Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999 Spurningin Hvernig finnst þér frammi- staða íslendinga á HM í frjálsum íþróttum? Ásta María Kristinsdóttir nudd- ari: „Ég hef ekkert fylgst með þessu móti og get ekkert sagt um það.“ Ingvar Haraldsson sauöfjárbóndi: „Það er náttúrlega slæmt að Jón Arnar veiktist en þetta var ágæt frammistaða. Ég hef samt ekki séð mikið af mótinu í sjónvarpinu." Bjami Ómar Melsted nemi: „Mér finnst þetta lélegt." Maríanna Ósk Hölludóttir af- greiðslumaður: „Ég veit það ekki alveg. En mér finnst þetta ekkert sérstaklega vel af sér vikið. Ég held þau hljóti að geta gert betur.“ Þormar Þorbergsson konditor: „Mér finnst hún ekki nógu góð. Is- lendingar voru óheppnir að Jón Arnar meiddist. Hann var okkar stærsta von.“ Guðjón Bergur Jakobsson: „ís- lendingar stóðu sig illa á mótinu. Ég átti von á betri árangri, bjóst við því að Jón Arnar yrði meðal þeirra þriggja efstu." Lesendur Dauðasyndirnar þrjár í akstri - V' ■ ' -’ V . -ú,- j*-.. : t;;?- tíÉSiSllllSSSÉ T C * i ■s Sennilega verða flest alvarlegustu slysin á Reykjanesbraut við framúrakst- ur, jafnvel við góðar aðstæður, segir bréfritari m.a. Jón Gröndal, kennari og umferð- arfuHtrúi, skrifar: Segja má að það séu 3 dauðasynd- ir við akstur á þjóðvegi með bundnu slitlagi. Þær eru hraðakst- ur, framúrakstur á 95-100 km hraða og þar yfir og í þriðja lagi mið- línuakstur. Mun ég nú fjalla um hverja synd fyrir sig. Syndir þessar eiga það allar sameiginlegt að hafa valdið þorra ljótustu umferðarslysa sem við sjá- um eða að minnsta kosti átt þar stóran hlut að. Akstur eftir aðstæðum er aðals- merki ökumanna. Aðstæður visa til birtu, veðurs, ástands vega og öku- manna ásamt annarri umferð. Mat á aðstæðum er nokkuð sem lærist með reynslunni að mestu leyti. Minnkun hraða mun hiklaust leiða til færri slysa og um leið færri alvarlegra. Viðbragðstími minnkar, áhrifin af aðgerðum okkar verða öfgakenndari með meiri hraða. Sennilega verða flest alvarlegustu slysin á Reykjanesbraut við framúr- akstur. Það jafngildir dauðaósk að fara fram úr bílum sem keyra á þægilegum 95-103 km hraða, jafnvel við góðar aðstæður, þegar einhver umferð er. Þeir sem helst stunda þennan ósóma eru líka þeir sem minnsta reynslu hafa, ungu öku- mennirnir. Nú tekur að dimma á kvöldin og þá er til gömul þumalfingursregla, nefnilega sú að fara ekki fram úr ef þú sérð bæði framljós bíls sem kem- ur á móti. Þá er hann kominn of ná- lægt. Á meðan framljósin renna saman er bíllinn nógu langt í burtu til að skjótast fram úr. Ökumenn verða líka að vera vakandi fyrir því að hleypa fram úr, ekki síst öku- menn stórra bíla. Flestir ökumenn eru hræddir við vegbrúnina, þá hlið bílsins sem þeir sitja fjærst. Þannig finnst þeim þeir vera öruggari við miðlinuna og oft aka þeir eftir henni ef skyggni er slæmt. Hvað gerist þegar 2 öku- menn sem báðir hugsa svona mæt- ast t.d. á Þingvallavegi. Þá er bilið á milli þeirra, aðskiln- aðurinn, um og undir 50 cm. Þá má bíllinn ekkert rása. Sekúndubrot og slysið gerist. Reynið að aka nær vegbrúninni. Við getum í öllum til- feilum á fólksbílum treyst henni. Á Keflavíkurveginum eru oft hjólfór. Ökumenn eiga að reyna að aka ekki í þeim, sérstaklega þegar þau eru full af vatni. Þá er um að ræða að reyna að fara upp vinstra megin nær miðlínu eða hægra megin þar sem vegbrúnin er. Veljið heldur að fara upp úr hægra megin við hjól- fórin. Sýnum