Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 *. 26 Fréttir dv Hrossasæöi til ESB-landa: Túlkun á reglugerð- um tefur útflutning - spurning um sæðingastöð og tamningastöð undir einu þaki Frá sæðingastöflinni í Gunnarsholti þar sem tekið er sæði úr stóðhestum. í undirbúningi er umsókn leyfis á útflutningi frysts sæðis úr íslensk- um stóðhestum til Evrópusambands- landanna. Embætti yfirdýralæknis hefur unnið að þvi máli að undan- fömu. Ekki er ljóst hvenær verður sótt um leyfið til yfirvalda í Brussel en stefnt er að því að hraða því eftir Halldór Runólfsson. fóngum. Nú vinna yfirdýralæknis- embættið og dýralæknir stöövarinn- ar að túlkun reglugerða ESB um hvort reka megi tamningastöð í sama húsnæði og sæðingastöðina í Gunnarsholti eða hvort það sé and- stætt reglunum. Að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis tefur sú vinna fyrir því að hægt sé að sækja um leyfi til Brussel. Kristinn Guðnason, formaður Hrossaræktarsambands Suður- lands, hefur sagt í viðtali við DV að óvíst sé hvort reka megi þessar tvær stöðvar undir sama þaki, sam- kvæmt reglum ESB. Á tamninga- stöð sé stöðugt verið að skipta um hross. Öll hross sem komi í hús í Gunnarsholti verði að vera læknis- skoðuð ef útflutningsreglur ESB krefjist þess. Ekki sé unnt að senda öll tamningahross í læknisskoðun. Þvf sé aðkallandi að fá niðurstöðu í máliö sem fyrst þannig að taka megi ákvörðun um hvort leigja eigi tamn- ingastöðina út áfram eða ekki. “Ég myndi halda að við sæjum fljótlega fyrir endann á þessu,“ sagði yfirdýralæknir. Hann sagðist gera ráð fyrir að leyfiö fengist. Stöð- in væri ágætlega búin og því ætti þaö ekki vera til fyrirstöðu. Hins vegar gæti tekiö mánuði að bíða eft- ir leyfisveitingunni frá Brussel. “Það er enginn ágreiningur uppi um það hér heima hvort reka megi tamningastöð og sæðingastöð undir sama þaki,“ sagði Halldór. „Það er bara að komast i að vinna málið og fá betri upplýsingar erlendis frá.“ -JSS Sæplast hf. á Dalvík færir út kvíarnar: v Rekstur verksmiðja kominn í gang DV, Akureyri: „Það er enginn vafi á að í þess- um kaupum felast miklir möguleik- ar. Meö þeim er Sæplast orðið eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum og við munum væntan- lega njóta stæröarinnar í hag- kvæmari hráefnisinnkaupum og sameiginlegri markaðssetningu," segir Steindór Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts hf„ á Dal- vík. Sæplast hefur tekið við rekstri tveggja verksmiðja í Noregi og Kanada sem fyrirtækið keypti af norska fyrirtækinu Dynoplast A/S. Sæplast er nú eigandi að fjórum verksmiðjum, á Dalvík, í St. John í - í Noregi og Kanada Kanada, i Salangen í Noregi og í Gujarat-fylki á Indlandi. 1 Noregi tekur nýtt hlutafélag, Sæplast Norge A/S, við eignrnn sem tengjast rekstrinum og í Kanada kaupir Sæplast öll hluta- bréf í félaginu Sæplast Canada Ltd. Eignir beggja verksmiðjanna eru áætlaðar um 670 milljónir króna og eru kaupin fjármögnuð með yfir- töku skammtímaskulda, auk að- stoðar frá Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins sem veitt hefur bæði skammtímalán og að hluta lang- tímalán til verkefnisins. Heildareignir Sæplasts að með- töldum verksmiðjunum tveimur eru áætlaðar um 1.350 milljónir króna og er Sæplast með kaupunum orðið eitt stærsta fyrirtækið á sviði hverfisteypuframleiðslu í heimin- um. Aðaláherslan í framleiðslu og vöruþróun fyrirtækisins hefur ver- ið gerð einangraðra kera fyrir fisk- iðnað og aðra matvælavinnslu. Fyr- irtækið framleiðir einnig trollkúlur, vörubretti og ýmsar vörur fyrir byggingariðnaðinn. „Með tilkomu verksmiðjanna í Noregi og Kanada nú og Indlandi áður er Sæplast einfaldlega orðið mun samkeppnishæfara á heims- markaði en það var áður. Þrátt fyr- ir aö höfuðstöðvarnar verði áfram á íslandi gerum við ráð fyrir að um 80% tekna félagsins komi erlendis frá hér eftir,“ segir Steindór Ólafs- son. -gk csnlsct PP Verksmiðja Sæplasts hf. ó Dalvík. Líf og fjör við sporthúsið í garði læknisins á Eskifirði. DV-mynd Emil Læknirinn er þús- und þjala smiður DV, Eskiíiröi: Við Eskfirðingar erum svo lánsamir að hafa fengið sérstaklega mikilhæfan og duglegan lækni, Hannes Sigmarsson, sem allir dá og virða. Hinn læknirinn, Andri Krist- insson, býr á Reyðarfirði og er hér um stundarsakir. Hann hefúr ekki að fullu lokið námi en lofar góðu og er efnilegur, að mínu mati. En Hannes er alveg einstakur og fjölhæfur til allra verka. Til að mynda gerir hann við bíla í sínum frístundum og honum fellur aldrei verk úr hendi. Nýlega byggði hann þetta flotta sporthús fyrir bömin sin og naut til þess fulltingis sinnar listrænu eig- inkonu, Guðrúnar Helgu Jónsdóttur frá Mel, sem málaði húsið. Sport- húsið er í hinum stóra garði um- hverfis einbýlishús læknisins að Bleiksárhlíð 59, Eskifirði, en Hilmar sonur minn byggði það fyrir rúm- um 20 árum. Mikil var gleði bam- anna við að fá þetta skemmtilega hús til sinna umráða og leika þau sér mikið þar. Læknishjónin eiga mörg böm og eru ákaflega duglegir uppalendur og kunna þar vel til verka. Væri ósk- andi að íslenska þjóðin ætti fleiri svona fjölhæfa og sanna lækna sem Hannes er. -Regína Tónlistarhús: 4,5 milljónir til nefndar Borgarráð hefur samþykkt tillögu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra um að Reykjavíkur- borg leggi 4,5 milljónir króna til nefndar um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í miðborg- inni. Framlagið er háð þvi að menntamálaráðuneytið, samgöngu- ráðuneytið og samgönguráðuneytiö leggi hvert um sig fram sömu upp- hæð. Gert er ráð fyrir að nefndin, sem hefur VSÓ-ráðgjöf sér til fulltingis, ráðstafi alls 18,5 milljónum króna til statfsins en þvi á að ljúka fyrir árs- lok.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.