Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. St|ómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Á réttri leið Því hefur stundum verið haldið fram að vanþakk- látasta starfið innan ríkisstjómar á hverjum tíma sé embætti fjármálaráðherra - skiptir engu hvort glímt er við erfiðleika í efnahagsmálum eða reynt að lifa í hófsemd þegar vel árar. Á liðnu vori mótaði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þá skynsamlegu stefnu að ríkis- sjóður yrði rekinn á komandi ári með umtalsverðum afgangi eða að minnsta kosti 1% af vergri landsfram- leiðslu án tekna af sölu ríkisfyrirtækja. Nú, þegar fjár- lagagerðin er á lokasprettinum, bendir allt til þess að þetta markmið náist og 6-7 milljarða afgangur verði á ríkissjóði. Nú er hægt að deila um hvort markmið ríkisstjórn- arinnar sé nægilega háleitt - hvort ekki sé nauðsyn- legt að taka enn frekar til hendinni, ekki síst þegar varnaðarorð Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóð- hagsstofnunar, eru höfð í huga: „Ríkissjóður hefur reyndar verið rekinn með ágætri afkomu en til að tryggja stöðugleika og jafnvægi þarf hið opinbera að taka til hendinni og stuðla að þjóðhagslegum sparn- aði. Þannig minnkar viðskiptahallinn og afkoma þjóð- arinnar batnar.“ Hvað svo sem deilum um minni eða meiri afgang af ríkissjóði líður er ljóst að Geir H. Haarde fjármálaráð- herra og ríkisstjórnin eru á réttri leið. Það er af það sem áður var þegar góðæri villti mönnum sýn - gleð- skapurinn er ekki lengur stjórnlaus. í stað lausungar er festa í fjármálum ríkisins og við erum þegar byrjuð að uppskera eins og til var sáð. Krónískur hallarekst- ur með tilheyrandi skuldasöfnun er að baki. Þess í stað eru skuldir greiddar niður og vaxtabyrði að lækka. Vandanum er því ekki lengur velt yfir á kom- andi kynslóðir. Skynsamleg stjórn ríkisf ármála undanfarin ár er án efa ein helsta skýring sterkrar stöðu ríkisstjórnar- innar sem nýtur fádæma vinsælda meðal kjósenda. Stefnan fyrir komandi ár liggur fyrir og eina hættan er hjá þingmönnum sjálfum, sem þurfa að standast gamalkunnar freistingar um leið og þeir taka af skar- ið í einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Rannsókn í allra þágu Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur borið Kaup- þing hf. þungum sökum um að hafa misnotað fjár- vörslureikninga. í stað þess að standa vörð um hags- muni viðskiptavina sinna hafi fyrirtækið makað sjálft krókinn. Forráðamenn Kaupþings hafa aífarið vísað þessum ásökunum á bug. Hér standa því orð gegn orði - almenningur er engu nær, hvað þá viðskiptavinir Kaupþings. Trúnaður og traust verða seint ofmetin í viðskipt- um, síst í verðbréfaviðskiptum. Þess vegna skiptir miklu fyrir alla aðila, ekki aðeins fyrir Kaupþing og viðskiptavini þess, heldur fyrir íslenskan verðbréfa- markað að komist verði til botns í þessu máli. Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er meðal annars að fylgjast með og reyna að tryggja að farið sé eftir leik- reglum á fjármálamarkaði - að heiðarleiki sé þar ríkj- andi. Fjármálaeftirlitið getur ekki litið fram hjá jafnal- varlegum ásökunum og forsætisráðherra hefur viðhaft í garð Kaupþings. Óli Björn Kárason Þeirri hugmynd hefur verið hreyft nú að undanfómu að til greina komi að efna til allsherj- aratkvæðagreiðslu meðal borg- arbúa um framtíð flugvallar- svæðisins í Vatnsmýrinni. Af viðbrögðum að dæma má ætla aö lífleg