Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 Fréttir sandkorn Alvarlega vegiö aö Kaupþingi vegna viöskipta með hlutabréf í FBA: Kennitölubrask - og afleiðingar þess, segir reyndur Qármálamaöur og fagnar skarpari reglum Spurningar hafa vaknað um hvort tilefni sé til opinberrar rannsóknar á viðskiptum Kaupþings með hlutabréf í FBA. Yfirlýsingar Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra um að viðskipti Kaup- þings með hlutabréf í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins, FBA, fyrir hönd umbjóðenda sinna jöðruðu við siðleysi og jafhvel lögbrot hafa komið umræð- unni um sölu á meirihlutaeign ríkisins í FBA í nýjan farveg. Menn í verðbréfaviðskiptum sem DV hefur rætt við eru sammála um að með orðum forsætisráðherra hafi ver- ið vegið alvarlega að Kaupþingi sem megi ekki við því, frekar en önnur slík fyrirtæki, að traust þess og trúnaður gagnvart viðskiptavinum sé dreginn i efa. Sagði Davíð að hann teldi það sið- laust og jatnvel löglaust ef Kaupþing hefði keypt hlutabréf í FBA í nafhi að- ila sem hefðu falið fyrirtækinu íjár- vörslu með almennu umboði og siðan látið sömu aðOa selja sjálfu sér bréfin svo að fyrirtækið gæti hirt meginhluta þess hagnaðar sem það hefði talið sig sjá fram á að yrði vegna verðhækkun- ar bréfanna. Og það án vitundar við- skiptavina þess. Með öðrum orðum: Kennitala viðskiptavina var notuð til kaupa og sölu hlutabréfa í FBA án vit- undar þeirra og fyrirtækið stórgræddi á gengishækkunum í FBA. Sala á meirihluta ríkisins í FBA komst fyrst í uppnám þegar Orca AS keypti 26% hlut Scandinavian Hold- ings AS, eignarhaldsfélags Kaupþings og sparisjóðanna, í FBA fyrr í þessum mánuði. t kjölfarið viðraði Davíð þann möguleika að selja bæri 51%, hlut rík- isins í FBA í einu lagi. Yfirlýst stefna ríkisstjómarinnar um dreifða eignar- aðild að bankanum hefði verið eyðilögð og úr því sem komið væri fengist meira fyrir hlut ríkisins í einu lagi en í dreifðri sölu. Síðan beindust spjótin að Kaupþingi eins og kunnugt er af fréttum. Ekki verðbréfaviðskipti Þegar 49% hlutabréfa í FBA voru boðin til sölu í fyrrahaust var það jafn- framt umfangsmesta einkavæðing sem fram hafði farið á tslandi. Nafnverð bréfanna var 3.332 milljónir króna og sölugengið 1,4. Mikil viðskipti voru með kennitölur fólks í þessu útboði og tóku flest verðbréfafyrirtækin þátt í kapphlaupi um þær. fVrstu dagana eft- ir að FBA var skráð á Verðbréfaþingi, í lok nóvember, fór gengið í 1,85. Gengi bréfa í FBA varð hæst um 2,9 í sumar en var 2,6 í gær. En hagnaðarhorfur FBA em hins vegar góðar og búist við að gengið eigi eftir að hækka. Fjármálamaður sem DV ræddi við sagði að nú sypu menn seyðið af kennitölubraskinu í tyrravetur. Fyrir- tæki sem vildu standa vörð um virð- ingu sina og traust tækju ekki ekki þátt í viðskiptaaðferðum sem væra bannaðar I Bret- landi og víðar, þ.e. kennitöluviðskipt- um í gegn um þriðja aðila sem annars kæmi ekkert við sögu. Breytti engu um þá afstöðu þótt allt varðandi slík viðskipti væri uppi á borðinu. “Þetta era einfaldlega ekki verð- bréfaviðskipti," sagði reyndur fjár- málamaður við DV og tók í sama streng og hinn. í þessu sambandi er forvitnilegt er að skoða almenna afstöðu til gagnrýni forsætisráðherra á Kaupþing. í at- kvæðagreiðslu á Viðskiptavefnum á Vísir.is segja 9 af hverjum 10 að gagn- rýni Davíðs sé réttmæt? Er þá miðað við tölur frá í gærkvöld. Flest fjármála- fýrirtækin bjóða upp á svokallaða fiár- vörslu. Sú þjónusta er einkum fyrir fiársterka aðila sem hafa hið minnsta nokkrar milljónir milli handanna. Þessi þjónusta, sem Eignastýring Kaupþings annast í umræddu tÚfelli, gengur þannig fyrir sig að fjármálafyr- irtæki fá umboð einstaklinga til að stunda viðskipti í þeirra nafni. Við- skiptavinir móta fiárfestingastefnu í samráði við ráð- gjafa. Eignastýr- ingarsvið fyrir- tækjanna annast síðan eignastýring- una. í samtölum við fiárfestingaráð- gjafa kom fram að aldrei era gerðar róttækar breyting- ar á eignasafni einstaklinga