Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999 T>V nn Ummæli Gula eða rauða spjaldið? .Þessi ríkisreikningur er i: „gula spjaldiö" fyrir ríkisstjómina. Hvort 1999 leiöir til „rauðs spjalds" það veit maður ekki enn.“ Ágúst Einarsson varaþingmaður, í DV. Framtíðin ekki þeirra -> „Hvorki borgarstjórinn né samgönguráðherra ráða neinu hvað verður árið 2016, enda nær öruggt að pólitiskum ferli beggja verði lokið þá - og löngu fyrr ef fer sem horfir.“ Egill Helgason blaðamaður, í Morgunblaðinu. Þetta eiga allir að vita „Saurbæjarkirkja var byggð árið 1904 og stendur ofan á jarðvegi eins og aðrar byggingar ; , frá þessum tíma. Nútímamælingar j og viðmið eiga ekki við um slík-! ar byggingar. Það vita allir nema kannski ungir verkfræðingar.“ Óskar Alfreðsson, formaður sóknarnefndar í Saurbæjarsókn, ÍDV. Eru eins og geirfuglinn „Ég geri ekki ráð fyrir að J ráðamenn almennt lesi að jafn- aði vettvangsskrif um myndlist frekar en að þeir gefi sér tíma til að skoða myndlistarsýningar, en þar eru þeir eins og geirfugl- inn, horfnir af vettvangi, nema . > hvað opnanir snertir." Bragi Ásgeirsson myndlistar- maður, í Morgunblaðinu. Framfarir og mótmæli „Við hlæjum að frumhlaupi forveranna sem 1 mótmæltu nauð- synlegum framfor- um sem fólust í að simavæða landið f á sínum tíma. Það má vafalaust deila um hvort við stöndum í sömu sporum í dag þegar við mótmælum virkjunum og stór- iðju.“ Jón Kr. Gunnarsson rithöfund- ur, í DV. Ráðherrar og völd „Eftir því sem ljósar verður að ríkisstjórn hefur ekki lengur afdráttarlaust vald á ýmsum hinum stærri straumum samfé- lagsins, svo sem efnahagsmál- um, sem lúta bæði sinum lög- málum og straumum að utan, þá teygi ráðherramir krumlur sín- ar inn á ýmis hin smærri svið og fái þar útrás fyrir völd sín.“ lllugi Jökulsson, á Rás 2. f Sigursteinn Másson, fréttastjóri á Skjá eitt: Spennandi að vinna aftur við það sem ég tel mig kunna best „Hugmyndin er að hafa fréttatím- ann öðruvísi. í fyrsta lagi verður framsetning fréttanna með öðrum hætti en á hinum stöðvunum og með léttara yfirbragði, þó svo að fréttir séu fréttir og eðli þeirra breytist ekki mikið, þetta er aðallega spurn- ing um framsetningu. Vinnan er spennandi hjá alvöru sjónvarpsstöð, með alvöru dagskrá, sem hefur tekj- ur sínar af auglýsingum. Slikar sjón- varpsstöðvar hafa verið að ná góðri fótfestu í löndunum í kringum okkur og ég tel að við getum gert góða hluti fyrir þann markhóp sem við stefnum að,“ segir Sigur- steinn Másson, nýráðinn frétta- stjóri á Sjón- varpsstöðinni Skjár eitt, en með nýj- um eigendum eru fyrirhugaðar mikl- ar breytingar á stöðinni. Sigursteinn segist ekki vilja tala um samkeppni við hinar stöðvarnar heldur valkost á móti öðrum frétt- um: „Við komum að sjálfsögðu ekki til með að hafa fréttatímana kl. 19 eða 19.30 að kvöldi, beint ofan í fréttatíma hinna stöðvanna, heldur á öðrum tímum dagsins. Markhópur stöðvarinnar verður fólk i yngri kantinum, gróflega á aldrin- um átján til þrjátíu og fimm ára, og munu fréttirnar taka mið af því enda hafa kannanir sýnt að áhorf á fréttir hjá yngri aldurs- hópum hefur minnkað og ég kenni því um að fram- . setning frétta á hinum I stöðvunum heftm oft verið stirðbusa- leg.“ Sigursteinn segist spenntur að takast á við fréttir eftir þriggja ára hvdd: „Ég hef á síðustu árum verið í þáttagerð og þættir sem ég hef gert verið sýndir í sjónvarpinu. Má þar nefna myndina um Geirfinnsmálið og íslensk sakamál og ég hef einnig ver- ið i þáttagerð fyrir sjónvarpsstöðv- arnar, svo ég hef aldrei losnað frá miðlinum, alltaf verið í þess- um geira. Nú finnst mér vera Maður dagsins rétti tíminn fyrir mig, bæði varð- andi atvinn- una og per- sónulega, að taka við þessu starfi, auk þess sem það er spennandi að fá að móta með þvi fólki, sem þarna mun koma til starfa, nýja fréttastofu í sjónvarpi og vinna við það sem ég tel mig kunna einna best.