Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 32
k 36 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 Útúrsnúningar „í yflrlýsingu forstjóra Kaupþings enn aö svör \ I er ekki finna nein við því sem verið er að tala um. Þar eru bara út- úrsnúningar." Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlög- maður, i DV. Vona að málinu sé lokið „Ég vona bara að þessu máli sé lokið og menn átti sig að hér eru menn einfaldlega á viiligötum." Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, í DV. Markaðssetning og saltfiskur „Mér var á sínum tíma sagt að það væri alltaf erfitt fyrir óþekkt tónskáld að koma fyrstu geislaplötu sinni á framfæri. Önn- ur platan ætti strax betri möguleika. Það er gamla sag- an, maður markaðssetur ekki einn saltfisk." Haukur Tómasson tónskáld, í Morgunblaðinu. Einn drottnar „Vandi Ríkisútvarpsins - og hann fer vaxandi - er sá aö yfir þessari mikilvægu stofn- un lýðræðis- og menningar- stofnun drottnar einn stjórn- málaflokkur." Jón Ásgeir Sigurðsson, form. starfsmannasamtaka RÚV, i Degi. Stirðbusar „Ég hef oft sagt að það eina sem norrænir kvikmyndaleik- stjórar eigi sam- eiginlegt sé hvað þeir eru stirðir. Og Bergman er náttúrlega yf- irstirðbus- inn.“ Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður, í Morg- unblaðinu. Listamaður og listsköpun „Ég er orðinn óskaplega þreyttur á því hvernig orð eins og „listamaður" og „list- sköpun“ eru notuð hversdags- lega, þegar ljóst er að næstum hver maður leggur sinn eigin skilning í þau.“ Jaroslaw Kozlowski mynd- listarmaður, í DV. K ‘ * i Hrönn Péturdóttir, framkvæmdastjóri Menntar: Þekkingaröflun verður alltaf að vera til staðar „Þetta er fyrsti Dagur símenntun- ar sem haldinn er á landsvísu. Það var Dagur simenntunar árið 1996 og þá reyndar sem evrópskur dagur sí- menntunar á vegum Evrópusam- bandsins og var eingöngu dagskrá í Reykjavik. Nú verður dagskrá á þrjá- tíu stöðum á landinu og eru það um eða yfir tvö hundruð aðilar sem standa að deginum, fyrirtæki stofn- anir og skólar," segir Hrönn Péturs- dóttir, framkvæmdastjóri Menntar, samstarfsvett- vangs atvinnulífs og skóla, en hún ásamt sínu fólki hefur unn- ið að undirbúningi Dags símenntunar frá því i apríl. Hrönn segir dagskrána orðna mjög fjölbreytta: „Það sem við stefnum að er að dagskráin verði lifandi, þar sem fólk getur komið og prófað að setjast inn á námskeið, til dæmis í ung- bamanuddi, leirvinnslu, bókmennt- um eða notkun tölva svo eitthvað sé nefnt. Fólk getur einnig kynnt sér hvað er í boði á námsbrautum og námskeiðum, hvaða styrkveitingar eru í boði og hvaða stefnu ákveðin fyrirtæki hafa. Á sumum stöðum verður einnig náms- og starfsráð- gjöf.“ Hugtakið símenntun er framandi fyrir marga: „Þetta er Maður dagsins víðtækt orð og hef- ur verið notað á misvísandi hátt. Þetta viljum við með- al annars leiðrétta á þessum degi. Það sem átt er við með símennt- un er að menntun er ferli sem í rauninni byrjar við fæðingu og endar við dauða. í dag, þegar ein- staklingurinn er búinn með nám, hvort sem það er grunn- skóli, mennta- skóli, há- skóli eða verk- mennt, þá er námið ekki búið heldur verður þekkingaröflunin alltaf að eiga sér stað og við viljum með þessum degi fá fólk til að kíkja aðeins á stöðuna hjá sér, sjá hvað það vill í framtíð- inni, bæði persónulega og tengt starfi og meta sín mál og kanna hvaða leið- ir það getur farið.