nema með fúllu samráði við viðskiptavini. Gerðir era skriflegir samningar milli fyrn- tækisins og umbjóðanda þess um fiár- vörsluna en afar misjafnt er hins veg- ar hve vel viðkomandi vill fylgjast með gangi mála. Uppnám á mörkuðum þings, segir að viðskipti Kaupþings fyrir hönd fiárvörsluþega hafi numið um einu prósenti af heildarhlutafé FBA, um 64 milljónum króna, og hafi verið ótengd breytingum á eignarhaldi í bankanum. Fullyrðingar um að Eignastýring Kaupþings hafi bragðist umboðsskyldu væra ósannar. Varðandi sölu FBA-bréfa úr vörslu- sjóðunum, vitnar Sigurður til upp- náms á fiármagnsmörkuðum heimsins þegar salan fór fram og þess mats starfsfólks Eignastýringar að hags- munum margra eignasafha hefði verið betur borgið með þvi að selja hluta þeirra bréfa sem keypt höfðu verið í FBA. Stefna Kaupþings og sparisjóðanna var að ná bankanum til sín og fyrir áramót hafði Kaupþing eignast ríflega fiórðungshlut í FBA, hlut sem reyndar var seldur Orca SA á dögunum. Hreinn Loftsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, segir á Vísi.is í gær að hvergi hafi komið fram að sparisjóðimir og Kaup- þing hafi fallið frá stefhu sinni að ko- mat yfir FBA. “Því verður að líta svo á, að þau áform séu enn uppi og að sparisjóðim- ir og Kaupþing muni vinna að því markmiði með eigendum Orca SA. Þessi þróun hlýtur að leiða til þess að ríkisstjómin endurskoði áform sín um sölu 51% hlutafiáreignar ríkissjóðs í FBA,“ segir Hreinn. Spurningar hafa vaknað um hvort tOefni sé til opinberrar rannsóknar á viðskiptum Kaupþings með hlutabréf í FBA fyrir hönd umbjóðenda sinna. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra sagði í DV í gær að það væri Fjármála- eftirlitsins að taka slíka hluti til skoð- unar og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður sagði eðlilegt að einhver sem teldi sig vera hlunnfarinn vegna þessara viðskipta mundi óska eftir rannsókn á þeim. En kallar þessi uppákoma á endur- skoðun laga og reglna um fiárvörslu fyrirtækja fyrir einstaklinga? Viðmælendur DV sögðu að slíkt ætti auðvitað að vera óþarfi en í ljósi ofan- greinds væri kærkomið ef löggjafmn vildi skerpa á reglunum. Slíkt væri einungis fagnaðarefni og mundi, ef eitthvað væri, ýta fekar imdir traust almennings á fiármálafyrirtækjum. Sigurður Einarsson, fostjóri Kaup- Pólitísk þrengsli yÆnf1 Frétlaljós Haukur Lárus Hauksson Þverpólitísk sam- staða hefur náðst um að ráðhúsiö í Reykja- vík sé of lítið. Þess vegna hefur verið ákveðið, með þverpóli- tískri samstöðu, að innrétta skrifstofur fyr- ir borgarráðsfulltrúa í leiguhúsnæði í Kirkju- hvoli. Þessi staðreynd, að ráðhúsið sé of lítið, blasir viö fulltrúum borgeu'búa í Ráðhúsinu sem eiga einskis ann- ars úrkosti í þverpóli- tískri armæðu sinni en að leggja saman krafta og leigja úti í bæ. Dag- fari vissi að þegar ráð- ist var í byggingu ráð- hússins, í andstöðu við andavini og fleira fólk, var ekki verið að sólunda peningum skattborgaranna í neinn óþarfa. Enda var engin þverpólitísk samstaða um slíkt. Pólitísk samstaða var hins vegar í huga borgarstjóra um að fara sparlega með fé borgaranna. Hönnuðir virðast að auki hafa gert sér fyllilega grein fyrir að árum saman hafði einungis þurft einn mann til að stjóma borginni og því alger óþarfi að innrétta hvert herbergið á fætur öðru fyrir aðra kjörna fulltrúa borgaranna. Þeir hefðu hvort eð er ekk- ert að segja. Ef þeir voru ekki í skugga meiri- hluta borgarstjórans voru þeir í minnihluta gagn- vart meirihlutanum. Þverpólitísk samstaða um aðra pólitíska stöðu fulltrúanna náðist ekki. Og því voru ekki innréttaðar borgarráðsfulltrúa- skrifstofur. Engin ástæða var til að púkka upp á slíkt lið. Skrifstofa borgarstjóra skyldi hins vegar vera rúmgóð með forstofu og fataherbergi, vítt yröi til veggja í fundarsalnum þar sem rödd valdsins skyldi óma og hátt til lofts í sölum þar sem glaumur og gleði yrði við völd. Hönnuðirnir hafa verið óvenju framsýnir því þótt meirihluti yrði minnihluti og minnihluti meirihluti