Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 4
36 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 I •i Hér sést vel hversu langt hjólið er. Takið eftir framgafflinum og stýrinu sem að Gunnar smíðaði sjáifur. „Mig langar í þríhjól" .. þegar ég er orðinn stór! Vélin, sem fengin er úr gömlu rúgbrauði, skilar sínu enda þríhjólið mun léttara farartæki en það. Svona segir í gömlum texta í lagi með Sniglabandinu og Gunnar Vagn Aðalsteinsson gæti einmitt verið sá sem sungið er um. í fyrra lét hann gamlan draum sinn um að smíða þríhjól rætast á fertugasta og þriðja aldursári. En er þetta bíll? ...eða er þetta hjól? ...eða er þetta kannski fljúgandi furðuhlutur? Það getur reynst erfitt að skilgreina það nákvæmlega þar sem að upphaflega var þetta bíll að mestu leyti. Sam- kvæmt skilgreiningu löggjafans væri þetta orðinn bíll ef að eigin þyngd hans væri komin yfir 450 kíló en þar sem að það nær því ekki er það skilgreint sem mótorhjól á þremur hjólum. Þríhjól þurfa síðan að uppfylla skOyrði um lágmarks- breidd, ljósabúnað og svo framveg- is. Farartæki Gunnars hóf aldur sinn sem rúgbrauð, þ.e. að vélin og hluti grindarinnar kemur úr slikum bíl. Afgangurinn af grindinni var svo smíðuð af Gunnari sjálfum. Vél- in er 1600 rúmsentímetra og setti Gunnar á hana stærri hedd. Hún er svo með svokallaðri hálfsjálfskipt- ingu sem er gírstöng án kúplingar. Skelina fékk hann frá Bandaríkjun- um og lét sprauta hana héma heima með góðri hjálp Bílanausts sem einnig að- stoðaði hann með ýmsa smá- hluti í grip- inn. Gunnar er hagleiks- maður og lét það ekki vefjast fyrir sér að smíða sjálfur fram- gaffalinn sem er af „Springer" gerð, hann er tvöfaldur og neðst á honum er liður sem gengur til þannig að aftari hluti hans gengur niður á meðan fremri hluti hans gengur upp og fjaðrar þar á nokkrum öflugum gormum. Ýmislegt úr hjólinu er svo fengið úr mótorhjólum eins og til dæmis framdekk og bremsur sem eru úr Kawasaki. Bremsudælan að framan og handfóngin sjálf koma svo úr Harley Davidson en afturbremsu- dælan er úr Willys. Hjólið er svo á stórum 255x65x15 dekkjum að aftan enda fmnst það mjög vel þegar hjól- inu er ekið að það fjaðrar allt mjög mjúklega. Reyndar hjálpar þar til að hjólið er nokkuð langt og passað upp á að hafa ferilinn á framhjólinu langan líka þannig að það hvili eins mikill þungi á því eins og hægt er. Fyrir vikið er það léttara í akstri og leitast síður við að rétta sig af í beygju eins og styttri hjól myndi gera. Gunnar ætlar ekki að láta hér við sitja og er að smíða á hjólið farang- urskistu og er að koma fyrir hljóm- flutningstækjum. Á dagskránni er svo jafnvel smíði á öðru þríhjóli með 6-8 strokka vél og þá fram í og verður það verðugt verkefni að fást við. -NG Opel: Zafira gengur vel 100.000 pantanir komnar Nýi fjölnotabíllinn frá Opel, Zafira, hefur fengið betri viðtökur en nokkur hjá Opel-verksmiðjun- um gat látið sig dreyma um. Aðeins fáeinum mánuðum eftir að salan hófst í Evrópu hafa verk- smiðjumar fengið meira en eitt hundrað þúsund pantanir á bíln- um. Það eru best búnu gerðirnar sem njóta mestrar hylli, meira en tveir þriðju nýrra kaupenda velja CD-gerðina og hvað vélar áhrærir er það 1,8 lítra ECOTEC 16 ventla vélin sem er vinsælust. Nýja spar- neytna 2,0 lítra dísilvélin, 2,0 DI, 16V, sem er 82 hestöfl, er einnig vinsæl á sumum mörkuðum. Zafira er smíðaður í Bochum í Þýskalandi en þar hafa verksmiðj- umar vart undan, unnið er á há- marksafköstum og 900 Zafírar rúlla þar út á degi hverjum. Heild- arsalan á þessu ári er ætluð 125.000 bílar og i Bochum reikna menn með að ná 200.000 bílum á næsta ári. Hvað öryggið áhrærir bætast nýju virku höfuðpúðamir við frá og með septembermánuði og í aukabúnaðarlista hafa bæst við hæðarstillanleg sportsæti og tvö- föld hallanleg sóllúga. Hingað á næstunni Hjá Bílheimum, umboðsaðila Opel á íslandi, er reiknað með Zafira á næstunni, sennilega eftir sex til átta vikur. Það verður spennandi að sjá hvort bíllinn nær sömu vinsældum hér á landi og hjá nágrönnum okkar en reikna má með því að minni vél og búnaður eigi frekar upp á pall- borðið hér vegna tolla. -JR > Hrukk ukrem... fyrir bílinn þinn með réttum lit! • Litað bón sem fyllir í smáar rispur og skemmdir í lakkinu • Hreinsar og verndar • Gefur frábæran gljáa • Auðvelt í notkun turtle wax

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.