umræða geti verið framundan á vettvangi borgar- stjómar og raunar í samfélag- inu almennt um réttmæti slíkr- ar atkvæðagreiðsla, rökin með henni og á móti. Skiptar skoðanir Framtíð Reykjavíkurflugvall- ar hefur verið áberandi í þjóð- málaumræðunni undanfarna mánuði. Kemur þar margt til. Vinna sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu aö svæðisskipu- lagi, hugmyndir irman borgar- innar, meðal einstaklinga, sam- taka og fyrirtækja um landfyll- ingar á nokkrum stöðum í borg- arlandinu og nú síðast samning- Það er skoðun greinarhöfundar að þegar í haust eigi að hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um tilvist Reykjavíkurflugvallar ákveði meirihluti borgar- stjórnar að leggja málið í dóm kjósenda. Atkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöli sér hvort efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál og er þá gjarnan rætt um mál sem hafa mikla þýðingu og eru þess eðlis að auðvelt sé að leggja í dóm kjósenda. Flestir eru sammála um að aðild að Evr- ópusambandinu kæmi ekki til greina nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu og jafnvel væri unnt að bera framtíð Eyja- bakka undir þjóðarat- kvæði. Hins vegar hafa menn sjaldan tal- að um atkvæðagreiðsl- ur meðal íbúa eins sveitarfélags nema um „Borgaryfirvöld geta ekki ákveöið að efna til atkvæðagreiðslu með- al landsmanna attra. Þau geta hins vegar ákveðið að leita áttts borgarbúa, enda sækja þau um- boð sitt til þeirra, og standa skil á störfum sínum gagnvart þeim.“ Kjallarinn Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulags- og umferðarnefndar Reykjavíkur ur flugmálayflrvalda við verktaka vegna endurbóta á Reykja- víkurflugvelli - allt hefúr þetta leitt til þess að flugvallar- málið hefur komist í almenna umræðu enn á ný. Það hafa löngum verið skipt- ar skoðanir um flug- vallarmálið meðal Reykvíkinga og hafa borgarbúar skipst í tvær meginfylking- ar. Þeir sem talað hafa gegn flugvellin- um í Vatnsmýrinni hafa einkum bent á mikilvægi Vatns- mýrarinnar í skipu- lagslegu samhengi fyrir höfuðborgina og þróun hennar en enn fremur beint at- hyglinni að öryggis- málum og mengun- ar- og umhverfisá- hrifum flugvallarins. Hin fylkingin talar um mikilvægi vallar- ins fyrir atvinnu- og efnahagslíf í Reykja- vík, hagkvæma stað- setningu ekki síst m.t.t. þeirra sem búa á landsbyggðinni og þurfa að sækja margvíslega þjón- ustu til borgarinnar og minna á að það sé eitt af hlutverkum Reykja- víkur sem höfuðborgar að vera miðstöð innanlandsflugs og sam- gangna. Öll eiga þessi rök rétt á sér og það er fullkomlega eðlilegt að um svo mikilvægt mál fari fram upplýst umræða í samfélag- inu. Látum borgarbúa ráða Stundum velta menn því fyrir hundahald og áfengisútsölur. Þó hafa á undanfórnum árum verið greidd atkvæði um sameiningu sveitarfélaga á mörgum stöðum á landinu. Framtíð flugvallarins í Vatns- mýrinni er augljóslega þannig mál að það er vel til þess fallið að spyrja borgarbúa hvernig þeir vilja að þetta landsvæði verði nýtt í framtíðinni. Þótt borgaryfirvöld beri að sjálfsögðu ábyrgð á skipu- lagsmálum í borginni og leiði að sjálfsögðu vinnu og umræðu um þróun byggðar og skipulag borgar- innar, getur verið skynsamlegt að leita álits borgarbúa þegar um er að ræða svæði sem er jafnumdeilt og hefur jafnmikla þýðingu og flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni. Er óhætt að fullyrða að fá, ef