Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999 Fréttir 39 I>V Danski heilbrigöisráöherrann: Kynnti sér lyfja- mál á íslandi DV, Akranesi: Danski heilbrigöisráöherrann Carsten Koch kom til landsins 25. ágúst og lagði leið sína upp á Akra- nes til Ingibjargar Pálmadóttur heil- brigðisráöherra og snæddu þau morgunverð á heimili hennar. Koch setti fund norrænna ráðherra um vimuvamir sem haldinn var á Ak- ureyri í síðustu viku. Fundurinn var um sameiginlega baráttu nor- rænu landanna í vímuvamarmál- um. Þangað komu norrænir ráð- herrar heilbrigðís-, félags- og dóms- mála saman og báru saman bækur sínar. „Það er aukin samvinna á þessu sviði og verið er að efla hana enn meira. Koch kom hingað tveimur dögum fyrir fundinn því hann lang- aði að kynna sér ýmislegt hér á ís- landi. Sérstaklega vildi hann að kynna sér lyfjamál," sagði Ingi- björg. Danski heilbrigðisráðherrann ferðaðist um Vesturland þar sem ís- lenski ráðherrann sýndi honum Snæfellsjökul og fleiri merka staði. Þá skoðaði Koch sjúkrahúsið á Akranesi. Einnig heimsótti Daninn Ríkis- spítala og íslenska erfðagreiningu. Carsten Koch, heilbrigðismálaráherra Danmerkur, og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra fyrir utan heimili Ingibjargar. DV-mynd Daníel „Hann hafði mikinn áhuga á að Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- kyima sér erfðagreiningu,“ sagði ráðherra, í samtali við DV. -DVÓ Gunnar Egilsson breytti Ford Econoline í 6 hjóla trukk: Ætlar að gera út á túrismann DV, Akranesi: Gunnar Egilsson, framkvæmda- stjóri Haldar hf., hefur breytt Ford Econoline í 6 hjóla trukk og ætlar hann að komast inn á ferðamarkað- inn. Jómfrúrferð bílsins var í gær þegar farið var með heilbrigðisráð- herra Danmerkur og íslands á Snæ- fellsjökul. „Bíilinn er svo gott sem heimasmíðaður. Ég fékk mér orig- inal Econoline og breytti honum. Ég tek bílinn og má eiginlega segja að ég hreinsi hann alveg. Ég tek af honum boddíið og það eina sem stendur eftir er vélin og grindin. Síðan byrjaði ég aö smíða og smið- aði tvær hásingar undir hann að aftan og loftpúða allan hringinn. Þá setti ég ffamhásingu á hann. Ég get læst honum öllum, gert hann allan massífan, bæði á milli hásinganna og allar hásingamar líka,“ segir Gunnar Egilsson, framkvæmda- stjóri Haldar hf. DV-mynd Daníel Gunnar. „Það er búið að prófa svona bil en ég ákvað að smíða svona bíl eftir mínu höfði. Bíllinn er lipur, það mætti halda það að þetta væri alger trukkur. Maður sest upp í trukk en keyrir fólksbíl og það er eiginlega mjög góðs viti að hann er svoleiðis." Gunnar segist stefna að því að komast inn á ferðamarkað- inn og keyra erlenda ferðamenn og hópa þeirra sem áhuga hafa á. „Ég get tekið 14 farþega og hugmyndin er að fækka jafnvel niður í 8 og hafa þetta bara lúxusferðir. Það er mjög gaman að það hittist þannig á að fara í jómfrúrferðina með heilbrigð- isráðherra íslands og Danmerkur og nú er að vita hvemig þeim lík- ar,“ sagði Gimnar Egilsson, fram- kvæmdastjóri Haldar hf. og rall- kappi. Eftir viku er væntanleg heimasíða Haldar á slóðinni http://www.icecool.is. -DVÓ Akranes: Mikið malbikað og steypt Ný þykktarskurð- arvél frá Marel Nú standa yfir kynningarfundir og prófanir á nýrri þykktarskurð- arvél frá Marel. Fulltrúar frá helstu kjúklingaframleiðendum og skyndibitakeðjum í Bandaríkj- unum hafa heimsótt skrifstofu Marel USA í Kansas City. Þyngd meðalkjúklings í Bandaríkjunum eykst um 2% árlega sem veldur því að úrbeinaðar bringur era nú of stórar fyrir kjúklingaborgara og aðrar unnar vörur. Þykktar- skurðarvélin notar mælingu tölvusjónar til að stýra skurðar- búnaði sem sneiðir bita af ákveð- inni þyngd af stórri kjúklinga- bringu. Þarna er því á ferðinni tæki sem hefur uppfyllt óskir kjúklingaiðnaðarins og opnað