Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 3
20 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 21 Sport oka Tveir reyndir leikmenn koma inn í byrjunarlið Kilmarnock í kvöld en það eru þeir Ally McCoist og Ian Durrant sem báðir voru á varamannabekkn- um í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli. McCoist, sem er 37 ára gamall, er einn mesti markaskorari Bret- landseyja en hann gerði sem kunnugt er garðinn frægan með Glasgow Rangers eins og Durrant. Aó öllum likindum verð- ur liö KR þannig skipaö: margir vilja meina að sé úrslitaleikur íslandsmótsins. Þaó hefur gengió illa hjá Kilmarnock á síð- ustu vikum. Liðið beið lægri hlut fyr- ir St.Jonstone í skosku A-deildinni á laug- ardaginn og var það þriðji tapleikur iiðsins í deildinni í röö. Það er því komin nokkur pressa á þjálfarann Bobby Williamson og tap gegn KR í kvöld gæti orðið hans síðasti leikur með lið- ið. Valsmaðurinn Ólafur Ingason, til vinstri, flskaði sitt flórða víti i úr- valsdeildinni í sumar í gær gegn Eyjamönnum er Blynur Stef- ánsosn ýtti á bak hans i teignum. Ólafur á þó enn nokkuð i aö jafna met Ragnars Margeirssonár í tíu liða efstu deild en Ragnar fiskaði 6 víti fyrir Keflavik sumarið 1985. -GH/-ÓÓJ Kristján Finnbogason - Sig- urður öm Jónsson, David Winnie, Þormóður Egils- son, Bjami Þorsteinsson - Sigþór Júlíusson, Þórhallur Hinriksson, Sigursteinn Gislason, Einar Þór Daní- elsson - Bjarki Gunnlaugs- son, Guðmundur Bene- diktsson. Sigursteinn Gislason, til hægri, er enn spumingarmerki og það ræðst ekki fyrr en í dag hvort hann getur spilað leikinn. úndum en hún er að verja heimsmeistara- titil sinn frá því i Aþenu 1997. KR-ingar fá góóan stuðning frá sínum eld- heitu stuðnings- mönnum en 80 þeirra eru mætt- ir til Skotlands gagngert til að hvetja sína menn. Stuóningsmenn KR fá erfitt verkefni því reiknað er með 15-18 þúsund stuðn- ingsmönnum Kilmamock. Ludmila Engquist, til hægri, sem nú keppir fyrir Svía, náði besta timanum í gær í undanriðlum 100 metra grinda- hlaups kvenna. Afrek hennar er ekki sist mikið fyrir það að hún greindist með brjóstakrabbamein i mars síðastliðnum og fór í að- gerð 21. apríl til að fjar- lægja annað brjóstið. Engquist hljóp á 12,62 sek- KR-ingar eru í svipaðri stöðu núna og fyrir þremur árum. Þá léku þeir Evrópu- leik gegn AIK í Svíþjóð á fimmtudegi og mættu svo Skagamönnum í hreinum úrslitaleik um íslands- meistaratitilinn. Þar höfðu Skaga- menn betur eins og flestum ætti að vera kunnugt. Núna lítur þetta þannig út að í kvöld mæta KR-ing- ar Kilmarnock og á sunnudaginn fá þeir Islandsmeistara IBV í heimsókn sem inn vildi boltinn ekki og jafntefli var staðreynd. Ekkert annað en sigur á sunnudag íslandsmeistararnir máttu illa við því að missa stig i þessum leik í baráttu sinni við KR um titilinn. Þama áttu þeir möguleika á að komast upp að hlið vesturbæjarliðsins en það mistókst. Þeim dugir því ekkert annað en sigur í Frostaskjólinu á sunnudag- inn. Til þess að