Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 1
19 Verö ekki rík - sjá viðtal við Erlu Hend- riksdóttur Sigurbjörn Hreiðarsson, Valsmaður, setti met í tíu liða efstu deild gegn ÍBV í gær er hann skoraði úr 8. og 8. vítaspyrnu sinni í sumar. Þessar vítaspyrnur tryggðu Valsmönnum mikil- vægt en óvænt stig í fallbar- áttunni og Sigurbjörn bætti jafnframt árangur Bjarna Sveinbjörnssonar úr Þór frá Akureyri sem skoraði úr 6 vítum af 7 tilraunum 1994. Ekkert félag hefur náð að ^"~ skora átta mörk úr vítum á einu tímabili en Þórsarar 1994 og Skagamenn og Eyjamenn 1995 höfðu skorað úr flestum áður eða sex. Flest víti á einu tímabili hafa umræddir Þórsarar frá 1994 fengið eða átta og hafa Valsmenn því þegar jafnað það met. Sigurbjörn er nú markahæsti maður deildarinnar með níu mörk ásamt Bjarka Gunnlaugs- syni hjá KR. Hann hefur nýtt all- ar níu vítaspyrnur sínar i efstu deild og aðeins Sigurður Grétarsson hefur nýtt fleiri 100% eða 12 spyrnur. -ÓÓJ Sigurður Sveinsson yfirmaður íþrótta DV Sigurður Sveinsson hefur verið ráðinn yfirmaður íþróttadeildar DV og hefur hann störf um komandi mánaðamót. Sigurður, sem er 40 ára gamall, er einn af þekktustu íþróttamönnum landsins. Hann var landsliðsmaður i handbolta í mörg ár og spilaði sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi og á Spáni. Síðustu ár hefur hann leikið handbolta með íslenskum félagsliðum og er nú þjálfari meistaraflokks HK. Eiginkona Sigurðar er Sigríður Héðinsdóttir og eiga þau hjón 2 börn. Tékkinn Tomas Dvorák tryggði sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er hann vann tugþrautina á heimsmeist- aramótinu í frjálsum í gær. Dvorák hafði nýtt heimsmet í aug- sýn til að byrja með eftir að hafa náð sínum besta árangri í 3 fyrstu greinum keppninnar en varð á endan- um 220 stigum á eftir heimsmeti sínu. Tékkinn á þó greinilega góða mögu- leika á að verða sá fyrsti til að ná 9.000 stigumim. Sigur Dvoráks var aldrei í hættu og hann hafði 112 stiga forustu fyrir síðustu grein. Hinn 27 ára herforingi í tékkneska hernum endaði síðan með 188 stiga örugga for- ustu. „Ég stefndi á að bæta árangur minn þegar ég vann i Aþenu 1997 en þá hlaut ég 8.838 stig en aðstæður voru ekki nógu góðar til að ná þeim ár- angri, hvað þá nýju heimsmeti," sagði Dvorák eftir keppnina. Silfurverðlaunin fóru til Bretans Deans Maceys sem kom mjög á óvart og hafði betur en Bandaríkjamaður- inn Chris Hufflns. Macey þessi hafði ekki keppt í tug- þraut í þrjú ár fyrir þremur mánuð- um síðan vegna álagsmeiðsla á sinum í báðum fótum en blómstraði í tug- þrautarkeppninni nú, flestum ef ekki öllu til mikillar undrunar, Felldi byrjunarhæð Eistinn Erki Nool varð fyrir miklu áfalli i sinni bestu grein er hann felldi byrjunarhæð í stangarstökki og missti þar með af möguleikanum á verðlauna- sæti. Þeir félagar Nool og Jón Arnar ollu þannig báðir sér og stuðningsmönnum sínum vonbrigðum á þessu móti. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.