Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1999, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 22 Drottningarmaður slapp fyrir hom: Filippus erfði ekki gáfnatregðugenið Litlu mátti muna að Filippus, drottningarmaður á Englandi, erfði stökkbreytt gen sem veldur tregu gáfnafari fórnarlambanna. Filippus, drottn- i J111)1^ ingarmaður á ,j Englandi og her- VJijJjJilJ togi af Edinborg, er maður ekki tmimmmmmm heimskur. Ekki munaði þó miklu að svo yrði. Það hefur nú verið vísindalega staðfest. Hvað svo sem segja má um Filippus áð öðru leyti, svo sem óviðeigandi athugasemdir hans um fólk af öðr- um kynstofnum en þeim hvita. Erfðafræðingar hafa komist að því aö Filippus hafi í raun verið stálheppinn að erfa ekki gen sem tengt er litlum gáfum. Stökkbreytt gen þetta er hins vegar algengt með- al annarra ættingja hans í konungs- fjölskyldum Evrópu. Georg fimmti, afi Elísabetar Englandsdrottningar eiginkonu hans, var til dæmis með genið, segir í breska blaðinu Sunday Times. Tilviljun réð því að genið upp- götvaðist í drottningarmanninum þegar hann heimilaði vísindamönn- um að rannsaka forskrift DNA- erfðaefnisins í honum. Sú rannsókn var liður í leit að leifum rússnesku keisarafjölskyldunnar en Filippus var skyldur síðasta keisaranum, Nikulási öðrum, í móðurættina. Næsta víst þykir aö uppgötvun vísindamannanna eigi eftir að koma þeim í bobba sem vilja kenna litlum gáfum um háttleysu Filippusar. Til dæmis er ekki langt síðan hann reitti Indverja til reiði með því að segja að engu líkara væri en að raf- magnstafla í fyrirtæki sem hann heimsótti hefði verið sett upp af Ind- verja. Hertoganum þótti handverkið víst ekki til fyrirmyndar. Harold Brooks-Baker, sem gefur út ættartölur aðalsfólks, segir að breska konungsfjölskyldan hafl lengi mátt þola líkamlega og and- Erfðafræðingar hafa komist að því að Fil- ippus hafi í raun verið stálheppinn að erfa ekki gen sem tengt er litlum gáfum. Stökk- breytt gen þetta er hins vegar algengt , meðal annarra ætt- ingja hans i konungs- fjölskyldum Evrópu. lega vanheilsu vegna mægða við nána ættingja sína. „Það er kraftaverk að hertoginn af Edinborg skuli vera svona eðli- legur þegar tekið er tillit til að hann er afurð margra kynslóða af skyldraæxlun," segir Brooks-Baker. Umrætt gáfnatregðugen, sem heitir EST00083, erfist 1 gegnum kvenlegginn og kom inn í bresku konungsfjölskyduna árið 1863 þegar danska prinsessan Alexandra gekk að eiga frænda sinn sem síðar varð Játvarður sjöundi Englandskóngur. Gróöurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar: Brennisteinslosun skipa skaðvaldur Brennisteinsút- blástur ífá flutn- ingaskipum veld- ur mengun í haf- inu og meðfram strandlengjum. Vísindamenn frá Carnegie Mellon-háskóla í Pennsyl- vaníu og frá Duke-háskóla í Norður- Karólínu segja í bréfi til vísindarits- ins Nature að skip spúi meiri brennisteini upp um strompa sína en áður var talið. Þessi vitneskja gæti reynst mikilvægur liður í að leysa ráðgátuna um hækkandi hitastig af völdum gróðurhúsaáhrifanna. „Það verður að gefa gaum að skip- um ef maður ætlar sér að skilja efna- fræði hafsins, sem er undirstaðan að skilningi okkar á efnafræði and- rúmsloftsins og loftslagsbreyting- um,“ segir James Corbett, verkfræð- ingur við Camegie Mellon, og bætir við að skip hafi umtalsverð áhrif á löftgæðin í sumum strandhéruðum. Losun brennisteins stuðlar að súm regni sem getur mengað vatn. Útblástur skipa á einnig þátt í mynd- un skýja yfir hafinu. „Brennisteinsútblástur gegnir Flutningaskip valda allnokkurri mengun með brennisteinsútblæstri sínum. Það verður að gefa gaum að skipum ef maður ætlar sér að skilja efnafræði hafs- ins, sem er undirstað- an að skilningi okkar á efnafræði andrúms- loftsins og loftslags- breytingum. veigamiklu hlutverki í myndun ör- smárra agna sem vatn þéttist á og myndar ský,“ segir Spyros Pandis, sem vann að rannsókninni. „Gagnkvæm áhrif örsmáu agn- anna og skýja eru viðurkennd sem einhver mesti óvissuþátturinn í skilningi okkar á tíðni loftslags- breytinga, eða gróðurhúsaáhrif- anna, af því að ský endurkasta orku og draga þar með úr hreinum hlýn- unarþætti langlífra gróðurhúsaloft- tegunda," segir