“ Sjónvarpsmyndir Sigursteins sem hann nefnir hafa vakið verðskuldaða athygli og var hann spurður hvort ekki væri að vænta fleiri mynda: „Ég hef verið að vinna að myndum sem eru í bígerð og get lítið talað um á þessari stundu en Stöð 2 mun sýna tvo þætti sem ég hef verið að gera í samvinnu við Plúton um flótta- mannavandann í Júgóslavíu þar sem bæði er fjallað um slæmt ástand i Kosovo og málið með tilliti til þess flótta- fólks sem hefur verið að koma hingað. Það var mikil lífsreynsla að fara og starfa í Kosovo og alls ekki auðvelt." -HK Krít á velúr- pappír Gyða Ölvisdóttir hefur opnað myndlistarsýningu á kaffihúsinu Við árbakkann. Þar sýnir hún verk unnin með krít á velúrpappír og olíumálverk. Gyða er fædd í Þjórsártúni í Rangárvalla- sýslu en er nú búsett á Blönduósi. Hún er hjúkrun- arfræðingur að mennt og stundaði bréfanám í mynd- list og naut einnig hand- leiðslu Hjördísar Bergsdótt- i§r (Dóslu) á árunum 1992-1994. Þetta er ellefta sýning Gyðu. Safnahús Borgarfjarðar í Safnahúsi Borgarfjarð- ar, Bjarnarbraut 4-6, Borg- arnesi, stendur nú yfir mál- verkasýning. Helga Magn- úsdóttir sýnir málverk. Helga er fædd í Björk í Reykholtsdal i Borgarfirði en býr og starfar í Reykja- vík. Hún brautskráðist úr Myndlista- og handíðaskól- anum 1989. Helga hefur tek- Sýningar ið þátt i mörgum samsýn- ingum og einnig haldið margar einkasýningar. Síð- ustu sýningar hennar voru í Listmunahúsi Ófeigs í fyrra og í SPRON í Mjódd- inni 1997. Meðal stofnana sem eiga verk eftir Helgu eru Listasafn Islands, Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar og Listasafn Flugleiða. Myndgátan Nægt fé fyrir hendi Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Stefán Karl Stefánsson leikur eina hlutverkið í hádegisleikhúsinu í Iðnó. 1000 eyja sósa Iðnó hefur sýnt um skeið í há- degisleikhúsinu við miklar vin- sældir 1000 eyja sósu eftir Hall- grim Helgason og eru næstu sýn- ingar í hádeginu frá og með mið- vikudegi fram á fóstudag. Þetta er annað hádegisleikritið sem Iðnó sýnir en bæði voru afrakstur verð- launasamkeppni sem efnt var til. Leikhús Aðeins einn leikari er í verk- inu, Stefán Karl Stefánsson, og leikur hann Sigurð Karl sem situr í flugvél á leiðinni til útlanda. Hann hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa konu sína og börn og tek- ur það lítið nærri sér en styttir sér stundir með því að mala við óviljugan sætisfélaga sinn. Sig- urður Karl er afskaplega þreyt- andi maður öllum öðrum en sjálf- um sér. Hann æpir þegar honum dettur í hug, þvaðrar einhverja steypu og talar í farsíma þótt að það sé bannað. Þær fjölmörgu skyldur sem hinn almenni borgari þarf að eltast við á hverjum degi skipta hann litlu máli lengur. Bridge Þegar aðeins fjórum spilum var ólokið í úrslitaleik Dana og ísraela um þriðja sætið á heimsmeistara- móti yngri spilara voru ísraelar með 21 impa forystu. Danir brúuðu 13 impa af þessum 21 í spili 61 (af 64). Þeir impar voru verðskuldaðir á betri sögnum. ísraelarnir enduðu ekki í besta samningnum í opnum sal, þrátt fyrir að fá frið í sögnum. Norður gjafari og allir á hættu: * KD1095 VÁ109842 * 3 * 7 4 G6 * 842 W KD53 ♦ - * Á109643 N V ♦ DG987542 * D82 4 A73 * G76 * ÁK106 * KG5 Norður Austur Suður Vestur Shaham Madsen Levin Konow 14 . pass 2 ♦ dobl 2 * * pass 2 4 pass 4 4 p/h Útspil Madsens í austur var lauft- vistur, sagnhafi setti gosann í blind- um og Konow átti slaginn á ás. Hann spilaði laufi til baka og sagn- hafi henti hjarta heima. Lega spil- anna er sérlega illvíg, en Danirnir höfðu vit á þvi að gefa ekki miklar upplýsingar um hana. Sagnhafi gat að vísu gert ráð fyrir 4-0 legu í hjarta (eftir út- tektardobl vest- urs) en það var enginn búinn að tilkynna honum um 8-0 legu í tígli. Shaham spilaði næst hjartagosa, vestur setti drottning- una og Madsen trompaði ás norð- urs. Síðan kom tígull sem trompað- ur vaf hjá vestri, hjartakóngur tek- inn og Madsen fékk aðra stungu í hjartalitnum. Daninn Nohr opnaði á einu hjarta á norðurspilin i lokuð- um sal sem tryggði að NS spiluðu 4 hjörtu í lokin. Þann samning var sagnhafi ekki í vandræðum með og Danir græddu því vel á spilinu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.