Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 Fréttir Hafrannsóknastofnun mælir mesta seiðamagn frá upphafi: 50 milljarðar í pottinum - óvíst að lífríkið þoli svo stóran þorskstofn, segir forseti Farmannasambandsins Fagleg afstaða ræður - segir Valur Valsson „Við stöndum frammi fyrir því ef seiðin komast af að veiðistofninn, sem nú er um milljón tonn, stækkar í rúmar þrjár milljónir tonna. Það kallar á að menn skoði mjög vand- lega hvort lífríkið þoli svo stóran þorskstofn," segir Guðjón A. Krist- jánsson, forseti Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, um þau gleðitíðindi sem Hafrannsókna- stofnun færði með niðurstöðum um einstaklega vel heppnað klak þorsksins. í seiðaleiðangri Hafró kom i ljós að seiðavísitalan í ár er rúmlega þrefalt hærri en í fyrra, eða 9408 á móti 2752. Þetta þýðir að komist þessi seiði af stækkar þorsk- stofninn eftir 3-4 ár úr því að vera um milljón tonn i um 3,5 milljónir tonna. í dag er kvóti á íslandsmiö- um sem nemur 250 þúsund tonnum. Kvótinn ræðst af stærð veiðistofns „Ég visa þessum dylgjum Sig- urðar G. Guðjónssonar á bug,“ sagði Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, þegar DV bar undir hann staðhæf- ingu Sigurðar í Degi í gær að íslandsbanki hefði afturkall- að 300 milljóna króna lánsflár- loforð til ís- lenska út- varpsfélagsins Valur Valsson, sumarið 1994 bankastjóri ís- strax eftir að landsbanka. mágur Vals, Ingimundur Sveinsson í Heklu, nú sendiherra i Bonn, hafði misst sæti sitt í stjórn ÍÚ eftir kaup Jóns Ólafsson- ar, Sigurðar og fleiri á fölum hlutabréfum í félaginu. „íslandsbanki kappkostar að taka faglega aftsöðu til lánveit- inga og svo var einnig í því tilviki sem um ræðir,“ bætti Valur við. Hann sagðist ekki vilja syara til um hvort rétt væri að íslands- banki hefði í raun afturkallað 300 milljóna króna lánsfjárloforö til ÍÚ, burtséð frá ástæðum þess. „Þetta má ég ekki ræða opinber- lega,“ sagði Valur aðeins. -GAR Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformaður Orca S.A., tekur hér við fundargögnum fyrir hluthafafund FBA í gær. Markaðsverðmæti hluts Orca S.A. í FBA er yfir 5 milljarðar króna. DV-mynd ÞÖK Fjárfestingarbanki atvinnulífsins: Tveir fulltrúar Orca S.A. kjörnir í stjórn Hluthafafundur Fjárfestingar- banka atvinnulífsins var haldinn í gær að kröfu eigenda Orca S.A. Höfðu fulltrúar ríkisins lagt fram tillögu um fimm manns í stjórn en fulltrúar Orca S.A. lögðu fram til- lögu um að Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Jón Ingv- arsson, fyrrverandi stjórnarformað- ur SH, færu í stjórn fyrir þá og voru þeir kjömir í kosningum. Þrír full- trúar ríkisvaldsins, þeir Þorsteinn Ólafsson stjórnarformaður, Örn Gústafsson og Magnús Gunnarsson, voru endurkjörnir. -EIS og fer eftir svokallaðri 25 prósenta reglu. Verði nið- urstaðan þessi gífurlega stækkun þorskstofnsins má gera ráð fyrir aflaaukn- ingu á íslandsmiðum sem samsvarar 500 þúsund tonnum.Verðgildi þess afla upp úr sjó er ekkert smá- ræði, eða sem nemur 50 milljörðum króna á ári. Guðjón segist vara við því að hleypa stofninum upp í þá stærð