svo verði þarf meiri brodd í leik liðsins en hafa verður í huga að aldrei eru Eyja- menn betra en þegar á brattann er að sækja. Ingi Björn Albertsson er á réttri leið með sína menn sem sýndu mikla baráttu og skynsaman leik. Nái þeir að halda þessu striki eru þeir ör- uggir um að halda sæti sínu í deildinni. Sanngjörn úrslit Ingi Bjöm Albertsson, þjálfari Vals, var nokkuð sáttur við úr- slitin. „Við áttum líka tækifæri til að vinna leikinn þannig að kannski var jafntefli sanngjörn úrslit,“ sagði Ingi Björn. Að- spurður um vítaspyrnurnar sagði hann að aðstoðardómar- inn hefði verið í góðri aðstöðu til að sjá hvað gerðist. „Hann sá þetta miklu betur en ég þannig að ég verö að treysta að þetta hafi verið víti. Það hefur aldrei verið spurning í okkar huga að við ætlum að halda sæti okkar í deildinni," sagði Ingi Bjöm þegar hann var spurður hvort búast mætti við sama kraftinum í liðinu á lokasprettinum þar sem það er að berjast fyrir lífi sinu. „Grimmd og barátta verður að vera til staðar, sama hvort menn em á botni eða toppi. Ég verð því að vona að hún haldist. Þá er ég bjartsýnn á framhaldið og þessi leikur var skemmtilegur. Ég er stoltur af liði mínu.“ -ÓG 50 km ganga karla: 1. German Skurygin, Rússlandi 3:44;23 2. Ivano Brugnetti, ítaliu .. . 3:47;54 3. Nikolay Matukhin, Rússlandi 3:48;18 4. Curt Clausen, Bandar....3:50;55 5. Valneti Massana, Spáni . . . 3:51;55 400 metra grindahlaup kvenna: 1. Daimi Pemia, Kúbu.........52,89 2. Nezha Bidouane, Marakkó . . 52,90 3. Deon Hemmings, Jamaíka . . 53,16 4. Andrea Blackett, Barbados . . 53,36 5. Sandra C-Glover, Bandar. . . 53,65 110 metra grindahlaup karla: 1. Colin Jackson, Bretlandi . . . 13,04 2. Anier Garcia, Kúbu........13,07 3. Duane Ross, Bandar........13,12 4. Tony Dees, Bandar.........13,22 5. Falk Balzer, Þýskalandi .... 13,26 Kúluvarp kvenna: 1. Astrid Kumbemuss, Þýskalandi 19,85 2. Nadine Kleinert, Þýskalandi 19,61 3. Svetlana Krivelyova, Rússlandi 19,43 4. Yanina Korolchik, Hvíta-Rússl. 19,17 5. Cheng Xiaoyan, Kína.......18,67 Þrístökk karla: 1. Charles M. Friedek, Þýskalandi 17,59 2. Rostislav Dimitrov, Búlgaríu 17,49 3. Jonathan Edwards, Bretlandi 17,48 4. Andrew Murphy, Ástralíu . . 17,32 5. Paolo Camossi, Ítalíu.....17,29 Tugþraut karla: 1. Tomas Dvorák, Tékklandi . . . 8744 2. Dean Macey, Bretlandi...... 8556 3. Chris Huffins, Bandar...... 8547 4. Sebastien Levicqa, Frakklandi 8524 5. Lev Lobodin, Rússlandi .... 8494 Dagskráin á HM í dag: í dag fara fram úrslit i stangarstökki karla (klukkan 17:10), 400 metra hlaupum karla (18:45) og kvenna (18:30) og 10 þúsund metra hlaupi kvenna (19:00). 