Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 35 (1flar Nýtt viðmiðunarverðskerfi fyrir notaða bíla: Stuðlar að jafnara og raunhæfara endursöluverði Um þessar mundir eru bllaumboðin að taka í notkun nýtt tölvukerfi með viðmiðunarverðlista fyrir notáðabíla. Nokkur undanfarin ár hefur ver- ið stuðst við prentaða viðmiðunarlista sem oft hafa verið allnokkuð á eftir tímanum. Hvert um- boð hefur gefíð út lista með afskrifuðu verði á þeim bílum sem þau selja nýja og verið mis- dugleg við að endurnýja þessa lista þannig að þeir hafa ekki verið sérlega traust heimild til verð- lagningar á notuðum bíl- um og oft vakið erfið- leika hjá þeim sem ann- ast viðskipti umboðanna með notaða bíla og óá- nægju viðskiptavinanna, jafnvel misskilning. Með nýja tölvukerflnu eru bílar skráðir í kerfið á samræmdan hátt og hvert umboð setur upp lista yfir sín- ar gerðir og undirgerðir ásamt eðli- legri afskriftaprósentu. Hver notandi kerfisins getur síðan sett inn sínar forsendur, t.d. breytt afskriftaprósent- unni eða sett inn sín sértilboð, svo nokkuð sé nefnt. Meiningin er að end- anlegt verð hvers notað bíls sem seld- ur er verði einnig fært inn í grunninn þannig að ljóst verði eftir einhvem tíma hver er raunafskrift af tiltekinni gerð og þar með raunverulegt endur- söluverð á hverjum tíma. Eitt þeirra umboða sem þegar eru farin að vinna eftir nýja tölvukerfinu í viðskipum með not- aða bíla er Hekla hf. Hér situr Sigurður Úlfar Sigmundsson hjá Bílaþingi Heklu við skjáinn. Bieytingoi Sólumaw.^iawiót l«OXXf |T awoé« 3 Prtíi -=J VttaMtctió | 3 irt^. | L*i po*«Í4 Av«m«-1800-570 T«w-* *» B«m|n SWfak*áui 3 AuðAowihfac'&OL Founái aoLofa | OUrat Iuw4» Tcgund (TgMCt* | 17MOOO.OQÍU. UndV^nji |As«ran 3 0«Mtra« | TCTT3E 3 ÚWÍictMhLrt; | SW * (rAcom (W Tina Mtfubfeíft | n§T kn CJ Hluiuifa |TC)Y!a>«WCm«l» Lirkud. irurcsst -3 AkKvntafai (ISSCwKE d fta»l IUT • T»*u awiiI 11 lCMCiaSkTB Tölvuskjár sölustjóra. Hér slær hann inn þær upplýsingar sem hann hefur um bílinn og sínar eigin forsendur. Tölvan gefur honum endanlegt verð notaða bílsins. Að grunni til er gengið út frá nýverði hverrar gerðar, eða ákveðnu hlutfalli af nýverði gerðar sem tekið hefur við af eldri gerð þar sem það á við. Af- Tölvuskjár sölumanns notaðra bíla. Hér hefur hann þær upplýsingar sem kerfið býður upp á. skriftir eru síðan reikn- aðar á mán- aðargrund- velli sem þýðir jafnari verðlækkun eftir aldri og notkun, en í forsendum er gert ráð fyrir frávik- um til hækk- unar og lækkunar eftir auka- búnaði og ástandi hverju sinni. Frá árs- byrjun 1998 hafa bílar verið nýskráðir eftir evópsku samræmisvottorði sem hvorki sýnir framleiðsluár né árgerð og er því fyrsti skráningardagur aðal- vísbending um aldur bíla og við hann er verðlagning notaðra bíla miðuð, mánuð fyrir mánuð. Fyrir utan að létta þeim verkin sem starfa við viðskipti með notaða bíla má gera því skóna að verð á not- uðum bílum verði jafnara og raun- hæfara en verið hefur og ekki verði mikið um stórar sveiflur á verðlagn- ingu þeirra. Unnið er að tengingu þessa kerfis við upplýsingar frá Skráningarstofu um eitt og annað í sambandi við