Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 2
m m 18 in ■n■n■m p ■ ■ 11 ■ H ■ Ungur íslendingur í sumarstarfi hjá Microsoft: Boðið í grillveislu heim til Bill Gates - ekki ólíklegt aö framtíöarstarfið veröi hjá fyrirtækinu ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 Það er ekki á hverjum degi sem íslendingur fær tækifæri til að heilsa upp á ríkasta mann í heimi, en það henti Gunnar Ragnar Einarsson, þegar honum var boðið í grillveislu heim til sjálfs Bill Gates, forstjóra Microsoft. Það vita það all- ir sem fylgjast eitthvað með tölvuheiminum að stærsta fyrir- tækið í bransan- um er Microsoft. Fyrirtækið ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína og er markaðsstaða fyrirtækisins slík að mörgum þykir nóg um yfirburðina. Tvítugur íslendingur, Gunnar Ragnar Einarsson, hefur náð svo langt í námi sínu að honum var boð- ið í sumar að starfa við rannsóknar- deild innan fyrirtækisins. Ekki var nóg með það, heldur var honum einnig boðið heim til sjálfs Bill Gates, forstjóra Microsoft, sem fyrir löngu er orðin goðsögn í lifanda lífi, enda orðinn langríkasti maður í heimi í dag. DV-Heimur varð að sjálfsögðu forvitinn þegar fréttist af veru Gunnars hjá Microsoft og ákvað að hafa samband við piltinn og biðja hann um að segja aðeins frá sjálfum sér og störfum sínum. í ljós kom að Gunnar er Reykvíkingur en hann flutti með foreldrum sínum til Kali- fomíu fyrir nokkrum árum þegar þau fóru í framhaldsnám. Þegar Gunnar var 16 ára fluttu þau aftur til íslands en Gunnar fór síðan aftur út til Bandaríkjanna í frekara nám. Hann hefur síðustu árin stundað BS-nám við UCLA-háskóla í Kali- fomíu og er þar á þriðja ári. Sex erfið viðtöl Það var einn kennara Gunnars sem benti öðrum fyrrverandi kenn- ara hans, sem þá var orðinn starfs- maður í Microsoft Research (MSR), á Gunnar. MSR er sá hluti Microsoft er sér um nýjungar og framtíðarrannsóknir tölvurisans. „Microsoft borgaði ferð fyrir mig til höfuðstöðvanna í Redmond, Was- hington og ég gekk í gegnum sex nokkuð erfið viðtöl en var ráðinn áöur en síðasta viðtalið var búið. Ég byrjaði síðan vinnu við MSR í lok júni í sumar og hætti nú í byrjun september," segir Gunnar. Gunnar segist í raun ekki mega svara spurningum um það hvað hann hafi verið að vinna við hjá MSR. „Það er að vissu leyti mikil leynd í kring um starfsemina hér og það era til dæmis engir opnanlegir gluggar í Microsoft Research," segir Gunnar og bætir við að það þurfi meira að segja lykilkort til að kom- ast inn í matsalinn. „En í grófum dráttum hef ég ver- ið að bæði undirbúa nýjung í Usenet-kerfinu (UseNetið er hægt að skoða hjá http://www.deja.com) sem er 20 ára gamalt kerfi sem lík- ist tölvupósti en er keyrt á fleiri en 300.000 NNTP-þjónum víða um heim. Þannig er þetta eiginlega mitt á milli tölvupósts og irksins þar sem hverju bréfi er dreift á alla þjónana. Við munum mjög fljótlega setja fram fyrstu síðurnar okkar á http://netscan.rese- arch.microsoft.com en eins og er þá era þar bara eldri síður sem segja ekki mikið,“ segir Gunnar. Spjallað við Bill Gates Eitt það skemmtilegasta sem Gunnar lenti í í sumar var að hon- um var boðið ásamt öðram stúd- enta-starfsmönnum í Microsoft Re- search í grillveislu heim til sjálfs Bills Gates. Við báðum Gunnar um að lýsa því nánar. „Hann á mjög flott hús með 30 bíla bílskúr, bryggju og nokkra hraðbáta bundna þar og gullsandströnd sem hann flutti inn frá Mexíkó. Inni í húsinu er meðal annars lyfta úr gleri fyrir framan vatnsfoss, risaflatskjáir með veljanlegum málverkum, Casa- blanca Bar og margt fleira sem má nefna.“ En hvemig var svo að eiga orða- stað við sjálfan Bill Gates? „Það var mjög skemmtilegt að geta átt nokk- ur orð við ríkasta mann í heimi. Bill er faðir Microsoft og ég held að allir sem ég hef talað við beri ofur- mikla virðingu fyrir honum og störfum hans fyrir fyrirtækið. Þeg- ar ég spjallaði við hann ásamt öðr- Gumat segist i raurt ekkimegasvam spurningum um það hvað hann hafí verið að vinna við hjá MSR. „Það erað vissu leyti mikil teynd í kringum starfsemina hér og það eru tii dæmis eng- ir opnanlegir gluggar i Micmsoft Research/* um kom hann fram sem mjög ná- kvæmur einstaklingur sem veit næstum því allt sem gerist innan fyrirtækisins. Mest var annars talað um framtíð Microsoft og hvað hon- um finnist vera braut tölvunnar á næsta áratug." Microsoft eins og ísland Hvernig upplifun er það annars fyrir íslending að vinna hjá risafyr- irtæki eins og Microsoft sem veltir hundraðföldum fjárlögum íslenska ríkisins á ári hverju? „Ég verð