur menn, það vekur í manni vUlidýrið. Eitthvað frum- stætt... Ég hef verið að fylgjast með öðr- um i þessu og það er gaman að sjá hvemig menn verða undarlegir tU augnanna þegar þeir spila og þetta verður að áráttu hjá þeim sem byrja í þessu. Skvass er mjög krefjandi og líkt skák að mörgu leyti. Maður þarf að sjá út hvað andstæðingurinn ætlar að gera, helst tvo leiki fram í tím- ann. Það er spilað á litlum fleti og maður er einn í salnum með and- stæðingnum. Maður fmnur lyktina af honum og spennuna í loftinu. Það er eitthvað mjög frumstætt sem kviknar innra með manni. Þetta er nákvæmlega eins og að vera kom- inn djúpt inn í frumskóginn, þar sem spurningin er að lifa af. Þetta grípur mann því mjög sterkt. - Verða þá ekki árekstrar og slys i hita leiksins? Það gerist, en samt fáránlega sjaldan. Ég held ég hafi t.d. fengið spaða einu sinni í andlitið á öUum þessum árum. Það er það líklegasta sem getur gerst því menn sveifla honum í kringum sig. Menn eru því ekkert að þeyta spaðanum hvorir í aðra í hita leiksins, svoleiðis fram- koma hefur aldrei verið vandamál hjá okkur. Menn hafa stundum orð- ið orðljótir, urrað og það hefur sést tU manns sparka í ruslafötur. Menn fá hins vegar svo mikla útrás við að berjast við boltann og það er yfír- leitt nóg fyrir menn. Ef maður er í þokkalegu formi og spUar við and- stæðing á svipuðu plani, þá er mað- ur alveg búinn eftir leikinn. Þá er ekkert annað að gera en að fara heim að sofa. Helsjúkum skvassleikurum fer fækkandi Þeir sem stunduðu þetta í upphafi voru svona helsjúkir eins og ég. Þessi áráttuhópur hefur þó minnk- að finnst mér á síðari árum, það er komin mun meiri breidd i greinina. Það er meira um að fólk skreppi í þetta tvisvar í viku, bara til afþrey- ingar. Ég var t.d. einmitt að tala við vinnufélaga minn sem mætti í fyrsta skiptið í gær og hann varð al- veg heiUaður af þessu. Það var gam- an að heyra hann lýsa því hvað hann hafði upplifað þama i salnum, en þetta er maður um fimmtugt. Það er engin spurning að skvass er iþrótt fyrir aUa aldurshópa. Sið- ast í fyrra sá ég t.d. Þorstein flug- kappa og Úlfar Þórðarson augn- lækni vera að spUa, en báðir eru þeir um áttrætt og þetta var ekkert mál. Það gildir þó í þessu, eins og öðru, að það er betra að hafa ein- hvern hreyfanleika. Þá er minni hætta á að menn meiði sig ekki. Það eru þrjár tegundir af boltum sem notaðar eru í þessu, allir mis- þungir. Ef maður hittir t.d. sjaldan og hleypur lítið, þá fær maður bara mun léttari bolta sem hoppar meira. Þannig geta menn stjórnað hraðan- um í leiknum. Kosturinn við þetta er svo auðvitað sá að þetta er innií- þrótt sem maður getur stundað all- an veturinn óháður íslenska rokinu, skafrenningnum og biðröðunum í Bláfjöllunum. Þarna eru engar biðraðir. Maður pantar tíma með einhverra daga fyrirvara og getur verið með áskrift eins og ég. Svo er líka svo mikið líf orðið á staðnum þó maður sé ekki að hamast í þessu. Þeir tóku inn körfu og aerobic og ég veit ekki hvað er ekki þarna. Skvassið er fyrir alla Skvassið er því ekki eins alvar- legt nú og var þegar ég var að byrja. Þá var maður að keppa upp á líf og dauða. Þetta var virkilega alvarlegt mál og maður fékk martröð á nótt- unni af spennunni. Það er stærri hópur í dag sem ekki er viðstöðu- laust í salnum. Samt er mjög gaman að sjá fólk sem greinilega er litið í sportinu spila skvass. Það fær greinilega heilmikið út úr þessu. Þetta er heilmikið sprell og mikil áskorun. Það er því ekki spurning að ég mæli með því við hvern sem er að prófa þessa íþrótt. Það eru lika margir tilbúnir að leiðbeina og and- rúmsloftið í kringum þetta er mjög þægilegt og afslappandi. Þetta er líka jafn hentugt fyrir konur. Það er hægt að velja sér bolta og spaða bara eftir því hvað hentar hverjum og einum. Það háði okkur svolítið fyrstu árin að vera þá algjörir nýliðar og flestir komnir yfir toppaldurinn í þessu. Það fór því töluverð vinna í það fyrstu árin að fá krakka og ung- linga inn í þetta og leggja rækt við þá. Það hafa þó orðið mikil affoll i þessu, það er svo margt sem glepur. Fótboltinn tekur mikið og margt annað líka. Blakið er svo mitt vinnusport. Það er nú meira til að vera með. Svo hjóla ég og fer líka á fjöll, allt eftir því hvort maður er latur eða í stuði,“ sagði Davíð Davíðsson. Davíð Davíðsson varð bókstaflega heltekinn af skvassinu og bjó nánast í saln- um í mörg ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.