hvem bíl þannig að með notkun internettengingar við viðmiðunarkerfið megi fá ýmsar grundvallarupplýsingar um bílinn, eins og hve langur tími hefur liðið frá útgáfu samræmisvottorðs til fyrsta skráningardags. Annað sé til marks um það að bíllinn hafi staðið óeðli- lega lengi og sé í raun fyrra árs ár- gerð samkvæmt gömlum almennum skilningi. Einnig komi fram hvort bíllinn er fluttur inn nýr eða notaður, af umboði eða öðruvísi. Til að byrja með er þetta tölvufor- rit ætlað bílaumboðunum við kaup og sölu á notuðum bílum en stefnt er að þvi að almenningur geti sem fyrst notað upplýsingar úr þessu kerfi til að leita sér að notuðum bíl á Intemet- inu og til að gera sér grein fyrir raun- verulegu verðmæti síns eigin bíls. -SHH Hátt verð á notuðum mótorhjólum - mikil sala á nýjum hjólum Eftir nokkuð mörg mögur á í sölu á nýjum mótorhjólum virðist mark- aðurinn vera að taka við sér aftur, hægt og bítandi. Þar hefur haldist í hendur að verðið á jeninu fór lækk- andi á meðan ástandið 1 þjóðfélag- inu batnaði og fólk fór að hafa meira á milli handanna. Sem afleið- ing af þessu hélst verð á notuðum hjólum hátt og framboð minnkaði á meðan eftirspurn jókst. Slíkt getur þó ekki haldið endalaust áfram og nú er svo komið að það er talinn mun álitlegri kostur að kaupa nýtt mótorhjól heldur en notað, viðkom- andi á auðveldar með að fjármagna kaupin þar sem að fjármögnunar- fyrirtæki samþykkja frekar veð í nýjum hjólum. Því hlýtur verðið á notuðu að fara að lækka fljótlega. Við skulum skoða nokkur dæmi um notuð mótorhjól í umferð og bera saman við verð á nýju og draga þá frá eðlileg affoll sem eru frá 15% niður 110% á ári. Hægt er að hlusta eftir banki í mótor með því að leggja mjórri endann á skrúfjárni að þar sem lega er undir. Það þarf samt þjálfað eyra til að þekkja muninn. Tegund: Árgeri: Ásett verfl: Verð á nýju: Verð skv. eðlileg- um afállum: Kawasaki 1500 Vulcan 1997 1.200.000 1.295.000 980.000 Yamaha 535 Virago 1995 690.000 725.000 435.000 Yamaha XJ GOD 1991 480.000 726.000 315.000 Suzuki DR 650 1997 750.000 755.000 570.000 Suzuki Intiuder 800 1993 790.000 980.000 480.000 Þar sem engin leiðbeinandi verð- skráning frá umboðunum er til lýt- ur þessi markaður dálítið öðrum lögmálum en bílamarkaðurinn. Menn setja einfaldlega það á hjólin sín sem þeir vilja fá og um leið og verðið birtist einhvers staðar á prenti, eins og í smáauglýsingum eða hjá endursöluaðila, er það orðið ásett viðmiðunarverð á markaðn- um. ÞegcU' verðið er skoðað ofan í kjölinn kemur í ljós að það er hæst á 2-7 ára gömlum hjólum og fer svo smálækkandi og það er fyrst við 15 ára aldur að hægt er að tala um eðli- lega verðlagningu. Reyndar getur ástand hjólanna verið ansi misjafnt og oft mikill munur á kílómetra- stöðu þeirra. Það sem virðist skipta mestu máli um ástand þeirra er hvort hjólið hafi gengið kaupum og söl- um oft á ári og þá fengið lítið sem ekk- ert viðhald eða hvort jafnvel einn eigandi hafi átt það og notað það aðeins í sólskini. Er hjólið í góðu lagi? Ástand hjól- anna er líka oft mismunandi en það virðist hafa lítil áhrif á verð- ið. Ef það lítur vel út virðist