Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 Andlát dv Páll Stefánsson Páll Stefánsson fyrrverandi aug- lýsingastjóri DV, til heimilis að Blómvangi 10, Hafnarfirði, lést að- faranótt fostudagsins 20. ágúst síð- astliðins. Útfór Páls fer fram í dag frá Bústaðakirkju kl. 13.30. Starfsferill Páll fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við VÍ og lauk þaðan stúdentsprófi 1961. Páll var sölufulltrúi hjá 0. John- son og Kaaber hf. 1961-69, starfaði á vegum Sjálfstæðisflokksins á árun- um 1969-77 og var þá m.a. fram- kvæmdastjóri Heimdallar og SUS, útgáfustjóri Stefnis og fram- kvæmdastjóri byggingarnefndar Sjálfstæðishússins. Páll varð aug- lýsinga- og sölustjóri Vísis 1977 og frá sameiningu Vísis og DB 1981 var hann auglýsinga- og sölustjóri DV til ársins 1997. Eftir það starfaði hann sem verkefnisstjóri hjá Hjálp- arstarfí kirkjunnar frá 1997-99 og að auglýsingamálum hjá Ingvari Helgasyni. Páll sat í stjórn Heimdallar 1959-63. Hann starfaði mikið á veg- um SÁÁ, var einn af frumkvöðlum að stofnun samtakanna og sat í stjórn þeirra frá stofnun 1977-86. Þá starfaði hann með Lionsklúbbi Bessastaðahrepps. Fjölskylda Páll kvæntist 24.6. 1961 Önnu Guðnadóttur, f. 20.8. 1941, kaup- konu. Foreldrar Önnu voru Guðni A. Jónsson, úr- og gullsmiður, og k.h., Ólafía Jóhannesdóttir húsmóð- ir en þau bjuggu á Öldugötu 11 í Reykjavík. Böm Páls og Önnu eru Guðný Ólafia, f. 8.3. 1961, kaupkona og starfsmaður Flugfélags íslands, gift Kára Ingólfs- syni, kaupmanni í versl- uninni Lindinni, og eiga þau tvö börn, Önnu Mar- íu, f. 12.11. 1984, og Guðna Pál, f. 17.12. 1988; Stefán, f. 17.1.1968, markaðsfulltrúi hjá auglýsingastofunni Nonna og Manna. Systkini Páls urðu sjö en þrjú þeirra dóu í bemsku. Uppkomin systk- ini Páls eru Stefanía, f. 26.1.1935, skrifstofumaður hjá Flugleiðum, gift Bimi Valgeirs- syni, arkitekt hjá Reykjavíkurborg, og eiga þau þrjár dætur; Stefán, f. 25.11. 1943, forstöðumaður Húss verslunarinnar, kvæntur Jórunni Magnúsdóttur, forstöðumanni For- eldrahússins, og eiga þau fjögur börn; Kittý, f. 19.3. 1945, húsmóðir í Reykjavík, gift Ólafi Ólafssyni, verslunarmanni hjá Fálkanum, og eiga þau tvö börn; Hrafnhildur, f. 12.12. 1950, flugfreyja, gift Val Ás- geirssyni, forstöðumanni hjá Flug- leiðum, og eiga þau saman tvö börn auk þess sem Hrafnhildur á son frá fyrra hjónabandi. Foreldar Páls: Stefán A. Pálsson, f. 2.2. 1901, d. 21.12. 1989, stórkaup- maður í Reykjavík, og kona hans, Hildur E. Pálsson, f. 10.9. 1912. Ætt Meðal systkina Stefáns var Gísli læknir, faðir Páls, læknis og fyrrum borgarfulltrúa. Stefán var sonur Páls, kaupmanns í Reykjavík, bróð- ur Sólveigar, móður Einars Olgeirs- sonar. Páll var sonur Gísla, b. á Gmnd í Svarfaðardal, bróður Krist- ínar, móður Páls Einarssonar, fyrsta borgarsjóra Reykjavíkur, og Jórunn- ar, ömmu Jórunnar Við- ar tónskálds, móður Katrínar Fjeldsted al- þingismanns, en Jórann eldri var einnig amma Þuríðar Pálsdóttur óp- erusöngkonu. Bróðir Gísla var Einar, faðir Matthíasar yfirlæknis, fóður Louisu listmálara. Annar bróðir Gísla var Snorri, afí Gústavs Arn- ars, yfirverkfræðings Landsvirkjunar. Gísli var sonur Páls, prests og skálds á