400 metra hlaup karla vekur mikla athygli og þar gæti vissulega fyrsta heimsmet þessa heimsmeistara- móts fallið hjá Michael Johnson frá Bandaríkjunum sem virðist vera í heimsmetaformi. -ÓÓJ Valsmenn eflast Valsmenn efldust til muna eftir þetta og á 40. mínútu kom Hjalti Jó- hannesson við sögu þegar hann og Matthias Guðmundsson áttust við við vítateig Eyjamanna. Lauk þeirri viðureign með því að Matthías féll. Dómarinn sá ekkert athugavert við þetta en þá kom að aðstoðar- dómaranum að láta til sín taka. Dæmdi hann víta- spymu sem verður að teljast með þeim vafasamari. Heimamenn uppskáru jöfnunarmarkið á 54. mín- útu eftir þunga pressu í upphafi seinni hálfleiks og var þar að verki Goran Aleksic, besti maður leiks- ins. Eyjamenn héldu áfram að sækja og fór leikur- inn að mestu leyti fram inni á vallarhelmingi Vals- ara. Þeir voru þó langt frá því að gefast upp og náðu að skapa sér nokkur færi með skyndisóknum en Þriggja stiga forusta Manchester Atti að taka þrjú „Það átti að taka þrjú stig i dag en það gekk ekki,“ sagði Ingi Sigurðsson eftir leikinn. „Mér fannst leikurinn fara vel af stað af okkar hálfu. Við vorum miklu betra liðið á vellinum. Eftir fyrra markið okkar fáiun við á okkur víta- spymu eins og getur alltaf gerst i svona leikj- um. Seinna vítið er aftur á móti með þeim vafa- samari sem ég hef séð. Við náðum að jafna en það var ekki nóg.“ Kom baráttugleði Valsmanna ykkur á óvart? „Nei. Við höfðum verið i þessari stöðu og liö sem er í næstneðsta sæti berst fyrir lífi sinu.“ Þú skoraðir gegn KR í síðasta leiknum í fyrra. |ngi Sigurðs- Heldur þú að þú náir sama árangri á sunnudag- son j'gy inn? ‘ „Það væri ekkert leiðinlegt en aðalatriðið er að við ætlum okkur sigur. Það er eina takmarkið hjá okkur,“ sagði Ingi Sigurðsson sem átti bæði mörkin hjá ÍBV i leiknum. -OG Colin Jakcson frá Bretlandi tryggði sér sinn metra grindahlaupi i heil sex ár í gær á HM i núverandi heimsmet í greininni er hann vann í Stuttgart 1993, þá hljóp hann yfir grindurnar á 12,91 sekúndu en nú á 13,04. Reuters fyrsta heimsmeistaratitil í 110 Sevilla á Spáni. Jackson setti -llynur Stefánsson, yrirliði ÍBV Manchester United náöi í gær þriggja stiga forustu á Arsenal og Aston Villa í ensku A-deildinni með 1-2 sigri á Coventry. Markahæsti maður deildarinnar, Dwight Yorke, skoraði eitt og lagði upp annað í leiknum en hann hefur nú gert fimm mörk í fyrstu ftmm leikjunum. Paul Scholes skoraði fyrra mark Manchester en John Áloisi svaraði eftir góðan undirbúning Robbie Keane. Enn eitt tapið kom hjá Newcastle, það 4 i fyrstu 5 leikjunum, er liðið tapaði á heimavelli, 1-2, fyrir nýliðum Sunderland. Gullit lét Alan Shearer byrja á bekknum og liðið komst yfir meö marki Kevins Dyers í fyrri hálíleik en i seinni hálfleik komu attur á móti tvö mörk frá Njáli Quinn og Kevin Philipps sem tryggðu sigur gestanna. Ruud Gullit er orðinn afar valtur i sessi og það gæti jafnvel farið svo að hann stjómaði ekki liðinu í næsta leik sem er gegn toppliði Manchester United. Arsenal vann Bradford með tveimur mörkum frá Patrick Viera og Kanu á fyrstu 17 mínútum leiksins en mörkin heföu vel getað orðið tleiri. Everton vann annan stórsigur nú, 4-0, á Wimbledon. Það tók liðið 14 leiki að skora níu mörk á heimavelli í fyrra og tókst ekki fyrr en 27. febrúar en nú tók það aðeins þrjá leiki. Mörkin