nokk- ur, dæmi önnur eru um skipulags- mál sem jafn vel myndu sóma sér í borgaratkvæðagreiðslu. Ótti'við lýðræði? Ég hef tekið eftir því að and- stæðingar Reykjavíkurlistans hafa brugðist við þessum hugmyndum með þvi að segja að í fyrsta lagi ætti að spyrja landsmenn alla og í öðru lagi myndi meirihlutinn í borgarstjórn ekkert gera með nið- urstöðu slíkrar atkvæðagreiðslu. Svona tala aðeins þeir sem óttast lýðræðislega niðurstöðu borgar- búa. Vatnsmýrin er óumdeilan- lega í lögsögu Reykjavíkur og skipulag hennar er málefni borg- arstjómar. Borgaryflrvöld geta ekki ákveð- ið að efna til atkvæðagreiðslu meðal landsmanna allra. Þau geta hins vegar ákveðið að leita álits borgarbúa, enda sækja þau umboð sitt til þeirra, og standa skil á störfum sínum gagnvart þeim. Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur hefst í haust. Þá verð- ur mörkuð framtíðarstefna varð- andi flugvallarsvæðið í Vatnsmýr- inni. Leiðsögn borgarbúa sjálfra myndi vitaskuld vera bindandi fyrir borgaryfirvöld og um leið ráðamenn samgöngumála, flugrek- endur og aðra hagsmunaaðila. Því er það mín skoðun að þegar í haust eigi að hefja undirbúning slíkrar atkvæðagreiðslu ef meiri- hluti borgarstjórnar ákveður að leggja málið í dóm kjósenda. Nið- urstaða lýðræðislegrar atkvæða- greiðslu ætti að geta skapað sátt um málið til framtíðar. Árni Þór Sigurðsson Skoðanir annarra Fljótsdalsvirkjun „Nú hefur Halldór Ásgrímsson tekið af skarið með það að hann telji eðlilegt aö þingiö sjálft taki afstöðu til þess hvernig fara eigi með þetta mál. Það er mál- efnaleg afstaða, sem sýnir virðingu ráðherrans fyrir lýðræðislegum stjómarháttum. Með því að taka mál- ið upp í þinginu á nýjan leik gefst færi á því að ræða það frá grunni á þeim vettvangi þar sem rétt kjörn- ir fulltrúar þjóðarinnar sitja.“ Úr forystugrein Mbl. 25. ágúst. Útgjöld og sparnaður Það er gert ráð fyrir aukningu á öllum sviðum rík- isútgjalda á næsta ári, samkvæmt þeim fréttum sem berast af fjárlagagerðinni fyrir næsta ár. Á sama tíma messa stjórnarherrarnir yfir landslýð um að gæta sín á góðærinu og eyða ekki og spenna ... Þeg- ar fólk kvartar yfir því að þurfa að greiða tæpar 3.000 krónur í skatt af 4.000 bensínáfyllingu á heim- ilisbilinn er því bara sagt að ef það fengi að hafa þessa peninga í vasanum fæm þeir í aukna eyðslu ... En það merkilega er að nú mælist ríkisstjómin með metfylgi, hún eykur það við sig eins og útgjöldin. Það kann þó að skýrast af því að þeir sem eru and- vígir eyðslustefnu stjómarinnar eiga engan annan kost og þeir vinstrimenn sem trúa á þá kenningu að aðeins ríkið megi eyða meira í góðærinu hljóta að halla sér að þessari stjórn - stjóm sem lætur það berast að hún stefni að aukningu útgjalda á öllum sviðum. Er nokkur grundvöllur fyrir Fylkinguna og Vinstri græna lengur? Úr Vef-þjóðviljanum 25. ágúst. Tilvistarkreppa RÚV „Frá því útvarpsrekstur var gefinn frjáls hefur þetta rekstrarform sett stofnunina í sífellt meiri vanda og engin önnur farsæl lausn til á rekstrar- vanda hennar en að það verði gert að hlutafélagi og svo selt í áföngum. Ríkisrekstur háir Ríkisútvarpinu bæði hvað varðar tekjuöflun og útgjöld, gerir stofn- unina þunglamalega og ófæra um að berjast við keppinauta sína. En það er affarasælast fyrir fjöl- miðlamarkaðinn að Ríkisútvarpið eflist til að halda ákveðnu jafnvægi." Ólafur Hauksson í Degi 25. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.