Völlum og í Viðvík í Skagafirði, Jónssonar. Móðir Gísla var Kristín eldri, systir Kristínar yngri, ömmu Bjarna vígslubiskups og Hafliða, afa Péturs Sigurðssonar, alþingismanns, en Kristín yngri var einnig langamma Þorbjörns, foður Þórðar borgarverk- fræðings. Kristín var dóttir Þor- steins, stúdents í Laxárnesi, Guð- mundssonar. Móðir Páls kaup- manns var Kristín Sigríður Krist- jánsdóttir, hreppstjóra í Neðri-Vind- heimum, Jónssonar, og Arnbjargar Jónsdóttur. Móðir Stefáns stórkaupmanns var Stefanía, systir Carls, kaup- manns á Stöðvarfirði, afa Gunn- laugs Snædal yfirlæknis. Annar bróðir Stefaníu var Stefán, afi Agn- ars, skipstjóra og framkvæmda- stjóra, föður Guðrúnar, læknis og fyrrv. alþingismanns. Stefanía var dóttir Guðmundar, hreppstjóra á Torfastöðum, bróður Svanborgar, langafa Halldórs, föður Kristínar, fyrrv. alþingismanns. Guðmundur var sonur Stefáns, b. á Torfastöðum, Ólafssonar. Móðir Stefáns var Sól- veig Bjömsdóttir. Móðir Sólveigar var Guðrún Skaftadóttir, systir Árna, langafa Magdalenu, ömmu Ellerts B. Schram forseta ÍSÍ. Meðal fimmtán systkina Hildar var Eðvald Bremstad Malmquist, faðir Guðmundar Malmquist, for- stjóra Byggðastofnunar og Jóhanns Péturs prófessors. Hildur var dóttir Jóhanns Péturs Malmquist, b. í Borgargerði í Reyðarfirði, Jóhanns- sonar, b. í Áreyjum, Péturssonar. Móðir Jóhanns Péturs var Jóhanna Indriðadóttir, hreppstjóra í Selja- teigi, Ásmundssonar. Móðir Hildar var Kristrún ljós- móðir, systir Hildar, ömmu Regínu fréttaritara og Guðrúnar, ömmu Eyjólfs Kjalars Emilssonar heim- spekings. Bróðir Kristrúnar var Pétur, afi Gunnars S. Magnússonar myndlistarmanns. Kristrún var dóttir Bóasar, b. í Stakkagerði og á Stuðlum i Reyðarfirði, bróður Bóel- ar, langömmu Geirs Hallgrímssonar og Karls Kvaran listmálara. Bóas var sonur Bóasar, b. á Stuðlum, Arnbjörnssonar og konu hans, Gúð- rúnar, systur Páls á Sléttu, afa Páls sem var afi Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, og Harðar Einarssonar, hæstaréttarlögmanns. Guðrún var dóttir Jóns, gullsmiðs á Sléttu í Reyðarfirði, Pálssonar, hálfbróður Sveins, læknis og náttúrufræðings. Móðir Guðrúnar var Guðný Stefáns- dóttir, ættföður Sandfellsættarinn- ar, Magnússonar, og konu hans, Guðrúnar Erlendsdóttur, b. á Ásunnarstöðum í Breiðdal, Bjarna- sonar. Móðir Kristrúnar var Sigur- björg, systir Guðnýjar, móður Huldu skáldkonu. Sigurbjörg var dóttir Halldórs, b. á Geitafelli í Að- aldal, Jónssonar, prests og læknis á Grenjaðarstað, Jónssonar. Páll Stefánsson. Afmæli Ragnar G. D. Hermannsson Ragnar G. D. Hermannsson, skip- stjórnarmaður hjá Hafrannsókna- stofnun, Grettisgötu 79, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ragnar fæddist í Reykjavík og ólst upp á Grettisgötu. Hann gekk í Mela- skólann og Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar. Útskrifaðist úr Stýrimanna- skólanum árið 1972. Nám í Stjórnun- arskóla íslands i blaðamennsku 1986 og 1997-98 í Endurmenntunardeild H.I. i sjávarútvegsfræðum. Ragnar sótti námskeið hjá Alan Intemational í London árið 1991. Ragnar stundaði sjómennsku á bát- um á sumrin með skóla, á snurvoð og trollveiðum. Árið 1966 var hann á Geir RE 241, 1967 