Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 Fréttir i>v Umsóknir um fæðubótarefni flæða yfir Lyfjaeftirlitið: Um 1550 umsókn- ir á síðasta ári - 604 tegundir leyfðar en 880 hafnað Lyfjaeftirlit ríkisins fjallaði um 1550 sýni fæðubótarefna á síðasta ári. Þar af leyfði eftirlitið sölu á 604 tegundum en 880 var hafnað. Af- ganginum var ýmist vísað til Holl- ustuverndar ríkisins, hann var áfram til frekari umijöllunar hjá Lyfjaeftirlitinu eða frekari upplýs- ingar vantaði frá innflytjanda. Wa- vesúðinn er m.a. til umfjöllunar hjá stofnuninni nú, eins og fram kom í DV í gær. í gagnagrunn Lyijaeftirlitsins eru nú skráð 850 vörumerki og framleið- endur sem selja má vörur frá hér á landi. Fjöldi fyrirtækja, sem flytja inn fæðubótarvörur, eru samkvæmt gagnagrunninum 222. Þetta segir þó ekki alla söguna því grunnurinn nær aftur til ársins 1985. Á þeim tíma hafa einhverjir hætt innflutn- ingi. Þá hafa vörur undir tilteknum vörumerkjum orðið úreltar. Inn- flutningi á þeim hefur því verið hætt. Á hinn bóginn eru margar vörutegundir undir einstökum vörumerkjum þannig að fjöldi fæðu- bótaefna á markaðinum er miklu meiri en talan úr gagnagrunni lj'fja- eftirlitsins gefur til kynna. Breiddin í innflytjendahópnum er mjög mik- il. Sumir eru mjög stórir í greininni en aðrir flytja inn aðeins einu sinni og hætta svo. „Þetta er gríðarlegur markaður," segir Ingibjörg Halldórsdóttir hjá Stjarna í vök að verjast: Reynt að stela Hellisbúanum „Það er alltaf sami söngurinn þegar vel gengur; tveir óprúttnir náungar úr íslensku leiklistarlífi reyndu að stela Norðurlandaréttin- um á Hellisbúanum af mér en ég sá viö þeim,“ sagði Bjami Haukur Þórsson, sem slegið hef- ur í gegn með sýningu sinni á Hellisbúanum í íslensku óperunni og sett innlent sýningar- met. „Þegar ég frétti af tilburðum mannanna setti ég mig í samband við Rob Becker, höfund verksins, sem hló að þessum strákum og við gengum frá samningi um sýningar- rétt á verkinu á öllum Norðurlönd- unum, í Rússlandi, Lettlandi, Eist- landi og Litháen," sagði Bjarni Haukur. Ráðgert er að setja Hellisbúann upp í einhverri af höfuð- borgum Norðurlandanna á næsta ári og síðan koll af kolli. Við erum að semja við leikara ytra og spurningin er bara hvar hagstæðast er að byrja,“ sagði Bjarni Haukur, sem þegar er kominn með nýtt járn í eldinn. Það er leikhúsverkið Kossinn, sem Hallgrimur Helgason situr nú og skrifar eftir hugmynd frá Bjarna Hauki. Fjallar verkið um mann sem er búinn að leita að hinni einu og sönnu ást allt of lengi og fer til spákonu. Spákonan segir honum að hann hafi þegar fundið ástina og hún komi í ljós þegar hann kyssi hana. Maðurinn dregur þá ályktun að þarna hljóti að vera um að ræða einhverja gamla kærustu og byrjar að kyssa þær allar aftur... -EIR Bjarni Haukur með Hellisbúann út í heim. Lyfjaeftirliti ríkisins. Hún segir að í gegnum Lyfjaeftirlitið eigi að fara allar vörur með vítamínum, stein- efnum og ýmis önnur efni. Ferlið er með þeim hætti að hyggist einhver hefja innflutningi á fæðubótarefni þá þarf lyfj aeftirlitið að árita svokallað- an vörureikning. Hann er ekki árit- aður nema varan hafi komið til um- fjöllunar hjá stofnuninni. í sumum tilfellum flytur fólk vör- una inn án þess að Lyfjaeftirlitið hafi fjallað um hana. Þá fær stofnun- in sýnishorn, skráir vöruna hjá sér og tekur hana til umfjöllunar. Þetta gerist t.d. í þeim tilvikum þegar fólk pantar inn af Netinu. Þessi tilvik eru fá, enda lenda þeir sem þetta gera í biðröð, þar sem afgreiðslan getur tekið a.m.k. tvo mánuði. „Við erum með hámarksskammta af vítamínum, steinefnum og ýmsum öðrum efnum. í gagnagrunni okkar sjáum við einnig hvaða jurtir efnin mega innihalda og hverjar ekki. Svo gilda strangar reglur um hvaða lýs- ingar mega vera á umbúðunum sem vísa til lækningamáttar viðkomandi efnis, að það lini þjáningar eða eitt- hvað slíkt,“ segir Ingibjörg. -JSS í gagnagrunn Lyfjaeftirlitsins eru nú skráð 850 vörumerki og framleiðendur fæðubótarefna sem selja mega vörur frá hér á landi. DifSJúfÍ Þetta er auðvitað einfalt mál í sjálfu sér. Davíð skammast út af rússneskum eiturlyfiabarónum á kristni- hátið á Hólum. Hannes Hólmsteinn, með hanska Davíðs, skammast út af al Fayed, hinum sorgmædda fóður Dodis, og segir hann hafa auðgast á vopnavið- skiptum og náð að sölsa undir sig banka. Jón Steinar skammast út af verðbréfa- fyrirtæki sem seldi banka. Þá skammast Sigurður G. Guðjónsson út af vondum Sjálfstæðisflokki sem lagt hafi stein í götu sjónvarps- stöðvar. Almenningur hlýt- ur að skilja málið til