Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 15
15 Skólinn byrjar: Nesti og nýjar bækur Um þessar mundir fyllast flestar bókaverslanir landsins af skóla- börnum og foreldrum þeirra í inn- kaupahugleiðingum fyrir komandi ár. Nýjar skólabækur, stílabækur, skólatöskur, pennaveski, litir og ef til vill skólatöskur eru hlutir sem margir foreldrar verða að kaupa ár hvert. Óhætt er að segja að slík inn- kaup létti pyngjuna talsvert en þó er hægt að koma í veg fyrir að fjár- hagur heimilsins riðlist mikið, með útsjónarsemi og verðsamanburði. Örn Ámason leikari og eiginkona hans, Jóhanna Kristín, eiga þrjú börn á skólaaldri og hafa því nokkra reynslu af svona innkaupa- ferðum. Elstur er Óskar Örn sem er að hefja nám í framhaldsskóla í haust, i miðið er Ema Ósk og yngst er Sólrún María sem sest á skóla- bekk, væntanlega full tillhlökkunar, í fyrsta skipti í haust. Skiptibókamarkað- urinn ómissandi Mikill munur er á kostnaði vegna náms í framhaldsskóla og í grunnskóla og vegur bókakostnaður framhaldsskólanema þar þyngst. „Já maður finnur mikinn mun á því að kaupa inn með baminu þegar það er að byija í framhaldsskóla og þegar það er enn í grunnskóla. Bókakostnaðurinn er mikill í fram- haldsskólunum og raunar mun meiri en mig óraði fyrir,“ segir Öm. Öm og sonur hans, Óskar Öm, ráðleggja fólki því eindregið að þræða skiptibókamarkaði bókabúð- anna þar sem hægt er að kaupa not- aðar skólabækur á lægra verði en nýjar. „Við eyddum um 30 þúsund krónum í skólabækur á skiptibóka- markaði en sennilega hefðu nýjar bækur kostað um 50 þúsund. Ég átti þó ekki von á að þetta væri svona dýrt og var bara með 15 þúsund krónur í veskinu - greinilega allt of bjartsýnn," segir Örn hlæjandi. Örn Árnason leikari og eiginkona hans, Jóhanna Kristín, eiga þrjú börn á skólaaldri, Óskar Örn, 16 ára, Ernu Ósk, 10 ára og Sólrúnu Maríu, 6 ára. Þau hjónin þurfa því að gæta hagsýni er kemur að innkaupum fyrir skólann. Merkjavaran merki- lega Hjá stelpunum okkar, sem eru báð- ar í grunnskóla, er bókakostnaður að sjálfsögðu litill en fatnaður og nýtt skóladót skiptir þær miklu máli. Mér sýnist að merkin skipti þær líka afar miklu máli eins og flest börn og ung- linga í dag sem gangast mikið upp í alls kyns merkjavöru." Öm segir að dætur hans hafi afar ákveðnar skoðanir á því hvað þær vilja og hvað ekki og innkaupin krefjist því talsverðra málamiðlana og einnig þónokkurra leikhæfileika. „Yngsta stelpan, sem ekki er byrjuð að lesa, vill til dæmis endilega fá einhverja kassalaga bleika Barbie- skólatösku og alls kyns fleira Bar- bie-skóladót. Nú reynir því á leik- hæfileikana, bæði hjá mér og kon- unni, því við þurfum að sannfæra þá litlu um að kaupa megi einhvers konar annað skóladót sem sé alveg jafnflott og Barbie-skóladótið," segir Örn sposkur. Eldri stelpan okkar er hins vegar ekki fyrir Barbie-skóladótið en hún er spennt fyrir því að fá flott penna- veski og penna enda skrifa vist pennamir næstum því fyrir mann ef maður kaupir góða penna.“ Öm segir að þótt þessi útgjöld séu talsverð þá sé einnig gaman að fylgjast með hversu spenn- andi börnunum þyki allt þetta umstang sem tengist skólan- um, sérstaklega þeim yngri, og því sé um að gera að hafa gaman af þessu líka. Nesti og nýir skór Örn segir að sjálfsagt þurfi börnin einnig að fá ný skólaföt fyrir veturinn og þau kosti sitt. „Þá er um að gera að vera vakandi og fara á útsölur og skoða tilboð, jafnvel þótt fötin heiti ekki Nike, Stússi, eða eitt- hvað svoleiðis. Örn segir einnig að yngri bömin fari yfirleitt með heimatilbúið nesti að heiman með sér enda sé slíkt yfirleitt ódýr- ara heldur en að kaupa tilbúið nesti. „Ég geri nú samt ráð fyrir að strákurinn sjái sjálfur um sitt nesti núna enda sennilega hálfhallæris- legt að láta mömmu eða pabba smyrja nestið fyrir sig þegar maður er kominn í framhaldsskóla,“ sagði Öm brosandi að lokum. -GLM Málsverður í skólanum: Hollt og gott nesti Nú er haustið á næsta leiti og skóla- starf á flestum stöðum að hefjast. I upp- hafi skólaárs veldur það mörgum for- eldrum heilabrotum hvað