Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Side 1
Ofbeldis- fullir tölvuleikir Bls. 20-21 í vinnu hjá Microsoft Bls. 18 Hin fullkomna fyrirsæta Bls. 19 tölvui tækni og vísinda PlayStation Kauphringir gagnrýndir Netverslunin Amazon.com er lent í vand- ræðum eftir að fyrirtækið hefur tilkynnt að það hyggist birta svokallaða „kauphringi" (purchase circles) á vefsíðu sinni. Kaup- Imingimir virka þannig að Amazon birtir þar hvaða bækur eru vinsælastar á ákveðn- um landssvæðum eða innan ákveðinna stórfyrirtækja. Þeir sem aðhyllast vernd persónuupplýsinga á Netinu era ekki par hrifnir af þessu og telja að birting upplýsinga af þessu tagi muni verða til þess að fólk óttist að nýta sér Netið til að versla. Meðal þess sem fram kemur í kauphringjakönn- un Amazon er að vinsælasta bókin meðal starfsmanna Microsoft er Business @ the speed of thought eftir Bill Gates. Gróðurhúsaáhrif slæm fyrir ferðamenn Ný skýrsla sem gefin var út af World Wide Fund For Nature gefur þeim sem standa í ferðamannabransanum ekkert til að hlakka til. Þar kemur fram að vegna breyttra veður- skilyrða vegna gróðurhúsaáhrifanna megi vinsælir ferðamannastaðir búast við uppákomum eins og hitabylgjum, þurrkum, hækkandi sjólínu, flóðum, skógar- eldum og farsóttum. í skýrslunni voru tíu af vinsælustu ferðamannastöðum heims skoðaðir með tilliti til þess hvers mætti búast við ef spár visindamanna um hækkandi hitastig jarðar á næstu árum myndu ganga eftir. Ferðamenn era einmitt ein af ástæðum gróðurhúsaáhrifanna, því mengun frá flugvélum er einn af helstu áhrifavöldum þeirra og sá sem fer hraðast vaxandi um þessar mundir. Síðastliðinn laugardag lentu í Kasakstan síð- ustu geimfararnir sem búið hafa í rússnesku geimstöðinni Mír. Þar með nálgast endalokin óðfluga fyrir geimstöðina, sem hefur verið á braut um jörðu síðan 1986. Hún hefur gegnt hlutverki sínu vel og rúmlega það, því upphaf- lega var ekki áætlað að reka hana lengur en I fimm ár. En undanfarið hefur aldur stöðvarinnar farið að minna á sig og sífellt fleiri bilanir hafa gert vart við sig. Þrátt fyrir það hefur Rússum langað til að reka Mír í einhver ár í viðbót en mætt kröftugum mótmælum Bandaríkjamanna sem vilja heldur að Rússar beini takmörkuðum fjármunum rússnesku geimferða- stofnunarinnar til verkefnisins um byggingu alþjóðlegrar geim- stöðvar. Það verkefni hefur tafist talsvert síðustu ár vegna þess hve Rússum hefur gengið illa að standa við sínar skuldbinding- ar. Einn geimfaranna sem lenti á laugardaginn, Viktor Afanasyev, setti met í síðustu veru sinni í geimstöðinni. Hann hefur verið úti í geimnum samtals í 742 daga, sem er tveimur mánuðum lengur en nokkur annar hefur eytt fjarri jörðu. Geimfaramir voru allir meira og minna klökkir við lendinguna og sögðu það hafa verið mjög sorglegt að yfirgefa geimstöðina í síðasta skipti. j'&M Geimstöðin * yfirgefin ®5j n leit.is iMm. fGíssstr' H,n^r KnW Uftitf, •* hitub* tk**u mia. i •' l»*»* •* b*inni •tpQiTtjjii I í fU&toí fsí»vf}/ 'ÍnlawtiMi! fint&tti/tí I MöiifcifðMaM I Mm íifönuStUíidáar 3 * Oáöaáös: ‘ totoiettaiausia • Sím Si&tr * tííöáSi * tSilsMJsiait ®*U. 'Wvwvkmawiaj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.