sérstaka aðgát nú þegar aksturskilyrði versna. Verum örugg í umferðinni, hægjum ferðina og fækkum slysum. Jón Gröndal. Stuðmannaball á menningarnótt Eydís Jónsdóttir skrifar: Ég var á Stuðmannaballi sem haldið var í Þjóðleikhúskjallaran- um Menningamótt Reykjavíkur. Ég tek fram að ég var mjög lítið undir áhrifum áfengis og ég er ekki að kvarta undan Stuðmönnum eða tón- list þeirra. Þeir stóðu sig vel í alla staði. Ég er hins vegar að láta i ljós óánægju mína með það hvernig hægt er að pakka fólki eins og síld í tunnu inn á þessa ballstaði þar sem einhver þekkt hljómsveit er að leika. Mér virðist sem hér sé um einbera peningagræðgi að ræða. - Miðinn inn kostaði 1.800 krónur, sem er svo sem ekki mikið, en safn- ast þegar saman kemur og kaupa verður veitingar á staðnum. Ég gerði heiðarlega tilraun til að fá mér snúning á gólfinu en á því var ekki nokkur möguleiki, maður sogaðist bara upp að sviðinu. Ég datt oftar en einu sinni næstum því á sviðið sjálft með höfuðið á undan og rakst einnig utan í hátalarana. Þama var hreinlega um örtröð að ræða. Ég hafði verið þarna inni frá kl. 3.00 til kl. 4.00 og það sem átti að verða ánægjulegur endir á menn- ingarnótt var orðinn leiðinlegur endir. Þegar ég vaknaði daginn eft- ir tók ég eftir stórum marblettum á báðum fótum eftir þessar stimping- ar við fólk, svið og hátalara. Ég vil koma þeim tilmælum til forráðamanna Þjóðleikshúskjallar- ans og annarra dansstaða annað- hvort að stækka dansgólfið eða - það sem er enn betra - að hleypa ekki svona mörgum inn á þessa litlu dansstaði. Samkynhneigð og kristindómur „Hjónaband er fyrsta stofnunin sem komið var á fót á jarðrfki. Það var upphaflega stofnað af Guði og var heilög stofnun, ætluð manni og konu.“ Einar Ingvi Magnússon skrifar: Fyrir kemur að fréttir birtast í blöðum og tímaritum eða sjónvarpi um „hjónabönd" samkynhneigðra. Karlar eru að giftast körlum og kon- ur kvænast konum. Þessar athafnir fara orðið fram í kirkjum og prestar þjóðkirkjunnar leggja blessun sína yfir þessi sambönd. Hjónaband er fyrsta stofnunin sem komið var á fót á jarðríki. Það var upphaflega stofnað af Guði og var heilög stofnun, ætluð manni og konu. Maður og kona í samfélagi við Guð áttu að geta af sér böm til viðhalds mannkyninu og í samfé- lagi við Skaparann átti að koma á legg ríki Guðs á jörð. Sú samtenging getur af sér afkvæmi og er því sam- kvæmt lögmáli lífsins. Þetta lögmál þekkist víðar, t.d. í kenningunni um Jang og Jing, plús og mínus og frævla og frævur. Svo mætti lengi telja. „Hjónaband" tveggja karla eða tveggja kvenna er því eitthvað sem ekki er til. Það er gagnstætt náttúr- unni. Samkynhneigð hefur verið fordæmd í heilagri ritningu vegna þess að hún er andstæð lögmáli Guðs. Samkyn- hneigð fjölgar ekki mannkyninu því ættleggir samkyn- hneigðra deyja út og er því óvirðing við undangengnar kyn- slóðir fólks með þær hvatir. Það sem kórónar frjálslyndið í þjóðfé- laginu og það stolt að kallast upplýstur nútímamaður er sú afstaða sem vissir prestar innan Þjóð- kirkjunnar eru fam- ir að taka til máls- ins. Þeir vita að Guðs orð fordæmir samkynhneigð en gefa þó slíkum sam- böndum blessun sína. Prestar ættu að þekkja syndugt eðli mannsins en það er alrangt að ala á því. Þeir eiga að hafa meðaumkun með söfnuði sínum en aldrei á kostnað lifemis hins trúrækna manns, né á grund- vallar Biblíukenningar. DV Heimskringlan skiptir um þjóðerni Þórhallur