Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 17 ■i ■ Flestir eru áhættufælnir - áhættudreifing er lausnin Allri flárfestingu fylgir nokkur áhætta, allt frá því að vera nánast engin og í það að vera veruleg. Þeg- ar áhættan er lítil er vænt ávöxtun jafnan minni því fjárfestar geta ekki vænst þess að fá mikla ávöxtun nema þeir séu tilbúnir að taka ákveðna áhættu. Ákveðið samband er á milli áhættu og ávöxtunar og til að gera langa sögu stutta þá gildir það að því meiri áhætta sem tekin er þeim mun hærri er vænt ávöxt- un. Með áhættu í verðbréfaviðskipt- um er átt við hættuna á því að ávöxtun verði ekki sú sem stefnt var að þegar viðskipti voru gerð. Hættan stafar af sveiflum í verði hluta- og skuldabréfa. Hvað er áhættufælni? Það er líklegast að flestir venju- legir einstaklingar séu áhættufæln- ir og hægt er að nota prófið hér til hliðar til að kanna það. Með því er átt við einstakling sem er tilbúinn að sætta sig við lægri ávöxtun en ella til að draga úr áhættu. Á sama hátt er áhættusækinn einstaklingur tilbúinn að taka mikla áhættu í von um mikla ávöxtun. Fjölmargar kannanir hafa leitt í ljós að flestir eru áhættufælnir og virðist það ein- faldlega liggja í mannlegu eðli að vilja ekki taka mikla áhættu. I lífinu eru flestir hræddir við að taka áhættu. Það sama á við um fjárfestingu í verðbréfum. Þverhnípi við Jökulsár- gljúfur. DV-mynd GVA Hvernig metum við áhættu? Eins og áður sagði fylgir allri fjárfestingu, hvort sem um ræðir verðbréf eða fasteignir, nokkur áhætta. Hún er fólgin í því að verðmæti fjárfestingarinnar sveifl- ast til og sveiflan getur gengið í báðar áttir. Ef þú kaupir hlutabréf í fyrirtæki er alls ekki víst í hvaða átt gengi bréfsins leitar. Með ýms- um aðferðum er hægt að mæla sveiflustærðir og í hvaða átt ákveðin bréf gætu haft tilhneig- ingu til að leita. Hins vegar eru slíkar bollaleggingar tæpast á færi annarra en fagmanna. Þar að auki geta verið ýmsar ástæður fyrir því að gengi bréfa sveiflast. Til ein- földunar má segja að allar þekktar upplýsingar um einstök fyrirtæki séu innbyggðar í verð á hlutabréf- um og því endurspegla verðsveifl- ur breytingar á smekk fjárfesta. Þá hafa væntingar manna um verðbólgu bein áhrif á verð þvi mikil verðbólga rýrir verðmæti verðbréfa. Til dæmis sáum við í vikunni hvernig fjárfestar brugð- ust við neikvæðri umfjöllun um FBA. Gengi bréfanna lækkaði sem endurspeglaði óöryggi þeirra. Áhættudreifing er lausnin Til að mæta þessari áhættu sem fylgir Sárfestingu í verðbréfum beita flestir þeirri aðferð að dreifa áhætt- unni eða með öðrum orðum að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Með ýmsum hætti er hægt að draga úr áhættu og í því samhengi bjóða fjár- málafyrirtæki fólki að kaupa í sjóð- um sem stjórnað er með tilliti til þeirrar áhættu sem sjóðfélagar eru tilbúnir að taka. Áður en fjárfest er er ráðlagt að setja sig í samband við fjárfestinga-ráðgjafa sem ráðleggja okkur miðað við þá áhættu sem við erum tilbúin að taka samkvæmt próf- inu. -bmg Verðbréf á upp- og niðurleið - síöastliðna 30 daga i uyma Marel