Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 21
X>*V LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 aðild Jóns Ólafssonar að Orca S.A. og FBA? „Það kom mér ekkert á óvart hverjir stóðu að kaupunum og ég held að Jón sé alveg jafhgóður kaup- andi og fær um að reka banka og hver annar." Hvemig hefur þér reynst að skipta við Jón? „Ég held ég hafi nú ekki yfir miklu að kvarta. Hann er harður og ákveðinn og hefur kannski komið iila við einhverja sökum þess. Ég var ásamt honum hluthafi í Fjöl- miðlun sem var meðal eigenda að Stöð 2. Hann sölsaði það fyrirtæki undir sig. Að mínu viti var ekkert ólöglegt við það. Menn bara enduðu með að selja honum þetta.“ Harður en löghlýðinn Aðrir sem haft var samband við og átt hafa í viðskiptum við eða með Jóni reyndust Qestir tregir til að ræða þetta mál opinberlega, ekki hvað síst vegna þess hve pólitískt það er orðið. „Ég hef engan áhuga á að blanda mér í þetta mál“ var oftar en ekki viðkvæðið. Þeir sem á ann- að borð vildu tjá sig um samskipti sín við Jón gerðu það með skilyrði um að vera ekki nafngreindir. Allir voru sammála um að Jón væri mjög fylginn sér og harður bis- nessmaður sem gengi eins langt og hann gæti til að ná markmiðum sín- um. Þessi viðskiptaharka hefði stundum leitt til þess að Jón missti sjónar á óskráðum siðferðilegum leikreglum viðskipta, og mannlegra samskipta almennt, samanber það að hann hefði ekki hikað við að bola fyrrum félögum sínum út úr fyrir- tækjum ef svo bar undir og skákað mörgum í valdatafli innan stjóma fyrirtækja sem hann kom að. í klækjabrögðum á viðskiptasviðinu stæðust fáir honum snúning. Enginn sagðist vita til þess að Jón hefði brotið lög í viðskiptum sínum en létu þó í ljós þá skoðun að meint hagsmunatengsl og viðskipti inn- byrðis milli fyrirtækja hans hefðu ekki þótt til fyrirmyndar í „eðlilegu" viðskiptalífi. Um það hefur verið fjaliað oftsinnis í fjölmiðlum, til dæmis Heimsmynd, Pressunni og Morgunpóstinum. Einn viðmælenda blaðsins, sem lengi stundaði viðskipti með Jóni, sagði spurður um hvort hann hefði orðið var við óheiðarlega viðskipta- hætti hjá Jóni: „Nei. En ég myndi ekki endilega vilja fara út í mjög náin viðskipti með honum aftur. Ekki vegna þess að hann sé ekki klár, heldur hugsar hann bara öðmvísi en ég. Það verð- ur bara hver að fá að vinna hlutina eins og hann vill. Sínum augun lítur hver á silfrið." Finnur Þór Vilhjálmsson afturhaldsþjóðfélagi. Einkaframtak- ið hefur alltaf verið litið homauga hér á landi og þá sérstaklega ef menn vilja standa á eigin fótum og gera hlutina á annan hátt en venja er,“ segir Emil Andersen sjómaður og neitar því ekki að hann öfundi Jón Ólafsson eilítið: „Þetta er mað- ur sem á fullt af seðlum og ég gæti alveg hjálpað honum við að eyða þeim. Jón er vel að þessu öllu kom- inn. hann hefur örugglega unnið fyrir peningunum sjálfur til að byrja með og síðan verið sniðugur viö að láta aðra vinna fyrir sig upp á síðkastið. Við stjómmálamennina sem hafa verið að gagnrýna Jón og starfshætti hans vil ég bara segja þetta: Grjóthaldið þið kjafti og skammist ykkar fyrir allt það bruðl og sóun á almannafé sem þið sann- anlega hafið orðið sekir um. Eftir alla þá glæpi er aumkunarvert að sjá ykkur gráta eins og böm yfir velgengni manns sem er að spila með eigið fé,“ segir Emil Andersen. -EIR „Þetta hefur alltaf verið til staðar. Ég lít svo á að það sé alltaf verið að reyna að viðhalda þessum valda- blokkum sem til eru í þjóðfélaginu. Þegar einhverjir aðrir koma fram og láta til sín taka á viðskiptasvið- inu þá halda þessir aðilar að öllu sé beint gegn þeim, sem er rangt.