skoruðu þeir David Unsworth, Nick Barmby, Francis Jeffers og Kevin Campbell. Derby vann síðan botnlið Sheffield Wednesday, 0-2, með mörkum þeirra Deans Sturridge og Roys Delap. -ÓÓJ Tólfstig í pottinum „Auðvitað er maður ekki sáttur við að tapa tveimur stigum á heimavelli," sagði Hlynur Stefáns- son, fyrirliði IBV. „Ég verð að hrósa Völsurunum. Þeir spiluðu mjög vel en fengu góða aðstoð frá dómaranum með ódýrum vita- spymum sem þeir fengu. Það var þvi á brattann að sækja fyrir okk- ur en við náðum að jafna leikinn. Nú verðum við bara að vinna KR-inga i vesturbænum. Það höfum við gert áður og ætlum að gera núna. Það er líka nóg eftir af mótinu og tólf stig í pott- inum og við verðum að ná þeim sem flestum til að halda titlinum," sagði Hlynur. -ÓG Þjóðverjinn Charles Michael Friedek, að ofan, fagnaði sigri í þrístökki á HM í frjálsum á sama tíma og Bretinn Jonathan Edwards varð að sætta sig við 3. sætið. Hér til hægri er hinn 35 ára heimsmeistari í 50 kílómetra göngu, Rússinn German Skurygin. '«iin i LANDSSÍMA DEILDIN KR 14 10 3 1 31-11 33 ÍBV 14 9 4 1 25-10 31 ÍA 14 6 5 3 17-13 23 Keflavík 14 5 3 6 22-25 18 Leiftur 14 4 6 4 13-20 18 Fram 14 3 6 5 15-18 15 Breiðablik 14 3 5 6 17-20 14 Grindavtk 14 3 3 8 16-22 12 Valur 14 2 6 6 22-30 12 Vikingur, R.14 2 5 7 18-28 11 Markahæstir: Bjarki Gunnlaugsson, KR........ . 9 Sigurbjöm Hreiðarsson, Val......9 Grétar Hjartarson, Grindavik .... 8 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV ... 8 Kristján Brooks, Keflavik........7 Alexandre Santos, Leiftri .......6 Guðmundur Benediktsson, KR ... 6 Eyjamenn léku i gœr sinn 22. leik i röð á heimavelli í deildinni án þess að tapa en þeir hafa náð 60 af 66 síðustu stigum í hús á þessum sigursæla timabili liðsins á Heima(sigra)ey. Ingi Sigurósson lagði upp eitt marka Eyjamanna i gær og hefur nú lagt upp 6 mörk í sumar, þar af funm í fjórum leikjum ÍBV í röð, og er Ingi, sem átti flestar stoðsendingar i deildinni i fyrra, nú kominn tveimur sendingum á eftir KR-ingnum Guömundi Benediktssyni. -ÓÓJ íslands- og bikarmeistarar ÍBV máttu sætta sig viö 2-2 jafntefli á móti ákveðnum Valsmönnum í Eyjum í gær. Bæði mörk gestanna komu úr víta- spymum með stuttu millibili í fyrri hálíleik. Fyrra vítið var óumdeilanlegt en það seinna var í ódýrari kantinum og sló Eyjamenn aðeins út af laginu um leið og það efldi Valsmenn. Eyjamenn voru sterkari aðilinn en barátta og kraftur gestanna bauð upp á skemmtilegan leik sem hefði getað fært þeim stigin þrjú sem í boði voru. Eyjamenn höfðu tögl og hagldir í leiknum til að byrja með en þegar leið fram í leikinn fóru Vals- menn að taka betur við sér. Það var samkvæmt gangi leiksins þegar Ingi Sigurðsson skoraði fyrsta markið og staðan var orðin 1-0 fyrir heima- menn. En á 29. mínútu fóru hjól ör- laganna að snúast. Hlynur Stefánsson braut klaufa- lega á Valsmanni innan vítateigs og dæmdi Jóhannes Valgeirsson um- svifalaust víti sem Sigurbjöm Hreið- arsson skoraði örugglega