Fiskiðjus. Skeljungur Skagstrendingur Landsbankinr Húsavíkur Vaki fiskeldiskerfi Frumherji Loðnuvinnslan KEA Samherji -iy% -m -7% tm Milliuppgjör skýra hækkan- ir og lækkanir Hækkanir og lækkanir síðastlið- inn mánuð endurspeglast að miklu leyti af milliuppgjörum sem fyrir- tæki hafa sent frá sér að undanfóm- u. Marel sendi frá sér glæsilegt milliuppgjör og horfur eru á áfram- haldandi góðri afkomu. Flestir sér- fræðingar mæla með Marel sem góðri fjárfestingu til langs tíma þrátt fyrir að gengið hafi hækkað svo mikið að undanfomu. Á sama hátt hafa fyrirtækin sem hafa lækk- að mest skilað afkomu sem er und- ir þeim væntingum sem fjárfestar gerðu til fyrirtækjanna. TÚ dæmis var afkoma Samherja langt undir væntingum og þvi hafa bréfin lækk- að. -bmg Hvaða áhættu vil ég taka? Stutt áhættupróf 1. Ef þú getur valið á milli eftirtalinna fjárfestingarkosta, hvern myndir þú velja? Áætluö ávöxtun er 5% en hún gæti oröiö á bilinu 2% til 7%. Áætluö ávöxtun er 17% en hún gæti orðið á bilinu -12% til 46%. Áætluö ávöxtun er 6,5% en hún gæti orðið á bilinu 0,5% til 12%. 2. Mánuði eftir að þú keyptir verðbréf hækkaði það allt í einu í verði um 40%. Ef við gerum ráð fyrir að þú getir ekki aflað þér frekari upplýsinga um fjárfestinguna, mundir þú: a □ Eiga það áfram með von um frekari hækkun? b □] Kaupa meira - i von um frekari hækkun? c □□ Selja? 3. Hvort vildlr þú frekar hafa gert: a □ Keypt í áhættumiklum vaxtarsjóöi sem hefur lítið hækkaö síðustu sex mánuöi? b □] Keypt einingar í öruggum veröbréfasjóöi meö lágri ávöxtun en hafa síöan horft upp á sjóöinn sem c □] þú varst aö hugsa um að kaupa tvöfalda verömæti sitt á sex mánuðum? 4. Þú erfir skuldlausa íbúð frænda þíns sem er metln á 7 milljónlr. Þó að íbúðln sé í góðu hverfl þar sem verðið gæti hækkað meira en sem svarar verðbólgunni þá er hún frekar illa farin. Þú gætir lelgt íbúðina fyrlr 35.000 á mánuði í núverandl ástandi en fyrlr 50.000 ef þú létlr gera hana upp. Þú gætlr fjármagnað endurnýjunina með veðlánl í húslnu. Þú myndlr: a □] Leigja þaö í núverandi ástandi. b CUjSelja húsiö. c □] Endurnýja þaö og leigja þaö síðan. 5. Þú vinnur fyrir lítið, vaxandi einkafyrirtæki í hugbúnaði. Fyrirtækið er að afla fjár með því að selja hlutabréf til starfsmanna sinna. Áætlaö er að gera fyrirtækið að almenningshlutafélagi eftir nokkur ár. Ef þú kauplr hlutabréf getur þú ekkl selt þau fyrr en farlð verður að skrá gengið opinberlega. Þangað til mun fyrirtækið ekki greiða neinn arð. En þegar fyrirtækið verður gert að almennlngsfélagi gætl gengi bréfanna orðið 10 til 20 sinnum hærra en þú greiddir fyrir þau. Hvað myndir þú fjárfesta fyrir mikið í þessum hlutabréfum? Ekkert. Eins mánaöar laun. Þriggja mánaöa laun. Sex mánaöa laun. Stigin þín Nú getur þú reiknaö út hvers konar fjárfestir þú ert - hvert viðhorf þitt er til áhættu. Leggðu saman stigin þín meö því að nota stigagjöfina hér fyrir neðan. 1. a-1, b-3, c-2 2. æ3, b-2, c-1 3. a-1, b-3 4. a-2, b-1, c-3 5. a-1, b-2, c-3, d-4 Áté'P'0 Heimild: VIB uo^ o. pa ö'" 'v ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.