þurfti ekki fleiri til að stjórna borg- inni en áður. Enn var meirihlutinn í skugga meirihluta borgarstjórans og minnihlutinn í skugga meirihlutans. Því þá að innrétta borgar- ráðsfulltrúaskrifstofur með nauðsynlegum bún- aði? En nú eru blikur á lofti. Minnihlutinn, það sem eftir er af honum, er með meirihlutastæla og meirihlutinn, það sem eftir er af honum, er úti um víðan völl. Ný andlit hafa gefið gömlu fulltrú- unum þá hugmynd að þeir geti farið að ráða og nýju andlitin vita að gömlu andlitin hafa aldrei ráðið neinu og vilja því láta til sín taka. Að auki hefur borgarstjóri látið í það skína að kannski verði samfylking um þann möguleika að hann geti jafnvel hugsað sér aðra skrifstofu. í þeirri stöðu eru góð ráð dýr.' En ekki of dýr. 8-10 fer- metrar með nauðsynlegum búnaði verða að nægja. Án fataherbergis og forstofu. Nú óttast Dagfari að hönnuðir við Austurvöll standi í þeirri trú að þverpólitísk samstaða sé um að einungis einn mann þurfi til að stjórna land- inu. Dagfari Hvert stefnir Sigrún Stefánsdóttir, fyrram fréttamaður á Sjónvarpinu, lektor í fiölmiðlafræði við Háskóla íslands, frá- farandi rektor Norræna blaðamanna- háskólans í Árósum í Danmörku og nýráðin yfirmaður upplýsinga- og útgáfu- mála hjá Norrænu ráðherranefndinni í Kaupmannahöfn, er þessa dagana að efiia til mikillar ráð- stefnu í Reykholti í Borgarfirði um fiöl- miðla á Norður- löndum, eignarhald á þeim og hvert þeir stefna. Ráðstefn- an verður haldin í októbermánuði og nú þegar er orðið Ijóst að í kring um 70 blaða- og fréttamenn, allir helstu fréttahaukar á Norðurlöndum, sækja ráðstefnuna. Menn eru að gera því skóna að það stefni í hálfgert hallæris- ástand á ritstjórnum stærstu fiölmiðl- anna vegna mannfæðar meðan ráð- stefnan stendur yfir... Hjálpa Jóni Nokkrum íbúum í blokk Öryrkja- bandalagsins að Hátúni 10 rann til rifia að sjá í fréttum i sumar hve lág- ar mánaðartekjur Jóns Ólafssonar í Skífunni eru samkvæmt skattskrá, eða aðeins 79 þúsund kall. Öryrkjarnir hafa því efnt til fiár- söfnunar til að létta honum og konu hans framfærslu þriggja barna þeirra. Hafa þeir nú opnað söfnun- arreikning nr. 267693 í Lands- bankanum. í tilkynningu í anddyri Hátúns 10 segir að Jón hafi svipaðar tekjm- og flestir þeirra sem í húsinu búa. Óþarfi sé hins vegar að allir líði skort og fólk því beðið að gauka ein- hveiju inn á reikninginn... Umhverfisvernd fyrir lítið Úti í Viðey er umhverfisins gætt vel svo það spillist ekki af umferð fólks sem þangað flykkist gjarnan á góðviðrisdögum og nýtur fegurðar- innar og náttúrufarsins í þessari úti- vistarvin borgarbúa. í þessu augnamiði er þess vandlega gætt að ekki fari neinn óþverri í sjóinn um- hverfis eyna og hef- ur því verið komið upp rotþróm til að taka við öllu slíku. En rotþrær eiga það til að fyllast og ferðamanni sem var í eynni í sumar brá nokkuð og fannst umhverfis- verndin fara fyrir lítið þegar hann kom að þar sem starfsmenn frá Reykjavíkurborg vora að dæla upp úr einni rotþrónni - beint í sjóinn... Skyldi Ingibjörg vita af þessu? Fangi frægðarinnar í leiöara nýjasta tölublað Mannlífs gerir ritstjórinn, Gerður Kristný, upp það ár sem hún hefur stýrt tíma- ritinu. Þetta hefur verið gott ár fyrir Mannlíf, að sögn ritstjórans, og salan aukist um 75%. En eins og þeir sem skara fram úr hefur Gerður Kristný að eigin sögn fengið að kenna á öf- und, rógi og jafnvel ofbeldi frá öfund- sjúkum starfs- bræðrum á öðrum fiölmiðlum: Hún segir DV hafa nýlega sagt hana fýlda og neikvæða, starfsmenn Bylgjunnar talað svo niðrandi um hana, að orðinu „flengriða" brá fyrir og bróðir eins Bylgjumanna, sem fiallað hefur um hana á þessum nót- um, sparkaði í hana á balli í Iðnó. En hann fékk til tevatnsins fyrir þvi að ritstjórinn knái svaraði fyrir sig með tveimur fyrirtaks löðrungum og ...“sparkglaða manninum brá svo mikið við að ég skyldi svara i sömu mynt að hann emjaði af kvölum eins og aukaleikari í Bráðavaktinni." Umsjón: Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.