á Sigurði RE 4 og 1968 á Agli Skallagrimssyni. Árið 1972 hóf Ragnar störf hjá Hafrannsókna- stofnun sem skipstjómarmaður. Fór í ársleyfi 1974 og var ráðinn hjá Sam- herja og var úti í PóOandi við smíði á Guðsteini (Akureyrin í dag) og setti upp öU veiðarfæri. Leysti á sama tíma af sem stýrimaður á Júní GK. Fór fyrsta túrinn sem skipstjóri hjá Hafró árið 1974 á Hafþóri RE 75. Hef- ur leyst af sem skipstjórnarmaður hjá Eimskip, Hval hf. Djúpmynd 1989-96. Átti og rak heUverslunina RÁ. Ragnar var formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar í 11 ár, frá 1983. Hann sat í stjóm Far- manna- og fiskimannasambandsins 1983-91 og var gjaldkeri og varafor- maður 1991-93, í stjórn Hafrann- sóknastofnunar 1984-96, í Siglinga- ráði frá 1988-95, í stjórn Slysavama- skólans frá stofnun hans tU 1998, í ritstjórn sjómannablaðsins Víkings frá 1983-99, í Mönnunarnefnd frá stofnun til 1997, i stjóm Bréfaskólans fyrir FFSÍ, í stjóm Stýrimannaskól- ans, í stjóm Samvinnuferða Landsýn 1991-97, í stjóm Sjómannadagsráðs. Ragnar hefur skrifað ritstjórnar- greinar og aðrar greinar í sjómanna- blaðið Víking, auk greina í DV og Morgunblaðið. Fjölskylda Ragnar kvæntist árið 1971 Frið- línu Amarsdóttur, f. 4.2. 1954 á ísa- firði. Foreldrar hennar: Arnar Jóns- son lögregluþjónn, f. 13.7. 1925, d. 1.1. 1971, og Eva Júlíusdóttir, f. 18.1.1920, d. 13.9. 1987. Ragnar og Friðlín slitu samvistum árið 1992. Börn Ragnars og Friðlínar: Eva Arna, f. 22.8.1971, snyrtisérfræðing- ur og flugfreyja, bam Friðlín Björt EUertsdóttir, f. 20.12. 1996; Her- mann, f. 18.8. 1972, smiður og sjó- maður, bam Lóa Linda, f. 23.8.1992; Friðlín Björk, f. 16.10. 1977, nemi; JökuU Ástþór, f. 19.9. 1982, nemi; Fannar Hrafn, f. 5.5. 1985. Hálfsystkini Ragnars: Jón Ásráð- ur Thorarensen, Guðrún Elín Thorarensen, Eygló Margrét Thorarensen, látin, og Karólína Thorarensen. Foreldrar Ragnars: Hermann El- inór Dagbjartsson, f. 4.12. 1922 að Móum í Fljótum í Skagafirði. Her- mann fórst með Verði 1956 og Ástríður Eyjólfsdóttir Thorarensen, f. 19.3. 1907 aö Hömrum í Laxárdal Dalasýslu. Lárus Hallbjörnsson Lárus HaUbjörnsson vélfræðing- ur, Lækjarsmára 2, Kópavogi er sjö- tugur í dag. Starfsferill Lárus fæddist í Reykjavik og stundaði bamaskólanám við Mið- bæjarskólann í Reykjavík. Hann gekk í Hérösskólann að Reykjum í Hrútafirði 1944-46 og Iðnskólann í Reykjavík 1950-52. Láras var iðn- nemi í Vélsmiðjunni Héðni hf. 1953. Vélstjórapróf í Vélskólanum í Reykjavík 1955 og rafmagnsdeUd 1956. . Að loknu námi vann Lárus hjá Togaraafgreiðslunni og á hvalbát en síðan hjá Eimskip til 1958. Eftir það í vélsmiðjunni Héðni 1958-59. Láras var 1. yfirvélstjóri á skipum Hafskips 1959-85. Var hann eini starfsmaður Hafskips sem vann þar frá upphafi tU enda. Láras starfaði svo hjá Eimskip við eftirlit og viðhald frystigáma í Sundhöfn 1986-97, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Láras lék knattspymu gegnum aUa aldursflokka hjá Fram og var sæmdur guUmerki félagsins. Láras starfar í OddfeUowreglunni. Fjölskylda Lárus kvæntist 11.10. 1953 Hrafn- hildi Þórðardóttur, fyrrverandi bókaverði, f. 30.4. 