það oft vera nóg en hjól með léleg dekk og slitin og úr sér gengna keðju ætti að Til afl athuga slit á keðju togar maður hana út af tannhjólinu. Þessi er greinilega alveg óslitin. vera ódýrara. Það getur kostað 20-60.000 að skipta um þessa hluti, sem getur verið stór hluti af verði á gömlu mótorhjóli. Sumir bjóða upp á söluskoðun á mótorhjólum en mjög sjaldgæft er að smurbók eða þjónustubók fylgi notuðu mótor- hjóli. Þegar notað mótorhjól er skoðað er því gott að hafa eftirfar- andi atriði í huga: 1. Keðja og tannhjól. Ef hægt er að draga hana út fyrir öftustu tönn- ina á afturtannhjólinu er hún orðin mjög slitin. Sem afleiðing af því slitna tannhjól- in. Kostnaður: 12-40.000. 2. Dekk. Lág- marks- mynstursdýpt er 1,6 millímetr- ar. Skoðaðu all- an banann vel og hvort það sé nokkuð jafnslit- ið eða hvort það sé mest um miðjuna. Einnig getur verið umtalsverður verðmun- ur á dekkjum eftir tegundum. Kostnaður: 10-32.000. 3. Fjöðrun. Leitaðu eftir leka, hægt er að gera við framdempara. Kostnaður: 5-18.000. 4. Bremsur. Hægt er að skoða slit klossanna á diskabremsum með því aö kíkja ofan á dælurnar. Á skálabremsum þarf að skoða af- stöðu bremsuarms og bremsuteins sem má ekki fara yfir 90“. Skoðaðu vökvann líka því að gamall bremsuvökvi fer illa með dælum- ar. Kostnaður: 2-30.000. 5. Legur. Athugaðu slit á öllum legum. Settu framdekkið upp við brún og haltu í frambremsu meðan þú ýtir hjólinu fram og til baka. Komið er slit ef stýrisöxullinn gengrn- til. Athugaðu einnig legur í felgum og afturgaffli með því að Þegar tekið er á dekkinu finnum við vel hvort slit er í legum í hjóli eða gaffll. taka á þeim. Kostnaður: 2-30.000. 6. Eldsneytiskerfi. Alltof algengt er að tankar ryðgi hér á Fróni vegna slæms frágangs að vetrinum. Afleiðingin getur komið fram í gangtruflunum þegar ryð er farið að stífla blöndunga. Kostnaður: Hreinsun blöndunga 12-15.000, húð- un á innra byrði bensíntanks 10.000. Lágmarks mynstursdýpt er 1,6 mm. 7. Fyrri tjón. Mörg hjól lenda í byltum eða árekstrum en fara aftur í umferð. Hægt er að skoða nokkur atriði sem benda til slíks. Sporun segir til um hvort grind sé rétt eða ekki. Brotnir eða skemmdir stoppar- ar á grind við stýrið benda til þess að hjólið hafi orðið fyrir slæmu höggi. Skoðaðu innra byrði plastsins vel og leitaöu eftir viðgerðum og athugaðu einnig hvort handföng og stefnuljós séu brotin eða rispuð. Kostnaður: Getur orðið umtalsverður. Þessi verð eru bæði miðuð við að viðkomandi geri við þetta sjálfur eða ef gert er við á verkstæði. Kostnaðurinn hækkar nokkuð við þaö og einnig getur hann verið mis- munandi eftir hjólum, t.d. getur eitt hjól veriö með 2 stimpla í bremsu- dælunum og annað með 8. Líta skal því á þetta sem viðmiðunarverð en ekki endanlega verðskrá í mótor- hjólaviðgerðum. Af öllu þessu má þó ráða að mótorhjólamarkaðurinn er nokkuð strembinn og þá sérstak- lega fyrir byrjendur. Ekki er gaman að láta plata inn á sig of dýru hjóli sem þarf síðan að fara að eyða stór- fé í viðgerðir á. Þá er betra að vera vel upplýstur og láta ekki hlunnfara { sig. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.