úr. Maður tekur þau bara og skorar Sigurbjöm Hreiðarsson er í dag markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk og þar af hefur hann skorað átta úr vítum. Hann hefur nýtt öll ntu vítin sln 1 efstu deild. „Vtti eru færi sem verður að nýta. Ég fann mig vel í dag og enginn beygur I mér. Birkir er reyndar búinn að vera öflugur og verja vlti en þetta vora eins og hver önnur vlti. Maður tekur þau og skorar," sagði Sigurbjöm. ÓG/ÓOJ |k./ð Ingi Sigurðsson (24.) stakk ” ^ sér inn í vítateiginn og af- greiddi boltann eftir góða send- ingu Allans Mörköre frá vinstri. 0-0 Sigurbjörn Hreiöarsson ” V (30.) örugglega úr víti eftir að Hlynur Stefánsson ýtti á bak Ólafs Ingasonar eftir fyrirgjöf Sigurbjöms. 0-0 Sigurbjörn Hreiöarsson w (40.) úr víti efir að Hjalti Jó- hannesson hafði fellt Matthias Guð- mundsson aftan frá. Q-Q GoranAleksic(54.) afgreiddi fyrirgjöf Inga Sigurðssonar af markteig eftir að Mörköre og ívar Bjarklind opnuðu Valsvömina. Úrslit á HSVI i Sevilla bandaríska hlaupadrottningin Marion Jones úr leik á HM Bandaríska hlaupadrottningin Marion Jones hefur mátt kynnast gleði og sorg á heimsmeistaramót- inu í frjálsum íþróttum í Sevilla á Spáni til þessa. Hún hefur vart stigiö úr sviðs- ljósinu og keppt alla dagana 5 en í gær var álagið greinilega of mikið fyrir hina 23 ára Jones. Hún og maður hennar, C. J. Hunter, unnu bæði gull á fyrstu tveimur dögum mótsins, Jones missti síðan af öðru gullinu er hún varð þriðja í lang- stökki á mánudag og í gær náði dramatíkin hámarki er hún togn- aði aft- an í baki í undanúrslitum 200 metra hlaups- ins þar sem hún var ósigruð síð- ustu tvö árin og virtist vera á góðri leið með að ná í sitt annað gull. Læknir Jones sagði í gær að meiðslin væru það alvarleg að Jon- es myndi ekki keppa meira á mót- inu. Hunter brást hinn versti við er Jones meiddist og rauk niður á völl til að fylgja henni út af en Jones, sem stefndi á 5 gull á Ólympíuleik- unum í Sydney, verður líklega að sætta sig við aðeins eitt á þessu heimsmeistarmóti. -ÓÓJ f - C.J. Hunter, eig- inmaður Marion Jones, fylgir^^ henni hér sárþjáðri út af vellinum í Sevilla eftir að hún hafði J tognað illa aftan ím baki í undanúrslita- hiaupi 200 metraa| hlaupsins, sjá á/S'a mynd til vinstri. /M Reuters K skyttan son hjá Val tryggði Valsmönnum stigið Sport Spennandi verkefni - KR-ingar spila seinni leikinn í kvöld DV, Skotlandi: KR-ingar mæta skoska lið- inu Kilmarnock i síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í knattspyrnu á Rugby Park vellinum Kilmamock í kvöld. KR- ingar mæta í leikinnl með eins marks forskot en þeir höfðu betur í fyrri rimmu liðanna á Laugar- dalsvelli fyrir hálfum mán- uði, 1-0, með marki Þórhalls Hinrikssonar. Leikmenn KR gera sér grein fyrir því að leikurinn í kvöld verður mjög erfiður. Skotarnir munu selja sig dýrt fyrir framan stuðnings- menn sína enda vönduðu þeir ekki leikmönnum liðs- ins kveðjurnar eftir leikinn á Laugardalsvelli þar sem Kilmarnock þótti