að játa að það er nokkuð öðruvísi að vinna hjá Microsoft en til dæmis skólann eða minna fyrirtæki vegna þess hve auðvelt það er að biðja um aukna fjárveitingu, segir Gunnar. „Héma í okkar þriggja manna deild í Microsoft vantaði okkur öfluga tölvu og einum mánuði seinna feng- um við þriggja milljóna króna Compaq Proliant-tölvu án nokkurra vandræða. Þetta er náttúralega mjög lítill hluti af heildarmynd fyr- irtækisins en þessu hef ég ekki kynnst annars staðar. Þeir era mjög ákafir hérna um að maður klári verkefnin sin, næstum því hvað sem það kostar. Mér fmnst að sem íslendingur sé ég meira undir það búinn að vera hluti af 20 þúsund manna fyrirtæki þar sem hver starfsmaður er þó til- tölulega stór hluti af heildarmynd- inni vegna þess að þannig er ís- lenskt samfélag líka.“ Framtíðin óráðin En hver eru framtíðaráform Gunnars að loknu námi? „Þetta er góð spurning sem ég spyr sjálfan mig að á hverjum degi. Ég veit ekki svarið við henni vegna þess að í þessum hraða tölvuheimi verður maður að stökkva á hvert einasta tækifæri sem manni gefst. Það verð- ur erfitt að neita starfi hjá Microsoft ef þeir biðja mig um að koma hing- að strax eftir nám. Yfirmennirnir eru búnir að segja við mig að ef ég væri búinn núna um jólin myndu þeir gera mér tilboð nú þegar. Það er athyglisverð statistík að 80% þeirra sem vinna héma um sumar meðan þeir era í skóla er boðið til baka strax eftir nám. En mig langar mikið að auka þekkingu mína og rannsóknarhæfileika með því að fara í Masters- eða Doktorsnám, sem ég held að sé mjög gefandi og spennandi á tölvusviði, þar sem stanslausar nýjungar gera það að verkum að það er nær ótakmarkað rannsóknarsvið," segir Gunnar að lokum. -KJA BgBBaMaagJilMB—WIBBaKB——M—. Tölvu- og verkfræðiþjónustan: Tekur að sér Tölvuskóla EJS Olgeir Kristjánsson, forstjóri EJS, segir tölvufræðslu vera best borgið í höndunum á þeim sem hafa skólastarfsemi að lifibrauði. Mikið er um nýj- ungar í starf- semi Tölvu- og verkfræðiþjón- ustunnar nú þegar haust- og vetrarmisseri tölvuskólans er að fara af stað. Má þar nefna að Einar J. Skúlason hf. hefur samið við Tölvu- og verkfræðiþjónustuna um að taka að sér tölvuskólann sem fyr- irtækiö hefur starfrækt um margra ára skeið. Þá hafa Tölvu- og verk- fræðiþjónustan og Efling, eitt stærsta verkalýðsfélag landsins, gert með sér samning sem veitir 14 þúsund félagsmönnum Eflingar af- slátt af öllum námskeiðum Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar. Meðal nýrra námskeiða er ítarlegt kerfis- fræðinám en Tölvu- og verkfræði- þjónustan hefur notið aðstoðar Ráð- garðs við skilgreiningu á innihaldi kerfisfræðinámsins. Tölvu- og verkfræðiþjónustan tek- ur fyrst og fremst við sérfræðinám- skeiðunum af Tölvuskóla EJS. Sam- starf verður við breska tölvuskól- ann Pygmalion Group sem mun Samstarf verður við breska tölvuskólann Pygmalion Group sem mun senda sérmennt- aða kennara sína til landsins. Námskeiðin eru ætluð fagfólki í tölvugeiranum og hafa hlotið viðurkenningu víða um heim. senda sérmenntaða kennara sína til landsins. Námskeiðin fara fram á ensku og era hönnuð af Microsoft Education Service. Þau eru ætluð fagfólki í tölvugeiranum og hafa hlotið viðurkenningu víða um heim. Olgeir Kristjánsson, forstjóri EJS, segir fyrirtækið hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessari fræðslu verði best borgið í höndunum á þeim sem hafa skólastarfsemi að lifibrauði. „Tölvu- og verkfræði- þjónustan hefur áratugareynslu í fræðslumálum og mun örugglega sinna þessu verkefni af kostgæfni," segir Olgeir. Halldór Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Tölvu- og verkfræði- þjónustunnar, segir þessi sérfræði- námskeið falla vel að starfsemi fyr- irtækisins. „Við höfum verið að sinna þessum markaði og samning- urinn við EJS er enn einn þátturinn í að styrkja starfsemi okkar og auka þjónustuna," segir Haildór. Viðurkennd prófmiðstöð Fyrir ári varð fyrirtækið fyrst tölvuskóla á Norðurlöndum til að fá viðurkenningu Microsoft til þess að prófa og gefa út sérfræðigráður (MOUSE) fyrir notendur Microsoft Office-hugbúnaðar. Nú hefur Tölvu- og verkfræðiþjónustan hlotið aðra staðfestingu sem viðurkennd próf- miðstöð með samningi við Skýrslu- tæknifélag íslands. Um er að ræða svokallað Tölvuökuskírteini, skammstafað TÖK, sem Skýrslu- tæknifélagið gefur út að evrópskri fyrirmynd. Aðrar upplýsingar um starfsemi og þjónustu Tölvu- og verkfræði- þjónustunnar má nálgast á endur- bættri vefsíðu fyrirtækisins á slóð- inni www.tv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.