Pandis. Erfitt hefur reynst að meta áhrif örsmáu agnanna af því að þær hafa skemmri líftíma í andrúmsloftinu en gróðurhúsalofttegundimar. Vísindamennirnir sýndu einnig fram á að útblastur skipa væri greinilegastur á norðurhveli jarðar þar sem skipaumferö er mikil. Flest hafsvæðin á suðurhveli jarðar, að undanskildum svæðunum kringum Ástralíu, eru ósnortin að þessu leyti. Rannsókn þessi ku vera gott vopn í höndum þeirra sem vilja aö dregið verði úr brennisteinsmengun frá skipum. Hjólhesturinn er þarfasti þjónninn: Svo til engin orka til spillis Hámarksnýtið orkuna og bætið heilsuna um leið! Stökkvið upp á reiðhjólin og af stað! Vís- indamenn hafa sem sé komist að raun um að varla er til samgöngu- tæki sem nýtir orkuna jafnvel og reiðhjólið. Ekki bara vegna þess að það er fótknúið heldur hins að hönnun þess er svo frábær að ákaflega lítil orka fer til spillis. Þetta uppgötvaðist þegar hópur verkfræðinga við hinn virta Johns Hopkins háskóla í Bandaríkjunum Vísindmennirnír urðu allhissa þegarþeir sáu á mælingum sín- um að orkunýtni keðjudrifsins var 98,6 prósent. beindi innrauðri myndavél að tölvustýrðu drifkerfi reiðhjóls. Tilgangurinn var að kanna hversu mikill hiti myndaðist þeg- ar keðjan fór á milli tannhjólanna í gírakerfi hjólsins. Hiti gefur til kynna að orka hafi farið í súginn. Vísindmennimir urðu allhissa þegar þeir sáu á mælingum sínum að orkunýtni keðjudrifsins var 98,6 prósent. Það þýðir ekkert ann- að en að minna en tvö prósent aflsins sem notað var til að knýja áfram stóra tannhjólið ruku út i veður og vind sem einskis nýtur hiti. Versta frammistaða reiðhjóls- ins reyndist vera 81 prósent nýtni, þegar aðstæður vora síbreytilegar. „Ég var ákaflega hissa, einkum þegar maður gerir sér grein fyrir því að helstu þættir keðjudrifsins hafa ekkert breyst í meira en eitt hundrað ár,“ segir James Spicer sem stjórnaði rannsókninni. Það er því ekki spuming hvað á að gera á þessum síðustu og verstu bensínverðshækkunartímum. Óskafarartæki náttúruvænna og umhverfissinnaðra er reiðhjólið, með ótrúlega nýtingu á orkunni. [ i'jhkil ! Röndótt kan- ína í Asíu Ný tegund rönd- óttrar kanínu hefur fundist i fiallaskógum Laos og Kambó- díu. Loðin er hún, með rauðan bossa og svartar og brúnar rendur á fési og baki. Hún lík- ist röndóttu Súmatra-kanín- unni, einu röndóttu kanínunni sem áöur var vitað um. Sú er í útrýmingarhættu. Kanínusérfræðingurinn Di- ana BeO, við líffræðideild há- skólans í Austur-Anglíu á Bret- ; landi, bar DNA úr nýfundna dýrinu saman við DNA úr Súmatra-kanínunni. Munur- inn á erfðaefni dýranna bendir } til að tegundimar tvær hafi að- greinst fyrir um átta milljón- um ára. „Þessi uppgötvun er mjög spennandi og undirstrikar fiöl- breytileika lífríkisins í fialla- skógum Suðaustur-Asíu,“ segir Bell. Greint er frá rannsókn Bell og félaga í tímaritinu Nature. Búðarápið lengir lífið Líkamsræktin er góð til síns brúks. Það er þó sitthvað fleira sem við- heldur heils- unni og lengir lífið, svo sem búðaráp, að taka í spil og ann- að atferli sem ekki krefst lík- amlegrar áreynslu. Læknar við lýðheilsudeild : Harvard-háskóla komust að þessari niðurstöðu í rannsókn- um sínum á 2.800 eldri borgur- um frá New Haven í Connect- i icut. Rannsóknin stóð í þrettán i ár. „Fullorðið fólk sem var } virkara í félagslífinu dó síður en það sem ekki var jafnvirkt," segir í grein Thomas Glass prófessors og samverkamanna í Breska læknablaðinu. Vísindamennirnir skoðuðu áhrif bingóferða, garðyrkju, : kirkjusóknar, bíóferða og ým- : islegs fleira á langlífi, saman- borið við áhrif líkamsræktar. JJalM D'JilúYí Minnisvarði Was- hingtons hærri Vísindamenn bandarísku haf- og gufuhvolfs- stofnunarinnar gerðu sér lítið fyrir um daginn og klifruðu upp á topp á Washington- minnisvarðanum til að mæla nákvæmlega hæð hans. Mann- virkið reyndist vera 169 metr- ar á hæð, eða um sentímetra hærra en áður var talið. Ofurhugamir notuðu GPS- staðsetningartæki til að fá út réttu hæðina. Að sögn D. James Bakers, forstöðumanns áðurnefndrar opinberrar stofnunar, verða nýfengnar upplýsingar notaðar til að fylgjast með stöðugleika minnisvarðans i framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.