böm þeirra eiga að taka með sér í nesti í skólann. Aðeins litill hluti grunnskóla sér böm- um fyrir fullkominni hressingu á með- an þau dvelja í skólanum. Því verða flest skólaböm að taka með sér nesti að heiman. Gott nesti er afar mikilvægt fyrir bömin því svöng böm eða böm sem borðað hafa of sætt nesti skortir oft einbeitingu og líður ekki vel í skólan- um. Nestið þarf að vera úr sem flestum fæðuflokkum og varast ber að í því séu of mikil sætindi. Nestið getur einnig kostað sitt ef keyptar era tilbúnar samlokur og réttir í amstri hversdagsins þegar allir era að flýta sér. Heimatilbúið nesti þarf hins vegar ekki að kosta mikla fyrirhöfn og þar að auki er það margfalt ódýrara og oft hollara en það tilbúna. Heilsumarkmið Manneldisráð íslands setur svokölluð manneldismarkmið fyrir börn frá tveggja ára aldri og fullorðna í þeim til- gangi að stuðla að æskilegri þróun í mataræði þjóðarinnar og efla heilbrigði. Foreldrar geta auðveldlega haft þessi markmið i huga þegar skólanestið er út- búið. Ef farið er eftir markmiðunum er t.d. rétt að velja frekar gróft brauð en fínt, nóg af ávöxtum og grænmeti og mjólk í staðinn fyrir sykurbætta safa. Fjölbreytnin í fyrir- rúmi Hvert bam í grunn- Foreldrar verða að vanda vaiið þegar þeir kaupa og útbfp skólanesti handi börnum sínum. í því þarf m.a. að vera nóg af trefjum en lít- ið af fínum sykri. a) Æskilegt er að heildameysla sé í samræmi við orkuþörf til að tryggja eðlilega líkamsþyngd, vöxt bama og þroska. b) Hæfilegt er að samsetning fæðunn- ar sé þannig að prótín veiti að minnsta kosti Í0% heildarorku. c) Hæfilegt er að fullorðnir fái 25-35% orkunnar úr fitu en böm og unglingar um 30-35%. Ekki er æskilegt að meira en 15% orkunnar komi úr harðri fitu. d) Hæfilegt er að úr kolvetnum fáist um 50-50% af orkunni, þar af ekki meira en 10% úr fínunnum sykri. e) Æskilegt er að neysla fæðutrefja sé að minnsta kosti 25 grömm á dag, mið- að við 2500 hitaeininga fæði. f) Stefnt skal að sem fjölbreyttustu fæði úr öllum fæðuflokkum í þeim hlut- fóllum orkuefna sem að framan grein- ir. Fæðuflokkamir era: kommeti, grænmeti og ávextir, mjólkurmat- ur, kjöt, fiskur og egg. skóla þarf nesti fyrir u.þ.b. 150 skóla- daga. Því er mikilvægt að nestið sé fjöl- breytt og ffeistandi. Oft má útbúa nest- ið kvöldið áður og geyma það í kæh eða frysti yfir nótt. Brauði með osti má t.d. stinga í frysti ef ekki á að borða það fyrr en um miðjan næsta dag. Frystingin kemur í veg fýrir að osturinn sé orð- inn linur og slepjulegur þegar borða Hér á eftir fara nokkrar hugmyndir að nestispökkum þar sem manneldis- markmiðin era i hávegum höfð, þ.e. sykumeyslu stillt í hóf og kommatur og ávextir stór hluti nestispakkans. a) Upplagt er að byrja vikuna með grófri samloku með tómötum og osti, hálfri appelsínu (skorin í bita og sett í poka áður en bamið fer í skólann) og 1/4 lítra femu af léttmjólk sem hægt er að kaupa í flestum grunnskólum. b) Næsta dag má t.d. hafa grófa sam- loku með létthangikjöti, banana og femu af léttmjólk. c) Um miðja vikuna mætti t.d. hafa léttjógúrt með trefium, gróft rúnstykki með agúrkum og káli og hreinan ávaxtasafa. d) Þar á eftir væri upplagt að hafa t.d. grófa samloku með lifrarkæfu, nokkur vínber og femu af léttmjólk. e) í vikulokin má stundum gera sér glaðan dag. Þá væri t.d. hægt að hafa með sér grófa langloku með eggjum og agúrkum, hreinan ávaxtasafa og litla múifú í eftirrétt. Ranghugmyndir í upphafi skólaárs dynja á okkur auglýsingar um ýmiss konar matvæli sem eiga sérstaklega að höfða til bama og vera upplögð í skólann, s.s. skóla- jógúrt og skólaskyr. Að sögn Hólmfriðar Hauksdóttur, matvælafræðings hjá Manneldisráði, era þessar vörur ekkert betri eða verri en venjuleg ávaxtajógúrt eða ávaxta- skyr. Sykur- og fitumagn er svipað og því sé beinlínis verið að koma inn ranghugmyndum hjá fólki um að skólavörumar henti bömum betur en hefðbundnu vörumar. Það er því ljóst að foreldrar verða að leggja heilann í bleyti áður en þeir út- búa nesti bama sinna. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.