1931. Foreldrar hennar: Lovísa HaUdórsdóttir hús- móðir og Þórður Georg Hjörleifsson skipstjóri, látinn. Böm Lárasar og Hrafnhildar: Þórður Georg, f. 29.12.1954, raf- virki og knattspyrnu- þjálfari í Garðabæ, kvæntur Unni Kristínu Sigurðardóttur hjúkr- unarfræðingi, börn: HrafnhUdur Lára, Guð- leif Edda og Sigurður Sveinn; Haraldur Rand- ver, f. 22.12. 1956, graf- ískur hönnuður, í sam- búð með Guðlaugu Jón- asdóttur skrifstofu- manni, dóttir Ásdís Lovísa, stjúp- sonur Halldórs Jónas Rafnsson; Lár- us Hrafn, f. 6.6. 1961, framkvæmda- stjóri, kona Rósa Hallgeirsdóttir verslunarmaður, dóttir þeirra Tinna Gná. Dóttir Rósu er Hildur Dagný Kristjáns- dóttir, hennar sonur Aron Örn Steinarsson. Systkini Lárusar: Þórarinn matsveinn, Sigurjón síma- maður, Sigurður bæjar- starfsmaður, Ingi sjómað- ur, Ólafur prentari, allir látnir. Systir Lárasar er Guðlaug. Foreldrar Lárusar: Hall- bjöm Þórarinsson, f. 25.11. 1890, d. 20.6. 1982, trésmið- ur, og Halldóra Sigurjóns- dóttir, f. 1.4. 1894, d. 12.10. 1955, hús- móðir. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík. Láras og Hrafnhildur era á ferða- lagi á afmælisdaginn. LárusHallbjörnsson. Til hamingju með afmælið 26. ágúst 85 ára______________ Ágúst Guðjónsson, Hólmgarði 13, Reykjavík. María Ragnarsdóttir, Þórannarstræti 85, Akureyri. 75 ára________________________ Aðalsteinn Sigurðsson, Njálsgötu 47, Reykjavík. Anna M. Thorlacius, Hagamel 50, Reykjavík. Erlendur Hansen, Skagfirðingabraut 45, Sauðár- króki. Pétur Sigurðsson, Ljósheim- um 8, Reykjavík. 70 ára______________________ Júlia Hannesdóttir, Hæðargarði 23a, Reykjavík. Hún tekur á móti vinum og ættingjum á heimili dótt- ur sinnar að Logafold 31, föstudaginn 27. ágúst kl. 17-20. Björgvin Jónsson, Holtagerði 48, Kópavogi. Egill Egilsson, Þórsmörk 5, Selfossi. Jóhannes Helgason, Hvammi 2, Flúðum. Ólafur Andrés Guðmunds- son, Álfaskeiði 85, Hafnarfirði. 60 ára Guðlaugur Bragi Gíslason, Strýtuseli 2, Reykjavík. Jónatan Eiríksson, Hraunsholtsvegi 4, Garðabæ. Sigurður Þ. Garðarsson, Hólabraut 14, Hafnarfirði. 50 ára________________________ Anna Hulda Óskarsdóttir, Greniteigi 29, Keflavík. Björk Lind Óskarsdóttir, Miðgarði 2, Keflavík. Guðrún Guðjónsdóttir, Stífluseli 10, Reykjavík. Gylfi Ámason, Víðimýri 3, Akureyri. Hermann Ingi Hermanns- son, Hjallabraut 19, Hafnarfirði. ísak Sigurðsson, Múlavegi 5, Reykjavík. Jóhanna Gunnarsdóttir, Nesbala 48, Seltjarnamesi. Magnús Guðmundsson, Heiðnabergi 6, Reykjavík. Unnar Heimir Sigursteins- son, Ranavaði 6, Egilsstöðum. 40 ára____________________ Anna Guðrún ívarsdóttir, Ránargötu 19, Reykjavík. Ásta Kristin Kristinsdóttir, Skagabraut 20, Garði. Elísabet Karlsdóttir, Skarðshlíð 16f, Akureyri. Guðmundur Helgason, Lynghrauni 7, Reykjahlíð. Ingunn Egilsdóttir, Skaftahlíð 32, Reykjavík. Katrín Þórunn Hreinsdótt- ir, Heiðargerði 37, Reykjavík. Smári Grétar Sveinsson, Faxatúni 3, Garðabæ. Gestur M. Kristjánsson Gestur M. Kristjánsson, For- sæti II, Villingaholtshreppi, Árnes- sýslu, verður áttræður á morgun, 27. ágúst. Af því tilefni taka hann og kona hans, Helga Kristín Þórarins- dóttir, á móti gestum í Þjórsárveri, Villingaholtshreppi, frá kl. 16.00 á afmælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.