“ Miðstöð Dags símenntunar verður í Viðskiptaháskólanum og Verslun- arháskólanum í Reykjavík. „Þar verður mikil dagskrá, meðal annars fyrirlestrar þar sem við nýtum okkur tæknina og samkeyrum þá á öllum þrjátíu stöðunum á landinu og fjalla fyrirlestrarnir meðal annars um hvaða möguleikar eru fyrir _____________ hendi í atvinnulífinu og tjamámi. Þá verð- um við með bamadagskrá þar. í Keldnaholti era síðan þeir aðilar sem standa að menntun í byggingariðnaði og þeir sem standa að menntun í bíl- greinum verða í Borgarholtsskóla." Hrönn er framkvæmdastjóri Menntar: „Mennt er í eigu, ef svo má segja, atvinnulífsins, samtaka at- vinnurekenda og launafólks, ásamt því aö iðnmenntaskólar landsins og háskólar koma að stofnuninni og eram við þjónustu- og framkvæmdar- aðili fyrir þessa aðUa. Við styðjum við þeirra starf, stuðlum að samstarfi þeirra á milli og sinnum ákveðinni upplýsingaskyldu. Dagur simenntun- ar hefur veriö okkar aðalverkefni að undanfómu og þótt málefnið sé al- varlegt þá er ætlunin að hafa þetta lifandi og skemmtUegt og við erum mjög ánægð með þær undirtektir sem við höfum fengið og búumst við að fjöldi fólks hvar sem á landinu nýti sér þetta tækifæri." -HK Verk eftir Þórö Hall. Þórður Hall geng- ur til liðs við Meistara Jakob Nýverið hafa aðstandend- ur Meistara Jakobs______ Listhúss að Skóla- vörðustíg 5 bætt Þórði Hall inn i sinn hóp. Þórður starfað lengi að myndlist og hefur haldið margar sýn- ingar og era verk eftir hann í eigi helstu lista- safna hér á landi og erlend- is. Meistari Jakob er rekið af eUefu listamönmnn úr tlestum greinum myndlist- ar. Þar era tU sölu bæði stór og smá verk, olíumál- verk, grafik, vatnslita- myndir og veflist, einnig gott úrval nytjahluta úr gleri og leir. Aðstandendur Meistara Jakobs auk Þórðar era: Að- alheiður Skarphéðinsdóttir, Anna Sigríður Sigurjóns- dóttir, Auður Vésteinsdótt- ir, Elísabet Haraldsdóttir, Duðný Hafsteinsdóttir, _______________Hjördís Frímann, CiíninMr Jean Antoine dynmgar posocco, Kristín Geirsdóttir, Mar- hefur grét Guðmundsdóttir, Sig- ríður Ágústsdóttir og Þor- björg Þórðardóttir. Trúarvakning Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Kvenfólkið í knattspyrnunni verður í sviðsljósinu í kvöld. Fjórir leikir í Urvalsdeild kvenna Eftir smáhlé hjá kvenfólkinu i knattspymunni verður tekið upp þar sem frá var horfið í úr- valsdeUdinni og era fjórir leikir í kvöld. í efsta sæti deUdarinnar situr KR og era lítU líkindi á að KR-stúlkur gefi eftir sæti sitt en þær eiga heimaleik í kvöld gegn Grindavík. Ættu grindvísku stúlkumar ekki að vera þeim mikU fyrirstaða. Á Kópavogs- veUi er nágrannaslagur á mUli Breiðbliks og Stjörnunnar, á FjölnisveUi taka Fjölnisstúlkur á móti ÍA og í Vestmannaeyjum leika ÍBV og Valur. AUir leikim- ir hefjast kl. 18.30. íþróttir Tveir leikir eru í 1. deUd karla. Þar hefur Fylkir öragga forystu og hefur haft mikla yfir- burði í deUdinni. Liðið leikur ekki í kvöld heldur nágrannam- ir, ÍR, sem leika gegn SkaUa- grími. Á KaplakrikaveUi leika FH og Stjaman. Báðir leikfrnir hefjast kl. 18. Einn leikur er í 1. deild kvenna í kvöld. Á Ásvelli leika Haukar og Grótta og hefst sá leikur kl. 18.30. Bridge ítalir græddu 13 impa gegn Banda- ríkjamönmun á þessu spUi í úrslita- leik um HM-titU yngri spUara í Flór- ída í síðustu viku. ítalimir höfðu mörgum sinnum betur í sögnum heldur en Bandaríkjamennirnir í leiknum, meðal annars i þessu spUi. Sagnir gengu þannig í opnum sal með ítalina DíAvossa og MaUardi í NS, suður gjafari og NS á hættu: * - * ÁKD9 * Á96 * DG10965 4 KDG762 G65 -*■ G54 4 3 4 Á10943 * 43 D2 4 ÁK72 Suður Vestur Norður Austur MaUardi Greco DíAvos. Willenk. 1 4 pass 2 4 pass 24 pass 2» pass 34 pass 3-*- pass 3* pass 4 4 pass 4 4 pass 5 grönd pass 74 p/h Ekki er greinarhöfundi þessa dálkar fullkunnugt um merkingu sagna þeirra félaganna en fimm granda sögn norð- urs bað þó suður um að segja 7 með bæði háspUin í laufi. Úrvinnslan í þessum samn- ingi var ekkert vandamál, 8 slag- ir fengust á tromp og hinir á toppslagi í hliðarlitum. í lokuðum sal opnaði Bandaríkjaniaðurinn Wooldridge á einum spaðá\ félagi hans Carmichael svaraði á tveimur laufum og Wooldridge hækkaði strax í 3 lauf. Ekki slæm byrjun, en það var síðan Wooldridge sem gaf alslemmutilraun með 5 gröndum á suðmhendina. Carmichael brast kjarkinn og lét hálfslemmuna duga. ísak Öm Sigurðsson ♦ 85 ♦ 10872 ♦ K10873 4 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.