“ Jón Ólafsson segist ekkert hafa að segja um ræðu forsætisráðherra á Hólahátíð: Umræðan lýsir okkar litla þjóð- félagi betur en nokkuð annað Hefur þú eitthvað að segja um ummæli forsætisráðherra á Hóla- hátíð? „Nei, alls ekkert." Hvernig túlkar þú þau? „Ég hef ekki reynt að túlka þau á einn eða annan hátt. Hann er ein- fær um það sjálfur og sá eini sem það getur gert, held ég.“ Hver var aðdragandi aðildar þinnar að Orca S.A.? „Mér var boðið að kaupa þessi hlutabréf í desember í fyrra þannig að þetta hefur verið lengi í deigl- unni.“ Þó að þú treystir þér ekki til að segja neitt um sjálf ummæli Dav- íðs eða merkingu þeirra, hvað flnnst þér um umræðuna sem orðið hefur í þjóðfélaginu í kjöl- far þeirra að undanförnu? Kom hún þér á óvart? „Já og nei. Það eru til menn á ts- landi sem hafa afskaplega gaman af því að tala um hlutina. Ég held að allt þetta mál í heild sinni hafi feng- ið nokkuð einkennilega umræðu og lýsi kannski okkar litla þjóðfélagi betur en nokkuð annað." Hvað um greinar Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Morgunblaðinu sem eiga augljós- lega við þig? „Ég hef sagt það áður að mér er löngu ljóst að Hannes Hólmsteinn er mjög hrifinn af mér.“ Hefur þú fengið áhka viðbrögð áður við umsvifum þínum? „Ekki svona afgerandi, kannski. En þetta hefur alltaf verið til staðar. Ég lít svo á að það sé alltaf verið að reyna að viðhalda þessum valda- blokkum sem til eru í þjóðfélaginu. Þegar einhverjir aðrir koma fram og láta til sín taka á viðskiptasvið- inu þá halda þessir aðilar að öllu sé beint gegn þeim, sem er rangt.“ Þannig að þú tengir þessar hræringar fyrst og fremst hræðslu valdastétta um að missa áhrif og völd? „Ég held að það sé meira það en nokkuð annað, jafnfurðulega og það kann að hljóma. En við sem stönd- um að Orca S.A. erum ekki í nein- um valdaleik heldur einfaldlega að stunda viðskipti." R-listinn skuldar mér ekki neitt Telur þú að þetta geti tengst með einhverjum hætti hinni um- deildu lóð í Laugardal sem stend- ur til að þú fáir? „Við höfum ekki fengið neinni lóð úthlutað. Það hefur komið til tals að svo verði en ég tel það ekki tengjast þessu máli.“ Hvað ætlast þú fyrir þar? „Þar langar mig að byggja tóm- stundahús sem verður gott athvarf fyrir alla fjölskylduna á löngum og dimmum vetrarkvöldum." Hvar er það mál statt í kerfinu núna? Veistu hvenær niðurstöðu er að vænta? „Þetta er í höndum borgaryfir- valda og ég veit ekki hvenær úr verður skorið með þetta. Það hefur enginn talað við mig um þessi mál.“ Hvað um fullyrðingar Hannes- ar Hólmsteins þess efnis að með úthlutun hússins til þín æth R- listinn að endurgreiða þér fjár- hagslegan stuðning við sig í borg- arstjómarkosningum? Hefur þú stutt R-hstann fjárhagslega og, ef svo er, hversu mikið? „Mér er ekki kunnugt um að R- listinn skuldi mér eitt né neitt. Hins vegar mætti auðveldlega komast að raun um það með því að opna bæk- ur allra stjórnmálaflokka á Islandi og sjá þá hvort og hversu mikið ég og aðrir hafa borgað í sjóði þeirra - ef eitthvað er. Fyrr en það gerist er illmögulegt að vita hver skuldar hverjum. Ég man ekki til þess á sin- um tíma, þegar ég starfaði í Sjálf- stæðisflokknum, að hann hafi skuldað mér eitthvað. Hann hefur allavega ekki sýnt það.