möguleika á vinnslu sem ekki hef- ur verið hægt að stunda með góðu móti hingað til. Þróun á þykktar- skurðarvélinni hófst á haustdög- um 1998 og hún var fyrst kynnt á sýningu í Atlanta í janúar á þessu ári. Átta þykktarskurðarvélar eru þegar seldar. -bmg DV, Akranesi: Á síðasta ári og það sem af er þessu ári hefur verið mikið malbik- að og steypt á Akranesi. Á árinu 1998 vom malbikuð bílastæði við fjölbýlishús og hjá fyrirtækjum fyr- ir um 20-30 milljónir króna og á þessu ári stefnir í það að flest ef ekki öll bílastæði fjölbýlishúsa muni hafa bundið slitlag. Þetta er breyting frá því sem áður var. Fyr- ir opnun Hvalfjarðarganga voru að- eins tvö bílastæði við fjölbýlishús bundin slitlagi en nú stefnir í að um 20 bílastæði fjölbýlishúsa verði bundinn slitlagi. Hvort það er til- koma Hvalfjaröarganga skal ósagt látið en ibúar á Akranesi virðast hafa fengið aukna orku með til- komu ganganna. Þá hefur verið mikið steypt á Akranesi á þessu og síðasta ári með nýrri tækni. Fyrir skemmstu var Leynisbrautin steypt þar sem nýtt hverfi hefur risið með undraverðum hraða síðustu mán- uði, þá hefur verið lokið við að steypa bogaveginn fyrir framan Stjómsýsluhúsið við Stillholtið. Við verkið hefur verið notuð útlagn- ingavél í eigu Steinvegar ehf. sem getur lagt allt aö 10 metra breiða veghellu. Hér er um nýja tækni að ræða sem hefur gefið góða raun en i fyrra vora Kalmansvellir og Smiðju- vellir steyptir upp með þessari sömu vél. Götumar eru sléttari en áður hefur þekkst við gatnasteypu á Akranesi. Þá er nýlokið við að steypa Jaðarsbraut með þessari sömu tækni. -DVÓ Viðurkennd miðstöð virtraprófa -fyrirþá sem þess óska: Universíty o/ Cambridge Local Examinatious Syndicate AUTHORISED ŒXTOE Tölvan I leik og starfi - Ritun barnabóka - Ljósmyndataka • Framköllun og stækkanir Framköllun og stækkanir, frh. ■ Skrautritun ■ Útskurður í tré ■ Körfugerð ■ Gjafa- pakkningar • Glerskurður (Tiffany’s) ■ Tómstundagítar ■ Trölladeig • Reið- skólinn ■ Jólaföndur - Jólaskraut • Glermálun ■ Sápugerð i eldhúsinu heima ■ Haust- kransagerð • Fornbílar sem áhugamál • Sveitaföndur og málun • Stjörnuspeki • Egils saga • Ferð á slóðir Egils sögu • Landafundirnir • Róm - borgin eilífa • Nuddnám- skeið • Svæðanudd • Og hvernig hefur þú það sjálf, kona? • Myndlist f. börn • Leiklist f. börn • Leiklist f. unglinga ■ Enska f. börn og unglinga • Danska fyrir unglinga. Spænska fyrir börn • Þýska fyrir tvítyngd börn • Spænska fyrir unglinga • Leirlist Teikning I ■ Módelteikning ■ Undirbúningur fyrir myndlistarnám - Vatnslitamálun Olíumálun ■ Akrýlmálun ■ Myndlistarverkstæði • Fatasaumur fyrir byrjendur Fatasaumur fyrir lengra komna • Fatahönnun, snið og saumur ■ Sniðteikning - útfxrslur og hugmyndir • Gluggatjöld -kynning og hugmyndir • Bútasaumur • Myndprjón • Út- saumur ■ Bókfærsla • Réttritun og málfræði ■ Ákveðniþjáifun fyrir konur ■ ftölsk matargerð ■ Indversk matargerð ■ Kínversk matargerð • Mexikönsk matargerð • Kökuskreyt- ingar • Bandarísk menning og matur - þakkargjörðardagurinn ■ Smurbrauðs- námskeið ■ Matreiðsla fyrir karla ■ Vínmenning og smökkun ■ Villibráðarnámskeið Sjávarréttanámskeið ■ Vínnámskeið ■ Súpur og sósur - Soðgerð • Patégerð fyrir jólin ■ Veisla og undirbúningur ■ Jólakonfekt • Enska (öll getustig) ■ Enska, málfræði og ritmál Enska fyrir ferðafólk ■ Viðskiptaenska - Enskar smásögur - Þýska (öll getustig) Spænska (öll getustig) • Spænska fyrir starfsfölk í ferðaþjúnustu ■ ítalska (öll getustig) Afrikaan (öll getustig) • Franska (öll getustig) • Kínverska (öll getustig) • Japanska (öll getu- stig) - Sænska (öll getustig) g) • Danska (öll_getustig) • Norska (öll getustig) • getustig) • Hagnýt Islenska fyrir útlendinga Rússneska I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.