sýna slak- an leik. Mikil hátíðarhöld eru í kringum leikinn í Kilmarnock en einmitt þenn- an dag fyrir 100 árum var fyrst leikin knattspyrna á Rugby Park vellinum. í til- efni þessara tímamóta hefur miðaverð á leikinn verið lækkað og er reiknað með mjög góðri aðsókn. Völlurinn tekur um 18.000 manns og menn eru bjart- sýnir á að sá fjöldi mæti og styðji við bakið á Kilmarnock. „Ég lít á þennan leik sem mjög spennandi verkefni. Við mætum óragir til leiks þó svo við gerum okkur al- veg grein fyrir því að leik- urinn verður mjög erflð- ur. Hjá Skotunum er þetta allt eða ekkert og . | þeir hafa sagt í blöðunum ^ hér að þeir ætli að sýna ís- lendingunum að þeir séu miklu betri en við. Fyrsti hálftíminn í leiknum verður mjög mik- væg- ur. Ef við náum að halda markinu hreinu þeim tíma munu leik- menn Kilmarnock og ekki síður stuðn- ingsmennirnir fara að verða órólegir. {d Hjá okkur er mark- miðið að spila okk- ar leik og svo lengi | sem við gerum það hef ég ekki áhyggjur,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, i samtali við DV í gær. Aðspurður hvort stórleik- urinn gegn ÍBV á sunnudaginn truflaði pndirbúning hans 'manna sagði Atli: „Við eigum enga völ. Auð- vitað hefðum við kosið að mæta einhverju öðru liði en ÍBV eftir Evrópuleikinn en það er ekkert við því að gera. Leikurinn gegn Kilmamock er núna sá leik- ur sem við erum með hug ann við og eftir hann fórum við að spá í deildina heima,“ sagði Atli. Leikmenn KR mættu til Kilmamock á þriðjudag og hafa æft við ágætar aðstæð- ur. í gærkvöldi æfði liðið á Rugby Park vellinum á sama tíma og leikurinn fer fram í kvöld eða klukkan 18.45 á ís- lenskum tíma. Sjúkraþjálfarar og læknar KR-liðsins hafa haft í nógu að snúast frá því eftir leikinn gegn Breiðabliki á laugardag- inn en þeir Bjarni Þorsteins- son, Sigursteinn Gislason og David Winnie urðu fyrir meiðslum og lengi vel var ótt- ast að Sigursteinn og Bjarni gætu ekki leikið i kvöld. Þeir era hins vegar allir að bragg- ast og Atli Eðvaldsson, þjálf- ari KR, getur því væntan- lega teflt fram sínu sterkasta liði. -GH IBV2(1) - Valur 2 (2) Birkir Kristinsson @ - Ivar Bjarklind, Zoran Miljkovic, Hlynur Stefánsson @, Hjalti Jóhannesson - Ingi Sigurðsson @, ívar Ingimarsson @, Guðni Rúnar Helgason (Jóhann Möller 86.), Goran Aleksic @, Allan Mörköre (Kristinn Hafliðason 64.) - Stengrímur Jóhannesson (Kjartan Antonsson 86.). Gul spjöld: engin. Hjörvar Hafliðason @ - Sigurbjöm Hreiðarsson @, Stefán Ómarsson, Lúðvík Jónasson, Hörður Már Magnússon - Matthias Guðmundsson @ (Helgi Már Jónsson 88.), Amór Guðjohnsen, Kristinn Lárusson @, Adolf Sveinsson (Guðmundur Brynjólfsson 46.) - Jón Þ. Stefánsson @, Ólafur Ingason ÍBV - Valur Markskot: 13 Horn: 10 Áhorfendur: 720.\ ÍBV - Valur Völlur: Frábært veður, háll Dómari: Jóhannes Valgeirs- son sem var í meðallagi. Maður leiksins: Goran Aleksic, IBV Fjölhæfur og skemmtilegur leikmaður meö auga fyrir spili.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.