Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 9 Utlönd Tugir starfsmanna American Airlines handteknir: „Smygluðu“ fíkni- efnum og vopnum Nærri sextíu starfsmenn banda- ríska flugfélagsins American Air- lines voru ákærðir í gær fyrir að smygla því sem þeir töldu vera kókaín, handsprengjur og byssur um borð í farþegaflugvélar á flug- vellinum í Miami eftir leynilegar aðgerðir alríkislögreglunnar. Lög- reglan sagði greinilegt að öryggi á vellinum væri ábótavant. „Við vorum sannfærðir um að við gætum komið hverju sem er um borð í flugvélarnar," sagði Tom Scott saksóknari. Að sögn lögreglunnar fóru hvorki alvöruvopn né alvöruflkniefni um borð í flugvélamar í tveimur tál- beituaðgerðum. Önnur aðgerðin beindist gegn starfsmönnum félagsins á flughlaði. Lögreglu höfðu borist ábendingar um að starfsmennirnir tækju fé fyr- ir að koma fíkniefnum um borð í flugvélar. Hin aðgerðin beindist gegn starfs- mönnum fyrirtækis sem selur flug- félögum matarbakka. Hún kom til eftir að heróin fannst í kaffipökkum í einni flugvél. Heróín og kaffiblandan var óvart notuð í uppáhellingu handa einum flugmanni sem kvartaði undan skrítnu bragði og hvað kaffið væri þunnt. Bill Clinton sendi frá sér yflrlýs- ingu frá Martha’s Vineyard þar sem hann er í fríi og bar lof á aðgerðir lögreglunnar. Lögreglan leiðir einn tuga starfsmanna American Airlines fiugfélagsins sem voru handteknir og ákærðir fyrir að smygla eiturlyfjum og vopnum. Hræ og skólp í dýra- fóður í Hollandi Heilbrigðisyfirvöld í Hollandi segja að skólpi frá salemum hafi líklega verið blandað saman við dýrafóður árum saman. Tveir hol- lenskir dýrafóðurframleiðendur hafa framleitt dýrafóður úr úr- gangsefnum frá sláturhúsum sem hafa blandað saman dauðum dýr- um og skólpi frá salernum. Talið er að þessi aðferð hafi verið notuð í mörg ár. Verið er að rannsaka fram- leiðslu fleiri fyrirtækja. Talsmað- ur hollenska heilbrigðisráðuneyt- isins segir dýrafóðrið hættulaust þar sem það sé hitað í 130 gráður við framleiðsluna. Við það drepist allar bakteríur. Þórlaug A. Gunnarsdóttir nr. 8592 Jón F. Sigurðarson nr. 12362 Sara M. Davíðsdóttir nr. 15257 Ásdís Hilmarsdóttir nr. 10440 Sólný Sif nr. 15330 Guðbjörg Jónsdóttir nr. 5604 Anna S. Valgeirsdóttir nr. 14936 Jón Gunnarsson nr. ll 722 Ármey Valdimarsdóttir nr. 6160 Arngrímur Stefánsson nr. 15384 Krakkaklúbbur DV og Sam-myndbönd þakka ykkur fyrir þátttökuna í leiknum með Töfrasverðinu. Vinningshafar fá vinningana senda í pósti næstu daga. Borís Jeltsín þáði mútur frá verktaka Svissneskir og rússneskir sak- sóknarar hafa komist á snoðir um dularfullar greiðslur upp á um 70 milljónir íslenskra króna til Borís Jeltsín Rússlandsforseta og dætra hans. ítalska blaðið Corriere della Sera greindi frá því í gær að al- banski verktakinn Bahgjet Pacolli, sem Jeltsín réð til starfa vegna breytinga á skrifstofum í Kreml og þinghúsinu, hefði greitt féð. Talsmaður forsetans vísaði fréttinni strax á bug. Pacolli er sagður hafa greint svissneska saksóknaranum Cörlu del Ponte frá því að hann hefði sett féð inn á nokkra bankareikn- inga, þar af einn í eigu Pavels Borodíns, ráðgjafa Jeltsíns. Pen- ingarnir enduðu á reikningi i Búdapest og notaði Jeltsin þá er hann var þar í opinberri heim- sókn. „Hann þurfti féð fyrir smá- vegis útgjöldum," sagði Pacolli. Verktakinn kvaðst einnig hafa greitt krítarkortareikninga frá verslun í Lugano í Sviss sem dæt- ur Jeltsíns voru skráðir notendur á. Eigandi verslunarinnar er eig- inkona eins af yfirmönnum bank- ans Banca del Gottardo sem sér um viðskipti ýmissa rússneskra embættismanna. ©NOTAÐIR BÍLAR Chevrolet Silverado 1500, 4x4 '96, grænn, ssk., 6,5 dísilvél, ek. 56 þús. km.Verð 2.600 þús Cherokee Limited '95, 8cyl., silver smoke, ek. 53 þús. km. Verð 2.300 þús. Dodge Grand Caravan SE '97, 4 cyl., 5 d., ek. 65 þús. km, vel útbúinn. Verð 2.250 þús. &E-1 ’ús e/r. Egill Vilhjálmsson ehf Smiðjuvegi 1 • Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.