án þess að það mál verði hugsað mjög vandlega áður. Margt sé breytt frá því veiðistofninn komst í þess stærð, annars vegar árið 1928 og hins vegar árið 1955, þegar stofninn mældist 2,5 milljónir tonna. „Það er grundvallarspurning hvort lífríkið þolir svo stóran þorsk- stofn. Þær breytingar hafa orðið frá því fyrr á öldinni að nú veiðum við rækju og loðnu í samkeppni við þorskinn. Þá eru hvalastofn- ar í miklum uppgangi sem var ekki fyrr á öldinni. Við erum þvi í bullandi sam- keppni í fæðukeðjunni og álitamál hvort nægilegt lífs- rými sé fyrir þorskinn," seg- ir Guðjón. Hann segir að sýni mælingar í mars á næsta ári að þorskseiðin hafi komist af sé ástæða til að staldra við og huga að því hvort rétt sé að halda sig við 25 prósenta regl- una. „Ef seiðin sýna sig sem eins árs flskur í vetur og staðfesta þar með þessi góðu tíðindi verðum við að gera upp við okkur hvort ekki sé Guðjón A. Kristjánsson. rétt að hafa stjórn á stofnstærðinni með því að auka veiði strax á næsta fiskveiðiári. Við verðum að gefa uppvaxtarfiski lífsrými og í því ljósi er rétt að auka veiðina strax á næsta fiskveiðiári. Ég tel núverandi stærð hrygningarstofnsins henta ágætlega," segir hann. Aðspurður um það hvort fisk- veiðistjórnunarkerfið hafi ekki sannað ágæti sitt með hinni frá- bæru nýliðun segir Guðjón málið ekki vera svo einfalt. „Þetta sýnir að hita- og náttúru- far hér við land er nú mjög hag- stætt. Nú er hlýsjór við landið og það skiptir sköpum með það hvern- ig til tekst. Hin hlið málsins er sú að verði hlýi sjórinn áfram við norðan- vert landið geta menn gleymt því að gera ráð fyrir miklum rækjuafla á næstu árum,“ segir Guðjón. -rt Hreindýraveiðar hálfnaðar: Tarfurinn á 90 þúsund krónur - Bandaríkjamenn vilja hornin í kynörvunarlyf „Það er búið að fella um helm- ing þeirra dýra sem leyfilegt er í ár. Kvótinn er 404 fullorðin dýr og þegar eru um 200 fallin. Veiðileyfi á besta stað kosta 90 þúsund krón- ur á tarfinn en það er hægt að fá Breytt verð Frá og með 1. september hækkar áskriftarverð DV um 50 krónur, í 1.950 krónur. Jafnframt hækkar lausasölu- verð á virkum dögum í 180 krónur og Helgarblað DV í 250 krónur. leyfi á 15 þúsund krónur á erfiðari svæðum," sagði Aðalsteinn Aðal- steinsson, fyrrum hreindýraskytta og starfsmaður Hreindýraráðs á Egilsstöðum. Hreindýraveiðin hófst 1. ágúst og lýkur 15. septem- ber. „Bestu veiðisvæðin eru við Snæ- fellið og þar eru veiðileyfin dýrust. Skytturnar eiga dýrin sem þeir fella og nýta þau að vild. Ætli þeir fái ekki um það bil 80 kíló af kjöti af meðaldýri og verð á veiðileyfum miðast við kjötverðiö. Þá er skinn- ið eftir en úr þeim er hægt að sníða fallegustu föt á íslandi. Þá höfum við fengið fyrirspurnir frá Bandaríkjunum varðandi hornin sem þeir vilja kaupa og mylja nið- Gústaf Kristinsson við rætur Snæ- fells með bráð sína, 130 kílóa tarf sem skotinn var á 150 metra færi beint í hjartastað. ur í kynörvunarlyf. Við höfum nú ekki þurft á því að halda hér fyrir austan en ég veit ekki um þá fyrir sunnan," sagði Aðalsteinn. Talið er að hreindýrastofninn sé nú um 3000 dýr. Arðurinn af