fulln- ustu því það er einfalt að kjarni umræðunnar er uppi á borðinu. Vopnasali, eitur- lyfjabarónar, verðbréfafyrirtæki, sjónvarpsstöð, banki, siðleysi og lögleysa; allt þetta kristallar það mál sem tekist er á um. Eins og i öllum góð- um skákum snýst málið um að vinna. Passa sig á eitruðu peðunum og umfram allt gæta þess að peð verði ekki óverðskuldað drottningar. Einfald- ara getur það ekki orðið og nú er bara að bíða næsta leiks. Dagfari Kóngar og peð Það ólgar og sýður í ís- lensku þjóðfélagi vegna þess hver fékk Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og hver ekki. Ritdeilur spretta upp en eng- inn veit lengur hver er að fást við hvem, hverju sinni. Á taflborðinu standa kóngamir á sínum föstu reitum á meðan peð breytast í drottningar eða verða eitruð. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlög- maður tók upp hanskann fyr- ir svarta kónginn, Jón Ólafs- son, aðaleiganda Stöðvar 2, og annar hæstaréttarlögmaður, Jón Steinar Gunnlaugsson, tók upp hanskann fyrir hvita kónginn, sjálfan forsætisráð- herrann, Davíð Oddsson. Þannig tefla kóngamir Jón og Davíð fram peðum sínum á vettvangi umræðunnar en passa sig á því að tala ekki hvor til annars. Enda eru það ekki þeir sem eru að rífast held- ur peöin. Hver má kaupa banka og hver má ekki kaupa banka. Það er málið eftir því sem næst verður komist. Einnig hefur umræðan að sjálf- sögðu einnig farið út í það hver megi selja banka og þá hverjum og hvernig. Davíð er að sjálfsögðu ekki sáttur við að eitthvert verðbréfafyrirtæki úti í bæ selji banka sem annar átti að selja ein- hverjum enn öðrum. Prófessor Hannes Hólm- steinn Gissurarson hefur setið um að taka upp hanskann fyrir Davíð sem reyndar er erfitt því margir vilja þeim hanskanum hampa. Prófessor- inn segir Jón Ólafsson vera hið mesta illþýði sem ekki verði treystandi fyrir banka. Jón er á móti er ósáttur við að drottningarpeð Davíð skuli vera hrifið af sér og tala látlaust um sig og sína per- sónu. sandkorn Davíð yfirvegaður Á sunnudag fór fram merkur fótboltaleikur sem hvarf að vísu ú skugga leiks KR og ÍBV. Þarna áttust við þingmenn og borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson for- sætisráðherra þótti þar sýna einstak- lega yfirvegaðan leik. Hann beið eftir að boltinn yrði sendur til sín en lét ógert að hlaupa í ein- hverja tvísýnu. Tækni Davíðs skilaði sér í því að hann skoraði eitt þriggja marka þing- manna. Dómari leiksins var Jón Steinar Gunnlaugsson, góðvin- ur Davíðs. Hann stjómaði ekki með rauðum og gulum spjöldum eins og venja er heldur fengu brotlegir banana eða epli eftir eðli brotanna. Jón Steinar slapp við að úthluta eplum en fékk sjálfur eitt eftir að hafa úthlutað syni sínum, Gunnlaugi Jóns- syni, víti sem innsiglaði sigur þingmanna.... Forvitin Björk r Góð mæting var á tónleika hins serbiska No smoking band í Laug- ardagshöliinni. Hátt í þrjú þúsund manns mættu til að hlýða á leik- stjórann Emir Kusturica og hljómsveit hans. Áður en Reykinga- bannsbandið kom fram sá hljómsveit- in Sigur Rós um að kæta gesti hallar- innar. Sú sveit er talin ein bjartasta vonin á íslandi í dag. Meðan Sig- ur Rós spilaði vakti ekki minni athygli að meðal gesta var hin eina sanna Björk ásamt hirð sinni. Ekki var þó mulið undir hina ástsælu söng- konu sem var í stæði framan við sviðið á meðan minni spámenn voru í stúku eða sætum ... Bubbi og Bo Nú hafa gerst þau stórtíðindi að rokkarinn Bubbi Morthens er kominn í bandalag við stór- söngvarann Björgvin Halldórs- son. Sú var tíð að Bubbi söng ásamt Utangarðs- mönnum: „Ég er löggiltur hálfviti. hlusta á HLH og Brimkló". Björg- vin var ekki sátt- ur við þetta enda vegið að heiðri hans. Nú er svo komiö að Bo og Bubbi hafa náð saman og fara hönd í hönd í veiðiferðir. Báðir eru annálaðir dellukarlar á þessu sviði og nán- ast löggiltir. í hinum horfna þætti King Kong á Bylgjunni lýsti Bubbi sérstakri ánægju með veiðifélagann og gamlar væring- ar virðast fyrir bi... r Aætlanir Mörgun þykir einsýnt að Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, standi við þau fyrirheit sem hann gaf þeg- ar hann tók við liðinu fyrir tveim- ur árum. Þá sagði hann raunhæft að ætla sér tvö leik- tímabil til að koma liðinu í það form að íslandsmeistaratit- ill næðist. Gárung- ar sem nu blómstra í vestur- bænum voru að rifja þessi um- mæli upp eftir leik KR og ÍBV og þá einn hvort einhver myndi hve mörg ár Logi Ólafsson hefði gef- ið sér til að koma Skagamönnum niður úr úrvalsdeildinni... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.