skrifar: Nú emm við íslendingar að missa af einni mestu gersemi bók- menntanna sem við höfum þó stát- að af að tilheyrði okkur. Norðmenn eru búnir að gefa út nýja Heimskringlu sem þeir segja að til- heyri norskum þjóðargersemum í bókmenntum. Álveg sama þótt Snorri Sturluson, höfundurinn, sé fæddur á íslandi. Norskur skal hann vera samt. Við erum í þann veginn að missa Leif Eiríksson í hendur ýmist Norðmanna eða Svía, allt eftir því hvernig Bandaríkja- menn „fila“ Leif. Nú ríður á að okk- ar menn spjari sig. Ég legg til að forseti íslands stígi á stokk og gefi út eina allsherjar yfirlýsingu á sem flestum tungumálum um að Snorri, Leifur og fleiri sem prýða mega stolt okkai- séu íslenskir og ekkert annað. Sparisjóðirnir svari Óskar Sigurðsson hringdi: Eftir mikið fjaðrafok út af sölu sparisjóðanna á hlut þeirra í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins er maður að vísu ekki miklu nær hvað þama er eiginlega að gerast. Mér finnst persónulega að spari- sjóðsstjóri SPRON skuldi okkur, misfróðum lesendum og hlustend- um ffétta, ítarlegar skýringar. Sam- kvæmt frétt í DV sl. fimmtudag seg- ist hann ekki vilja tjá sig um spurn- ingar þær sem formaður einkavæð- ingamefhdar hefur sett fram. Það ætti hann þó að gera sem allra fyrst þvi það gæti hreinsað svæðið í at- burðarásinni talsvert. En hann vill kannski ekki tjá sig í miðri viku. Toppmenn í þjóðlífinu hér hafa haft þann sið að tjá sig einungis um viðamikil mál rétt fyrir helgi svo aö þeir eigi helgina fría ef svo má að orði komast. En eftir svari er þó beðið því það getur skipt sköpum í málinu. Hækkun lágmarkslauna Kristinn Sigurðsson skrifar: Lágmarkslaun ættu að vera á bil- inu 150 til 200 þúsund krónur. Þaö er furðulegt að heyra fulltrúa VSÍ tala um að laun geti hugsanlega hækkað um 3-4%. Þessir vitringar sem hafa mánaðarlaun á bilinu þetta t.d. 400-600 þúsund krónur ættu að spyrja sjálfa sig hvemig þeim detti í hug að hægt sé að halda fólki á núverandi láglaunum áfram. Við heyrum um að menn hafi 2 milljónir króna á mánuði eða meira og mikill Jööldi manna er með laun á bilinu frá einni milljón og þar yfir. Ég og margir aðrir fá útborgað í kringum 100 þúsundin, og það í umtöluðu góðæri. Það góð- æri þekkjum viö ekki. En sé góðæri í atvinnurekstri og viðskiptum ætti að vera hægt að greiða miklu hærri laun til alls almennings. ASÍ verð- ur því að gera kröfú um lágmarks- laun sem ekki séu lægri en 150-200 þúsund kr. Carl I. Hagen og flóttafólkið Einar Ólafsson skrifar: Það var dapurlegt að lesa á bls. 4 í DV 21. ágúst ráð Carls I. Hagens, formanns norska Framfaraflokks- ins, til íslendinga í málum nýbúa: „Lokið á flóttafólkið meðan tími er til.“ Vissulega er ástæða til að sækja góð ráð varöandi málefni ný- búa og flóttamanna en hvað gengur DV til að reyna að sækja þau ráð til Hagens og hans flokks í Noregi? Þessi flokkur hefur kynt undir for- dóma gagnvart nýbúum og flótta- mönnum árum saman og er í raun einn hluti vandamálsins í Noregi. Ég mælist ekki til ritskoðunar en ef við ætlum að forðast vandamál varðandi nýbúa og flóttafólk er í það minnsta ráð að vera ekki að hlaupa eftir liði á borð við Hagen og flokk hans. Hins vegar vil ég benda á samtökin Antirasistisk Senter í Noregi sem hafa barist lengi gegn fordómum og gætu ábyggilega ráðið okkur heilt. En það er kannski ekki nógu spennandi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.