sölu veiðileyfa rennur til bænda á svæðinu sem eiga landið þar sem veiðarnar fara fram. „Það er gaman að skjóta hrein- dýr en það heyrir til algerra und- antekninga að menn séu að skjóta hver annan á veiðunum í misgrip- um. Það er hins vegar mjög al- gengt úti í heimi, sérstaklega á Ítalíu,“ sagði Aðalsteinn Aðal- steinsson hjá Hreindýraráði á Eg- ilsstöðum. -EIR Stuttar fréttir r>v Kennarar funda Kennarar munu á næsta stjórnarfundi kennarasam- bandsins ræða ávarp forseta Is- lands sem hann hélt á degi sí- menntunar. Þar talaði forsetinn um kjarabaráttu kennara og sagði að of mikill umræða væru um þau mál umfram önnur. Dag- ur sagði frá. Axworthy á heimleið Lloyd Axworthy, utanríkisráð- herra Kanada, var hér í opinberi heimsökn en hélt af landi brott síðdegis í gær. Hann sat ráð- herrafundinn sem haldinn var á Egilsstöðum og hitti auk þess ís- lenska ráðamenn. Helmingur íbúða á uppboð Hátt í helmingur allra félags- legra íbúða í Vesturbyggð hafa ver- ið auglýstar á nauðungaruppboði að kröfu íbúðalánasjóðs. Að sögn bæjarstjóra Vesturbyggðar er kaupskylda sveitarfélaga sem gerir það að verkum að bæjaryflrvöld hinna ýmsu sveitarfélaga geta ekki ráðið við kaupin, sérstaklega ekki þegar'um er að ræða margar íbúð- ir. Dagur sagði frá. 600 manns mættu í tíma Fjölmennasti kúrs sem kennd- ur hefur verið við Háskóla ís- lands hófst í gær. Er það kúrs í rekstrar- hagfræði sem Ágúst Einarsson prófessor kenn- ir. 600 hundruð manns voru í tím- anum í gær og er kennt í stóra salnum í Háskólabíói. Ástæða ijölgunarinnar eru margvíslegar. Morgunblaðið sagði frá. Gagnrýni Davíðs réttmæt Talsverður stuðningur er við gagnrýni Davíðs á Kaupþing. Þetta kemur fram í könnun sem Vísir.is lét Markhúsið gera fyrir sig. Þar segja 35% aðspurða að gagnrýni Davíðs hafi verið eðlileg og rétt- mæt. 27% voru ósammála þeirri fullyrðingu. 37% úrtaksins svör- uðu ekki. Vísir.is sagði frá. Puff Daddy til íslands. Rapparinn heimsfrægi Puff Daddy hefur lýst því yfir að í tveggja ára tónleikahaldi sem fram undan er muni hann fara til íslands. Þetta sagði hann á yahoo netspjalli fyrir nokkrum dögum. Morgunblaðið sagði frá. Mega vita hverjir kjósa Tölvunefnd hefur úrskurðað að þeir flokkar sem eiga aðild að kosningum megi hafa umboðs- menn sína til þess að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Tölvu- nefnd tekur það þó fram að henni þyki ekki eðlilegt að flokkar safni upplýsingum um hverjir kjósa. Morgunblaðið sagði frá Sjávarútvegssýning Islenska sjávarútvegssýningin hefst í dag. Undirbúningi var að ljúka í gær og er gert ráð fyrir því að þetta verði stærsta sjávarr útvegssýning sem haldin hefur verið. Hingað til hefur hún verið haldin í Laugardalshöllinni en í ár verður hún í Kópavogi. Hilmir Snær leikstýrir Hilmir Snær mun leikstýra leikritinu Gullna hliðinu sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu í vetur. Dag- skráin verður mjög fjölbreytt í vetur og verður meðal annars nýtt barnaleikrit eftir þá Magnús Scheving og Sigga Sigurjóns sýnt. Morgunblaðið sagði frá. -EIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.