“ Þannig að þú hefur ekki greitt í kosningasjóði R-hstans? „Nei.“ ■ Nenni ekki að velta mér upp úr orðum Hannesar Hvernig svarar þú þessum staðhæfingum Hannesar? „Þær eru ekki til neins annars gerðar en að blekkja og kasta ryki í augun á fólki. Það er náttúrlega merkilegt að prófessor við Háskóla íslands skuli starfa þannig og fá að starfa þannig fyrir yfirvöldum Há- skólans, að vera með dylgjur og saurburð opinberlega. Enda tekur enginn mark á honum. Ég nenni ekki að velta mér upp úr því sem Hannes segir. Mér finnst hann ekki þess virði.“ Hverjar eru áætlanir þínar með Arnarneslandið í Garðabæ sem þú keyptir í vetur? Nú segja bæjaryfirvöld að ekkert verði byggt þar næstu tvö árin a.m.k. vegna áætlana annars staðar á aðalskipulagi. Hefur það ein- hver áhrif á þínar áætlanir? „Það truflar mig ekkert. Ég ætla mér að vinna þetta í góðu samstarfi við þau og selja þetta hægt og ró- lega. Mér liggur ekkert á.“ Hver hafa afskipti þín af póh- tík verið í gegnum tíðina? „Ósköp litil. Það er vel þekkt að ég í starfaði í Sjálfstæðisflokknum frá unglingsaldri fram á miðjan síðasta áratug. Þá enduðu mín af- skipti af pólitík." Hvers vegna sagðir þú skihð við Sjálfstæðisflokkinn? „Ég sagði í sjálfu sér ekki skilið við neitt. Ég ákvað einfaldlega að vera ópólitískur." Hvar stendur þú í póhtík núna? „Eins og ég sagði þá er ég óháð- ur og vil vera það. Ég kaus ekki í síðustu kosningum." Ekki neinum ham Hvemig hefur umræðan komið við þig? „Ósköp lítið. Ég hef mikið verið erlendis eða úti á landi.“ Þú ert kannski orðinn vanur því að vera umdeildur? „Það mætti segja það.“ Það vakti athygli þegar út- svarsgreiðslur þínar bentu til tæplega 80 þúsund króna mánað- artekna. Margir hafa velt því fyr- ir sér hvemig maður með þau laun fer að því að kaupa sér hlut í banka á mihjarð. „Það er nú einu sinni þannig á ís- landi að tölur sem gefnar eru upp eru vegna atvinnutekna. Ég hef ekki haft launað starf síðan ég var út- varpsstjóri á Stöð 2. Ekki er gefiö upp hversu mikið menn greiða í fjármagnstekjuskatt og hvaða tekjur menn hafa af því. Þetta er skýring- in.“ Svo þar hggur greiðsla þín til samfélagsins...? „Já, en það má ekki gleyma þvi að ég og fjölskylda min höfum búið á Englandi frá því á síðasta ári. Þar sækja börnin min skóla og þar, fyrst og fremst, nota ég þá þjónustu sem samfélagið býður en ekki hér heima.“ Höfðu flutningarnir til Eng- lands eitthvað að gera með um- fjöllun fjölmiðla um þig síðustu árin? „Nei, mig langaði fyrst og fremst aö gefa börnunum mínum tækifæri til að fá að mennta sig í góðu kerfi því að okkar þjóðfélag telur sig ekki hafa efni á að fjárfesta í börnunum sínum, því miður. Ég tel mennta- stefnu á íslandi vera gjörsamlega í molum." Eitthvað að lokum um ræðuna margnefndu? „Nei, ég hef ósköp litla skoðun á þessu öllu sama. Ég er ekki í nein- um ham.“ -fin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.