Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 5 Fréttir Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins: Samherji með mestan kvóta - nýtt félag í Vestmannaeyjum þriöja stærst Samherji er það fyrirtæki sem fær flestum þorskígildistonnum út- hlutað á hverju ári. Allur vöxtur fyrirtækisins hefur orðið eftir að kvótakerfi var komið á í íslenskum sjávarútvegi. Næststærsta fyrirtækið er Har- aldur Böðvarsson hf. á Akranesi. Fyrirtækið hefur, eins og mörg önn- ur, gengið í gegnum sameiningu undanfarin ár. Á eftir Haraldi Böðv- cirssyni kemur nýtt sameinað fyrir- tæki í Vestmannaeyjum ef af verð- ur. Það fyrirtæki er með stóran hlut aflaheimilda sinna í loðnu og síld þannig að þegar uppsjávarveiðar fara að eflast mun það fyrirtæki vera í forystuhlutverki í þeim geira. Grandi hf. í Reykjavík varð til við sameiningu Bæjarútgerðar Reykja- víkur og ísbjarnarins. Síðar gekk Hraðfrystistöðin í Reykjavík inn í fyrirtækið. Grandi hefur skilað góð- um árangri undanfarin ár enda náð að nýta kosti kvótakerfisins til hins ýtrasta og nýtt bæði skip og mann- skap betur en önnur sjávarútvegs- fyrirtæki. Útgerðarfélag Akur- eyringa er nærri þvi jafnstórt og Grandi en þar hefur reksturinn ekki gengið eins vel og hjá fyrirtækjum sem eru svipuð að stærð. Á eftir Útgerðarfé- lagi Akureyringa kemur Þormóður rammi-Sæberg sem hefur einnig, eins og mörg af stærstu sjáv- arútvegsfyrirtækjun- um, gengið í gegnum sameiningu. Síldar- vinnslan kemur þar á eftir en þar hefur Burðarás, stærsti eig- andi hlutabréfa i sjáv- arútvegi, verið að kaupa eins mikið af hlutabréfum og fyrir- tækið hefur komist yfir. Ljóst er að það sér ákveðna möguleika Grafið sýnir hvaða fyrirtæki eru stærst í íslenskum sjávarútvegi. Samherji ber höfuð og í Síldarvinnslunni. herðar yfir þau fyrirtæki sem næst koma. Stærð sjávarútvegsfyrirtækja - eftir þorskígildistonnum fiskveiðiáríð 98/99 30.784 r ./zrvjr Síldarvinnslan hefur ekki gengið í gegnum sameiningu. Upp úr sam- einingarviðræðum hennar og Skag- strendings slitnaði. Þorbjörn hf. í Grindavík, Hrað- frystihús Eskifjarðar og Básafell koma þar næst, með um og yfir 10.000 þorskígildistonn. Rétt er að taka það fram að mæli- kvarðinn þorskígildistonn getur blekkt. Taka þarf tilit til þess að sumar tegundir eru í niðursveiflu þessa stundina, t.d. rækja, en getur farið aftur upp. Ef rækjukvótinn yrði aukinn og veiði ykist ættu fyr- irtæki sem eiga mikinn rækjukvóta að vera hærri á þessum lista. Kvót- um er nefnilega úthlutað sem hlut- deild í heildarafla en ekki í tonna- tölu. Taka þarf tillit til fleiri þátta en að bera saman þorskígildistonn þeg- ar sjávarútvegsfyrirtæki eru borin saman. Hægt er að bera saman rekstur, skuldastöðu, framtíðar- möguleika og margt annaö en þorskígildismælikvarðinn er al- gengastur. - EIS ÚTGÁFA MEÐ MIKLU MEIRI BÚNAÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.